Morgunblaðið - 06.10.1998, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998 51
VETRARSTARF Guðspekifélagsins
er haflð og fer fram í húsi félagsins
að Ingólfsstræti 22. Starfið í vetur er
með hefðbundnu sniði, þ.e. opinber
erindi á föstudagskvöldum kl. 21, op-
ið hús á laugardögum kl. 15-17 með
léttri fræðslu og umræðum. Á sunnu-
dögum er hugleiðingarstund með
leiðbeiningum kl. 17-18. Fyrsta laug-
ardag hvers mánaðar kl. 15-15.30 er
bókasafn félagsins opið til útláns fyr-
ir félaga og á fimmtudögum kl.
16.30-18.30 er bókaþjónusta opin
með miklu úrvali andlegra bók-
mennta.
Fyrirlesarar á fóstudögum verða á
næstunni: 9. október: Brynjólfur
SnoiTason „Um samspil rafsviða og
orkuhjúps manns og dýra“, 16. októ-
ber: Kristján Fr. Guðmundsson, 23.
október: Guðmundur Einarsson um
sálarrannsóknir, 30. október: Sr.
Þórir Stephensen um kórherra og
klaustur þeiiTa, 6. nóvember: Jörm-
undur Ingi Harðarson, allsherjar-
ÞORFINNUR Ómarsson, forstöðu-
maður Kvikmyndasjóðs Islands, flyt-
ur fyrirlestur um sérstöðu franskrar
kvikmyndagerðar miðvikudaginn 7.
október. Þorfinnur mun bera saman
franskar kvikmyndir og bandarískar
eftirgerðir þeirra.
Fjölmörg dæmi eru um að
Hollywood-leikstjórar hafi endurgert
franskar kvikmyndir og veltir Þor-
finnur því fyrir sér og sýnir dæmi um
hvaða breytingum þær taka. Þorfinn-
goði, um fornan átrúnað, 13. nóvem-
ber: Elías Sveinsson um meðvirkni
og heiðarleg samskipti, 20. nóvem-
ber: Edda Björgvinsdóttir um Sai
Baba, 27. nóvember: Ari Halldórsson
„Hvað er Verda?“, 4. desember: Sr.
Heimir Sveinsson „Unio Mystica",
11. desember: Jón Oi-mur Halldórs-
son, 8. janúar: Vilhjálmur Árnason,
prófessor um frelsið: 15. janúar: Jó-
hann Axelsson, prófessor, um lifandi
klukkur, 22. janúar: Sigurður Örn
Steingrímsson um biblíuhandrit írá
Qumran, 29. janúar: Birgir Bjarna-
son um drauma Einsteins, 5. febrúar:
Sr. Gunnar Ki’istjánsson um Jón á
krossi og 12. febrúar: Njörður P.
Njarðvík, prófessor, „Yður er í dag
frelsari fæddur".
Allt starf félagsins er ókeypis og
öllum opið.
Kynning á stefnu og starfi félags-
ins fer fram laugardaginn 7. nóvem-
ber nk. kl. 15 og eru allir áhugasamir
velkomnir.
ur talar á íslensku og frönsku. Fyrir-
lesturinn sem hefst kl. 20.30 er í
húsakynnum Alliance frangaise í
Austurstræti 3.
Þorfinnur stundaði háskólanám í
Frakklandi um árabil, var síðar
frétta- og dagskrárgerðarmaður á
Sjónvarpinu auk þess sem hann hef-
ur skrifað um kvikmyndir í blöð og
tímarit. Þorfinnur er forstöðumaður
Kvikmyndajóðs Islands.
Þegar ég frétti á
skotspónum að Svein-
björn í Hraunprýði
yrði áttræður 6. októ-
ber, fletti síðan mann-
talinu og sannreyndi
það, fannst mér ég ekki
geta undan því vikist
að setjast við tölvuna
og senda honum fáein
orð sem afmæliskveðju
í tilefni þessara merku
tímamóta. Fáh- menn á
Hellissandi verðskulda
það fremur. Þau fimm
ár sem ég hef starfað
hér hefur hann verið
safnaðarfulltrúi kirkjunnar á
Ingjaldshóli og hann sjálfur og
Ástrós kona hans alltaf jafn áhuga-
söm um málefni kirkjunnar. Þótt
ekkert væri annað ætti hann það
inni hjá mér. En spor Sveinbjarnar
hér í mannlífinu eru svo langt um-
fram þau ein og verða ekki talin hér
nema að litlu leyti. Sveinbjörn var
ungui’ þegar hann fluttist á Hell-
issand með foreldrum sínum, Bene-
dikt S. Benediktssyni kaupmanni á
Hellissandi og Geirþrúði Halldórs-
dóttur.
