Morgunblaðið - 07.10.1998, Síða 41

Morgunblaðið - 07.10.1998, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 4^ andi að gætt sé að þeirri persónu- greinanlegu stöðu sem gétur myndast við óhefta samtengingu heilsufars-, ættar- og erfðafræði- legra gagna um einstaklinga, fjöl- skyldur eða hópa. Samræma þarf þessi sjónarmið. Lausnir sem taka tillit til beggja atriða þurfa ekki að leiða til takmörkunar á þeirri þró- un á sviði vísinda og þá sérstaklega erfðavísinda sem nú á sér stað. Þó verður að hafa í huga ákveðin grundvallaratriði sem ekki er vert að víkja frá. Skilgreina verður hvað er átt við með erfðafræðilegum heilsufars- gögnum en skipta má erfðafræði- legum upplýsingum einstaklingsins í tvennt. I fyrsta lagi hinar eigin- legu heilsufarstengdu erfðaupplýs- ingar sem ski-áðar eru í gen okkar en breytileiki í þeim eða stökk- breytingai’ geta haft mikil áhrif á heilsu okkar. í öðru lagi eru það breytingar sem hafa engu star- frænu hlutverki að gegna en greina erfðamengi okkar frá hvort öðru. Þessar breytingar hafa stundum verið nefndar DNA-fingrafór, þar / Eg fullyrði, segir Reyn- ir Arngrímsson, að í engu vestrænu ríki myndi líðast að gefa jafn víðtæka undan- þágu frá vísindasið- ferðilegum hefðum og ráðgert er í frumvarps- drögunum. sem engin tvö okkar hafa sama erfðafræðilega mynstrið. Þessar upplýsingar eru því persónuein- kennandi fyrir hvem einstakling og á því grundvallast notkun þein-a t.d. í dómsmálum og barnsfaðernis- málum. Þau hafa hinsvegar engin áhrif á heilsufar okkar og geta ekki flokkast sem heilbrigðisgögn og eiga því ekki heima í miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Það yrðu réttarfarsleg mistök ef ekki yrði greint á milli þessara eigin- leika í lögunum um miðlægan gagnagrunn og heimilt yrði að bæta við heilsufarsgögn sem til hafa orðið við meðferð einstaklings á sjúkrastofnunum slíkum per- sónueinkennandi erfðafræðiupp- lýsingum sem til hafa orðið t.d. við vísindarannsóknir. Jafnvel þó önn- ur persónueinkenni séu afmáð. Höfundur er dr. med., dósent f klfnfskri erfðafræði og sérfræðing- ur í erfðalæknisfræði og erfðasjúk- dómum við Háskóla íslands. Bj örgunarbátar SVFÍ tímaskekkja Erfðavísindi og persónu- greinanleg gögn I ARATUGI hafa gögn í varðveislu heil- brigðisstofnana verið notuð til rannsókna. I flestum tilfellum byggjast þau á sam- ræmdu skráningar- kerfi þar sem nálgast má takmarkaðar upp- lýsingar um sjúkdóms- greiningar og meðferð. Aðgangur að þessu kerfi er háður sam- þykki forstöðulækna lækningasviða, Tölvu- nefndar og vísindasiða- nefnda og að fyrir liggi nákvæm vísindaáætlun sem útskýrir tilgátur, rannsóknaraðferðir og hvernig mat á niðurstöðum skuli fara fram. Þetta er það verklag sem viður- kennt er við visindarannsóknir. T.d. fást ekki birtar greinar í vís- indatímaritum, þar með talið í læknisfræði eða lífvísindum, nema að vottað sé að rannsóknaráætlun- in hafi lotið þessum reglum. Óski vísindamenn og læknar eftir frek- ari upplýsingum um þá sem upp- fylla skilmerki rannsóknarinnar eða vilji taka sýni til rannsókna er það háð sérstöku viðbótarmati of- antalinna aðila hvort slíkt skuli leyft og hvernig skuli staðið að slíku. Þannig hafa skapast út um allan heim vinnureglur sem taka mið af rétti sjúklingsins til einka- lífs og þörf hans og