Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ _________MINNINGAR VALDIMAR VIGGÓ NATHANAELSSON + Valdimar Viggó Nathana- elsson fæddist á Þingeyri við Dýraijörð 11. október 1903. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sigóli 1. október síðastliðinn og fór út.för hans fram frá Nes- kirkju 9. október. Ég sneri mér til Viggós fyrir nokkrum árum til að leita upplýs- inga um glímumenn fyiTÍ tíma. „Gjörðu svo vel og komdu, ég skal reyna að segja þér það sem ég veit.“ Ég vissi að Viggó var níræður að aldri og bjóst jafnvel við að hitta fyr- ir hruman öldung, en það var öðru nær. Viggó geislaði af hreysti og lífsfjöri og það var erfítt að ímynda sér að þessi glaðlegi eldri maður væri degi eldri en sextugur. Ég átti margar ferðir að Skjóli til að ræða við Viggó um glímu og fleira og útkoman er viðtal í blaði Glímusambandsins Af glímu sem var komið í prentun þegar Viggó lést. Hann hafði lesið viðtalið og staðfest og verður það vonandi vin- um hans til fróðleiks og skemmtun- ar nú þegar Viggó er allur. Eitt við- tal segir lítið um öðlinginn Viggó, hann hefði verðskuldað heila bók og hefði verið af nógu að taka því hann lifði langa og fjölbreytta ævi. Það sem ég tók fyrst eftir var háttvísi hans og ljúfmennska, glaðlyndi og varfærni í dómum um samferða- mennina. Hann hafði ákveðnar skoð- + Trausti Sveinsson fæddist í Reykjavik 6. mars 1924. Hann lést 23. september síðast- Iiðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 1. október. Síminn hringdi og í honum var dóttir Trausta, Hafdís, og tjáði mér að Trausti faðir hennar væri dáinn. Slíkar fréttir koma manni ósjálfrátt til að setjast hljóður og renna huganum yfir farinn veg samferðamanns og vinar, en við Trausti vorum á svipuðum aldri, hann var einu ári eldri en ég. Fram í hugann komu margar dýrmætar minningar sem við átt- um, en leiðir okkar Trausta lágu saman er við báðir vorum í ensku hjá Sæmundi Jóhannessyni sem þá var hjálparmaður Arthurs Gooks á Sjónarhæð. Við vorum sex í þessum tímum, og þarna hófst vinátta okk- ar. Við vorum báðir innan við tví- tugt, oft ræddum við saman eftir tímana og smátt og smátt varð til sú vinátta sem aldrei slitnaði. Það var nefnilega vel tekið á móti manni þegar við hittumst heima í Glerár- götunni, en sjálfur átti ég heima á Gleráreynim, nokkru norðar. Það var því stutt að fara til að heim- sækja hvor annan. Þegar Sæmundur kennarinn okkar fór að auglýsa Biblíunáms- flokkinn fóram við báðir að sækja þessa fundi, sem voru okkur mikil hvatning og góð fræðsla sem byrj- endur með Kristi. En báðir ákváð- um við að taka á móti Kristi þennan vetur og ræddum við oft um andleg mál, en síðar tókum við niðurdýf- ingarskírn og sóttum samkomur á Sjónarhæð. Arið 1946, þegar sumarheimilið á Astjörn hóf starfsemi, ákváðum við Trausti að vera þar saman og var þessi fyrsta vika okkur dýrmæt. Við vorum ungir og hraustir og man ég er við gengum í Forvöð og Asbyrgi, og hver dagur geymir dýrmætar minningar. Þegar kosinn var gjaldkeri fyrir Astjörn var það mikið happ að fá Trausta til að sjá um fjármálin. Margar voru vinnu- ferðirnar sem við fórum saman og alltaf var fógnuður okkar mikill við hvern áfanga sem vannst. Er mér sérstaklega minnisstætt er við gát- anir á mönnum og málefnum og lét þær hiklaust í ljósi en þó alltaf þannig að særa engan. Viggó var mikill íþróttamaður á yngr-i árum. Fimleikamaður svo af bar og vann það afrek á íþróttaskól- anum Ollei-up að vera valinn í 13 manna úrvalshóp skólans úr 2.000 manna hópi sem allir reyndu að komast að. Fimleiki hans og lipurð komu að góðu haldi við glímuiðkun hans og hann var eftirsóttur sýning- armaður í báðum þessum greinum. Hann var með í för í hinar þrjár stóru glímusýningarferðir til Nor- egs 