Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 7 GUÐRÚN KATRÍN ÞORBERGSDÓTTIR FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX GUÐRIJN Katrín var einkar glæsileg í skautbúningi þegar Ólafur Ragnar var settur í embætti forseta fslands. Skýrt frá andláti Guðrúnar Katrínar í erlendum fjölmiðlum SKYRT var frá andláti Guðrúnar Katrínar Porbergsdóttur í er- lendum fjölmiðlum í gær. Reuters-fréttastofan sagði frá láti forsetafrúarinnar og ávarpi Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra í gærmorgun. Norska fréttastofan NTB sagði sömuleið- is frá fráfalli Guðrúnar Katrínar og rakti stuttlega æviferil hennar og lét þess m.a. getið að þau Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Is- lands, hefðu heimsótt Noreg á síðasta ári. Pessi frétt birtist í netútgáfum allra stærstu blaða Noregs í gær. Minningarorð frá Alþýðubandalagi Sterkur og hlýr persónu- leiki MARGRÉT Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, sendi í gær frá sér eftirfarandi minningar- orð um Guðrúnu Katrínu Þor- bergsdóttur. „Fregnin um andlát Guðrúnar Katrinar Þorbergsdóttur forseta- frúar er okkur í Alþýðubandalag- inu sem og þjóðinni allri harma- fregn. A þeim tveimur árum sem Guðrún Katrín hefur unnið við hlið eiginmanns síns á Bessastöðum hefur hún áunnið sér virðingu og hlýhug þjóðarinnar vegna glæsi- legrar framkomu sinnar þar sem virðing fyrir landi og þjóð ein- kenndi öll hennar störf. Við sem höfum verið svo lánsöm að kynnast Guðrúnu Katrínu á öðrum vett- vangi þekkjum þann sterka og hlýja persónuleika sem hún hafði að geyma. Guðrún Katrín helgaði Alþýðu- bandalaginu krafta sína í sveitar- stjómarmálum á Seltjarnarnesi í mörg ár og naut virðingar allra þeirra sem þekktu til starfa henn- ar. Þá tók hún alla tíð virkan þátt í störfum eiginmanns síns og var honum einstakur félagi og vinur. Við minnumst hennar öll með þakklæti og virðingu. Forseti Islands hefur misst eig- inkonu, sinn besta vin og nánasta samstarfsmann. Fyrir hönd Al- þýðubandalagsins votta ég forset- anum, dætrunum Þóru, Erlu, Tinnu og Döllu mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar Katrínar Þorbergsdótt- ur.“ Morgunblaðið/Ásdís DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen voru viðstödd athöfn í Háteigskirkju síðdegis í gær ásamt Páli Péturssyni félagsmálaráðherra og Sigurjónu Sigurðardéttur utanríkisráðherrafrú. Bænastund vegna fráfalls Guðrúnar Katrínar BISKUP íslands leiddi bæna- stund í Háteigskirkju í Reykjavík síðdegis í gær vegna andláts Guðrúnar Katrínar Þorbergs- dóttur forsetafrúar. Gert var hlé á störfum kirkjuþings á meðan. Helga Soffía Konráðsdóttir og Tómas Sveinsson, prestar í Há- teigskirkju, lásu nokkur orð úr ritningunni. Þá var fólk beðið að minnast forsetafrúarinnar í bæn. Karl Sigurbjörnsson, biskup fs- lands, sagði að hugsað yrði með samúð til Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Islands, og ástvina vegna fráfalls Guðrúnar Katrín- ar. Hann þakkaði Guði fyrir Guð- rúnu Katrínu og allt í fari hennar sem hefði heillað fólk. Hann sagði að forsetafrúin hefði sýnt styrk og æðruleysi í erfiðum veikindum og hún hefði notið ást- úðar og kærleika sem umvafði hana. Forstjóri ÍE um ummæli bresks ráðgjafa Ályktanir dregn- ar á grundvelli rangra forsendna „ROSS Anderson dró ályktanir á grundvelli eða engra,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar, aðspurður um þau ummæli Andersons í Morgunblaðinu í gær, m.a. þess efnis að áætlanir ís- lenskrar erfðagreiningar um þróun á öryggiskerfi