Morgunblaðið - 07.10.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 23
Vísindalegar hóp- |§j||p
rannsóknir Hjartavernda
ar
Fjöldi skoðana
Karlar Konur
Hóprannsókn Hjartaverndar á Reykjavíkursvæðinu 18.903 17.061
Öldrunarrannsókn á Reykjavíkursvæðinu
Aðrar hóprannsóknir á Reykjavíkursvæðinu
"Ungt fólk" í Reykjavík
Árnessýsla
MONICA-rannsókn
Aðrar rannsóknir Hjartaverndar
Rannsóknir utan Reykjavfkur
Rannsóknir fólks utan hópskoðana
ALLS
934
414
1.596
875
1.211
118
1.764
802
3.193 3.389
3.709 3.677
29.917 20.994
59.441 49.016
HeimUd: Hjartavernd
Danarvottorð
um safnað
í rúm 80 ár
DÁNAROSRAKIR eru tilgreindar á dánar-
vottoröum. Á Þjódskjalasafni eru vardveitt
dánarvottord íslendinga frá þvi á sídustu
öld og fram til ársins 1916.
„Um það bil 850 at-
riði eru skráð um
hvern einstakling í
hóprannsókninni,
samtals þannig um
25 milljónir atriða“
sýna sem samtökin búa yfir. Upp-
lýsinganna er aflað meðal einstak-
linga sem koma til rannsókna hjá
Hjartavernd og er þeirra undan-
tekningalaust aflað með upplýstu
samþykki þeirra. Einstaklingar sem
gefa t.d. blóð til rannsókna skrifa
undir sérstaka yfirlýsingu um að
nota megi það til erfðafræðilegra
rannsókna en jafnframt geta þeir
hvenær sem er farið fram á að sýn-
unum verði eytt.
Skv. upplýsingum sem fengust
hjá Hjartavernd hefur þess alla tíð
verið gætt að tryggja nafnleynd við-
komandi einstaklinga í gagnasafni
Hjartaverndar. Allar niðurstöður
hóprannsóknarinnar hafa verið
tölvuskráðar og sjúkrasaga einstak-
linganna færð á tölvur frá upphafí.
Eru þær því líklega íyrstu tölvu-
skráðu sjúkraskýrslur landsins.
I öllum erfðarannsóknum sem
fram fara á vegum Hjai-taverndar
eru nöfn einstaklinga dulrituð.
Aldrei á að vera hægt að tengja
erfðamörk tilteknum einstaklingum.
Hins vegar eru sjúkraskrár Hjarta-
verndar ekki dulkóðaðar frekar en á
sjúkrahúsum landsins.
Ætla má að 40-50 þúsund einstak-
lingar hafí tekið þátt í rannsóknum
Hjartaverndar á síðastliðnum þrem-
ur áratugum. Þar fyrir utan fara
fram svokallaðar þjónusturannsókn-
ir hjá Hjartavernd á einstaklingum
sem koma inn til rannsókna en þeim
upplýsingum er haldið íyrir utan
gagnagrunna Hjartaverndar.
Samstarf vid íslenska
erfdagreiningu
Hjartavernd rekur eigin rann-
sóknarstofu þar sem stundaðar eru
erfðarannsóknir en Hjartavernd á
einnig samvinnu við fjölmarga aðila
um vísindarannsóknir, m.a. við Há-
skólann og gerður var samningur á
síðastliðnum vetri við Islenska
erfðagi-einingu um tilteknar rann-
sóknir.
Samningur Hjartverndar við ÍE
fjallar um erfðarannsóknir sem eru
nýhafnar á ákveðnum sjúkdóma-
flokkum, sem þessir aðilar vinna í
sameiningu. Islensk erfðagreining
fær ekki beinan aðgang að gagna-
banka Hjartaverndar heldur eru all-
ar upplýsingar meðhöndlaðar hjá
Hjartavernd. Skv. upplýsingum
Hjartaverndar eru eingöngu send
erfðasýni til íslenskrar erfðagrein-
ingar þar sem er merkt hvort það
ber viðkomandi sjúkdóm eða ekki.
