Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Evrópusambandið krefst viðræðna um þróunarsjóð
Barnaspítali Hringsins
Spánn hótar að
teíja Schengenaðild
EVRÓPUSAMBANDIÐ fór fram á
það á ráðherrafundi ríkja Evrópska
efnahagssvæðisins í Lúxemborg í
gær að EFTA-ríkin héldu áfram að
greiða fé í þróunarsjóð, sem styrkt
hefur fátækari svæði innan ESB.
Þetta er gert að kröfu Spánverja,
sem hóta að tefja hagsmunamál
EFTA-ríkjanna á borð við aðild ís-
lands og Noregs að Schengen-vega-
bréfasamstarfínu, aðild ríkjanna að
Lyfjastofnun Evrópu í London og
þátttöku þeirra í fimmtu
rammaáætlun ESB um rannsóknir
og þróun.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins sýndu önnur ríki ESB sjón-
armiðum Islands og Noregs tals-
verðan skilning en fengust þó ekki til
annars en að styðja kröfu Spánverja,
enda er ákveðin hefð fyrir því innan
ESB að styðja þannig hagsmunamál
einstakra ríkja, gangi þau ekki gegn
hagsmunum annarra.
I drögum að ályktun fundarins
hafði verið gert ráð fyrir jákvæðum
ummælum um að flýta þyrfti viðræð-
um við Island og Noreg um aðild
þeirra að Schengen, stefna þyrfti að
aðild ríkjanna að Lyfjastofnuninni
sem fyrst og tryggja að ekki yrði hlé
á aðild þeirra að rannsókna- og
þróunarsamstarfi ESB þegar
svokölluð fimmta rammaáætlun tek-
ur við af þeirri fjórðu. Allt þetta
fengu Spánverjar fellt út úr ályktun-
inni.
Niðurstaða málsins varð sú að
bæði ESB og EFTA vilja ræða um
áframhaldandi stuðning EFTA til að
,jafna efnahagslegt misræmi" á Evr-
ópska efnahagssvæðinu. EFTA-ríkin
gera það hins vegar að skilyrði að
núverandi þróunarsjóði verði lokað,
en segjast opin fyrir öðrum leiðum
til að ná þessu markmiði, einkum í
tengslum við íyrirhugaða stækkun
sambandsins til austurs.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins er ekki búizt við að afstaða
Spánverja komi í veg fyrir að
viðræður við Island og Noreg um
aðild þeirra að Schengen hefjist síð-
ar í mánuðinum. Næst þegar samn-
ingamenn þurfa að bera stöðu máls-
ins undir aðildarríki ESB gæti hins
vegar komið babb í bátinn.
Fyrri áfangi boð-
inn út næstu daga
UTBOÐ vegna framkvæmda við
nýjan bamaspítala Hringsins á
Landspítalalóð í Reykjavík verður
auglýst á næstu dögum og er ráð-
gert að byggingin verði orðin fok-
held og fullbúin að utan á næsta ári.
Verða veittar tæplega 400 milljónir
króna til þessa fyrsta áfanga.
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra sagði að nú þegar fyrir
lægi samkomulag milli Reykjavíkur-
borgar og ríkisstjórnar um flutning
á Hringbraut væri hægt að hefjast
handa af fullum krafti. Með flutningi
Hringbrautar skapast betra athafn-
rými á Landspítalalóðinni. Teikn-
ingar voru tilbúnar í maí en beðið
hefur verið byggingaleyfis frá borg-
inni sem nú er fengið. Heildar-
kostnaður er áætlaður á bilinu 800
til 1.000 milljónir króna og segir
ráðherrann að ríkisstjórnin hafi
tryggt áframhaldandi fjármögnun
þannig að taka megi spítalann í
notkun ekki síðar en árið 2001.
I fyrsta áfanga verður annars
vegar boðinn út grunnur byggingar-
innar og síðan uppsteypa. Er stefnt
að því að auglýsa útboð á næstu
dögum og að fyrsta áfanga ljúki á
næsta ári. Þá yrði síðari áfanginn
boðinn út.
I samkomulagi borgar og ríkis
vegna flutnings Hringbrautar kem-
ur fram að verkið er talið kosta
kringum 580 milljónir króna. Hring-
brautin verður færð á kaflanum frá
Miklatúni að enda Tjarnarinnar.
Verður hún sex akreinar á þessum
kafla með mislægum gatnamótum
þar sem hún sker Bústaðaveg og
Snorrabraut.
Lögleiðing EES-reglna
Islenzkum regl-
um ekki fylgt
NEFND á vegum forsætisráðherra
telur verulega annmarka á því að
meginreglum íslenzkrar stjórnskip-
unar hafi verið fylgt við að leiða
reglur Evrópska efnahagssvæðisins
í íslenzkan rétt. Nefndin telur fjár-
og mannaflaskort í ráðuneytum
eina ástæðu þessa, þótt í ýmsum til-
vikum hafi hið smáa íslenzka stjóm-
kerfi fengið miklu áorkað miðað við
aðstæður.
