Morgunblaðið - 07.10.1998, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 29
að teljast á mörkum velsæmis fyrir
opinberan samkomustað.
Stelpurnar fjórar í Gjörninga-
klúbbnum (The Icelandic Love
Corporation) brjóta upp þrúgandi
andrúmsloft safnsins með verki
sem ekki verður upplifað nema
með leikfimisæfingum áhorfand-
ans. Sýningargestir verða að hoppa
á trampólíni hátt í loft upp til að sjá
ofan í kassa, sem hefur verið inn-
réttaður sem hótelherbergi, „Hótel
Paradís". Að utan er ekkert að sjá
nema spegilklæddir veggir, sem
eru of háir til að hægt sé að sjá yfir
þá. Þeir sem ekki eru tilbúnir að
hoppa sjá ekkert nema eigin speg-
ilmynd. í sýningarskrá er að finna
tilvitnunina „Það er alltaf að verða
mikilvægara og mikilvægara að
þekkja listamanninn", sem gefur
kost á að túlka verkið sem tákn-
sögu um persónu listamannsins:
áhorfendur verða að leggja á sig
himinhá heljarstökk til að komast
að því hvernig listamaðurinn er í
raun innréttaður, bak við speglað
yfirborðið. Hótel Paradís, sem
menn láta sig dreyma um, er hins
vegar lítið annað en ósköp venju-
legt þriðja flokks gistihús.
Þannig er í mörgum verkanna
einhver meinleg fyndni á ferðinni.
En þetta er ekki fyndni sem er
sprottin af lífsgleði og kátínu, held-
ur miklu fremur af ólund, sem virð-
ist hafa snúist upp í kaldhæðna fyr-
irlitningu á blekkingarleik listar-
innar, listasöfnum og menningar-
umhverfi listamannsins. Það er
eins og þessu unga fólki sé í mun
að sannfæra okkur um, hvað sem
það kostar, að það stendur ekki
neitt annað til boða en flatneskja
hversdagsleikans, að listin sé ekk-
ert annað en hillingar og listasafnicþ
sirkus.
Fyrirmyndir að leikhús-myndlist
af þessu tagi má víða finna, t.d. hjá
listamönnum eins og Rússanum
Ilya Kabakov og Bandaríkjamönn-
unum Mike Kelley og John McC-
arthy. En upprunalegu fyriiTnynd-
ina að mörgu af því sem yngir hóp-
urinn er að gera er að finna hjá
jafnöldrum eldri listamannanna,
hjá Flúxus-hreyfingunni og öðrum
liststefnum sem komu fram um
svipað leyti, upp úr 1960. Einn af
öldungunum, Magnús Pálsson, til-
heyrir þeim hópi og það er fróðlegt
að bera saman verk hans og þeirra
yngri. Reyndar hélt ég fyrst að þar
færi einhver ungliðinn, en Magnús
er með ólíkindum ferskur og síung-
ur listamaður, sem hefur hvergi
slegið slöku við. Enda var ósvikin
lífsgleði og bjartsýni yfirleitt aðals-
merki Flúxushreyfingarinnar á
sínum tíma.
Magnúsi hefur þó oft tekist bet-
ur upp og ég hefði frekar viljað sjá
nýlegt myndband hans, í leikstjórn
Eyvindar Erlendssonar, sem sýnt
var í Nýlistasafninu ekki alls fyrir
löngu, „Eyetalk II“. Það er líka
vert að minnast á Jóhann Eyfells,
sem hefur búið á Flórída um ára-
tugaskeið og vill stundum gleym-
ast, en í ganginum hangir uppi
magnað verk, „Tausamfellur -
Mót“, frá 1994, sem eru stórir
taudúkar sem hafa legið undir
fargi af jarðefnum og málmum og
verið látnir veðrast.
Kjai-valsstaðir hafa staðið mynd-
arlega að sýningunni og hvergi
dregið undan, og sýningarstjórar
hafa gætt þess að gera hlut yngi'i
kynslóðarinnar sem veglegastan.
Reyndar er jafnvægis ekki gætt,
en ef til vill hafa sýningarstjórar
viljað forðast að eldri listamennirn-
ir skyggðu á þá yngri, með þveröf-
ugum afleiðingum. Sýningarskráin
hefur að geyma fjöldann allan af
myndum, formála eftir Halldór
Björn Runólfsson og kynningu á
listamönnunum. En það hefði verið
fróðlegt ef tækifærið hefði verið
notað til að fá listamennina til að
lýsa eigin viðhorfum til listar sinn-
ar og annarra. Sýningarskrá er
kjörinn vettvangur fyrir listamenn
að koma skoðunum sínum á fram-
færi og getur þar að auki verið góð
heimild um umræðuna á hverjum
tíma.
