Morgunblaðið - 06.10.1998, Síða 54
♦ 54 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Talað er fagurlega
en framkvæmt
bagalega
Frá Sigurbjarti Jóhannessyni:
MIKIÐ hefur verið rætt um nýt-
ingu auðlinda okkar á undanförnum
árum og er það vel. I þessu hefur
sitt sýnst hverjum og er það ekki að
undra svo miklir hagsmunir sem
eru í veði. Hafa þá mest verið uppi
tvö sjónarmið hvað varðar sjávar-
nytjar. Það er annarsvegar sjónar-
mið sægreifa, sem vilja ganga í auð-
Iindir sjávar án bóta, og hinsvegar
sjónarmið fólksins í landinu sem vill
hafa nokkuð fyrir snúð sinn. Undan-
farið hafa stjórnmálasamtök í land-
inu lýst hug sínum í þessu máli og
eru línur nokkuð skýrar milli
stjórnar landsins og stjórnarand-
stæðinga, með fáum undantekning-
um þó sem litlu skipta. Þar sem
flestir stjórnarandstæðingar styðja
sjónarmið fólksins virðist það ein-
sýnt að eftir næstu kosningar muni
sjónarmið sægreifa verða undir á
þingi og gjald verði tekið fyrir nýt-
ingu auðlinda sjávar.
Fjármagn það sem þannig mun á
næstu árum streyma inn í sjóði al-
mennings, líka sægreifa, mun verða
langþráð lyftistöng í velferðarkerf-
inu sem að undanfornu hefur liðið
fyrir þröngsýn sjónarmið hags-
munahópa. Það skal undirstrikað að
þessu fjármagni verði ekki úthlutað
til einstaklinga, eins og sumir telja
vænlegast, heldur verði það notað
til að bæta heilbrígðiskerflð og al-
mennatryggingakerfið, mennta-
kerfíð, umhverfísmálin og þar með
vegakerfið og til lækkunar á skött-
um. Á þessu er mikil þörf sem hægt
er að færa rök að.
I heilbrigðiskerfinu standa heilar
deildir sjúkrahúsa ónýttar og sár-
þjáðir sjúklingar bíða í löngum röð-
um eftir sjúkravist og heilbrigðis-
stéttir flýja land. Almannatrygging-
ar greiða elli- og örorkubætur sem
nægja ekki fyrir nauðþurftum, elli-
styrkur er kr. 15.123 svo dæmi sé
tekið.
Menntakerfið getur ekki boðið
menntunarþyrstum ungmennum
upp á sómasamlega fræðslu. Stór
hluti kennara fer aldrei í kennslu að
loknu dýru námi vegna lágra launa
og slæms aðbúnaðar í skólum.
Aldrei hafa fleiri leiðbeinendur ver-
ið starfandi í menntakerfinu að
sögn menntamálaráðuneytisins. Án
þess að ráða nokkuð við hlutina.
Endurmenntun bæði kennara og
annarra sem hafa lagt á sig nám er í
molum. Af þessu hlýst að í mörgum
fögum, þar með taldir skólar lands-
ins, er fólk með aldraða menntun.
Umhverfismálin í öngþveiti, talað er
fagurlega en framkvæmt bagalega,
of mikið mál til að telja upp í stuttu
máli. Vegamálin eru kafli út af fyrir
sig, einfaidlega vanþróuð. Innan við
30% vegakerfisins er með bundnu
slitlagi. Svokölluð vanþróunarvið-
miðun Sameinuðu þjóðanna er
hærri.
Allir þessir þættir eru sveltir og
margir fleiri, svo sægreifar geti
matað krókinn. Á sama tíma eru
launamenn skattpíndir undir drep,
til að hægt sé að borga skuidir
þeirra. Já, launamenn, því aðrir
virðast ekki þurfa að borga skatta,
þess vegna verður að leggja niður
tekjuskattinn, að minnsta kosti á
einstaklinga. Öðru vísi er ekki hægt
að bjarga stórum hluta þjóðarinnar
frá þessari ósvinnu sem undanskot
frá skatti er.
SIGURBJARTUR JÓHANNESSON,
Víghólastíg 24, Kópavogi.
Ferdinand
Smáfólk i
ANOTHER ROOT 3EER
FOR MY BROTHER 5PIKE,
5'ILVOUS PLAIT.. ,
I HAP A 6IRL FRIEND
BACK HOME, 6UT 5HE'5
5T0PPEP WRITIN6T0ME.
Annan rótarbjór fyrir Sám Ég átti kærustu heima, en Skál fyrir öllum kærust- Svei!
bróður minn, viltu gjöra svo hún er hætt að skrifa mér ... unum sem skrifa okkur
vel ekki lengur ...
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Nýbýlavegi 30,
(Dalbrekkumegin),
sími 554 6300.
www.mira.is
Unifilla - SPARTL
ÞÆGILEGAR
UMBÚÐIR
FYRIR SPAÐA
ÞURRT EFTIR 30 MÍN.
ÁRVÍK
ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295