Eru þessar upplýsingar dulkóðaðar
samkvæmt dulkóðunarkerfi Tölvu-
nefndar. Hefur Hjartavernd alltaf
sett það skilyrði gagnart samstarfs-
aðilum að upplýsingar um einstak-
linga fara ekki út til samvinnuaðila
um rannsóknir.
Tilsjónarmenn hafa einir
adgang aö greiningarlykli
Þegar Hjartavernd vinnur að
ákveðnum erfðarannsóknum í sam-
starfí við IE er íyrst sent bréf til
ákveðinna einstaklinga, sem hafa
greinst með tiltekna sjúkdóma
vegna áhuga á að rannsaka ættar-
tengsl þeirra. Er þeim boðið að taka
þátt í rannsókninni og lýst er hvern-
ig slík rannsókn muni fara fram. 011
persónuauðkenni eru dulrituð og
þvínæst fer fram leit til samanburð-
ar í dulrituðum ættargögnum ÍE.
Upplýsingar um ættmenni eru
þessu næst sendar til baka dulritað-
ar og hafa tilsjónarmenn Tölvu-
nefndar einir aðgang að greiningar-
lyklunum og sjá þeir um að afkóða
gögnin hjá Hjartavernd. Þar með er
orðinn til nafnalisti yfir ættingja
umræddra sjúklinga sem boðið er að
taka þátt í umræddri erfðarannsókn
og gefa sýni. Jafnframt er rann-
sókninni lýst ítarlega og ef viðkom-
andi samþykkir að taka þátt, undir-
ritar hann sérstaka yfirlýsingu þess
efnis og gefur þar með upplýst sam-
þykki sitt. Hafni hann þátttöku er
öllum gögnum um hann eytt.
LÆKNAR útfylla dánarvottorð,
sem síðan berast til Hagstofu Is-
lands og þar eru þau varðveitt í dán-
armeinaskrá. A dánar-
vottorðum er að finna
upplýsingar um dánaror-
sakir og sjúkdóma hina látnu og er
algengt að læknar og aðrir vísinda-
menn á heilbrigðissviði fái leyfi
Tölvunefndar til aðgangs að þessum
gögnum vegna erfðafræðilegra rann-
sókna ef rekja þarf ættmennatengsl.
A Hagstofunni eru varðveitt öll
TRYGGINGASTOFNUN ríkisins
(TR) berst mikill fjöldi pappírsgagna
sem innihalda heilbrigðisupplýsingar
um sjúklinga, samkvæmt upplýsing-
um Kristjáns Guðjónssonar, deildar-
stjóra sjúkratryggingadeildar TR.
Skipta má
þessum upplýs-
ingum í þrennt.
I fyrsta lagi er um að ræða reikninga
sem heilsugæslulæknar senda stofn-
uninni en á þeim koma eingöngu
fram upplýsingar um að tilteknir
sjúklingar hafi komið til læknis.
Stofnuninni berast einnig ýmsar
heilsufarsupplýsingar m.a. um sjúk-
dómsgreiningar. Þeim er svo skipt í
flokka eftir því um hversu viðkvæm-
ar upplýsingar er að ræða. I svoköll-
uðum Bl-flokki er að finna upplýs-
ingar um sjúkdómsgreiningar, lækn-
ismeðferð og aðgerðir, lyfseðla o.fl.
A reikningum sem berast frá sér-
fræðingum er að finna sjúkdóms-
greiningar og eru þessar upplýsing-
ar færðar í þennan flokk.