Gunnar J. Arnason
Orgelharmonikka
TÖJVLIST
Gerðuberg
HARMONIKKUTÓNLEIKAR
Tatu Kantomaa flutti umritanir á
klassískum verkum og hefðbundin
harmonikkulög. Laugardaginn
3. október.
„HARMONIKKAN einasta ynd-
ið mitt er“ var einu sinn sungið og
er þetta vísubrot ekki fjarri lagi,
því „fátt var svo til gamans gert“
hér áður fyrr í dansi og öðrum
mannfagnaði, að harmonikkan væri
þar fjarri góðu gamni. Nokkuð er
sagan fáorð um uppruna þessa al-
þýðuhljóðfæris en nafnið
„accordion“ kemur fyrst fram 1829,
í sambandi við einkaleyfi Vínar-Ar-
menans Cyrills Demians á belg-
hljóðfæri með fimm bassatökkum,
sem á mátti leika tíu hljóma, er var
nýjungin fyrir þetta hljóðfæri.
Nafnið „Harmonica“ á hljóðfærinu
munnharpa er sagt eiga sér þann
uppruna, að Christian F.L. Buseh-
mann (1805-64) hafi fengið hug-
myndina að munnblásnu orgeli, er
hann var að smíða stilliflautur á
verkstæði föður síns, sem var org-
elstillari. Christian Messner og
Matthias Hohner voru um langt
skeið nær þeir einu sem framleiddu
munnhörpur og voni einnig frægir
fyrir hamonikkur sínar.
Consertina eða Konzertina var
fyrst notuð af Carli Fr. Uhlig, árið
1834, og þá var form þess rétt-
hyrnt. Sama form var einnig notað
af Heinrich Band (1846) en hann
breytti tónskipan hljóðfærisins og
segir þjóðsagan, að Iri nokkur hafi
haft þetta hljóðfæri með sér til Ar-
gentínu, þar sem það varð sérlega
vinsælt tangó-hljóðfæri. Sexstrend-
ingslagið er rakið til Charles
Wheatstones og samstarfsmanns
hans, Johanns Matthias Stroh
(1851). Hjóðfæri þeirra var upphaf-
lega kallað „melophone" og vin-
sældirnar má m.a. rekja til þess að
tónskipanin var tvöföld, svo að sami
tónninn hljómaði á út- og innsogi.
Til skamms tíma var tónskipanin
og hljómkerfi bassans það sem
hindraði notkun hljóðfærisins í
klassískri tónlist, en nú eru fram-
leiddar harmonikkur þar sem hægt
er að leika án bundinnar hljómskip-
unar. Hljóðfærið sem Kantomaa
lék er á þesslegt, auk þess að vera
byggt með sub-bassa og stærra
hljómborði og því mun stærra og
þyngra í meðförum en venjulegar
harmonikkur. A þessa stóru nikku
lék Kantomaa Austurias eftir Al-
beniz, Valse triste eftir Sibelius og
Oblivion eftir Piazzolla ásamt
harmonikkuverkum eftir minna
þekkt tónskáld og Lýrískan vals
eftir óþekktan höfund, fallegt lag,
sem var sérlega finlega flutt. Það
háði Kantomaa nokkuð að hann er
ekki búinn að ná fullum sáttum við
þetta mikla hljóðfæri, þótt það hafi
ekki dulist neinum, að hér er á ferð-
inni frábær flytjandi.
Eftir hlé lék Kantomaa á venju-
lega nikku, nokkra „standarda"
eins og La Mariposita og Car-
melita, bæði eftir Pietro Frosini, og
tvö þekkt lög eftir Pietro Deiro, El-
vira og Heimkoma Pietros, og
skemmtilega ungverska útleggingu
eftir Viljo Vesterinen. I öllum þess-
um lögum var leikur Kantomaa al-
deilis glæsilegur, bæði hvað snertir
tækni og fallega tónmyndun. Svo
aftur sé vikið að hljóðfærinu sem
notað var á fyi'ri hluta tónleikanna
verður fróðlegt að fylgjast með
Kantomaa, er hann hefur fullmótað
leik sinn á þetta volduga hljóðfæri,
sem hvað hljómvídd minnir á orgel
og mætti vel hugsa sér að orgeltón-
list frá barokktímanum hæfði þessu
hljóðfæri mjög vel, t.d. Tokkata og
fúga í d-moll, sem er eignuð J.S.
