Morgunblaðið - 07.10.1998, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998
LISTIR
MORGUNB L AÐIÐ
„TAUSAMFELLUR" eftir Jóhann Eyfells.
það er list þeirra yngri og óþekkt-
ari sem vekur forvitni á þessari
sýningu, og mun ég því aðallega
fjalla um þeirra þátt.
Þegar litið er yfír myndlist yngri
listamanna mætti ætla að myndlist
væri að færast nær leikhúsinu.
Verkin eru sviðsetningar frekar en
innsetningar. Sum verkanna á sýn-
ingunni gætu allt eins átt heima
uppi á leiksviði. Jafnvel Ari Alex-
ander Ergis, sem sker sig úr að því
leyti að hann er sá eini sem sýnir
málverk, „Mæðrasynir", drunga-
legar portrettmyndir í djúpbláum
lit, sviðsetur sínar myndir á vissan
hátt. Sýningargestum er boðið að
setja á sig heyrnartól og upplifa
þær við undirleik dulmagnaðrar
tónlistar, sem á vafalaust að gera
þær dramatískari.
Það er einkum listamaðurinn
sjálfur, sjálfsímynd hans, mýturn-
ar í kringum hann og samfélags-
legt hlutverk listamannsins sem er
algengasta viðfangsefnið hjá yngri
listamönnunum. I myndbandi sem
fylgir verki Asmundar Asmunds-
sonar rekur hann raunasögu sein-
heppins listamanns, sem verður
fyrir því óláni að viðbeinsbrotna
rétt um það bil sem hann er valinn
til búa til verk fyrir sýningu. Hann
tekur til bragðs að biðja þrjá lista-
menn, „Kiddana þrjá“, Kristin G.
Harðarson, Kristján Guðmundsson
og Kristin E. Hrafnsson, að láta
sig fá tillögur að verkum, sem þeir
ætla sér ekki að nota. A ljósmynd-
um má sjá hvernig hann (með
handlegginn í fatla) leiðbeinir
starfsfólki safnsins um uppsetn-
ingu á verkum kollega sinna.
Þannig má segja að Ásmundur hafi
tekið orðtakið „að fá lánað“, þegar
talað er um að vera undir áhrifum
frá öðrum listamanni, mjög bók-
staflega.
rænu sjónarmiði kemur þetta
manni fyrir sjónir sem lítið annað
en ódýi’ brella. Og þeirri hugsun
skýtur upp í kollinn hvort listamað-
urinn hafi ekki meiri trú á því sem
hann er að gera en svo að honum
finnist hann þurfa að beita slíkum
brögðum. Hér er a.m.k. ekki verið
að brjóta neitt blað, fyrir u.þ.b.
þrjátíu árum lá Vito Acconci undir
gólffjölum í sýningarsal í New
York og fróaði sér á staðnum, og
það er lítill vandi að nefna lista-
menn sem á undanförnum árum
hafa lagt fyrir sig pornógrafíu, þar
á meðal Jeff Koons og bræðurnir
Chapman. Er pornó síðasta hálm-
strá listamanna í örvæntingarfullri
leit að hneykslunarefni? Það verð-
ur að virða það við Kjarvalsstaði að
þeir hafa látið Agli það eftir að
setja upp þetta útbólgna og mis-
heppnaða verk, og hvergi reynt að
ritskoða það, jafnvel þótt það verði
MYNPLIST
Kjarvalsstaðir
-30/60+ SAMSÝNING 27
LISTAMANNA
Opið alla daga frá 11-18. Aðgangur
300 kr. Til 25. okt.
HUGMYNDIN að sýningunni,
að sýna saman verk eftir listamenn
sem eru annars vegar ekki orðnir
þrítugir og hins vegar komnir yfir
sextugt, kemur kannski á óvart í
fyrstu. En í ljósi þeirrar umræðu
sem orðið hefur um yfirlitssýning-
ar um myndlist undanfarin ár er
hún skiljanleg. Mönnum hefur
fundist að „millikynslóðin", þeir
sem eru á bilinu milli þrítugs og
sextugs, sé allsráðandi í sýningar-
flórunni, og þeir elstu og yngstu
verða oft útundan. Hér er dæminu
snúið við og jaðarkynslóðirnar,
sem svo mætti kalla, eru í sviðs-
ljósinu.
Með því að einskorða valið við
listamenn yngri en 30 ára eru sýn-
ingarstjórum settar ákaflega
þröngar skorður, því ef tekið er til-
lit til þess að þátttakendur hafa
verið í skóla og framhaldsnámi og
þurft tíma til að koma sér á fram-
færi, þá eru þeir komnir undir þrí-
tugt. Enda eru allir yngri þátttak-
endurnir fæddir á árabilinu 1968 til
1973, þar af átta árið 1970, svona til
fróðleiks. Af eðlilegum ástæðum er
hægara um vik að velja fulltrúa
meðal listamanna eldri en sextugt.
