Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVTKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
skerf af ávöxtum líftæknibyltingar-
innar.
Hjá Genentech var litið svo á sem
hæstiréttur hefði tryggt framtíð
Bandaríkjamanna í vísindum. Víða
var aukinn kraftur settur í rann-
sóknir í því skyni að öðlast hlutdeild
í framtíðinni.
Einkaleyfi á öilum afrakstri
erfðaverkfræðinnar
Árið 1987 sneri einkaleyfisstofn-
unin síðan við blaðinu og komst að
þeirri niðurstöðu að sækja mætti
um einkaleyfí á öllum lífverum, sem
væru afrakstur erfðaverkfræðinnar.
Sérstök yfirlýsing var gefin til að
taka fram að þessi ákvörðun ætti
við allar lífverur nema manninn.
Ástæðan fyrir því að maðurinn væri
ekki með væri sú að bandaríska
stjórnarskráin legði bann við þræla-
haldi. Hins vegar mætti sækja um
einkaleyfi á eggjum og fóstrum úr
manni og genum, frumuröðum, vefj-
um og líffærum manna, sem breytt
hefði verið erfðafræðilega. Þannig
var kostur á að fá einkaleyfí á
manninum í hlutum, þótt ekki væri
hægt að fá einkaleyfi á honum í
heild sinni.
Spurningin er í raun sú hvort
erfðavísar, frumur, vefír og líffræði,
sem fengist hefur verið við með að-
ferðum erfðaverkfræðinnar, séu
uppgötvanir mannsins eða af-
sprengi náttúrunnar, sem maðurinn
hefur átt við.
Til þess að fá einkaleyfi þarf við-
komandi að sýna fram á að fyrir-
bærið sé nýtt, ekki augljóst og hafí
notagildi. Á móti hefur verið bent á
að þessi atriði hafí í raun enga þýð-
ingu ef náttúran er smiðurinn, en
ekki maðurinn, rétt eins og frum-
efni efnafræðinnar voru ekki talin
einkaleyfístæk þótt þau hefðu verið
einstök, ekki augljós og haft nota-
gildi vegna þess að þau voru fengin
úr náttúrunni. Gilti þar einu að
maðurinn hefði þurft að beita inn-
sæi og sérþekkingu til að einangra
efnin og • skilgreina eiginleika
þeirra.
Niðurstaða bandarísku einkaleyf-
isstofnunarinnar var sú að það
dygði til að fá einkaleyfi að hafa ein-
angrað og skilgreint eiginleika
erfðavísis og tilgang.
Einkaréttur á æxlismúsinni
1988 var fyrsta einkaleyfið á dýri,
sem hafði verið breytt erfðafræði-
lega af manna völdum, veitt. Þar
var um að ræða mús, sem settir
höfðu verið í mannlegir erfðavísar,
sem gerðu hana móttækilega fyrir
krabbameini. Philip Leder, líffræð-
ingur við Harvard, fann upp hina
svokölluðu æxlismús. Lyfjafram-
leiðandinn Du Pont keypti sérleyfíð
á músinni og er hún nú seld til
krabbameinsrannsókna. Leder hef-
ur hins vegar einkaleyfí á öllum
dýrum, sem sett eru í krabbameins-
valdandi gen.
Vísindamennirnir, sem klónuðu
ærina Dolly, sóttu einnig um víð-
feðmt einkaleyfí, sem gæfi þeim til-
kall til allra klónaðra spendýra, þar
á meðal klónaðra manna. í Banda-
ríkjunum hafa verið veitt einkaleyfí,
sem ná til heilla tegunda. Sama á
við einkaleyfi, sem efna- og lyfjafyr-
irtæki hafa fengið á mikilvægum
matjurtum.
Leitin að meingenum í mönnum
hefur borist víða. Leiðangrar eru
fjármagnaðir á afskekkta staði á
suðurhveli jarðar. Hafín er vinna að
verkefni, sem kennt hefur verið við
fjölbreytileika erfðamengisins (The
Human Genome Diversity Project)
undir forystu erfðafræðingsins
Luigi Luca Cavalli-Sforza. Ætlunin
Leitin að meingenum í mönnum hefur borist
víða. Hafin er vinna að verkefni, sem kennt
hefur verið við fjölbreytileika erfðamengis-
ins. Ætlunin er að taka blóðsýni úr þeim
fimm þúsund aðskiljanlegu málhópum, sem
finna má á jörðinni, og leita að einstökum
eiginleikum þeirra á meðal.