1925, Danmerkur 1926 og Þýskalands 1929. Komst ekki með til Svíþjóðar 1932 en fór síðan í fjöl- mennum hópi á Ólympíuleikana í Berlín 1936 og sýndi glímu á leikun- um. Viggó var lærður íþróttakenn- ari frá námskeiði ÍSÍ og UMFÍ 1925 og svo frá Ollerup 1928. Skólastjór- inn þar, Níels Bukh hreifst svo af færni Viggós þegar hann sá til hans í glímuflokknum 1926 að hann bauð honum ókeypis skólavist sem hann þáði. Slík skólavist var að öðru jöfnu dýr og kostaði nemendur 100 krónur danskar á mánuði sem þá var mikið fé. Viggó kenndi síðan íþróttir um nokkurt skeið á Islandi, um níu ára skeið við Núpsskóla og þar varð Unnur Kristinsdóttir, sem síðar varð eiginkona hans, ein af hans fyrstu nemendum. Viggó kenndi einkum sund, glímu og leikfími og þjálfaði upp fimleikaflokka bæði um flutt upp á efri hæð gamla húss, en þá var unnið nótt sem dag. Það var sama hvað maður var þreyttur, gleðin yfír unnum sigri var bestu launin. Nokkur málverk sem Garðar Loftsson og Trausti máluðu saman prýða veggi Astjarnar. Trausti átti mikinn þátt í því að settur var stór silungur í Ástjörn, en hann sótti hann í Hafurstaða- vatn með leyfí eiganda, samtals um 150 stk. I samfélaginu á Sjónarhæð var nokkuð af ungu fólki og margar voru ferðirnar farnar á 10 manna bfl sem ég átti og vorum við með ágætis hljómsveit, m.a. gítara, mandólín, fiðlu og harmoniku, mik- ið var æft og haldnar samkomur víða, en einnig var mikið spilað á samkomum á Sjónarhæð. í þessum fóngulega hópi voru margar myndarstúlkur og ekki leið á löngu þar til við höfðum báðir fundið konuefnið okkar. Hamingju- sól Trausta skein skært er hann fékk lífsförunaut sinn, Marsibil Jó- hannsdóttur. Við kölluðum hana ávallt Dúdú, en mikill var kærleik- ur þeirra, og ekki síst nú síðustu árin sem Trausti barðist við illvígan sjúkdóm. Síðast þegar ég heimsótti hann var hann greinilega sjúkur, en það aftraði honum ekki, eljan var hin sama. Hann sýndi mér m.a. sal- inn í Hafnarfirði sem verið var að byggja og leyndi sér ekki að þar hafði hagur maður verið að verki, en þótt hann væri sjúkur neytti hann síðustu krafta sinna til að reyna að ljúka sem mestu, hann gerði sér grein fyrir að tíminn var senn á þrotum. Trausti og Dúdú fluttu suður, en aldrei slitnuðu kærleiksböndin. Þegar þau dvöldu í Bandaríkjunum skrifaði hann mér indælt bréf sem fullt var af kærleiksyl til okkar hjónanna. Að leiðarlokum vil ég þakka þér Trausti minn allar dýrmætu sam- verustundirnar og er ég þess full- viss að við munum mætast heima hjá Drottni Jesú Kristi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við hjónin sendum þér Dúdú mín okkar dýpstu samúðarkveðjur og munum minnast þín og Hafdísar og Birkis í bænum okkar. Bogi Pétursson. karla og kvenna í Dýrafirði og meira að segja öldungaflokk í leikfimi þar sem faðir hans var meðal þátttak- enda. Viggó sýndi í verki góðan hug sinn til glímunnar. Hann lét sig ekki vanta á Íslandsglímuna á hverju vori og kaffiboð eldri glímumanna á haustin. Hann sótti ráðstefnu GLI um framtíð glímunnar nú í septem- berbyrjun rétt um það leyti sem sjúkdómui' sá greindist er varð hans síðasti. Minjasafni glímunnar af- henti hann margar ljósmyndir og verðlaunapening sinn frá glímu verslunarmanna í Arbæ 1929. Ég vil fyrir mína hönd og glímunnar þakka hina góðu viðkynningu við Viggó Nathanelsson og votta aðstandend- um hans samúð mína. Jón M. ívarsson, formaður GLÍ. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morgun- blaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frá- gang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetr- ar í blaðinu). Tilvitnanii- í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undii- greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargi'ein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrh’ hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf gi’einin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Þar sem pláss er takmarkað, getur þurft að fresta birtingu minningar- greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útíor hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. TRAUSTI SVEINSSON MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 47 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Áskirkja. Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldr- aða kl. 13-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Haustferð eldri borgara er í dag. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 12.15. Ekið um Þing- velli að Nesjavöllum. Heimkoma áætluð kl. 17.15. TTT-starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Heimsókn: Jón D. Hróbjartsson, prófastur. Starf fyrir 9-10 ára kl. 16.30. Starf fyrir 11—12 ára kl. 18. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kvöldbænir og fyrirbæn- ir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 13. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Fundur „Kirkjuprakkara" (6-9 ára börn) kl. 14.30. Fundur TTT (10-12 ára) kl. 16. Fundur æskulýðsfélagsins (13-15 ára) kl. 20. Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Ungar mæður og feður vel- komin. Kaffi og spjall. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14—16. Um- sjón Kristín Bögeskov djákni. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarbeimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra, opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að kpma til presta safnað- ai-ins. TTT í Ártúnsskóla kl. 16-17. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. „Kirkjuprakk- arar“ starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Æskulýðsfundur kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. KFUK fyrir stúlkiu- 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Starf á Persónuteg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararsfióri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bænastund lokinni. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund í hádegi í kirkjunni kl. 12-12.30. Æskulýðsstarf, eldri deild, kl. 20-22 í Minni-Hásölum. Keflavíkurkirkja. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 20, hefst með borð- haldi og lýkur í kirkjunni kl. 22. Fræðsla um kristna trú bæði fyrir hjón og einstaklinga. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Unglinga- starfið kl. 17. Fyrsta skiptið á þessu hausti. Spilakvöld aldraðra fimmtudagskvöld kl. 20. Matthías Karelsson leikur á harmonikku. Allir hjartanlega velkomnir. Njarðvíkurkirkja. Foreldramorg- . unn í dag kl. 10.30. Landakirkja Vestmannaeyjum. Mömmumorgnar í safnaðarheimil- inu kl. 10-11.30. Samverustund og spjall hjá foreldrum ungra barna. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Fjölskyldusamvera kl. 18.30 sem hefst með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19.30 er kennsla og þá er skipt niður í deildir. Allir hjartan- lega velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg. í dag verður haldinn hádegisverðar- fundur kl. 12.10 sem hefst með ritningalestri og bæn. Síðan mun Sigurbjört Kristjánsdóttir, formað- ur stjórnar sumarbúða KFUK í Vindáshlíð, hafa stutta kynningu á starfinu þar. Allir áhugasamir eru velkomnir á fundinn án fyrirvara og reyndar hvattir til að fjölmenna. B ar n amy n dir í nýju fötum keisarans BARJIA ^FJÖLSKYLDll I, jOSMYNDIR Ármúla 38 • sími 588-7644 Gunnar Leifur Jónasson Minningargreinar Vanir blaðamenn taka að sér skrif og frágang minningargreina Upplýsingar í síma 561 5054
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.