í skýrslu nefndarinnar, sem
kynnt var í gær, segir að ekki hafi
ávallt verið hugað nægilega að því
hvort í settum lögum sé að finna
efnislegar heimildir til að setja
stjómvaldsfyrirmæli, sem skerði
frelsi eða innihaldi almennar réttar-
reglur sem snúi að borgurunum. Þá
segir nefndin að finna megi dæmi
um að lögleiddar hafi verið hér á
landi reglur, sem bindi hendur ís-
lendinga, án þess að jafnframt hafi
verið lögleiddar þær undanþágur,
sem gildi á EES. Óþarflega miklar
takmarkanir séu settar á athafna-
frelsi íslenzkra borgara og íslenzk
stjómvöld séu þannig „kaþólskari
en páfinn".
Þá telur nefndin að við birtingu á
fjölmörgum EES-gerðum hafi ekki
verið farið að kröfum stjómarskrár
og íslenzkra laga og að auglýsingar
á gildistöku að þjóðarétti á breyt-
ingum á viðaukum og bókunum við
EES-samninginn hafi ekki átt sér
stað svo sem ótvírætt sé skylt sam-
kvæmt íslenzkum lögum.
■ Fijálsræði skert/33
Óhjákvæmileg^t verður að
breyta kjördæmaskipaninni
ÞINGMANNANEFND, sem
skipuð var á síðasta ári til að gera
tillögur um breytta kjördæmaskip-
an og tilhögun kosninga til Alþingis,
leggur til að kjördæmum verði
fækkað úr átta í sex. Tillaga er gerð
um að skipta Reykjavíkurkjördæmi
og Reykjaneskjördæmi og til verði
sex kjördæmi með 9-11 þingmönn-
um.
Friðrik Sophusson, alþingismað-
ur og formaður nefndarinnar, sagði
að allir stjórnmálaflokkar hefðu það
á stefnuskrá sinni að draga úr því
misvægi sem nú er á vægi atkvæða
milli kjördæma. Flokkarnir hefðu
sett fram ólíkar hugmyndir um
hvemig ætti að ná þessu markmiði
og því væri niðurstaða nefndarinnar
málamiðlun milli sjónarmiða. Hann
sagði ljóst að ef ætti að draga úr
misvægi atkvæða væri óhjákvæmi-
legt að breyta núverandi kjör-
dæmaskipan. Það væri ekki hægt
að ná þessu markmiði innan núver-
andi kerfís.
Tillagan fer til flokksformanna
Þingflokkar á AJþingi hafa tví-
vegis rætt hugmyndir nefndarinn-
ar, en ekki liggur íyrir formlega af-
staða flokkanna til tillagnanna.
Friðrik sagði að nefndin legði til að
tillögurnar færu nú til umfjöllunar
hjá formönnum flokkanna og þeir
kæmu sér saman um að leggja fram
nauðsynleg lagafrumvörp. Drög að
frumvörpum til breytinga á stjórn-
skipunarlögum og til breytinga á
lögum um kosningar til Alþingis
íylgja skýrslu nefndarinnar. Friðrik
sagði mikilvægt að frumvörpin
kæmu fram sem fyrst á þingi svo
nægur tími gæfist til að afgreiða
þau fyrir þinglok.
Nefndin gerir þá tillögu að Vest-
urland, Vestfirðir og Húnavatns-
sýslur verði sameinaðar í eitt kjör-
dæmi. Skagafjörður, Siglufjörður,
Norðurland eystra og Múlasýslur
verði eitt kjördæmi. Þriðja lands-
byggðarkjördæmið verði A-Skafta-
fellssýsla, Suðurland og Suðurnes.
Tillaga er gerð um að Reykjanes án
Suðurnesja verði sjálfstætt kjör-
dæmi. Þá er gerð tillaga um að
Reykjavík verði skipt upp í tvö jafn-
stór kjördæmi.
■ Fjórum núverandi/32
Morgunblaðið/Tómas Tómasson
Endur-
nýjun langt
komin
TURN Bessastaðakirkju var í
gær hífður á sinn stað eftir að
burðarvirki hans hafði verið end-
urbyggt en þar voru viðir orðnir
feysknir. Næst er að klæða hann
og verður koparklæðning yst.
Tómas Tómasson, verk-
fræðingur hjá ístaki, sem sér um
verkið segir að byijað hafí verið
í lok júní og verklok séu áætluð í
nóvember enda hafi endurnýjun
turnsins reynst viðameiri en gert
var ráð fyrir. Múrhúðun á veggj-
um kirkjunnar hefur verið lag-
færð og nú er verið að ljúka við
að kústa hana hvíta á ný.
í dag
esieuii
: 4 SÍDU
► VERIÐ fjallar í dag um mikla túnfiskveiði innan ís-
lenzku landhelginnar. Það segir einnig frá erfiðu
ástandi á mörkuðum fyrir sjávarafurðir í Asíu og Rúss-
landi og skýrir frá aflabrögðum.
Landslið \ Brynjar Björn, | Guðjón vill
kvenna til • Helgi og Sig- • sigur ■
Tyrklands : urður í hópinn ; Armeníu
______ • __________ • ___________
ci • ci • cs
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is