Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐRÚN KATRÍN ÞORBERGSDÓTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
GUÐRÚN Katrín tók á móti hamingjuóskum með Ólafí Ragnari Grímssyni við heimili þeirra á Seltjarnarnesi þegar Ólafur Ragnar hafði verið kjörinn forseti.
Forsetafrúin látin eftir
erfiða sjúkdómsbaráttu
Morgunblaðið/Golli
GUÐRÚN Katrín tók á móti Margréti Danadrottningu og manni
hennar á Bessastöðum fyrr á þessu ári. Hún hafði þá gengið í gegn-
um erfiða sjúkdómsmeðferð.
Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur
minnst á Alþingi
Vakti aðdáun
hárra sem lágra
GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir
forsetafrú lést á sjúkrahúsi í
Seattle í Bandaríkjunum skömmu
fyrir miðnætti í fyrrakvöld. Hún
var 64 ára gömul þegar hún lést.
Guðrún Katrín hafði í rúmt ár
barist við alvarlegan sjúkdóm.
Herra Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti íslands, var við sjúkrabeð
konu sinnar við lát hennar ásamt
dætrum þeirra.
Guðrún Katrín fæddist í Reykja-
vík 14. ágúst 1934. Foreldrar henn-
ar voru Guðrún Símonardóttir
Bech húsmóðir og Þorbergur Frið-
riksson skipstjóri. Systkini Guð-
rúnar Katrínar eru Auður Þor-
bergsdóttir borgardómari, Þór
Þorbergsson búfræðingur og Þor-
bergur Þorbergsson verkfræðing-
ur.
Guðrún Katrín ólst upp í Vestur-
bæ Reykjavíkur í skjóli móður
sinnar, en fóður sinn missti hún sjö
ára gömul. Hún fór í Menntaskól-
ann í Reykjavík og varð stúdent
árið 1955. Á árunum 1956-1963
starfaði Guðrún Katrín sem fulltrúi
á Náttúrufræðistofnun íslands.
Frá 1965-1973 bjó hún á Hvamms-
tanga, í Danmörku og Svíþjóð.
Hún las fomleifafræði við Gauta-
borgarháskóla skólaárið
1971-1972. Eftir að Guðrún Katrín
kom heim settist hún á skólabekk
og nam þjóðfélagsfræði við Há-
skóla íslands frá 1973-1975.
Árið 1979 tók Guðrún Katrín við
starfl framkvæmdastjóra Póst-
mannafélags Islands. Starfinu
gegndi hún til ársins 1988 þegar
hún setti á stofn verslunina Garn
gallerí við Skólavörðustíg í Reykja-
vík. Verslunina rak hún til ársins
1991 þegar hún tók aftur við starfi
framkvæmdastjóra Póstmannafé-
lagsins og gegndi því til ársins
1996. Um tíma var Guðrún Katrín
dagskrárfulltrúi hjá Sjónvarpinu
og hún var framkvæmdastjóri
verkefnisins Þjóðþrif.
Guðrún Katrín sat í bæjarstjóm
Seltjamamess frá 1978-1994. Frá
1991 sat hún í stjóm Minja og
sögu, vinafélags Þjóðminjasafns ís-
lands.
Guðrún Katrín giftist Ólafi
Ragnari Grímssyni 14. nóvember
1974. Þau eignuðust tvær dætur
30. ágúst 1975, tvíburana Guðrúnu
Tinnu, sem lauk námi í viðskipta-
fræði við Háskóla Islands í vor, og
Svanhildi Döllu sem stundar nám í
stjómmálafræði við Háskóla ís-
lands.
Fyrri maður Guðrúnar Katrínar
var Þórarinn B. Ólafsson læknir,
en hann lést fyrr á þessu ári. Þau
eignuðust tvær dætur, en þær era
Erla myndlistarmaður, fædd 22.
september 1955 og Þóra kennari,
fædd 6. júlí 1960.
Guðrún Katrín bjó yfir ríkum
listrænum hæfileikum og vann alla
tíð mikið að sauma- og prjónaskap.
Prjónauppskriftir eftir hana hafa
birst í blöðum bæði heima og er-
lendis. Hún hafði fágaða framkomu
og vakti hvarvetna aðdáun fyrir
glæsileik.
Guðrún Katrín tók virkan þátt í
kosningabaráttu með eiginmanni
sínum Ólafi Ragnari Grímssyni
þegar hann bauð sig fram til emb-
ættis forseta íslands árið 1996.
Eftir að hann var kjörinn forseti
fylgdi hún honum í fjölmargar
heimsóknir hér heima og erlendis.
