Morgunblaðið - 07.10.1998, Síða 42

Morgunblaðið - 07.10.1998, Síða 42
£2 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Af Keikó, köttum og öðrum kvikindum ÉG HEF hugsað mikið um það undanfarið svona mitt í öllu þessu Keikó-fjölmiðlafári hvað mannkyn- ið er óskaplega göfugt og gott og þá sérstaklega við dýr. Það er ekki nóg með það að á öðru hvoru heim- ili í veröldinni séu einhvers konar gæludýr. Hundar, kettir eða alls '■áípnar önnur kvikindi. Nei, við urð- um að gera betur. Og nú er svo komið að við höfum náð takmark- inu. Við, það er að segja allur hinn vestræni heimur, hefur loksins sameinast um eitt. Allsherjar- þjóðagæludýr. Og það ekki neitt smákvikindi heldur heljarstóran hval, Keikó. Og það er svo sem allt í lagi með það. Svona fyrir mína parta. En er ekki svolítil skinhelgi í þessu öllu saman? Erum við virld- lega svona göfug og góð? Gæti kannski komið upp sú staða að við verðum leið á Keikó? Nennum ekki að gefa honum að éta eða að sinna honum svona yfírleitt. Það er að 'Sfcgja ef allt fer á versta veg og ekki verður hægt að sleppa honum lausum og láta hann bjarga sér á eigin spýtur. Og hvað gerum við þá? Látum „svæfa“ hann kannski eins og við gerum við flest öll dýr sem við nennum ekki að hugsa um lengur? Eða þá við hendum þeim út á guð og gaddinn. Sem er til dæmis vinsæl aðferð til að losna við ketti. Uppskriftin er mjög auðveld. Bara að sleppa þeim lausum og láta vera að merkja þá. Og svo er “fíSra að gleyma að þeir hafí nokkru sinni verið til. Ég rakst einmitt á eitt svona fómarlamb fyrir skömmu. Svona á að giska sex mánaða gamlan kettling grá- bröndóttan. Hann hafði verið að sniglast í nágrenni við Lands- spítalann í nokki-a daga og gert ítrekaðar tilraunir til að komast þar inn á geðdeild. Sem mér finnst ekkert skrýtið. En greyið var borið jafnharðan út aftur enda er Lands- spítalinn ekki fyrir ketti eins og næstum því allir vita. Svo ég aumkaði mig yfir kett- lingsræfilinn og fór með hann heim. En því miður gekk það ekki upp þar sem ég á tvo ketti fyrir. Og þeir voru ekki tilbúnir til að sam- þykkja þriðja köttinn í sína klíku. Þannig að ég varð að fara með Litla-Brand upp í Kattholt sem er athvarf íyrir glataða og afvega- leidda ketti. f Kattholti var mér tjáð af þreytulegri konu að væru tugir heimilislausra katta sem eng- inn kærði sig um. Margir hveijir veikir. Jafnvel svo veikir að þeirra biði ekkert annað en dauðinn. Og við því væri ekki neitt að gera vegna fjárskorts. Konan kvaðst ennfremur vera ein við að sinna þessum u.þ.b. sextíu köttum. Og hún sagði líka að ef borgarstjóran- um okkar þætti vænt um ketti væri ástandið líklega öðruvísi. Þá myndi Kattholt örugglega fá fjárstyrk svo það gæti sinnt sínu hlutverki betur. En mér er spum, hvers vegna tekur fólk að sér dýr án þess að gera sér nokkra grein fyrir að því fylgir mikil ábyrgð? Kettir t.d. geta lifað allt upp í 14 ár. Litlir sætir kett- lingar verða fullvaxnir fyrr en varir og þeir þurfa umönnun allt sitt stutta líf. En ekki bara íyrstu 6 mánuð- ina. Og hvers vegna lýtur kattahald ekki sömu lögum og hunda- hald? Hvers vegna eru kettir látnir ganga lausir en hundar í bandi? Kettir þurfa ekki og eiga ekki að ganga lausir í stórborgum. Eins og t.d. Reykjavík. Þeir geta hæglega lifað hamingjusömu lífi innandyra. Ef kattaeigendur vilja endilega láta kettina sína vera úti eiga þeir að hafa þá í bandi. Eða að minnsta kosti sjá til þess að þeir séu almennilega merktir. Best væri að menn þyrftu að sækja um leyfi til yfirvalda til að fá að eignast kött. Og þeim væri gert skylt að merkja þá gegn viðurlögum. Það er kominn tími til að köttum sé sýnd sama virðing og hundum. Og ekki bara hreinræktuðu dýru köttunum. Eða er það kannski málið? Pen- ingaspursmálið. Venjulegu ís- lensku húskettirnir fást nefnilega ókeypis. Líklega er það rétt sem einhver sagði að því meira sem menn borguðu fyrir hlutina, því vænna þætti þeim um þá. Og það liggur við að það sé gefin meðgjöf með „venjulegum" kettlingum svo einhver fáist til að taka þá að sér. Svo fólk slær til, fær sér kettling til að leika sér að og