Bach. Hvað sem þessu líður er hér
um að ræða hljóðfæri, sem er í allt
örðum gæðaflokki en venjulegar
nikkur, eins konar orgelharmon-
ikka, hljóðfæri er sómir sér í allri
tónlist og býður upp á margvíslega
tómyndunar- og tæknimöguleika,
umfram það sem gerist á venjuleg-
ar nikkur.
Jón Asgeirsson
Brot af mörgum sögum
Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir
MAÐURINN og mannslíkaminn hefur verið myndhöggvaranum,
Steinunni Þórarinsdóttur, stöðugt viðfangsefni.
í gömlu bindingsverks-
bakhúsi við Studie-
stræde í Kaupmanna-
höfn hefur Steinunn
Þórarinsdóttir mynd-
höggvari raðað upp
sögum sínum, eins og
Sigrún Davíðsdóttir
sá er hún leit þar við.
HVÍTKALKAÐIR veggirnir í
gamla bindingsverksbakhúsinu við
Studiestræde veita heillandi bak-
grunn fyrir brotakennd verkin,
sem unnin eru í ýmis efni. Ekki
svo að skilja að verkin sýnist ekki
heildstæð eða heil, heldur segist
Steinunn Þórarinsdóttir mynd-
höggvari sjálf líta á verkin sem
brot. „Þetta eru sögubrot,“ segh-
hún. „Brot af sögu minni, af ýms-
um sögum, frásagnir, en kannski
meira huglægar en hlutlægar,"
bætir hún við hugsi er hún svipast
um á þessari fyrstu sýningu sinni í
Danmörku. Sýningin stóð út sept-
ember í Galleri Krebsen, þar sem
Tryggvi Ólafsson hefur oft sýnt
áður. Það var einmitt Tryggvi,
sem kom Steinunni á framfæri við
galleríið er hann sýndi þeim bæk-
ling með verkum hennar.
Mest af verkunum er unnið fyrir
sýninguna í Höfn, sem fer síðan
áfram til Kristiansstad í Sviþjóð.
Sýninguna segist Steinunn hafa
unnið með rýmið í huga, en á sýn-
ingunni eru flest verkin ný. Þetta
er fyrsta sýning Steinunnar í Dan-
mörku, en hún lærði í Bretlandi og
á Ítalíu, svo Norðurlöndin hafa
verið nokkuð utan hennar sjón-
deildarhrings. Italíu hefur hún svo
heimsótt aftur, segist lengi hafa
haft áhuga á gamalli list og það
hafi vafalaust átt sinn þátt í að hún
kaus að halda til Italíu á sínum
tíma og halda svo áfram tengslum
við landið. List, sem einmitt er oft
aðeins varðveitt í brotum. „Það
styrkti mig í að vinna brot af sög-
um og veitti mér mikinn innblást-
ur,“ segir Steinunn.
Maðurinn og ógnandi andi
Maðurinn og mannslíkaminn
hefur verið Steinunni stöðugt við-
fangsefni. „Maðurinn og umhverfi
hans,“ segii- hún, þegar yrkisefnin
ber á góma. „Ég kem endalaust
auga á nýja fleti þess.“ En and-
stætt ákveðinni festu í viðfangsefni
þá er efnisnotkunin mjög fjöl-
breytileg. I verkum Steinunnar
getur að líta gips, pottjárn, blý, ál
og gler. Efnið segist hún velja eftir
því hvað henni finnist eiga best við
hverju sinni. Hugmyndir sínar
skissar hún á blað. Sumum hendir
hún eins og gerist og gengur, en
þeim sem henni finnst hæfa í þrí-
víð verk velur hún efni við hæfi.
Efni, sem hentar framkvæmdinni,
hugmyndinni, lit og öðru, sem
skiptir máli. „Efnið fer eftir hvaða
áhrifum ég sækist eftir,“ segir
hún.
Verk Steinunnar eru ýmist serí-
ur eða stök verk, sem þó eru oft
með sama tema, sem strax kemur í
ljós utan dyra, þar sem tvær
mannsfígúrur í áli standa and-
spænis hvor annarri, en horfa þó
framhjá hvor annarri. Þegar inn er
komið blasa við fjögur höfuð úr
pottjárni og gleri, „Speglun“. Tvö
og tvö snúa þau saman. í öðru
tvíeykinu gengur glerlag í gegnum
höfuðið þar sem munnurinn ætti
að vera, í hinu gengur glerlagið í
gegn þar sem augun ættu að vera.
Glerið gefur yfirbragð þess að það
sé bundið fyrir munninn og augun,
svo áhrifin eru ekki laus við
óhugnað og ógnun. Þessi tilfinning
er ekki vakin af því listakonan leiti
uppi dökkar hliðar tilverunnar,
heldur af því að einföld verk henn-
ar vísa í margar áttir.