I september 1997 greindist Guð-
rún Katrín með bráðahvítblæði og
gaf forseti Islands út yfirlýsingu
um veikindi hennar 17. september
það ár þar sem sagði að hún myndi
ekki geta gegnt starfsskyldum á
opinberum vettvangi næstu mán-
uði. Gekk hún í gegnum erfiða sjúk-
dómsmeðferð um veturinn á Land-
spítalanum. Árangur af meðferð-
inni virtist í fyrstu vera góður og
kom hún fram opinberlega með eig-
inmanni sínum á fyiTÍ hluta þessa
árs. I júní sl. kom í ljós að sjúkdóm-
urinn hafði tekið sig upp að nýju og
hélt hún til Seattle í Bandaríkjun-
um 23. júní þar sem hún gekkst
undir beinmergsaðgerð.
I síðasta mánuði veiktist Guðrún
Katrín alvarlega af lungnabólgu og
var lögð inn á gjörgæsludeild. Hún
lést skömmu fyrir miðnætti 12.
október. Ólafur Ragnar Grímsson
og dætur þeirra, Guðrún Tinna og
Svanhildur Dalla, vora hjá henni
við andlátið.
VIÐ upphaf fundar á Alþingi í gær
minntust alþingismenn Guðrúnar
Katrínar Þorbergsdóttur. Ólafur G.
Einarsson, forseti Alþingis, flutti
minningarorð og sagði:
„íslenskri þjóð hefur borist
hamrafregn. Guðrún Katrín Þor-
bergsdóttir, eiginkona forseta ís-
lands, er látin. Hún andaðist í
sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjun-
um í gærkvöldi.
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir
fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1934.
Foreldrar hennar voru hjónin Þor-
bergur Friðriksson skipstjóri og
Guðrún Beck húsmóðir. Sjö ára að
aldri missti hún föður sinn í sjóslysi.
Þannig varð hún sem margir aðrir
fyrir sárri reynslu í æsku.
Guðrún Katrín lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík ár-
ið 1955 og stundaði síðan háskólanám
í Gautaborg. Hún gegndi bæjarfull-
trúastarfi í heimabyggð sinni Sel-
tjamamesi og ýmsum öðrum trúnað-
arstörfum á vegum félagasamtaka.
Fyrir rúmum tveimur árum tók
Guðrún Katrín við ábyrgðarmiklu
og vandasömu starfi húsmóður á
forsetasetrinu á Bessastöðum og
bjó þá að þroska og lífsreynslu til
að rækja það starf. Hógvær fram-
koma, ljúfmennska og háttprýði
voru aðlaðandi þættir í fari hennar.
Því hlutverki, sem henni var fengið
við hlið forseta Islands, gegndi hún
með sannri prýði og vakti aðdáun
hárra sem lágra. Að því kom of
fljótt að hún varð að stríða við al-
varleg veikindi. í því erfiða stríði
stóð hún sem hetja meðan stætt
var.
í djúpri samúð með Ólafi Ragnari
Grímssyni, forseta íslands, fjöl-
skyldu þeirra og öðrum ástvinum er
Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur
minnst með söknuði. Andlát hennar
er íslenskri þjóð harmsefni.
Ég bið háttvirta alþingismenn að
minnast Guðrúnar Katrínar Þor-
bergsdóttur með því að rísa úr sæt-
um.“
Forsætisráðherra minnist Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur
Sýndi ótrúlegt æðruleysi
og óvenjulegan viljastyrk
DAVÍÐ Oddsson forsæth-áðherra
tilkynnti þjóðinni um andlát Guð-
rúnar Katrínar Þorbergsdóttur í
ávarpi sem var útvarpað og sjón-
varpað kl. 10 í gærmorgun. Ávarp
Davíðs Oddssonar fer hér á eftir:
„Góðir íslendingar. Borist hefur sú
harmafregn að Guðrún Katrín Þor-
bergsdóttir forsetafrú sé látin. Hún
andaðist seint í gærkvöldi, 12. októ-
ber. Forsetafrúin gekkst undir erfiða
læknismeðferð í Bandaríkjunum, en
þangað hélt hún hinn 23. júní síðastr
liðinn er illkynja sjúkdómur, sem hún
hafði barist við, tók sig upp á ný.
Forsetahjónunum var ljóst að sú
lækningatilraun yrði henni afar erf-
ið og brugðið gæti til beggja vona.
Frú Guðrún Katrín sýndi ótrúlegt
æðraleysi og óvenjulegan viljastyrk
í veikindum sínum og þegar leið á
meðferðina vöknuðu vonir um að allt
kynni að fara vel. Því er þessi fregn
enn meira reiðarslag.
Þau tvö ár sem Guðrún Katrín
Þorbergsdóttir stóð við hlið manns
síns sem forsetafrú voru viðburða-
rík. Hún ávann sér velvild og virð-
ingu þjóðarinnar, ekki síst vegna
fágaðrar framkomu og einlægs
áhuga á velferð lands og þjóðar.
Þjóðin mun því syrgja mjög hina
látnu forsetafrú.
Þyngstur er þó harmur forsetans,
dætra þeirra og dætra hennar af
fyrra hjónabandi. Ég votta forsetan-
um og fjölskyldu þeirra hjóna djúpa
samúð íslensku þjóðarinnar. Guð
styrki þau öll í sorg þeirra."