hendir honum svo fljótlega út. Ómerktum að sjálfsögðu. Enda er allt fullt af vegalausum köttum í Reykjavík Endar það kannski með því að við látum ,svæfa“ Keikó þegar við verðum leið á hon- um? spyr Guðný Svava Strandberg, eins og við gerum við flest öll dýr sem við nennum ekki að hugsa um lengur? eins og áður segir. Það á að selja alla ketti skilyrðislaust dýrum dómum. Þá yrði kannski hugsað betur um þá. Svo er verið að flytja hingað fyrrnefndan hval. Hann Keikó. Og menn geta vart vatni haldið af hrifningu yfir þessu lofsverða mannúðarframtaki. Ég hef svo sem ekkert á móti Keikó svona per- sónulega en ég þykist, af mínu tak- markaða viti, vita, að allir sem hafa einhverja glætu í kollinum, átti sig á að þeir sem að þessu tiltæki stóðu voru ekki eingöngu með þennan bægslagang af einhverjum uppljómuðum mannúðarástæðum. Guðný Svava Strandberg Þar eins og alltaf og alls staðar komu peningar við sögu. Svona neðanmálssögu með litlum stöfum. Því kvikmyndafyrirtæki eitt í henni Ameríku, Warner Brothers, var búið að græða á Keikó. Með framhaldsmyndum um hvalinn sem fékk frelsi úr prísund sinni. Og „lived happily ever after“. En það var ekki reiknað með múgsefjun- inni sem fylgdi í kjölfarið. Fólkið vildi að ævintýrið yrði að raunveru- leika. Fólk er bara svoleiðis. Svo til að halda andlitinu og aurunum, því ekki vildi fyrirtækið að almenning- ur sneri þaki við hinum „vondu Wamer-bræðrum" ef þeir sæju ekki um almennilegan „happy end- ing“, létu þeir af hendi rakna slatta af peningum. Og þannig varð Free Willy Keiko-sjóðurinn til. Og Is- land var svo sannarlega tilbúið að syngja með í sápuóperunni. Keikó var rækilega auglýstur í bak og fyrir og sungið lof og prís. Island bemskuslóðir Keikós, ef svo má segja, var einmitt rétti staðurinn fyi-ir hann. Sérstaklega vegna þess að síðasta senan í kvikmyndinni yrði tekin einmitt hér. Og ekki sak- aði að öll heimsbyggðin fylgdist andaktug með útsendingunni í sjónvarpinu. Allavega sá hluti af heimsbyggðinni sem skipti ein- hverju máli. Og það þýddi að hing- að myndu glepjast fleiri og meiri ferðamenn með meiri peninga. Gagngert til þess að berja augum þennan heimsfræga „súperstar“ hval. Og kaupa í leiðinni Keikó- minjagripi af öllum mögulegum og ómögulegum gerðum fyi-ir enn meiri peninga. En ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvemig fer fyrir okkar Guðs útvöldu þjóð þegar Keikófárið fjarar út. Og við þurfum að bíta í það súra epli að standa straum af kostnaði við, ekki bara Kattholt heldur líka Hvalholt. Ég segi nú bara „Guð hjálpi okkur þá“. Höfundur er myndlistamiaður. SAMVINNA er ekki tilfinninga- semi, hún er hagfræðileg nauðsyn, sagði góður maður. Sem flokks- bundinn Alþýðubandalagsmaður ég ekki lengur orða bundist yf- ir þeim uppákomum og svo klofn- ingi sem átt hefur sér stað innan flokksins. Afturhaldssemi og per- sónulegir hagsmunir hafa vegið þyngra við ákvarðanatöku ein- stakra þingmanna vegna úrsagnar úr þingflokknum í stað samvinnu, sáttfýsi og framtíðarhyggju. Saga vinstri manna á Islandi er ekki til eftirbreytni sé hún skoðuð út frá hugsjón samvinnu og sam- lyndis. Klofningsframboð út og suður með reglulegu millibili, oft- ast vegna þess að misskildir erfða- prinsar höfðu gefist upp á frama- poti sínu í „flokknum". Valda- ^fræðgi og eiginhagsmunapot sumra vinstri manna í gegnum tíð- ina hefur verið okkar helsti akki- lesarhæll. Hvað eftir annað hefur rökhyggju samfylkingarskynsem- innar á vinstri vængn- um verið fómað á alt- ari einkaflippsins. Alþýðubandalagið hefur gengið í gegnum ákveðinn hreinsunar- eld undanfarin misseri. Stefna flokksins hefur verið aðlöguð þeirri jafnaðarhugsjón sem ég og aðrir samfylk- ingarsinnar aðhyll- umst án þess að það flokkist sem hreinn „kratismi“. Fyrir vikið hefur skapast bakland fyrir samvinnu við aðra vinstri menn. Formaður flokksins tók rétta stefnu, spúlaði dekkið með glans og bjó þannig um hnútana að helstu dragbítamir á framþróun samíylkingar vinstri manna í landinu sögðu sig úr Alþýðubanda- laginu. Yfirgnæfandi meirhluti landsfundar- fulltrúa studdi for- manninn