Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 7
GUÐRÚN KATRÍN ÞORBERGSDÓTTIR
FRÉTTIR
Morgunblaðið/RAX
GUÐRIJN Katrín var einkar glæsileg í skautbúningi þegar
Ólafur Ragnar var settur í embætti forseta fslands.
Skýrt frá andláti
Guðrúnar Katrínar í
erlendum fjölmiðlum
SKYRT var frá andláti Guðrúnar
Katrínar Porbergsdóttur í er-
lendum fjölmiðlum í gær.
Reuters-fréttastofan sagði frá
láti forsetafrúarinnar og ávarpi
Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra í gærmorgun. Norska
fréttastofan NTB sagði sömuleið-
is frá fráfalli Guðrúnar Katrínar
og rakti stuttlega æviferil hennar
og lét þess m.a. getið að þau Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, forseti Is-
lands, hefðu heimsótt Noreg á
síðasta ári. Pessi frétt birtist í
netútgáfum allra stærstu blaða
Noregs í gær.
Minningarorð frá
Alþýðubandalagi
Sterkur
og hlýr
persónu-
leiki
MARGRÉT Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins, sendi í
gær frá sér eftirfarandi minningar-
orð um Guðrúnu Katrínu Þor-
bergsdóttur.
„Fregnin um andlát Guðrúnar
Katrinar Þorbergsdóttur forseta-
frúar er okkur í Alþýðubandalag-
inu sem og þjóðinni allri harma-
fregn. A þeim tveimur árum sem
Guðrún Katrín hefur unnið við hlið
eiginmanns síns á Bessastöðum
hefur hún áunnið sér virðingu og
hlýhug þjóðarinnar vegna glæsi-
legrar framkomu sinnar þar sem
virðing fyrir landi og þjóð ein-
kenndi öll hennar störf. Við sem
höfum verið svo lánsöm að kynnast
Guðrúnu Katrínu á öðrum vett-
vangi þekkjum þann sterka og
hlýja persónuleika sem hún hafði
að geyma.
Guðrún Katrín helgaði Alþýðu-
bandalaginu krafta sína í sveitar-
stjómarmálum á Seltjarnarnesi í
mörg ár og naut virðingar allra
þeirra sem þekktu til starfa henn-
ar. Þá tók hún alla tíð virkan þátt í
störfum eiginmanns síns og var
honum einstakur félagi og vinur.
Við minnumst hennar öll með
þakklæti og virðingu.
Forseti Islands hefur misst eig-
inkonu, sinn besta vin og nánasta
samstarfsmann. Fyrir hönd Al-
þýðubandalagsins votta ég forset-
anum, dætrunum Þóru, Erlu,
Tinnu og Döllu mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
Guðrúnar Katrínar Þorbergsdótt-
ur.“
Morgunblaðið/Ásdís
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen voru viðstödd athöfn í Háteigskirkju síðdegis
í gær ásamt Páli Péturssyni félagsmálaráðherra og Sigurjónu Sigurðardéttur utanríkisráðherrafrú.
Bænastund vegna fráfalls
Guðrúnar Katrínar
BISKUP íslands leiddi bæna-
stund í Háteigskirkju í Reykjavík
síðdegis í gær vegna andláts
Guðrúnar Katrínar Þorbergs-
dóttur forsetafrúar. Gert var hlé
á störfum kirkjuþings á meðan.
Helga Soffía Konráðsdóttir og
Tómas Sveinsson, prestar í Há-
teigskirkju, lásu nokkur orð úr
ritningunni. Þá var fólk beðið að
minnast forsetafrúarinnar í bæn.
Karl Sigurbjörnsson, biskup fs-
lands, sagði að hugsað yrði með
samúð til Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, forseta Islands, og ástvina
vegna fráfalls Guðrúnar Katrín-
ar. Hann þakkaði Guði fyrir Guð-
rúnu Katrínu og allt í fari hennar
sem hefði heillað fólk. Hann
sagði að forsetafrúin hefði sýnt
styrk og æðruleysi í erfiðum
veikindum og hún hefði notið ást-
úðar og kærleika sem umvafði
hana.
Forstjóri ÍE um ummæli bresks ráðgjafa
Ályktanir dregn-
ar á grundvelli
rangra forsendna
„ROSS Anderson dró ályktanir á
grundvelli eða engra,“ segir Kári
Stefánsson, forstjóri Islenskrar
erfðagreiningar, aðspurður um þau
ummæli Andersons í Morgunblaðinu í
gær, m.a. þess efnis að áætlanir ís-
lenskrar erfðagreiningar um þróun á
öryggiskerfi miðlægs gagnagrunns
séu skammt á veg komnar.
Kári Stefánsson segir forráða-
menn Islenskrai’ erfðagreiningar sjá
sig knúna til að mótmæla málflutn-
ingi Ross Andersons um fyrirtækið.
Hann kom hingað til lands á vegum
Læknafélags Islands en hann hefur
verið ráðgjafí bresku læknasamtak-
anna í málefnum er varða upplýs-
ingakerfí á heilbrigðissviði.
