Morgunblaðið - 06.10.1998, Page 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Sigurður Smári og Hálfdán
Guðrún Snædal
Skapandi unglingar
skemmta sér saman
MIKIÐ var um að vera á Sel-
tjamamesinu um helgina þeg-
ar unglingar frá félagsmið-
stöðvum hvaðanæva af land-
inu hittust á Landsmóti Sam-
fés. í Valhúsaskóla ómuðu
glaðlegar raddir og allir voru
* á þönum, enda mikið að gera í
fjölmörgum smiðjum sem
starfræktar vom á laugardag-
inn. Saman voru komnir 220
unglingar og ekki annað að
sjá en allir skemmtu sér hið
besta og ynnu verkefni sín af
miklum áhuga. Hægt var að
velja um mismunandi smiðjur
eftir áhugasviði hvers og eins,
en reynt var þó að láta aðeins
einn úr hverri félagsmiðstöð
vera í hverri smiðju. Valið
stóð á milli spray-smiðju,
fréttasmiðju, útvarpssmiðju,
listasmiðju, heimasíðusmiðju,
útivistarsmiðju, íþrótta-
smiðju, hljóðfærasmiðju, fata-
_ hönnunarsmiðju og stutt-
myndasmiðju.
Stuttmynd um einsemd
I salnum við anddyri skól-
ans voru krakkar í óða önn að
gera stuttmyndir, og mátti sjá
nokkra sem munduðu mynd-
bandsupptökuvélar á meðan
aðrir léku hlutverk. Aðal-
steinn Már Gunnarsson,
Sveinn Atli Jónsson frá Bú-
stöðum og Helga Hrönn Þórð-
ardóttir frá Akureyri voru á
- - ferli með upptökuvélina. „Við
erum að gera mynd um ein-
semd, segir Sveinn Atli, „og
ég leik einstæðinginn." „Við
reynum að sýna hvernig hann
er aldrei inni í hópnum og
ailtaf einn að þvælast," segir
Helga, og bætir við að hún
haldi að myndin verði sýnd
um kvöldið á baliinu.
í fréttum er þetta helst...
I fréttasmiðjunni voru
Marsibil frá Blönduósi og As-
laug frá Akureyri í óða önn að
útbúa veggspjald. „Við skipt-
um þessu niður í hópa, ljós-
myndara og fréttamenn. Við
fórum tvö og tvö saman og tók-
um myndir af öllum sem við
síðan setjum saman á vegg-
spjald með viðtölum við krakk-
ana. Veggspjöldin verða hengd
hérna upp fyrir kvöldið,“ segir
Marsibil. Stelpurnar voru
mjög ánægðar með mótið og
sögðu að þær hefðu til dæmis
ekkert þekkst fyrir mótið en
vasru orðnar bestu vinkonur.
I danssmiðjunni voru ung-
lingar á fleygiferð að æfa dans-
atriði fyrir kvöldið og í mynd-
listarsmiðjunni var gríðarmik-
ill skúlptúr í sköpun þar sem
notast var við ýmis lífræn efni
eins og trjágreinar og fleira.
Iþrótta- og útivistarhópamir
voru allir úti við í góða veðrinu
að sinna sínum áhugamálum,
en allir voru spenntir íyrir að
hittast á ballinu um kvöldið og
frétta hvað hinh- hefðu verið að
gera um daginn.
Markmiðið að kynnast
og auka tengslin
Margrét Sigurðardóttir er
forstöðumaður Selsins á Sel-
tjamarnesi, sem er staðar-
haldari landsmótsins að þessu
sinni. „Við höfum haldið
svona mót í nokkur ár, og
landsmótsnefnd undirbýr
mótin, en í henni era bæði
starfsfólk félagsmiðstöðva og
unglingar, ásamt staðarhald-
ara. Markmiðið með lands-
mótinu er að krakkarnir
kynnist hver öðrum, örva
tengslin milli félagsmiðstöðv-
anna og bæta í hugmynda-
bankann. Það er misjafnt
hvað krakkamir eru að gera í
hverri félagsmiðstöð fyrir sig
og þess vegna gott að hittast,
kynnast öðram krökkum, fá
nýjar hugmyndir og kynnast
öðrum vinnubrögðum," segir
Margrét.
Morgunblaðið/Kristinn
►GUÐRÚN Sædal Björgvinsdóttir frá Fjörheimum í
Njarðvík sat við litríkt verk sem hún var að vinna að.
Hún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hún prófar
að máia með spray-brúsa. „Mér finnst þetta mjög
gaman,“ sagði Guðrún, en sagðist þó efast um að hún
myndi nota þekkinguna til að búa til myndir til að
hengja upp í herberginu sínu. „En það er gaman að
kynnast þessu,“ segir hún, „og búið að vera mjög
skemmtilegt hérna í dag.“ „Þetta er mjög flott mynd
hjá Guðrúnu," segir einn aðstoðarmaðurinn í smiðj-
unni. „Það er eins og hún sé alvön.“
Morgunblaðið/Kristínn
►SIGURÐUR Smári Sigurðsson frá Þróttheimum í
Reykjavík og Hálfdán Þorsteinsson, starfsmaður
Vitans í Hafnarfirði, grúfðu sig yfir tölvuskjáinn í
Heimasíðusmiðjunni. „Við erum að gera heimasíðu
fyrir Samfés 1998 um það sem er að gerast hérna
um helgina," segir Hálfdán. „Við setjum inn myndir
frá smiðjunum og segjum smávegis frá því hvað
hver smiðja er að gera,“ segir Sigurður, sem segist
vera vanur maður því hann hafi gert sína eigin
heimasíðu. „Eg fékk tölvu fyrir tveimur árum og þá
byrjaði ég að prófa mig áfram og fannst það mjög
skemmtilegt. Við erum níu sem erum að vinna að
heimasíðunni núna fyrir mótið,“ segir hann og bætir
við að mikil vinna fari í að gera heimasíðu ef hún á
að vera góð.“ Hálfdán segir að heimasfðusmiðjan sé
í samstarfi við fréttasmiðjuna. „Þau eru búin að
skrifa greinar um hvað er að gerast og við höfum
si'ðan sett það inn á netið. Það hefúr gengið mjög vel
hjá hópnum að vinna saman,“ segir Hálfdán og segir
það frábæra hugmynd að hafa aðeins einn úr hverri
félagsmiðstöð í hópunum, því þá kynnast þau nýjum
krökkum og „vinaklíkurnar" leysast upp.