Tvennt er það í mínum huga, þar
sem hann markaði dýpri spor en títt
er. Að reka símstöðina og póstþjón-
ustuna á Hellissandi var ekkert
áhlaupaverk hér áður fyrr. Með
óþrjótandi elju og samviskusemi og
vilja til að þjóna þessari litlu byggð
tókst honum að reka póst og síma
með sóma. En oft krafðist það fórna
og mikils erfiðis, sem hvorki var
mælt né vegið. Sumt af því sem
hann lagði á sig við að halda línum í
lagi í illviðrum er lyginni líkast og
aldrei taldi hann það eftir sér að
vaka eða vakta símann
og talstöðina ef mikið
lá við. Hellissandur og
íbúar hans standa í
mikilli þakkarskuld við
Sveinbjörn fyrir það
sem hann lagði á sig í
þeim efnum.
Mér hefur oft flogið í
hug að ekki megi drag-
ast lengi að fá Svein-
björn til að segja frá af-
skiptum sínum af síma-
málum á Snæfellsnesi
áður en þessi tækni hóf
innreið sína og festa
hana á blað, því sú saga
gæti horfið með honum. Annar og
ekki ómerkari þáttur í ævi Svein-
bjarnar er útgerðarsaga hans með
Sigurði Kristjónssyni eða Skarðs-
víkurútgerðin. Saman gerðu þeir
Hellissand að stórútgerðarstað svo
eftir var tekið. I sjávarþorpum er
það mikill heiður að eiga mestu og
bestu aflaskipin árum eða áratugum
saman. Og í þessari útgerð stóð
Sveinbjörn meðfram störfum sínum
fyrir Póst og síma og lét sig til við-
bótar ekki muna um að vera með
nokkrar rollur heima í Hraunprýði.
En sennilega verður það ekkert
af þessu sem hans verður lengst
minnst fyrir heldur hitt hversu ein-
stakur greiðamaður hann hefur ver-
ið alla tíð. Hafi hann getað rétt ein-
hverjum hjálparhönd hefur aldrei á
því staðið nema gildar ástæður
lægju til. Sjálfur gat ég ekki annað
en kímt þegar ég frétti af þvi hvern-
ig hann gat ekki neitað nágrönnum
sínum og vinum um að afgreiða þá
um áfengissendingar, þrátt fyi'ir að
hann hafi alla tíð verið einstakur
bindindismaður á vín og helst ekk-
ert viljað af því vita. Taldi það lýta
mannlífið en ekki prýða það. Það
hugnaðist ekki manni eins og Svein-
birni Benediktssyni. En þeirra þarf-
ir voru ekki hans þarfir og hans
ekki þeirra og hver varð að vera
ábyrgur fyrir eigin lífi. Því brást
honum ekki greiðasemin í því frem-
ur en öðru. Sveinbjörn Benedikts-
son skilur eftir sig djúp og merkileg
spor í mannlífinu á Hellissandi og
þeim sporum fylgir ekkert traðk
þar sem á annarra hlut hefur verið
gengið. Heldur hlaut hann af því
skaða sjálfur ef því var að skipta.
Eg sakna þein'a hjóna Svein-
bjarnar og Ástu í Hraunprýði nú
þegar þau eru komin inn í Stykkis-
hólm. Gleðst þó yfir hvað þau una
hag sínum þar vel. Ég held að það
hafí verið sannmæli hjá Árna
Helgasyni í Stykkishólmi þegar
hann segir að ráðum þeirra feðga
Benedikts og Sveinbjamar hafi
mátt treysta, enda hafi Sveinbjörn
verið allt í senn, tryggur, heiðarleg-
ur og duglegur. Fleiri verða þessi
orð ekki en ég vil nota tækifærið og
senda Sveinbirni mínar innilegustu
árnaðaróskir, Sandarar standa í
þakkarskuld við hann. Megi Guð
gefa þeim hjónum ánægjulegt ævi-
kvöld og góða framtíð.
Ólafur Jens Sigurðsson,
Hellissandi.
yiNNLENT
Vetrarstarf Guðspeki-
félagsins hafið
AFMÆLI
SVEINBJORN
BENEDIKTSSON
Sérstaða franskrar
kvikmyndagerðar
R A
AUGLYSINGAR
Félagsmenn
í Samtökum
iðnaðarins
BateaBBvgpsRBBatiHBHBBBSasaanBsaE]
athugið!