• $ frrfVíÍSfc*' * W' * 4» - ■* i
J ' J' «* . ’ ■ ''t’Vl;,--,>v'^
9 ÆKké /VjA-lr Jm 4
./? ' W 1 *
&
4^ • #
* t - « *
'éj qggfcife’ ‘1
Reuters
er að taka blóðsýni úr þeim fimm
þúsund aðskiljanlegu málhópum,
sem fínna má á jörðinni, og leita að
einstökum eiginleikum þeirra á
meðal.
Kortlagning erfðafræðilegs
fjölbreytileika mannsins
Cavalli-Sforza segir að mikilvægt
sé að leita uppi erfðafræðilegan fjöl-
breytileika mannsins áður en hann
hverfur fyrir fullt og allt, hvort sem
það sé af því að þjóðflokkar deyi út
eða blandist öðrum. Hann kveðst
vera andvígur einkaleyfum á kjarn-
sýrum, en telur ólíklegt að hægt sé
að halda því til streitu.
Gagnrýnendur hafa sagt að
þetta verkefni sé enn eitt dæmið
um nýlendustefnu gagnvart þriðja
heiminum. Gagnrýni fór af stað
fyrir alvöru þegar í ljós kom að
bandarísk stjórnvöld höfðu sótt um
einkaleyfi á veiru, sem afleidd var
úr frumuröð úr indíánakonu af Gu-
aymi-ættbálknum í Panama. Vís-
indamaður á vegum bandarísku
heilbrigðisstofnunarinnar hafði
tekið blóðsýni úr konunni og rækt-
að frumuröðina, sem þótti sérstak-
lega áhugaverð þar sem fólk af
þessum ættbálki gekk með veiru,
sem þótti skera sig úr. Veiran örv-
ar framleiðslu mótefna, sem vís-
indamenn telja að nota megi í
rannsóknum á alnæmi og hvít-
blæði. Fulltrúar Guaymi-ættbálks-
ins mótmæltu opinberlega þegar
fréttist af umsókninni og spurðu
hvernig á því gæti staðið að svo
virt stofnun virti friðhelgi ætt-
bálksins að vettugi með þessum
hætti og hygðist síðan hagnast á
erfðum ættbálksins á almennum
markaði.
Framlenging
nýlendustefnunnar?
Umsóknin var dregin til baka, en
skömmu síðar upphófust svipaðar
deilur þegar sótt var um einkaleyfi í
Bandaríkjunum og Evrópu fyrir
frumuraðir úr íbúum Salómonseyja
og Hagahai-ættbálknum á Papúu
Nýju-Gíneu. Hagahai-ættbálkurinn
var einnig með sjaldgæfa veiru í
blóðinu, nánar tiltekið í hvítu blóð-
kornunum. Hún er lík veirunni, sem
veldur hvítblæði, en skaðaði ekki
fólk úr ættbálknum. Bandarískir
vísindamenn gerðu ættbálknum til-
boð: ef bandarísk stjórnvöld fengju
að trj’ggja sér einkaleyfi á frumun-
um myndi ættbálkurinn fá helming-
inn af ávinningi, sem hlotist hefði af
hvítblæðirannsóknum á blóði
þeirra. Bandaríska einkaleyfísskrif-
stofan veitti einkaleyfí á HTLV-I-
veirunni í mars 1995, en fallið var
frá einkaleyfinu þegar leiðtogar
eyja í Suður-Kyrrahafi lýstu yfir því
að þar yrði „einkaleyfalaust svæði“.
Reyndar kom afstaða ættbálksins
aldrei í ljós, en línurnar voru lagðar
og rannsóknir á veirunni hafa að
mestu legið niðri þótt blóðsýnin séu
íyrir hendi.
Indverjar hafa einnig lýst yfir
vanþóknun á tilraunum til að taka
blóðsýni meðal hinna ýmsu þjóðar-
brota landsins. Á Indlandi finnast
einangruð þjóðabrot og í genum
þeirra gæti lykillinn að ýmsum sjúk-
dómum leynst. Hjá einum ættbálki
er dvergvöxtur algengur og hjá öðr-
um, þar sem kólera er algeng, virð-
ist stór hópur fólks orðinn ónæmur
íyrir sjúkdómnum. K. Suresh Singh,
fyrrverandi yfírmaður mannfræði-
rannsóknastofnunar Indlands, segir
að tillögum frá bandarískum vís-
indamönnum hafi rignt yfír hann.
Indverjar takmarka
blóðútflutning
Árið 1996 var hvatt til þess að
settar yrðu reglur á Indlandi um að
banna útflutning á blóði, frumulín-
um, DNA, beinum og steingerving-
um nema fyrir lægi formlegt sam-
komulag milli hlutaðeigandi aðilja.
Þetta var gert þegar í ljós kom að
bandaríska heilbrigðisstofnunin var
að reyna að verða sér út um sýni úr
sjúklingum án tilskilinna leyfa.