I B2-flokki eru skráðar viðkvæm-
ustu upplýsingarnar. Þar er að finna
nokkurskonar úttekt á heilsufari við-
komandi sjúklings þar sem teknar
eru saman upplýsingar á borð við ör-
orkumat, hvað er að viðkomandi
sjúklingi, hvers konar lyf hann notar
o.s.frv. Þá ber að geta þess að í
tengslum við sjúklingatryggingar
fær Tryggingastofnun oft afrit af
sjúkraskýrslum frá viðkomandi heil-
brigðisstofnunum.
Tryggingastofnun þarf að hafa
eftirlit með greiðslu lyfjakostnaðar
og hefur stofnunin fengið send frum-
rit frá lyfjaverslunum af öllum lyf-
seðlum sem stofnunin tekur þátt í að
greiða. Eftirlit með greiðsluskyldu
stofnunarinnar hefur falist í því að
tveir starfsmenn skoða úrtak úr um
dánarvottorð sem gefin hafa verið út
allt frá árinu 1916 undir nöfnum.
Upp úr þessum gögnum eru svo unn-
ar ýmsar ónafngreindar
töflur s.s. upplýsingum
um dánarorsakir skipt
eftir kyni, aldri og árum.
Læknar fylla út ákveðna reiti á
dánarvottorðum skv. nákvæmum
reglum sem fara ber eftir. Þar kem-
ur fram sjúkdómsgreining viðkom-
andi og svokölluð grundvallardánar-
orsök, auk upplýsinga um starf,
1,2 milljónum lyfjaávísana á ári. Fyr-
ir nokkru lét Tryggingastofnun
hanna nýtt hugbúnaðarkerfi, svo-
kallað lyfjaeftirlitskerfi, svo unnt
væri að taka upp rafræna sendingu
lyfseðla frá apótekum til TR. Lyfja-
eftirlitskerfið er
ekki komið í
fulla notkun í
dag en nokkrar lyfjaverslanir tengj-
ast því nú þegar og senda lyfseðla og
reikninga með tölvuskeytum til
stofnunarinnar. Er stöðugt unnið að
útvíkkun þessa kerfis.
Einstaklingsbundnar upplýsingar
um lyfjaneyslu eru tvímælalaust
meðal viðkvæmustu persónuupplýs-
inga sem varðveittar eru. Tölvu-
nefnd hefur heimilað Trygginga-
stofnun skráningu úr þeim lyfseðlum
sem hún fær senda vegna greiðslu á
lyfjakostnaði en nefndin hefur ekki
heimilað stofnuninni að safna upp-
lýsingum um allar afgreiðslur lyfja-
búða eða um aðra lyfseðla en þá sem
krafist er greiðslu á hjá stofnuninni.
Þá hefur Tölvunefnd nýlega end-
urnýjað heimild Tryggingastofnunar
til að tengja lyfseðlaskrár sínar sam-
an við þjóðskrá, lyfjaskírteinaskrá
og örorkubótaskrá.
Afrit geymd í bankahólfi
Nefndin hefur sett stofnuninni
ákveðna skOmála um meðhöndlun
þessara upplýsinga. Þannig ber
Tryggingastofnun um leið og tiltek-
inn lyfseðill hefur verið samþykktur
til greiðslu að rugla kennitölur og
færa allar upplýsingar í gagnagrunn
stofnunarinnar með rugluðum kenni-
tölum. Gera má einn greiningarlykil
sem geri kleift að afrugla kennitöl-
urnar og er varsla hans falin tilsjón-
armönnum Tölvunefndar. Þá verður
öll umferð gagna á Netinu að vera á
heimili og hjúskaparstöðu. í seinni
tíð hafa einnig verið færðar inn á
vottorðin í ákveðna reiti svokallaðar
undirliggjandi dánarorsakir, sem
geta talist meðvirkandi dánarorsak-
ir, t.d. ef hinn látni hefúr verið hald-
inn ákveðnum sjúkdómum. Gefin
eru út u.þ.b. 2.000 dánarvottorð á
hverju ári og fara tveir fulltrúar
landlæknisembættisins yfir öll vott-
orðin áður en þau eru send til Hag-
stofunnar til varðveislu. Þar eru þau
varðveitt í læstri geymslu.
dulkóðuðu formi og er við það miðað
að svokölluð lykillengd megi ekki
vera skemmri en 56 bitar.
