Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.10.1998, Blaðsíða 64
Drögum næst m - HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS HIYEA VISAGE MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLXN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK 49% hlutur ríkis- ins í FBA seldur fyrir áramót IÐNAÐARRÁÐHERRA og sjáv- arútvegsráðherra hafa ákveðið að fullnýta strax í fyrsta áfanga heim- ildir núgildandi laga til sölu á eign- arhlut ríkissjóðs í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins eða 49% hluta- fjár. Finnur Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, segir að vel heppnuð sala á hlutafé í Lands- banka valdi því að ákveðið hafí ver- ið að selja svo stóran hlut í fyrsta áfanga. Finnur sagði að salan myndi fara ^Jþannig fram að almenningi yrði ooðið að skrá sig fyrir hlut í bank- anum að hámarki þrjár milljónir króna á nafnverði. Ef menn skráðu sig fyrir meira en sem næmi þess- um 49% yrði hlutur hvers og eins skertur. Ef eftirspurn eftir áskrift yrði hins vegar minni en 49% yrði síðar tekin ákvörðun um að selja það sem á vantaði í tilboðssölu, þó þannig að einstakir aðilar gætu að- eins keypt hlutafé sem næmi allt að 3% hlutafjár í bankanum í slíkri . sölu. „Ef aðstæður á markaði verða góðar ætlum við að leita eftir laga- heimild frá Alþingi fyrir áramót til að selja 51% hlut ríkisins í bankan- um á fyrrihluta næsta árs. Bankinn verður þá að öllu leyti í eigu einka- aðila. Síðar verður tekin ákvörðun um hvernig verður staðið að sölu á þessum hlut,“ sagði Finnur. Einkavæðingarnefnd ákveði gengið Finnur sagði að framkvæmda- nefnd um einkavæðingu yrði falið að undirbúa söluna, m.a. ákveða hvenær hún færi fram og hvert gengið yrði. Gert væri ráð fyrir að starfsmönnum yrði gert kleift að kaupa hlut í bankanum með hlið- stæðum hætti og gert hefði verið við söluna á hlutabréfum í Lands- banka og Búnaðarbanka. Pað þýddi að miðað væri við að hlutur starfs- manna í sölunni yrði svipaður og við sölu á hlutafé í ríkisviðskipta- bönkunum. Upphaflega var áformað að selja 49% hlut ríkisins í FBA í tveimur áföngum, en Finnur sagði að mikill áhugi almennings á að kaupa hlut í Landsbankanum gerði það að verk- um að ákveðið hefði verið að selja allt hlutaféð í einum áfanga. Davíð Oddsson um Guðmundar- og Geirfínnsmál á Alþingi Skynsamlegt að hafa varnagla til öryggis ""^AVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að pottur hefði víða verið brotinn í Geirfínnsmálinu svokallaða og sagði það mikil vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki hafa haft lagaskilyrði til þess að taka málið upp á nýjan leik í fyrrasumar. Ráðherra sagði að ekki aðeins eitt dómsmorð hefði verið framið í Geirfmnsmálinu heldur mörg og gat þess ennfremur að þótt það hefði verið sársaukafullt fyrir íslenska dómstóla hefði það verið góð og nauðsynleg „hundahreins- un“, eins og hann orðaði það, að fara í gegnum Geirfínnsmálið. „Eg tel eftir niðurstöðu Hæstaréttar að það sé skynsamlegt og eðlilegt að Alþingi velti þessu máli fyrir sér og hvort ekki sé rétt til öryggis að hafa vamagla af því tagi sem gerir kleift að taka upp mál sem kunna að hafa farið úrskeiðis á rannsóknar-, með- ferðar- og dómstigum þess,“ sagði hann. Tilefni þessara ummæla var frumvarp um réttarfarsdómstól sem Svavar Gestsson alþingismaður mælti fyrir á Alþingi í gær. Er í frumvarpinu lagt til að settur skuli á stofn dómstóll er nefnist réttar- farsdómstóll sem hefði það hlutverk að fjalla um kröfur um endurupp- töku mála. „Málið er flutt að gefnu tilefni frá í fyrrasumar er Hæsti- réttur hafnaði beiðni Sævars Ciesi- elskis um endurupptöku máls hans. Með þessu er ekki verið að gagn- rýna niðurstöðu Hæstaréttar. Til- gangur þessa fmmvarps er að hreyfa nauðsyn þess að Hæstiréttur þurfi ekki að fella úrskurði í eigin málum eins og nú háttar," segir m.a. í greinargerð fí-umvarpsins. Hefur kynnt sér málið „Mér sýnist augljóst að forsætis- ráðherra hefur kynnt sér málið og fiestir sem hafa kynnt sér það hafa komist að svipaðri niðurstöðu,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður í samtali við Morg- unblaðið aðspurður