Erfðafræðingur einn greindi frá því
að sér hefðu verið boðnir 20 þúsund
dollarar fyrir sýni úr tveimur sjúk-
lingum með sjaldgæfan sjúkdóm.
Vísindamenn hafa ekki aðeins
leitað suður fyrir miðbaug. I Banda-
ríkjunum hefur verið leitað bæði til
íbúa í Amish-héraði Pennsylvaníu
og mormóna í Utah. Lítil blöndun á
sér stað í mormónafjölskyidum og
ættarskrár eru nákvæmar. Þetta
hafa erfðafræðingar vitað í hálfa öld
og á undanförnum 20 árum hefur
athygli þeirra beinst til Utah í
auknum mæli. Bill Hockett, tals-
maður fyrirtækisins Myriad Genet-
ics, segir að aðeins íslendingar og
afskekkt þjóðarbrot bjóði upp á
sömu rannsóknarmöguleika og
mormónarnir í Utah.
Hver á genin?
Samskiptin við mormónana hafa
gengið vel, en sömu sögu er ekki að
segja af samskiptum Kaliforníuhá-
skóla í Los Angeles (UCLA) við
kaupsýslumanninn John Moore frá
Alaska. Moore var greindur með
sjaldgæft krabbamein og fór í með-
ferð í UCLA, í meðferðinni kom í
ljós að milta hans framleiddi prótein
í blóði, sem ýtir undir fjölgun hvítra
blóðkoma, en þau eru mikilvæg í
baráttu líkamans gegn krabba-
meini. Háskólinn bjó til frumulínu -
frumur, sem fjölga sér sjálfkrafa -
úr vef úr milta Moores og fékk
einkaleyfi á uppfínningunni árið
1984. Talið er að þarna geti verið
allt að þrír milljarðar dollara í húfi.
Moore komst ekki að því að sótt
hefði verið um einkaleyfi og réttur-
inn til að nota það verið seldur
Sandoz-lyfjafyrirtækinu fyrr en
nokkru síðar. Hann stefndi, en árið
1990 dæmdi hæstiréttur Kaliforníu
gegn honum. Rétturinn komst að
þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt
að versla með líkamsparta eins og
hvem annan varning. Hins vegar
hefðu þeir, sem fundu upp frumulín-
una, átt að láta hann vita af mögu-
legu verðmæti hennar og gætu þeir
því verið skaðabótaskyldir. Hins
vegar var ekki amast við tilkalli há-
skólans til framulínunnar. Þótt hún
væri ekki eign Moores, mætti með
réttu halda því fram að hún væri
eign UCLA.
Einn dómari hreyfði andmælum
við þessari niðurstöðu og sagði að
það að kröfu stefnanda væri hafnað
þýddi ekki að bannað væri að kaupa
og selja líkamsparta. Þai- væri ein-
göngu um það að ræða að þeim, sem
lagt hefði til frumumar, væri bann-
að að hagnast á þeim, en stefndu,
sem að sögn hefðu komist yfir fram-
umar með óréttmætum hætti,
mættu halda og nýta allan hagnað
af illum feng sínum án ábyrgðar.
Það þykir einnig bera því vitni
hversu langt má ganga að einkaleyf-
isskrifstofa Evrópu hefur veitt
bandaríska fyrirtækinu Biocyte
einkaleyfi á öllum blóðíramum úr
naflastreng nýfæddra bama. Sam-
kvæmt einkaleyfinu getur þetta fyr-
irtæki bannað hvaða einstaklingi eða
stofnun sem er að nota blóðframur
úr naflastreng nema gegn endur-
gjaldi. Þetta einkaleyfi var veitt
vegna þess að Biocyte gat einangrað
blóðframurnar og djúpfryst þær.
Fjárfest í líftækni
Fjöldi fyrirtækja hefur fjárfest í
líftæknifyrirtækjum. Samningur
svissneska lyfjarisans Hoffmann-La
Roche við Islenska erfðagreiningu
er aðeins eitt dæmið um það. Árið
1995 vörðu lyfjafyrirtæki 3,5 millj-
örðum dollara til að kaupa líftækni-
fyrirtæki. Sama ár gerðu þessi
sömu fyrirtæki sérleyfissamninga
við líftæknifyrirtæki að andvirði 1,6
milljarða dollara. Mikið af þessum
viðskiptum varða líftækni og land-
búnaðarafurðir. Lyfjafyrirtækin
hafa verið að gera samninga við fyr-
irtæki, sem eru að rannsaka gena-
mengi mannsins. Þau veðja á að
framtíð lyfjaframleiðslu og lækna-
vísinda liggi í upplýsingum, sem
verið er að safna saman um erfðir
mannsins. Schering Plough keypti
fyrirtækið Canji fyrir 54,4 milljónir
dollara árið 1996. Bayer, Novartis
og Eli Liliy hafa efnt til viðskipta-
sambands við fyrirtækið Myriad,
sem meðal annars hefur fundið
brjóstakrabbameinsgen. Pfizer,
Pharmacia og Upjohn hafa fjárfest í
Incyte.