samfélagsins til áframhaldandi þróunar á meðferð- armöguleikum og skilnings á or- sökum sjúkdóma. Enn hafa ekki komið upp dæmi á Islandi um að þetta verklag hafi hindrað rann- sóknir né hafi leitt til brota á lög- um um persónuvemd, þrátt fyrir umfangsmikið vísindastarf á und- anfömum áratugum. Meginreglan er sú að enginn einn aðili getur leyft eða hrint í framkvæmd rannsóknum á mönn- um. Til þess að hefja rannsókn þarf hún að standast ákveðnar siðferði- legar kröfur metnar af vísindasiða- nefndum sem endurspegla viðhorf samfélagsins um hvaða rannsóknir við sættum okkur við þar sem við viljum ekki að niðurstöður þeirra geti leitt til mismununar einstak- linga né hópa. í landi voru skulu ein lög gilda I dag ætla Islendingar að verða fyrstir þjóða til að víkja frá þessum hefðum ef núverandi drög að fram- varpi um miðlægan gagnagrunn verða samþykkt á Alþingi, þar sem gert er ráð fyrir að rannsóknir verði undanþegnar fyrmefndum ákvæðum um mat á rannsóknará- ætlunum og eftirliti siðanefnda. Ég fullyrði að í engu vestrænu ríki myndi líðast að gefa jafn víðtæka undanþágu frá vísindasiðferðileg- um hefðum og ráðgert er í fram- varpsdrögunum. Það er einnig um- hugsunaratriði að í lagaframvarp- inu eru engin ákvæði um upplýs- ingaskyldu einkaleyfishafans um í hvaða tilgangi gögnin hafa verið notuð. Þar með er vikið frá ákvæð- um laga um réttindi sjúklinga að þeir skuli hafa frjálsan aðgang að sjúkragögnum sem til eru um þá og rétt þeirra til að koma á fram- færi athugasemdum og leiðrétting- um við það sem þar er skráð. Jafn- framt er vikið frá þeirri stefnu sem mörkuð var með fyrrnefndum lög- um að einstaklingar geti fengið upplýsingar um í hvaða rannsóknir Reynir Arngrímsson gögn þeiira hafa verið notuð. En í núgildandi lögum er vísinda- mönnum skylt að skrá í sjúkraskýrslur upp- lýsingar um rann- sóknarverkefnin. Það sem er athygl- isvert er að undan- þáguákvæði þau sem hér að ofan er getið gilda aðeins um einka- leyfishafa að rann- sóknum í miðlægum gagnagranni en ekki aðra vísindamenn í landinu. Þeir verða sem fyrr að lúta lög- um um vísindarann- sóknir og lögum um réttindi sjúk- linga samþykktum á Alþingi fs- lendinga og ég hugsa að enginn þeiraa óski breytinga á því fyi’ir- komulagi sem alþjóðasiðareglur kveða á um. Það virðist því aðeins vera einn aðili sem telur sig yfir slíkt mat og eftirlit hafinn. Þá vakna þær spurningar hvori það sé í þágu þjóðarinnar að eltast við slíkan hroka eða hvort saga vís- indarannsókna á mönnum og þá sérstaklega erfðarannsókna gefi ekki þvert á móti tilefni til að hafna slíkum hugmyndum og jafnvel krefjast víðtækara eftirlits og strangari ákvæða um upplýsinga- skyldu vegna þess hve umfangs- miklar upplýsingar um einkahagi, heilsufar og lífemi er ætlað að skrá í hinn miðlæga gagnagrunn. Persónugreinanlegar aðstæður Vegna sérstöðu erfðarannsókna hefur þótt ástæða til sérstakrar varfæmi, jafnvel viðbótarlagasetn- inga, vegna þess að þó svo per- sónueinkenni séu afnumin af heilsufarsupplýsingum og lífsýnum geta erfðafræðiupplýsingar ein- staklingsins verið persónugrein- andi (sbr. notkun í dómsmálum og barnsfaðemismálum). Jafnframt verður að hafa í huga að ættfræði- upplýsingamar einar sér geta einnig leitt til persónugreiningar eða áhættu- og forspármats á sjúk- dómum. Þar sem