„I fyrsta lagi hélt Ross Anderson
því fram að forsvarsmenn Islenskrar
erfðagreiningar hefðu verið sammála
honum um að gögn í hinum fyrirhug-
aða gagnagrunni yrðu persónugrein-
anleg,“ segir Kári Stefánsson. „Þetta
er alrangt. Forsvarsmenn fyrirtæk-
isins hafa alltaf staðið á því fastar en
fótunum að samkvæmt þeim skiln-
ingi sem endurspeglast í tilskipun
Evrópusambandsins yrðu gögnin
ópersónugreinanleg. Sú skoðun Ross
Andersons að gögnin yrðu persónu-
greinanleg er hans skoðun sem er
ósamrýmanleg tilskipun Evrópu-
sambandsins. Það er í hæsta máta
ósmekklegt af honum að reyna að
sannfæra heiminn um að forsvars-
menn Islenski'ar erfðagreiningar
deili með honum þessari vafasömu
skoðun.“
Kári segir að í öðru lagi hafi sér-
fræðingurinn látið hafa eftir sér að
öryggisáætlanir íslenski-ar erfða-
greiningar séu skammt á veg komn-
ar. „Ross Anderson hefur aldrei séð
öryggisáætlanir fyrirtækisins, né
hefui- hann beðið um að fá að sjá
þær. Þar af leiðandi kemst hann að
niðurstöðu án þess að hafa til þess
forsendur.
I þriðja lagi hélt Ross Anderson
því fram að íslensk erfðagreining
hefði ekki leitað aðstoðar sérfræð-
inga á sviði öryggismála. Hann hefur
aldrei leitað upplýsinga um það
hvort fyrirtækið hafí leitað slíkrar
aðstoðar þannig að hér var hann aft-
ur að tjá sig um mál sem hann veit
ekkert um.“
Þá segir Kári Stefánsson að í
fjórða lagi hafi hann sagt að hjá ís-
lenskri erfðagreiningu væri enga
sérþekkingu að finna á dulkóðun eða
öryggismálum. „Ross Anderson leit-
aði engra upplýsinga um þá sérþekk-
ingu sem er til staðar hjá fyrirtæk-
inu, sem meðal annars býr að fjöru-
tíu manna upplýsingatæknideild,
sem hefur lagt mikla áherslu á
gagnaöryggi.
I fimmta lagi gaf Ross Anderson
ýmis dæmi um það hvernig mætti
bera kennsl á einstaklinga í miðlæg-
um gagnagrunni sem gengu út frá
forsendum sem eru útilokaðar í
frumvarpinu. Þetta bendir til þess að
hann hafi ekki kynnt sér frumvarpið
sem skyldi.
íslensk erfðagreining bendir á að
í þeim atriðum sem að framan
greinir rangfærði Ross Anderson
og dró ályktanir
grundvelli engra eða rangra for-
sendna. Forsvarsmenn fyrirtækis-
ins benda á að fyrst Ross Anderson
gerðist sekur um óheiðarleg vinnu-
brögð um þessi atriði sé vafasamt
að treysta skoðunum hans um önn-
ur atriði sem lúta að miðlægum
gagnagrunni á heilbrigðissviði.
---------------
Ráðstefnu
Þroskahjálpar
frestað
FULLTRÚAFUNDI og ráðstefnu
Landssamtakanna Þroskahjálpar,
sem halda átti á Flúðum 16. og 17.
október næstkomandi, hefur verið
frestað vegna andláts Ástu B. Þor-
steinsdóttur, alþingismanns og fyrr-
verandi formanns samtakanna.
Fulltrúafundurinn og ráðstefna
um þjónustu við fatlaða í upphafi
nýrrar aldar verður haldinn á Flúð-
um 13. og 14. nóvember næstkom-
andi.
Fundur utanríkis-
ráðherra með rektor
Háskóla SÞ
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra átti í gær fund með dr.
Hans van Ginkel, rektor Háskóla Sa-
meinuðu þjóðanna, en hann heim-
sækir nú Island í tilefni af 20 ára af-
mælisráðstefnu Jarðhitaskóla Sa-
memuðu þjóðanna. I fylgd með hon-
um er dr. Abraham Besrat, vara-
rektor Háskóla Sameinuðu þjóð-
anna. Skólinn hefur aðalstöðvar í
Tókýó en stendur að starfsemi í
samvinnu við háskóla og stofnanir
víða um heim.
I frétt frá utanríkisráðuneytinu
kemur fram að á fundinum var rætt
um starfsemi Háskóla SÞ og þróun-
arsamvinnu. Lagði utanríkisrápherra
áherslu á mikilvægi samvinnu íslend-
inga við Háskóla SÞ eins og starfsemi
hinna tveggja skóla á íslandi, Jarð-
hitaskólans og Sjávarútvegsskólans,
sýndi vel. Utamíkisráðherra vék að
mikilvægi þessarar samvinnu í þróun-
arsamvinnu Islendinga og lýsti hann
áhuga sínum á því að kanna frekari
möguleika á samvinnu við Háskóla
SÞ. Hann kvað einnig mikilvægt að
styrkja þátttöku íslands í starfi ann-
arra þróunarstofnana Sameinuðu
þjóðanna.
Hefur hug á að nýta sér
forkaupsréttinn
HARALDUR Þórarinsson, ábúandi á
jörðinni Laugardælum við Selfoss,
sem Samvinnulífeyrissjóðurinn hefur
selt fyrir tæplega 100 miljjónir króna,
segist ætla að kanna það rækilega
hvort hann nýtir sér fyrsta forkaups-
rétt sem hann á að jörðinni. Segist
hann ætla að leita eftir samstarfsaðil-
um um að nýta forkaupsréttinn.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu í gær keypti Oddný Kristinsdótt-
ir, eiginkona Páls Jónssonar sem
kenndur er við fyrirtældð Pólaris,
Laugardæli af Samvinnulífeyris-
sjóðnum og er kaupsamningurinn
með fyrirvara um forkaupsrétt.
Haraldur Þórarinsson hefur verið
ábúandi Laugardæla í ellefu ár.
Hann býr með kýr og hross og segir
hann búið vera rúmlega meðalbú.
„Mér finnst sjálfsagt mál að kanna
það hvað aðrir sjá í stöðunni sem ég
sé ekki. Það er það sem við ætlum að
gera,“ sagði Haraldur.