Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 53 BREF TIL BLAÐSINS Opið bréf til viðskiptaráðherra Innritun er hafin! Frá Sigurði Lárussyni. TILEFNIÐ er að í Morgunblaðinu 10. okt. sl. er haft eftir þér að lík- legt sé að innan fimm ára verði Is- land fyrsta seðlalausa samfélagið í heimi. Við þessa yfirlýsingu vakna hjá mér og mörgum öðrum ýmsar mikilvægar spurningar. Aðdragandi A Islandi eru engin sértæk lög til sem fjalla um greiðslukort eða annan rafrænan gjaldmiðil, hhð- stæð lögum nr: 22/1968 um gjaldmiðil Is- lands, víxlalög- um nr: 93/1938 eða tékkalögum nr: 94/1933. Við skoðun um- ræddra laga sést að vilji lög- gjafans er alveg skýr um það að ekkert svigt'úm er fyrir vexti, afföll eða annan kostnað við eða af skráðu verðgildi (texta) umræddra gi-eiðslumiðla. A Islandi er gert ráð fyrir að prentaðir seðlar og slegin mynt gefm út af Seðlabanka íslands séu okkar gjaldmiðill og með fullu ákvæðisverði. Færa má mjög sterk rök fyrir því að í þessu landi gildi nú kortaverð og að það út af fyrir sig standist ekki lög. Undirritaður lagði fram rökstuddar kærur á hendur báðum greiðslukortafyrir- tækjunum auk bankakei’fisins í heild og hafa þær verið til meðferð- ar hjá samkeppnisyfirvöldum eins og þér er kunnugt um. Úrskurður hefur verið birtur sem í aðalatrið- um gengur út á að reglan um „að notandinn greiðir ekki“ er bönnuð í krítarkortaviðskiptum. Vandamál- ið sem bankakerfið hefur búið til í eiginhagsmunaskyni er þar með Sigurður Lárusson alls ekki leyst, því það var litið framhjá vandamálinu með skulda- viðurkenningarnar af debetreikn- ingum og það í raun sniðgengið. I ljósi þess að um er að ræða skuldaviðurkenningar í báðum til- fellum, hvort heldur um er að ræða færslu af debet- eða kreditreikn- ingum, er afar erfitt að meðtaka niðurstöður samkeppnisyfirvalda. Ekki er um að ræða neinn eðlismun heldur einungis stigsmun. Með hliðsjón af ummælum Jóns Stein- ars Gunnlaugssonai' í Morgunblað- inu í sumar um að aðeins ein niður- staða sé rétt í úrskurðarmálum dómstóla leyfi ég mér að efast um að hin eina rétta niðurstaða í þessu máli sé fengin þrátt fyrir úrskurð samkeppnisyfirvalda. Hin eina rétta niðurstaða fæst ekki fyrr en með sérstökum lögum. Ég bendi jafnframt á að Greiðslumiðlun hef- ur höfðað mál til að reyna að fá of- angreindum niðurstöðum hnekkt. f kærum mínum til samkeppnisyfir- valda voru mjög mörg álita- og ágreiningsefni tilgreind sem brot á samkeppnislögum en of langt mál er að tilgreina þau öll sérstaklega. Þess þer að geta að samkeppnis- yfirvöld tóku undir kröfu mína um nauðsyn á sérstakri löggjöf um þessa tegund greiðslumiðlunar og ályktuðu þar um. Spurningar: 1. Er til eitthvert samkomulag milli ríkisvalds og bankakerfisins um þessa starfsemi? 2. Er á fjárlögum gert ráð fyrir sérstökum tekjupósti, sem verð- ur óhjákvæmilega til vegna hækkaðs vöruverðs í kjölfar kortanotkunar, vegna virðis- aukans? 3. í ljósi þessarar deilu og kæru- mála er eðlilegt af þinni hálfu að gefa fyrrgreindar yfirlýsingar? Kuldaqallarnir vinsæiu Original Beaver nylon-útigallarnir komnir * Laust fóður ★ Gúmmí á hnjám og ísetu Pantanir óskast Verð kr. 6.245 sóttar sem fyrst > Z'N Álfabakka 12 - í Mjóddinni -Sími 557 7711 ' Kuldaskór fyrir börnin Teg. Ps 4810 Lifir: Svart, brúnt o.fl. Stærðir: 28-35 Verð óður: 4.995 Verð nú: 2.995 Full búð af nýjum skóm fyrir haustið. Póstsendum samdægurs. oppskórinn Veltusundi v/lngólfstorg. S: 552 1212 4. í ijósi þess að engin lög eru til á íslandi um aðra greiðslumiðla en peninga, tékka og víxla má þá gera ráð fyrir að á leiðinni sé íöggjöf um debet- og kreditvið- skipti? 5. Hafa þessi mál verið rædd inn- an í'íkisstjórnai'flokkanna með formlegum hætti? 6. Má gera ráð fyrir að meirihluta- fylgi sé fyrir hendi í þessu máli? 7. Ef svo er er hægt að tímasetja þann atburð að lög verði sett? 8. Verði ekki sett lög um þessa starfsemi, ertu þá tilbúinn að mæta dómi sögunnar? Lögin eru til að vernda borgar- ana. Með lögum skal land byggja. SIGURÐUR LÁRUSSON, kaupmaður. Fylgstu meö nýjustu fréttum á fréttavef Morgunblaðsins SMbomustfi***'" f*1' ..•s ybknr bví twuude& ....'Uð Y - ykkw uiiwkríS! tii <ið (iygg)a > Staðfesta þarf pantamr ^ • . . ■; llillililii FRA TOPPI TIL TAAR i Námskeið sem hefur veitt ótalmörgum konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum, sem berjast við aukakílóin. Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar í viku, níu vikur í senn. Góður matarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. Heilsufimdir þar sem farið er yfir förðun, klæðnað, hvernig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið. FRA TOPPI TIL TAAR n. - framhald Námskeið fyrir þær sem vilja halda áfram i aðhaldi. Frjálsir tímar, 13 vikur. Fundir lx í viku í 9 vikur. Steinn Sigurðsson Hönnuður hjá IND-X „Síðasta haust ákvað ég eð skella mér á námskdð í auglýsinga-tæknl hjá NTV. Fljotlega eftir að námskeiðinu lauk fér ég að fá verkefni við umbrot og hönnun og í dag starfa ég sem hönnuður hjá framsæknu margmiðlunar- fyrirtœki. Ég tel námið hafa verið hverrar krónu virði og mœli hiklaust með því við hvern þann sem hyggir á þessa braut." Kennd er gerð og uppsetning auglýsinga, blaða og bæklinga. Vlnnuferlið er rakið, allt frá hugmynd að fullunnu verki. Námið er 76 klst. Næsta námskeið byrjar 1 9. október. - Myndvinnsla í Photoshop - Teikning og hönnun í Corel - Umbrot í QuarkXpress - Heimasíðugerð í Frontpage - Samskipti við prentsmiðjur og fjölmiðla (frágangur prentverka) - Meðferð leturgerða - Lokaverkefni Kennt er tvö kvöld í viku og hluta úr laugardegi. Bjóöum upp á Vísa & Euro raðgrdðslur nln m -- Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Hólshrauni 2 - 220 Hafharfírði - Sfmi: 555 4980 - Fax: 555 4981 Tðlvupóstteng: sKoli@ntv.is - Heimasíöa: www.ntv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.