sinn, þarf frekari vitnanna við! Trúverðugur andstæðingur Ég er einn af þeim sem er orðinn hund- leiður á því að styðja við bakið á vinstri flokki sem sættir sig við tíu prósenta fylgi og hefur lítil áhrif á gang þjóðfélagsmála. Ég þekki marga krata sem era á sömu skoðun. I grandvallaratrið- um höfum við sömu sýn á pólitík- ina, viljum sömu forgangsröð og eigum það sameiginlegt að líta á Sjálfstæðisflokkinn sem okkar höf- uðandstæðing. Hvaða vit er í því að vera bara með einn toghlera fyrir trollið? Þeir þurfa að vera tveir ef vel á að fiskast! Til þess að ná ár- angri þarf, í fyrsta lagi, að fara í naflaskoðun, og í öðru lagi, skoða hverjir era helstu styi-kleikar og veikleikar höfuðandstæðingsins og læra af þeim. Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert annað en regnhlífasam- tök ólíkra hagsmunasamtaka sem eiga það eitt sameiginlegt að verja sameiginlega hagsmuni. Þessir að- ilar bera gæfu til þess að standa saman þrátt fyrir misjafnar skoð- anir. Það er kjarni málsins. Eitt skip, ein áhöfn, einn skipstjóri og öflugt kvótakerfi! Hagfræði hægri manna í hnotskurn. Til þess að hagfræði vinstri manna eigi að ganga upp þurfum við að vera í ein- um flokki (fylkingu) og tala með einni röddu. Annars eram við ekki trúverðugur andstæðingur við Sjálfstæðisflokkinn í augum kjós- enda. Framhlaup þriggja þingmanna Alþýðubandalagsins, að yfirgefa skútuna þegar aflahorfur eru loks að glæðast með samfylkingu vinstri manna, er sorgleg stað- reynd. Hvað liggur þar að baki? Ögmundur Jónasson var ekki í Al- Eg hvet Alþýðubanda- lagsfólk um allt land, segir Þorsteinn Gunn- arsson, að láta háttalag þríeykisins ekki hafa áhrif á sig. þýðubandalaginu fyrir síðustu kosningar. Hann komst inn sem „óháður". Nú er hann engum háð- ur nema sjálfum sér, auk þess sem hann sinnir formennskunni í BSRB í gegnum farsímann. Hjörleifur Guttormsson hefur verið á þingi svo lengi sem elstu menn muna. Samflokksmenn mínir fyrir austan sögðu þetta vera síðasta kjörtíma- bil þingmannsins því stuðningurinn við hann færi þverrandi. Hvað er þá betra en að prófa annan flokk á fölskum forsendum til að vera áfram á spenanum! Steingrímur J. Sigfússon er enn stúrinn eftir að hafa tapað í formannsslag. Hér fann hann útgönguleið. Ég hélt nú að hann færi í Sjálfstæðisflokkinn, til skoðanabræðra sinna þar í sjáv- arútvegsmálum. En Steingrímur hefur gerst óháður, eins og Ög- mundur. Kannski fær Steingrímur þar formannsdrauminn uppfylltan. Varaþingmaðurinn og tengdamóðir fjárfestingabankans, Guðrún Helgadóttir, hafði líka félagaskipti. Það er eftirsjá í henni, hún átti oft glæsilega útfærðar aukaspyrnur sem stundum voru misskildar af áhorfendum. Vonandi áttar Guðrún sig á mistökum sínum. Þingmenn hverra? Forystumenn sameiningarsinna segja að nú sé málefnavinna komin á fullt og búið að leggja fram drög að sameiginlegri stefnuskrá. Kvennalistinn er kominn með, sem betur fer, og boltinn farinn að rúlla. Hvernig gat þetta þing- mannsþríeyki, sem yfirgaf Alþýðu- bandalagið, gefið samfylkingar- hugmyndinni langt nef án þess að vita hvernig málefnapakkinn liti út eða a.m.k. reynt að hafa þar áhrif? Það segir allt sem segja þarf um það egó sem lá að baki úrsagnará- kvörðuninni. Þeir vora í raun og vera ekki þingmenn flokksmanna og stuðningsmanna Alþýðubanda- lagsins, sem vill fara samfylkingar- leiðina. Þeir vora fyrst og fremst þingmenn fyrir sig og sínar fjöl- skyldur. Þríeykið var með rofin raunveraleikatengsl, áttu enga samleið með nútíma vinstra fólki og líður eflaust vel í sínum „óháða“ fílabeinsturni. Ég hvet Alþýðubandalagsfólk um allt land að láta háttalag þrí- eykisins ekki hafa áhrif á sig. Höld- um áfram á samfylkingarbraut. Sköpum gagnrýnið, framsækið, hugmyndaríkt og jákvætt vinstra samfylkingarafl sem hefur bakland og forsendur til að rjúfa ægivald Davíðs og hans samtrygginga- sveina. Höfundur er fjölmiðlufræðingur, búsettur í Vestmannaeyjum. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir 7*: Samvinna vinstri manna er hagfræðileg nauðsyn Þorsteinn Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.