Við hliðina á höfðunum fjónam
er „Móðir“ úr gipsi. Klassísk upp-
stilling konu, þar sem aðeins
brjóstin gefa kynið til kynna, vek-
ur hugrenningar til klassíski-ar
listar, en móðirin, sem heldur
höndunum í vaggandi stellingu,
hefur ekkert barn. Uppi á lofti er
„Rauður þráður" þar sem efri hluti
konu sveiflar rauðiyðguðum þráð,
sem smitar rauðum lit á kvenlík-
amann.
Þetta er aðeins brot af hug-
myndaheimi Steinunnar. Hug-
myndaheimi, sem bæði skírskotar
til klassískrar listar og samtímans
í heillandi samspili, sem gefur
skoðandanum tækifæri til hug-
renningar í fjöldamargar áttir. Hið
einfalda yfirbragð lumar á mörgu.
Baldnar
systur
bregða
á leik
LEIKLIST
Möguleikhúsið
SNUÐRA OG TUÐRA
eftir Iðunni Steinsdóttur. Höf-
undur leikgerðar og söngtexta:
Pétur Eggerz. Leikstjóri og höf-
undur leikmyndar: Bjarni Ingv-
arsson. Leikarar: Drífa Arnþórs-
dóttir og Linda Asgeirsdóttir.
Tónlist: Vilhjálmur Guðjónsson.
Búningar og brúðugerð: Katrín
Þorvaldsdóttir. Möguleikhúsið
við Hlemm. 3. oktdber
SNUÐRA OG TUÐRA er
leikþáttur ætlaður yngsta
áhorfendahópnum (2-9 ára)
sem er byggður á sögum eftir
Iðunni Steinsdóttur. Pétur
Eggerz, leikhússtjóri Mögu-
leikhússins, er höfundur leik-
gerðarinnar sem samanstend-
ur af þremur „frásögum" af
þeim systnim: þegar Snuðra
meiddi sig, þegar þær gáfu föt
foreldra sinna í Afríkusöfnun
og þegar þær fóru í sveitina og
duttu í fjóshauginn. Þessi at-
riði eru síðan tengd saman
með lýsingum á daglegu lífi
systranna, mestmegnis lýsing-
um á því hvernig þær rífast
um dótið sitt og eru foreldrum
sínum erfiðar.
Það eru þær Drífa Arnþórs-
dóttir og Linda Asgeirsdóttir
sem fara með hlutverk systr-
anna. Báðar teljast þær til
yngstu kynslóðar íslenskra
leikara og báðar hafa þær sýnt
ágæta takta í gamanleik, Drífa
í uppsetningu Lundúnaleik-
hópsins á Margréti miklu eftir
Kristínu Omarsdóttur í hitti-
fyrra og Linda í Uppstoppað-
ur hundur eftir Staffan Göthe,
sem var lokaverkefni Nem-
endaleikhússins í vor sem leið.
Hæpið er að segja að hlut-
verk Snuðra og Tuðra geri
miklar kröfur til leikaranna
tveggja, atferli þeirra felst að-
allega í ýktum ólátum, hams-
lausri kátínu og grátvipram,
þar sem það á við. Þær Drífa
og Linda fóru léttilega með
þetta og náðu þær vel til hinna
ungu áhorfenda, þótt örfáum
vel upp öldum börnum þætti
greinilega nóg um ólætin í
þeim á köflum.
Katrín Þorvaldsdóttir hefur
hannað litríka og sniðuga bún-
inga systranna og hún gerir
einnig brúður sem notaðar eru
á skemmtilegan hátt í sýning-
unni. Samvinna brúðuleiks og
„leikaraleiks“ var vel útfærð
og einnig var nýting á leik-
mynd skemmtileg og óvenju-
leg. Það er Bjarni Ingvarsson,
leikstjóri, sem á heiðurinn af
leikmyndinni sem sam-
anstendur af kommóðu og tré-
kubbum sem snúa má á alla
kanta eftir þörfum. Leikurinn
er síðan kryddaður með
nokkrum sönglögum eftir Vil-
hjálm Guðjónsson sem voru
létt og grípandi eins og við á í
barnasýningu.
Snuðra og Tuðra er barna-
sýning sem hönnuð er með
það fyrir augum að hægt sé að
ferðast með hana á milli staða
og vafalaust eiga hinar böldnu
systur eftir að kæta marga
krakka á leikskólum landsins í
vetur.
Soffía Auður Birgisdóttir