Af þeim hópi urðu fyrir valinu þau
Kristján Davíðsson, Guðmunda
Andrésdóttir, Asgerður Búadóttir,
Jóhann Eyfells, Magnús Pálsson
og Erró.
Ekki veit ég hver ástæðan er, en
svo virðist sem myndlist eldri kyn-
slóðarinnar sé fjölbreyttari en
þeirrar yngri, jafnvel þó svo að
þeir yngri séu talsvert fleiri, tutt-
ugu og einn talsins. Meðal yngri
listamannanna eru mest áberandi
innsetningar í ætt við þær sem oft
hefur mátt sjá í sölum Nýlista-
safnsins undanfarin ár, en það sem
fólk myndi kalla „hefðbundið" mál-
verk eða skúlptúr er varla að finna.
Eg geri ráð fyrir að sýningarstjór-
arnir, þeir Kristján Steingrímur
Jónsson myndlistarmaður og Ei-
Einn af þeim sem mikið velta
fyrir sér opinberri persónu lista-
mannsins er Erling Þ.V. Klingen-
berg, og hæðist hann að þeirri
ímynd sem samfélagið skapar af
listamönnum. Erling birtir okkur
fjórar mismundandi útgáfur af eig-
in „persónu", með því að útbúa út-
stillingarkassa, þar sem minjagrip-
um úr ævi listamannsins er ætlað
að sýna okkur hvernig sjálfsímynd
listamannsins er mótuð af kring-
umstæðum og tíðaranda. Verkið er
paródía á glerkassana, sem lengi
voru við innganginn að Kjarvalssal,
þar sem ýmislegt smálegt úr
vinnustofu Kjarvals átti að minna á
litríkan karaketer hans. Ekki nóg
með það, heldur sýnir Erling
myndband þar sem gert er enn
meira grín að Kjarval og leikur
hann þar listamanninn, þar sem
hann álpast um dauðadrukkinn úti
í hrauni, haldinn ofskynjunum í öl-
vímu, gengur örna sinna, og klessir
litum á striga. Heldur er þetta nú
aumt grín. Þykir það kannski há-
mark róttækninnar að gera gys að
Kjarval á sjálfum Kjarvalsstöðum?
Fyi’irferðarmesta verkið á sýn-
ingunni, sem teygir sig yfir stóran
hluta gangsins milli sýningarsal-
anna, er eftir Egil Sæbjörnsson.
Verkið er að verulegu leyti „milli
þilja“, falið á bak við falskan vegg,
en með opi sem snýr út að garðin-
um. Hér virðist Egill vera að fjalla
um subbulegan veruleikann bak við
tjöldin, gægjuþörf og feluleiki. En
verkið allt er afar sundurleitt og
hangir varla saman. Til að kóróna
allt er myndband við einn enda
gangsins, falið á bak við svart tjald,
af listamanninum að fróa sér. Agli
er mikið í mun að ganga eins langt
og hann getur til að ofbjóða sýn-
ingargestum, sem eru tældir inn í
dimmt skúmaskot og gerðir að
óviljandi gluggagægjum. Frá list-
ríkur Þorláksson, forstöðumaður
Kjarvalsstaða, hafi valið þá sem at-
hyglisverðastir þóttu, en ekki verið
að velja eftir einhverri tiltekinni
línu.
Eg ætla ekki að fara út í saman-
burð milli kynslóða. Þetta er fyrst
og fremst sýning yngri kynslóðar-
innar, enda eru þau mun fleiri, og
GJÖRNINGAKLÚBBURINN hefur komið því þannig fyrir að eina leiðin til að skyggnast inn í „Hótel
Paradís" er að hoppa sem hæst á trampólíninu við hliðina og skoða spegilkassann ofan frá.
MYND EFTIR AGl'ST GUÐMUNDSSON
i.
Það er boðið til brúðkaups og á örsmárri eyju í
ógnþrungrtu Atlantshafinu á aö dansa í þrjá
daga. nema ske kynni að: Brúðurin sé ekki
búin að gera upp hug sinn, breski togarinn
Goodiwoman strandi og sumir deyi en aðrir
ekki, klerkarnir ærist og heimti jarðarför í brúð-
kaupínu, ástin og djöfuilinn kyndi undir stór-
bruna í hjörtum gestanna, brúðinni verði rænt...
Sannast þá hið fornkveðna
að enginn dansar ófuliur nema snarvitlaus sé.
(Nemo saltat sobrius nisí valde insanit.)
HÁSKÓLABÍÓ
í leikhúsi
listamannsins