Samtök iðnaðarins boða til kynningarfundar
miðvikudaginn 7. október nk. um fyrirhugaðar
breytingar á reglugerð Sameinaða lífeyrissjóðsins.
Dagur: Miðvikudagur.7. október nk.
Staíuu________Veislusalurinn Gullhamrar,
Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg I
ákl..8:30ti! 10:00.
B jarniGuðmundsson, tryggi ngastærðfr.
Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóri
Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta og
kynna sér þær breytingar sem gera á, á reglugerð
sjóðsins og hvaða þýðingu þær hafa á þá sjálfa
og starfsmenn þeirra.
0) SAMTÖK
IÐNAÐARINS
HALLVEIGARSTlG 1 • PÓSTHÓLF 1450 • 121 REYKJAVlK
SÍMI511 5555 • FAX 511 5566 • TÓLVUPÓSTUR mottaka@si.is
UPPLÝSINGAVEFUR www.si.is
Astma- og ofnæmisfélagið
heldur félagsfund fimmtudaginn 8. okt. 1998
kl. 20.30 í Múlabæ, Ármúla 34.
Efni fundarins:
1. Myndun stuðningshópa astma- og ofnæmis-
fólks og aðstandenda þeirra.
2. Kosning fulltrúa á þing SÍBS.
Kaffiveitingar. Mætum sem flest.
Stjórnin.
Aðalfundur
Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga minnir
félagsmenn sína á aðalfundinn, sem haldinn
verðurað Hótel Sögu, þingsal B, laugardaginn
10. október nk. kl. 10.00 árdegis.
Nýtt veggspjald verður kynnt og selt á
fundinum. Félagar fjölmennum.
Stjórnin.
ÞJONUSTA
Vantar — vantar — vantar
Vegna mikillar eftirspurnar eftir leiguíbúðum
vantar okkur flestar stærðir leiguíbúða á skrá.
Með einu símtali er íbúðin komin á skrá hjá
okkur og um leið ertu komin(n) í samband við
fjölda leigjenda.
Arangurinn mun ekki láta á sér standa og það
besta er, að þetta er þér að kostnaðarlausu.
II
■EIGI
EIGULISTINN “"9
LEIGUMIÐLUN
511 1600
Skipholti 50B, 105 Reykjavík.
KENNSLA
Sölu- og þjónustunámskeiðið
Gæðasala
Námskeið þetta hentar þeim sem vilja ánægð-
ari viðskiptavini, aukna sölu og hæfara starfs-
fólk.
Næstu námskeid:
7.-8. okt. Kvöldnámskeið.
Fös. 9. okt. Heilsdagsnámskeið.
Lau. 10. okt. Heilsdagsnámskeið. Fullbókað.
12, —13. okt. Kvöldnámskeið. Fullbókað.
15. —16. okt. Kvöldnámskeið.
Skráning og upplýsingar um námskeiðið eru
veittar í síma 561 3530 og 897 3167
SÖLUKENIUSLA GUIUIUARS ANDRA
Einkaþjálfun • Námskeið • Ráðgjöf • Fyrirlestrar
Við höfum sameiginlegt markmið - að þér gangi vel!
SMAAUGLYSINGAR
FÉLAGSLÍF
□ EDDA 5998100619 I 1 Atkv.
□ Hlín 5998100619 VI 2
□ FJÖLNIR 5998100619 III
Aðalstöðvar
KFUM og KFUK.
Holtavegi 28.
Hádegisverðarfundur á morgun,
miðvikudag, kl. 12.10. Ritningar-
lestur og bæn: Sigurbjörn Þor-
kelsson. Ársæll Aðalbergsson,
formaður Vatnaskógar, flytur
fréttir af starfinu þar.
Um kl. 12.30 verður borin fram
létt máltíð. Verð kr. 500,-.
Allir velkomnir.
I.O.O.F. Rb. 4 ■
II 3.h.
1481068 - 8V4
•rfv
fr- — Aglow
«sv/ “ kristið
JvJ. kvennastarf
Konur og karlar — verið öll hjart-
anlega velkomin á hinn árlega
herrafund Aglow I kvöld, 6. okt.
kl. 20.00 í Kristniboðssalnum,
Háaleitisbraut 58—60. Kaffi,
söngur, hugvekja og fyrirbænir.
Stjórn Aglow i Reykjavík.
Aðaldeild KFUK.
Holtavegi
Fyrsti fundur vetrarins verður
Vindáshlíð í kvöld.
Brottför frá Holtavegi kl. 18.00
Prófessor Sigriður Halldórsdóttii
fjallar um Ólafíu Jóhannsdóttur
erindi sem hún kallar: „Að verc
köllun sinni trú".
Stjórnin.