BÁRA, Ragnar,
Guðjón, Atli, Stef-
án, Tinna og Björg-
vin skemmtu sér
konunglega.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
►TÍSKUSÝNING
var um kvöldið á
fötum sem hönnuð
voru fyrr um dag-
inn.
Morgunblaðið/Kristinn
►f SPRAY-smiðjunni fyrir vana menn leiðbeinir
Toggi, Þorgeir Frímann Óðinsson, en verið er að
skreyta undirgöng sem liggja frá Eiðistorgi. „Ég er
myndlistarnemi og hef gert margar veggmyndir.
Ég fór út á vegum Samfés til Vínarborgar, en þar
var í gangi samnorrænt verkefni gegn mismunun á
minnihlutahópum. Þar var graffiti-smiðja sem ég
sótti og þess vegna er ég núna að vinna með þeim
sem eru í spray-smiðjunni.“ Toggi segir að þessi
málunaraðferð geti gengið á hvað sem er og geri
lífið bara litríkara. „Ég mála veggi, borð og kló-
settskálar og ýmislegt heima hjá vinum mínum,“
segir hann. „Sjáðu til dæmis þennan undirgang
hérna. Veggjunum er skipt upp í fleti, og hérna
labba krakkarnir í gegn nær daglega á leiðinni í
skólann, á meðan fullorðna fólkið keyrir bara yfir í
bflum. Krakkarnir hafa gaman af þessu, og mér
finnst þau eiga alveg jafn mikið tilkall til þessara
veggja og aðrir. Það er ekki eins og þetta skaði
neinn. Það er alveg upplagt að hafa hér skreytingu
til að lífga upp á umhverfið. “
Morgunblaðið/Kristinn
►FRÁ LEIKLISTARSMIÐJUNNI bárust óbóta-
skammir. „...Það er ekki nóg með að þú sért að líkja
manni við sauðfé..." Anna Margret Sigurðardóttir
og Gréta Björg Jakobsdóttir koma báðar frá Skjóli á
Blönduósi. Hvað gekk eiginlega þarna á? „Við vor-
um í spunaverkefni sem á sér stað í fataverslun.
Anna Margret átti að reyna að selja mér skó en um
leið áttum við að móðga hvor aðra,“ segir Gréta.
„Við finnum upp á öllum munnsöfnuðinum sjálfar,“
segja þær í kór og skellihlæja. „Við vorum svolítið
seinar að velja, og þess vegna lentum við saman í
hóp,“ segir Anna. „Þetta er alveg frábært. Hún
Linda Sif er alveg æðisleg sem er með leiklist-
arsmiðjuna," segir Gréta. Þetta er í fyrsta skipti sem
Anna Margret prófar að leika, en Gréta lék húsa-
músina í Dýrunum í Hálsaskógi og aukahlutverk í
Atómstöðinni, leikritum sem sýnd voru á Blönduósi.
„Við komum fimm frá Blönduósi og umsjónarmað-
ur,“ segja stelpumar, sem segjast mest hafa kynnst
krökkunum í leiklistarsmiðjunni og hlakka mikið til
að fara á ballið um kvöldið og kynnast fleirum.
I
Morgunblaðið/Kristinn
►KATLA Ásgeirsdóttir frá Bústöðum lagar hér
kjól sem hún sýnir auk þess að hafa hannað ásamt
öðrum stelpum í fatahönnunarsmiðjunni. „Þegar
við fórum að skoða efnin, og sáum köflótta efnið,
datt okkur í hug að búa til svona kjól.“ Eins og sjá
má á myndinni er heljarmikið höfuðfat við kjólinn
sem minnir einna helst á íslenska skautbúninginn í
nýrri útfærslu. í það minnsta er eitthvað þjóðlegt
við samsetninguna. Katla segist aldrei áður hafa
hannað föt, og ekki mikið saumað nema í skólan-
um. „Kannski einn og einn bol, en ekkert annað,“
segir hún og brosir. Vala Valdimars frá Akureyri
var einnig í fatahönnunarsmiðjunni og sagði að það
væri geðveikt gaman. „Minn hópur er búinn að
hanna tvo kjóla, og síðan verðum við með tískusýn-
ingu í kvöld á bailinu. Kjóllinn sem við hönnuðum
er með vírpilsi og svo notum við líka álpappír og
net. Rosalega sérstakur,“ segir Vala, sem segist þó
ekki viss hvort hún leggi fatahönnunina fyrir sig í
framtíðinni.