Morgunblaðið - 07.10.1998, Side 15

Morgunblaðið - 07.10.1998, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 15 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HLUTI fundarmanna á morgunverðarfundi Stjórnunar- félags Vestmannaeyja. Vandamálið 2000 * T1 • um Vestmannaeyjum - Stjórnun- arfélag Vestmannaeyja gekkst fyr- ir morgunverðarfundi fyrir skömmu þar sem tölvuvandamálið árið 2000 var rætt. Vandamálið snýr að tölvukerfum og tölvum sem ekki gera ráð fyrir árinu 2000 í kerfum sínum og geta afleiðingarn- ar orðið verulega alvarlegar verði ekki gerðar ráðstafanir til að bregðast við því. A fundinum var Hjalti Sölvason, framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs Nýherja, með framsögu þar sem hann fór í gegnum vandamálið og hvernig væri hægt að bregðast við því. Fram kom hjá honum að Nýherji hefði lagt mikla vinnu í að þróa og staðfæra aðferðafræði sem dygði íslenskum fyrirtækjum til að glíma við 2000 vandann. Aðferða- fræði þessi kallast ÁRNY og skipt- ist hún í fimm þætti, stöðumat, for- gangsröðun, verkáætlun, verkfram- kvæmd og endurskoðun árið 2000. Hann sagði að þjónusta þessi stæði fyrirtækjum til boða og gætu menn metið og valið um hvort þeir þyi-ftu alla þættina eða einungis hluta þeirra. Morgunverðarfundurinn var vel HJALTI Sölvason, framsögumað- ur á morgunverðarfundinum. sóttur og voru fundarmenn mjög ánægðir með þetta framtak Stjórn- unarfélagsins. Hafnarsambandsþing í Yestmannaeyjum Vestmannaeyjum - Ársfundur Hafn- ai-sambands sveitarfélaga ver hald- inn í Vestmannaeyjum fyrir skömmu. Þingið var fjölmennt en meginviðfangsefni þess var umfjöll- un um flutningaleiðir framtíðarinnar og framtíðarskipan hafnarmála. í ályktun fundarins um flutninga- leiðirnar er því beint til samgöng- uráðherra að mótuð verði stefna í flutningamálum bæði á sjó og landi og í framhaldi af því verði lögð fram flutningaáætlun áranna 2000 til 2015. I greinargei'ð með ályktuninni kem- ur fram að kostnaður við rekstur og uppbyggirigu hafnarmannavirkja sé mikill en kostnaður við siglingaleiðir lítill en aftur á móti sé kostnaður við lagningu og viðhald vega gífurlegur. Fram kom að tryggja þurfi jöfn samkeppnisskilyrði flutningsmáta og lögð var áhersla á að sjóflutningai’ væru umhverfisvænni en landflutn- ingar. Fundurinn ályktaði að eðlilegt væri að notendur greiddu eðlilega kostnaðarhlutdeild í uppbyggingu og rekstri samgöngumannvirkja en slíkt hefði í fór með sér aukna sjó- flutninga á kostnað landflutninga. Varðandi framtíðarskipan hafnar- mála ályktaði þingið að Hafnarsam- bandið myndi hafa frumkvæði að því að skipaður yrði nýr samráðshópur samgönguráðuneytis og sambands- ins sem vinna eigi tfllögur um breytta skipan hafnarmála. I þeiiri breyttu skipan verði haft að leiðar- Ijósi að endurskoða yfirstjórn hafn- armála og leikreglur um samskipti ríkis og sveitarfélaga hvað varðar fjármögnun framkvæmda og ákvörðun gjaldskrár. Frelsi hafna í gjaldskrármálum verði aukið með það að markmiði að notendur greiði stærra hlutfall kostnaðar við mann- virkjagerð og þjónustu. Hafnir verði flokkaðar eftir fjárhagslegri getu og hafnargjöld ákveðin þannig að stærri hafnh’ geti staðið undir i'ekstri og nýframkvæmdum og sett- ar verði reglur um hvernig styðja skuli litlar hafnir sem ekki hafa tekj- ur eða forsendur til að standa undir rekstri eða nýframkvæmdum. Ný stjóm Hafnarsambandsins var kosin á þinginu en hana skipa Árni Þór Sigurðsson, Reykjavík, sem er formaður, Pétur Jóhannsson, Kefla- vík, Halldór Jónsson, ísafirði, ísak Ólafsson, Þórshöfn, Gísli Gíslason, Akranesi, Brynjar Pálsson, Sauðár- króki, Ólafur M. Kristinsson, Vest- mannaeyjum, og Sturlaugur Þor- steinsson, Höfn. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Norræn ráðstefna starfsfólks á meðferðarheimilum haldin í Hveragerði Beiting þvingunar í með- ferð og siðferði í starfi Hrefna Svend Ejner Friðriksdóttir Pejstrup Hveragerði - Beiting þvingunar i meðferð og siðferði í starfi var yfir- skrift ráðstefnu sem lauk á Hótel Örk um síðastliðna helgi. Ráðstefn- an var haldin á vegum Samtaka starfsfólks á sólarhrings- og með- ferðarstofnunum fyrir börn og ung- linga og sóttu hana um 160 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum en þar af voru um 60 íslendingar. Fjölmargir aðilar fluttu fyririestra á ráðstefnunni en einnig voru haldnar þar málstofur um hin ýmsu málefni er tengdust efni ráðstefn- unnar. Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni voru Svend Ejner Pejstrup, skrif- stofustjóri á félagsmálastofnuninni í Frederiksborg, Anni Haugen, félagsráðgjafi, en hún fjallaði í sínu erindi um barnavernd hér á landi fyrr og nú, Leif Anderson, sál- fræðingur frá Svíþjóð, flutti fyrir- lestur um þvingun í meðferð og Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur á Barnavemdarstofu, fjallaði um réttarstöðu barna og unglinga og reglur um þvinganir. I maí síðastliðnum kom út skýrsla hér á landi um þvingun- arráðstafanir á íslenskum meðferð- arheimilum. Skýrslan var unnin að frumkvæði félagsmálaráðherra. Gerði Hrefna í máli sínu grein fyrir helstu niðurstöðum hennar. „Það er aldrei hægt að setja einhlítar regl- ur um það hvað má og hvað ekki má í meðferðinni. Meðferðarheimilin eru sett upp því böm eiga rétt á meðferð og samfélagið krefst þess að meðferðin sé árangursrík og varanleg. Á öllum meðferðarheimil- unum er reynt að móta starfið þannig að ekki þurfi að koma til þvingana af neinu tagi en iðulega þarf starfsfólk að beita öllum ráðum til að halda aga á heimil- unum,“ sagði Hrefna. íslensk lög standa að mörgu leyti að baki lögum annarra Norð- urlanda á þessu sviði. Engin lög eru til hér um þvinganir á með- ferðarheimilum. Að sögn Hrefnu má al- mennt segja að hér gildi lögin um neyð- arrétt/neyðarvöm á þessum stöðum. „Það þýðir að ef neyðará- stand kemur upp þá þarf starfsfólk að stoppa það af með öllum ráðum og til þess að það sé hægt þarf oft að beita einhvers konar þvingunum. Það hefur verið mjög erfitt fyrir starfsfólk að fóta sig í þessum mál- um því engar reglur hafa verið til. Það er stórkostlegt að þessi ráð- stefna skuli haldin nú því það er nauðsynlegt að þeir sem sinna þess- um málum ræði opið hvað felst í því að veita börnum og unglingum með mestu erfiðleikana meðferð." Svend Ejner Pejstrup flutti fyr- irlestur um siðfræði og faglegar grundvallarreglur í starfinu. I máli hans kom fram að í Frederiks- borgaramti hafa starfsmenn í þessum geira komið sér saman um reglur er gilda fyrir allt starf á meðferðarheimilunum. „Við leggj- um áherslu á rétt barnsins og reynum að líta á málin frá þeim sjónarhóli. Hvernig myndum við sjálf vilja láta koma fram við okk- ur? Við göngum út frá því að börn og unglingar eiga ekki að þurfa að þola slæmar eða niðurlægjandi að- gerðir. Auðvitað geta komið upp tilfelli þar sem þvingun er nauð- synleg en þá geta starfsmenn rætt þau tilfelli út frá reglunum sem til eru,“ sagði hann. Félagsmálastofnunin í Frederiksborg hefur gefið út bæklinga sem kynna reglurnar og gera bæði foreldrum og börnum grein fyrir rétti sinum. Svend lagði áherslu á að siðferðileg sjónarmið mættu ekki falla í skuggann af hin- um faglegu og mikilvægt væri að starfsfólk ræddi sín á milli um regl- ur sem þessar því að erfitt væri að gera þær einhlítar og alltaf kæmu upp mál sem erfitt væri að setja á ákveðinn bás. Utför Þórðar í Haga Skorradal - Hinn 102 ára gamli heiðursmaður, Þórður bóndi Runólfsson, Haga í Skorradal, var kvaddur frá Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 3. október sl. í fegursta veðri. Prestur var sr. Kristinn Jens Sigþórsson. Organisti Kristjana Höskuldsdóttir. Kór Leirár- og Saurbæjarsóknar söng. Að greftrun lokinni var boðið til erfidrykkju að Hlöðum. Ofeymum ekkí geðsjúkum Kiwanishreylingin www.mbl l.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.