um ummæli for- sætisráðherra. Hann var einnig spurður um hugmyndina um um- ræddan dómstól: „Eg er samþykkur því að menn fái að leggja beiðni um endurupptöku fyrir dómstóla. Það er mjög mikilvægt að það séu dóm- stólar sem taka slíka ákvörðun. Ef um verður að ræða sérdómstól, sem yrði væntanlega skipaður einum lögmanni, einum háskólakennara og einum dómara, þá er hann óháðari en þeir eru og er ekki að fjalla um eigin mál,“ sagði lögmaðurinn enn- fremur og kvaðst mundu fagna til- komu slíks dómstóls. ■ Mörg/10 31túnfískur á einum deg’i TÚNFISKVEIÐI hefur heldur betur glæðst hjá japönsku túnfísk- veiðiskipunum sem nú stunda veiðar innan íslensku lögsögunn- ar. Eitt skipanna fékk í síðustu viku 31 túnfísk á einum degi en það er mesta dagsveiði frá því að tilraunaveiðar Japananna hófust innan lögsögunnar á síðasta ári. Veiði hefur verið með ágætum síð- ustu vikur og er meðalveiðin hjá skipunum um 8 til 10 fiskar á dag. Meðalþyngd túnfískanna er um 120 kíló og meðalaflinn því um eitt tonn á dag. Aflinn fór hins vegar upp í 31 túnfisk, eða um 3,7 tonn, á einum degi hjá einu skip- , anna í síðustu viku og segir Hörð- ur Andrésson, fískifræðingur á Hafrannsóknastofnun, það vera mesta dagsafla frá því tilrauna- veiðar Japana innan íslensku fískveiðilögsögunnar hófust á síð- asta ári. Hann segir annað jap- anskt skip hafa fengið 27 físka á einum degi fyrr í þessum mánuði og því hafí Islandsmetið verið tvíslegið á skömmum tíma. Mesta dagsveiði innan lögsögunnar á síðasta ári var 23 fískar. Hörður segir veiðina hafa verið hvað besta um þetta leyti í fyrra og því megi varla búast við að metið verði slegið aftur á þessu ári. ■ Japanskt skip/Bl Morgunblaðið/Emil Þór Unnið við Búrfellslínu VINNUFLOKKUR Lands- virkjunar var við vinnu við Búrfellslínu IIIA í gær og þarna eru mennirnir komnir í um 44 metra hæð að setja saman háspennumastur á austurbakka Hvítár, sunnan við Vörðufell á Skeiðum. Gagnabankar og skrár með viðkvæm- um heilbrigðisupplýsingum Fostureyðingar og ófrjósemis- aðgerðir skráðar MIKLU magni heilsufarsupplýsinga um skjólstæðinga heilbrigðisþjón- ustunnar hefur verið safnað og þær skrásettar í dreifðum gagnabönkum og skrám bæði af hálfu stjómvalda og ýmissa heilsufélaga. Pessi gagna- söfn innihalda yfirleitt viðkvæmar persónuupplýsingar, sem eru oft geymdar undir nafni eða kennitölu. Er öryggi þeirra varið með ströng- um aðgangstakmörkunum. Landlæknisembættið varðveitir ýmsar aðgreindar persónubundnar skrár vegna eftirlitshlutverks emb- ættisins. Meðal þeirra eru skrá yfír alnæmissjúklinga, fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Þar eru skráðar persónutengdar upplýsing- ar. Annast einn starfsmaður emb- ættisins varðveislu fóstureyðinga- og ófrjósemisskránna. Gilda strang- ar reglur um meðferð þeirra og er aðgangur að upplýsingunum tak- markaður. Að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis hefur verið til umræðu að undan- fórnu að afmá nöfn viðkomandi ein- staklinga úr skránum þannig að þar komi eingöngu fram fæðingarmán- uður og fæðingarár. Landlækni ber samkvæmt lögum að halda sérstakar skrár um fóstur- eyðingar og ófrjósemisaðgerðir vegna eftirlitshlutverks_ embættis- ins, skv. upplýsingum Olafs Olafs- sonar landlæknis. Skrá um sjúkrahúslegu í heilbrigðisráðuneyti Heilbrigðisráðuneytið hefur um nokkurra ára skeið safnað og tölvu- skráð svokallaðar vistunarupplýs- ingar frá sjúkrahúsum landsins þar sem skrásett er hverjir leggjast inn á sjúkrahús, legutími sjúklings og sjúkdómsgreining hans. Þetta er gert að fengnu leyfí landlæknis og Tölvunefndar. Kennitölur allra sjúklinga eru dulritaðar áður en upplýsingar eru færðar í skrána til að vernda persónuauðkenni og hef- ur aðeins einn starfsmaður ráðu- neytisins aðgang að henni. Matthías Halldórsson telur eðlilegra fyrir- komulag að þessi skrá verði falin landlækni til varðveislu en að upp- lýsingarnar séu geymdar í ráðu- neyti, sem lúti pólitískri yfírstjórn. Þessar upplýsingar koma fram í greinum sem birtar eru í Morgun- blaðinu í dag í greinaflokknum Erfðir og upplýsingar. ■ Gagnabankar/22-26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.