Millennium-lyfjafyrh'tækið er
dæmi um líftæknifyrirtæki, sem
hefur allar klær úti. Eli Lilly hefur
gert samning við Millennium um
erfðarannsóknir á æðakölkun,
Roche hefur gert samning um rann-
sóknir á offitu, Astra um rannsóknir
á öndunarfærasjúkdómum og
Monsanto á erfðarannsóknum í
landbúnaði.
Leitin að basabreytileikum
(skammstafað SNP eða Single
Nucleotide Polymorphism) hefur
ekki aðeins höfðað til Hoffmann-La
Roche þótt samningur þess við IE
sé sá stærsti á þessu sviði. Abbott-
rannsóknastofurnar lögðu 42,5
milljónir dollara í Genset, franskt
erfðavísindafyrirtæki, um mitt síð-
asta ár. Þá stendur yfir fimm ára
samstarf milli Bristol-Myers
Squibb, Millenium Pharmaceut-
icals, erfðafræðinga við Whitehead-
stofnunina við Tækniháskóla
Massachusetts (MIT) og Affy-
metrix, sem hefur gert tæki til að
þefa uppi erfðabreytileika. Sam-
starf þetta er metið á 40 milljónir
dollara.
En það eru ekki aðeins stóra
lyfjafyrirtækin, sem setja fé í erfða-
rannsóknir. Sjö fyrirtæki lögðu til
12 milljónir dollara í stofnfé
deCODE genetics, móðurfyrirtækis
Islenskrar erfðagreiningar. Þau era
Advent International, Alta Part-
ners, Atlas Venture, Arch Venture
Partners, Falcon Technologies,
Medical Science Partners og Pola-
ris Venture Partners.
Kröfur til viðskiptavina
Á heimasíðu Atlas Venture er að
finna þær upplýsingar að þar sé á
ferð félagsskapur manna, sem legg-
ur fram áhættufé í hátækniiðnað.
Áhersla sé lögð á tvo geira, líftækni
og upplýsingatækni. Atlas Venture
leitar uppi fyrirtæki í hröðum vexti
og leggur í upphafi til milli hálfrar
og tveggja milljóna dollara um leið
og haldið er áfram að leggja fram fé
eftir því sem á líður. 1 stefnuskrá
fjárfestingafyi-irtældsins segir að
ráð sé gert fyrir því að einhver eig-
enda þess setjist í stjórn fyrirtækis-
ins sé lagður fram ráðandi hlutur.
Áhersla sé lögð á að stjórn fyrir-
tækis, sem fjárfest sé í, sé fámenn.
Samstarfi við Atlas Venture fylgir
gerð fimm ára rekstraráætlunar,
sem viðkomandi fyrirtæki skuld-
bindi sig til að fylgja. Þeir áskilja
sér einnig rétt til að benda á veik-
leika í stjórn fyrirtækis gangi ekki
sem skyldi, til dæmis við að koma
vöra á markað.
Miklar væntingar eru bundnar
við líftækniiðnaðinn, ekki síst hagn-
aðarvonir. Atburðarrásin hefur
sennilega gert umræðuna um einka-
leyfin á genunum næsta tilgangs-
lausa og finna má rök bæði með og
á móti. Hins vegar era menn þegar
farnir að velta fyrir sér hvort vænt-
ingarnar séu of miklar. Því til vitnis
má benda á að í Þýskalandi era
stjórnendur líftæknifýrirtækja rag-
ir við að láta skrá sig á hlutabréfa-
markaði. Óttinn er sá að verð hluta-
bréfa stjórnist um of af duttlungum
þeirra, sem skipta með þau. Þannig
megi búast við að verð hlutabréfa
verði allt of hátt í upphafi og þegar
það lækki verði erfitt fyrir fyrirtæk-
in að ná fyrra sessi og ná inn auknu
áhættufé.
Á MORGUN
Sérleyfi, jafn-
ræði og frjáls
samkeppni
Á morgun verður fjallað um lög-
fræðileg álitamál í sambandi við
veitingu sérleyfis, einkum grund
vallarreglur um frjálsa samkeppni,
jafnræði borgaranna og frelsi vís-
indanna. Einnig verður fjallað um
kosti og galla þess frá sjónarhóli
hagfræðinnar að veita sérleyfi á
starfrækslu gagnagrunns á heil-
brigðissviði.