erfðafræði er í dag einn af hornsteinum framfara í lækna- vísindum er mikilvægt að efla slík- ar rannsóknir en jafnframt er áríð- AFI/AMMA allt fyrir minnsta barnabarnið ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13, sími 551 2136. FYRIR nokkru fékk ég sendan inn um bréfalúguna bækhng frá SVFÍ, þar sem far- ið er fram á við mig að ég styrki svokallaðan Bj örgunar skipasj óð Slysavamafélagsins. Um leið dynja yfir auglýsingar í fjölmiðl- um, mikilsmetnir menn í þjóðfélaginu senda greinar í blöðin, borgarstjóranum er hent í sjóinn og að sjálfsögðu bjargað giftusamlega af vösk- Þorgeir um björgunannönnum Jóhannsson SVFI. Innihaldið er allt svipað, þ.e. að draga fram hversu fórnfúsir björg- unarmenn eru o.fl. Allt lítur þetta vel út á pappímum og sá er ekki veit betur, en reiðubúinn af örlæti sínu að gefa fé til þessarar starf- semi með bros á vör, en staðreynd- in er sú að þegar bátur lendir í sjávarháska, verður vélarvana, strandar eða lendir í öðrum óhöpp- um og er aðstoðaður eða bjargað af öðram bát eða skipi, fær viðkom- andi greitt íyrir veitta aðstoð hvort heldur það er björgunarbátur eða önnur fley. Tryggingafélag bátsins sem lendir í óhappinu greiðir gjald sem byggt er á ákveðnu grunngjaldi og síðan á umfangi aðstoðarinnar. Hvað skyldi björgunarbátur fé- lagsins hafa fengið greitt mikið frá tryggingafélögum undanfarin ár? Það hlýtur að vera dágóð upphæð ef útköll sveitarinnar era að meðal- tali sex sinnum í viku! Get ég ekki betur séð en að sveitin ætti að standa sterk fjórhagslega ef marka má þessar tölur um útköll. Sævar Gunnarsson segir í grein sinni í Mbl. þann 1. október að rekstur björgunarbátanna sé erfið- ur. Því get ég verið sammála þar sem ég veit að t.d. björgunarbátur- inn í Sandgerði hefur farið í mjög fá útköll sl. 2 ár. Það fer ekki sam- an að segja að reksturinn sé erfið- ur og segja síðan að mikið sé að gera fyrir bátana sem ætti að þýða dágóða innkomu fyrir félagið. Að framansögðu get ég ekki séð að það standist sem Esther Guð- mundsdóttir heldur fram, að útköll séu mjög kostnaðarsöm fyrir félag- ið. Þegar kaup og rekstur slíkra báta er staðreynd, hlýtur það að vera eðlilegt að það sé grandvöllur fyrir vera þeirra og rekstri fjár- hagslega. Ég tel að kaupin á þess- um bátum sé tíma- skekkja, þar sem bátar á grunnslóð í dag era betur búnir tækjum og vélbúnaði frá því sem áður var. Utköll björgunar- manna era í langflest^ um tilfellum smávægi- leg aðstoð við báta á grannslóð og einnig er það mjög algengt að þessir bátar dragi hver annan í land og þurfa því ekki á björgunar- báti að halda. Ef við skoðum björgunarsögu síðustu ára fer það ekki fram hjá neinum að það björgunartæki sem hefur bjargað sjómönnum úr sjávarháska á nákvæman og ör- Byggjum upp þyrlu- flota, segir Þorgeir Jó?. hannsson, sem telur þyrlur mikilvægari en björgunarbáta. uggan hátt eru björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar. Nær væri að eyða kröftum og fjármunum í að stækka þyrlukost landsins. Landsmenn góðir, tökum frekar höndum saman og byggjum upp þyrluflota Landhelgisgæslunnar. * ~ Höfundur er sjómaður og kafari á aðstoðarbátnum Eldingu. Eicimasírta: atlantis.mtncrfiaJs/inai-oggjIfi Grensásvegi 3 108 Reykjavík Sími; 568 1144 auping www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.