Morgunblaðið - 07.10.1998, Side 19

Morgunblaðið - 07.10.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 19 ERLENT Watergate-málið 1974 - kynlifsmál Clintons 1998 Fylkingarnar hafa haft hlutverkaskipti DÓMSMÁLANEFND fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings kom saman til fundar 31. janúar árið 1974 og samþykkti þá einróma að leggja til við deildina, að hafm yrði rannsókn á því hvort rétt væri að ákæra Ric- hard M. Nixon, forseta Bandaríkj- anna, vegna Watergate-málsins með það fyrir augum að svipta hann embætti. í annað sinn á þessari öld komst dómsmálanefndin að svipaðri niðurstöðu á fundi sínum í fyrradag en að þessu sinni vegna þeirra saka, sem bornar hafa verið á Bill Clinton. Þessum tveimur málum, Wa- tergate-málinu og kynlífsmálum Clintons, er oft jafnað saman en það er margt, sem greinir þau að. Tilefn- ið er að sjálfsögðu gjörólíkt og af- staða þingmanna 1974 fór ekki jafn nákvæmlega eftir flokkslínum og hún gerir nú. A þessum tíma var Peter Rodino nýtekinn við sem for- maður dómsmálanefndarinnar og margir efuðust um, að hann væri fær um að takast á við það erfiða verkefni, sem Watergate-málið var. Hann skilaði því samt vel og Charles Rangel, demókrati frá New York og annar tveggja manna, sem enn eru fulltrúadeildarþingmenn og sátu í dómsmálanefndinni 1974, segir, að nefndarmenn hafí verið „mjög ábyrgir í afstöðu sinni“. Engin samstaða 1974 Charles Wiggins, fyrrverandi þingmaður fyrir repúblikana í Kali- forníu og einn nefndarmanna, er þó RICHARD Nixon er hann kvaddi Hvíta húsið 9. ágúst 1974, daginn eftir afsögn hans. ekki sammála því, að einhver „sam- staða“ hafí verið með þingmönnum flokkanna 1974. í meginatriðum hafi afstaða þeirra farið eftir flokkslínum en þó ekki með jafn afgerandi hætti og nú. Auk Rangels er hinn fulltrúa- deildarþingmaðurinn John Conyers, demókrati frá Michigan, og hann á raunar enn sæti í dómsmálanefnd- inni. Þrír nefndarmannanna 1974 fóru síðar í öldungadeildina, demókratinn Paul Sarbanes og repúblikanarnir Trent Lott og Willi- am Cohen. Lott er nú leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni en Cohen varnarmálaráðherra í stjórn Clintons. Umræðurnar nú um hugsanlega ákæru á hendur Clinton minna um margt á umræðurnar 1974. Þá sagði Lott, að forseta ætti ekki að víkja úr embætti nema fyrir „mjög alvarleg afbrot, sem gætu reynst hættuleg bandaríska stjórnkerfinu" en ekki fyrir „ótilhlýðilega hegðun". í síð- ustu viku sagði hann, að „óviður- kvæmilegt framferði" væri næg ástæða. Conyers vildi 1974, að rannsóknin á Watergate-málinu yrði „umfangsmikil og ótímabundin" en nú vill hann „tímabundna og tak- markaða rannsókn". Repúblikanar, sem voru í minni- hluta á þingi 1974, fengu þá aðeins 12 menn af þeim rúmlega 130, sem unnu að rannsókninni á Watergate-málinu, en demókratar hafa nú þriðjunginn af miklu fámennara starfsliði. Einn af þeim lögfræðingum, sem demókratar fengu til liðs við sig 1974, þá nýkominn úr skóla, var kona að nafni Hillary Rodham, 26 ára gömul. Vann hún mikið að málinu þótt hún kæmi ekki að neinni ákvarðanatöku og ári síðar giftist hún Bill Clinton. Ekki Watergate heldur framhjáhald Stuðningsmenn Clintons benda á, að málið gegn Nixon hafi meðal ann- ars falið í sér misnotkun á band- arísku alríkislögreglunni, FBI, og leyniþjónustunni, CIA,; í því að múta mönnum til að þegja og í ólög- Reuters DÓMSMALANEFND fulltrúadeildarinnar á fundi í fyrradag en þá ákvað hún að hefja rannsókn á því hvort ástæða sé til að ákæra Clint- on fyrir embættisafglöp. Málverkið til vinstri er af Peter Rodino, for- manni nefndarinnar 1974. Hitt er af Henry Hyde, núverandi formanni. legum innbrotum. Málið gegn Clint- on snúist ekki um neitt „Waterga- te“, heldur framhjáhald. Andstæðingar Clintons segja aft- ur á móti, að málið snúist um það, að forsetinn hafí logið eiðsvarinn og reynt að hindra framgang réttvísinn- ar. Fyrir það verði að refsa honum. Ekki kom til þess, að Band- aríkjaþing greiddi um það atkvæði hvort víkja bæri Nixon því að hann sagði af sér áður. Fyrir utan Wa- tergate-málið og Clinton-málin nú er aðeins um eitt annað slíkt mál að ræða í sögu þingsins. Þar var árið 1868, skömmu eftir að borgarastyrj- öldinni í Bandaríkjunum lauk, en þá samþykkti fulltrúadeildin að höfða mál á hendur Andrew Johnson for- seta en í öldungadeildinni var það fellt og munaði aðeins einu atkvæði. (Heimildir: Reuters, The New Yofk Times) Bensíntár „Það sem betra er, orkuspamaður (Sirion) er nógu mikill til að fjármálaráðherra felli tár!" (What Car, september 1998) Daihatsu Sirion „Með öðrum orðum, þér nægir ekkert minna en dísilbíll - og það einstaklega spameytinn dísilbíll - ef þú ætlar að eyða minni peningum í eldsneyti" (Autocar, 22. júlí 1998) Vélin í Sirion nýtir eldsneytið betur og skilar hreinni bruna en þekkst hefur í sambærilegum bensínvélum. Samkvæmt Evrópustaðli fer eyðslan niður í 4,9 lítra á hundraði með beinskiptingu og 5,5 lítra með sjálfskiptingu. 'i oð Beinskiptur frá kr. 988.000. Sjáifskiptur frá kr. 1.038.000 í BRIMBORG Faxafeni 8 • Sími 515 7010 Brimborg-Þórshamar Bílasala Keflavíkur Bíley Betri bílasalan Tvisturinn Tryggvabraut 5 • Akureyri Hafnargötu 90 • Reykjanesbæ Búðareyri 33 • Reyðarfirði Hrísmýri 2a • Selfossi Faxastig 36 • Vestmannaeyjum Sími 462 2700 Sfmi 421 4444 Sími 474 1453 Sfmi 482 3100 Sfmi 481 3141 3 ára ábyrgð DAIHATSU fínn í rekstri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.