Að sögn Kristjáns fer það nokkuð
eftir eðli mála hvaða upplýsingar eru
tölvuskráðar. „Við erum með tvenns-
konar tölvukerfi í dag. Gömlu kerfin
eru öll hjá Skýrr og þarf sérstakt að-
gangsorð til að komast inn í viðkom-
andi skrár. Er það yfirleitt takmark-
að við tiltekna starfsmenn sem þurfa
eðli máls samkvæmt að sýsla með
þessi gögn.
Við erum einnig með kerfi hér inn-
an húss sem er smám saman að taka
yfir sem er miðlæg tölva í umsjá
tölvudeildar Tryggingastofnunar.
Tekin eru afrit sem geymd eru í
bankahólfi. Þessar upplýsingar eru
enn betur varðar en önnur gögn því
aðgengi að þeim er takmarkað við
færri starfsmenn.“
Pappírsgögn
í læstum hirslum
Tryggingastofnun ver öryggi upp-
lýsinga sinna fyrst og fremst með
stífum aðgangstakmörkunum að
gögnum. Sumar upplýsingar eru
einnig dulritaðar. „Við erum til
dæmis með upplýsingar um sjúk-
linga sem hafa greinst með alnæmi
og þar er yfirleitt ekki sýslað með
nöfn heldur númer,“ segir Kristján.
Eðli málsins samkvæmt þarf
Tryggingastofnun að hafa öll þessi
gögn undir höndum í daglegum
rekstri stofnunarinnar og reynt er
að fara eins vel með þau og unnt er,
að sögn Kristjáns. Pappírsgögnin
eru t.d. geymd í læstum hirslum eftir
því sem kostur er á. Að sögn Krist-
jáns er að störfum fjögurra manna
nefnd, svokölluð gagnanefnd, að
vinna að tillögum um úrbætur í þess-
um málum.
HAGSTOFAN
Nafntengd gögn varin með
aðgangstakmörkunum
TRYGGINGASTOFNUN
5Tilsjónarmenn Tölvunefndar
afkóða lista úrtakshóps í /
rannsókninni (sjúklinga og /
ættingja) og búa til / '
þátttakendalista /'/';■
með kennitölum / J//‘
8Að lokinni rannsókn vill
vísindamaðurinn varðveita
gögnin með leyfi Tölvunefndar. /
Þrjár leiðir eru til: /
Gögnin eru geymd með nöfnum /
einstaklinga (sjaldgæft).Tölvu- ,
nefnd setur stranga skilmála
um varðveislu gagna og
aðgangstakmarkanir. /
Nöfn og kennitölur eru dul- /
kóðaðar (algengt). /
Greiningarlykill er í vörslu /
tilsjónarmanna Tölvu-
nefndar eða vísindamanns^V^
Óheimilt er að afkóða gögnin
nema með leyfi Tölvunefndar. /
Öll persónuauðkenni /
4/ f gagna eru afmáð. /
Æ Vísindamaðurá / /V,
•' Æ enga möguleika
Æ á að endurtaka
Æ rannsóknina á sama ^
hópi eða leiðrétta mistök.
Aðrar skrár á pappír
og tölvutæku formi
Til verður dul- S
kóðað ættartré s
Dulkóöaður
ættfræðigrunnur
6Vísindamaðurinn
kynnir rannsóknina
fyrir þátttakendum og óskar
eftir samstarfi þeirra a
3Dulkóðaður sjúklingalisti
er borinn saman við
dulkóðaðan ættfræðigrunn.
7Þátttakendur N.
undirrita samþykkis-
yfirlýsingu og gefa blóðsýni