miðlægs gagnagrunns séu skammt á veg komnar. Kári Stefánsson segir forráða- menn Islenskrai’ erfðagreiningar sjá sig knúna til að mótmæla málflutn- ingi Ross Andersons um fyrirtækið. Hann kom hingað til lands á vegum Læknafélags Islands en hann hefur verið ráðgjafí bresku læknasamtak- anna í málefnum er varða upplýs- ingakerfí á heilbrigðissviði. „I fyrsta lagi hélt Ross Anderson því fram að forsvarsmenn Islenskrar erfðagreiningar hefðu verið sammála honum um að gögn í hinum fyrirhug- aða gagnagrunni yrðu persónugrein- anleg,“ segir Kári Stefánsson. „Þetta er alrangt. Forsvarsmenn fyrirtæk- isins hafa alltaf staðið á því fastar en fótunum að samkvæmt þeim skiln- ingi sem endurspeglast í tilskipun Evrópusambandsins yrðu gögnin ópersónugreinanleg. Sú skoðun Ross Andersons að gögnin yrðu persónu- greinanleg er hans skoðun sem er ósamrýmanleg tilskipun Evrópu- sambandsins. Það er í hæsta máta ósmekklegt af honum að reyna að sannfæra heiminn um að forsvars- menn Islenski'ar erfðagreiningar deili með honum þessari vafasömu skoðun.“ Kári segir að í öðru lagi hafi sér- fræðingurinn látið hafa eftir sér að öryggisáætlanir íslenski-ar erfða- greiningar séu skammt á veg komn- ar. „Ross Anderson hefur aldrei séð öryggisáætlanir fyrirtækisins, né hefui- hann beðið um að fá að sjá þær. Þar af leiðandi kemst hann að niðurstöðu án þess að hafa til þess forsendur. I þriðja lagi hélt Ross Anderson því fram að íslensk erfðagreining hefði ekki leitað aðstoðar sérfræð- inga á sviði öryggismála. Hann hefur aldrei leitað upplýsinga um það hvort fyrirtækið hafí leitað slíkrar aðstoðar þannig að hér var hann aft- ur að tjá sig um mál sem hann veit ekkert um.“ Þá segir Kári Stefánsson að í fjórða lagi hafi hann sagt að hjá ís- lenskri erfðagreiningu væri enga sérþekkingu að finna á dulkóðun eða öryggismálum. „Ross Anderson leit- aði engra upplýsinga um þá sérþekk- ingu sem er til staðar hjá fyrirtæk- inu, sem meðal annars býr að fjöru- tíu manna upplýsingatæknideild, sem hefur lagt mikla áherslu á gagnaöryggi. I fimmta lagi gaf Ross Anderson ýmis dæmi um það hvernig mætti bera kennsl á einstaklinga í miðlæg- um gagnagrunni sem gengu út frá forsendum sem eru útilokaðar í frumvarpinu. Þetta bendir til þess að hann hafi ekki kynnt sér frumvarpið sem skyldi. íslensk erfðagreining bendir á að í þeim atriðum sem að framan greinir rangfærði Ross Anderson og dró ályktanir grundvelli engra eða rangra for- sendna. Forsvarsmenn fyrirtækis- ins benda á að fyrst Ross Anderson gerðist sekur um óheiðarleg vinnu- brögð um þessi atriði sé vafasamt að treysta skoðunum hans um önn- ur atriði sem lúta að miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði. --------------- Ráðstefnu Þroskahjálpar frestað FULLTRÚAFUNDI og ráðstefnu Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem halda átti á Flúðum 16. og 17. október næstkomandi, hefur verið frestað vegna andláts Ástu B. Þor- steinsdóttur, alþingismanns og fyrr- verandi formanns samtakanna. Fulltrúafundurinn og ráðstefna um þjónustu við fatlaða í upphafi nýrrar aldar verður haldinn á Flúð- um 13. og 14. nóvember næstkom- andi. Fundur utanríkis- ráðherra með rektor Háskóla SÞ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra átti í gær fund með dr. Hans van Ginkel, rektor Háskóla Sa- meinuðu þjóðanna, en hann heim- sækir nú Island í tilefni af 20 ára af- mælisráðstefnu Jarðhitaskóla Sa- memuðu þjóðanna. I fylgd með hon- um er dr. Abraham Besrat, vara- rektor Háskóla Sameinuðu þjóð- anna. Skólinn hefur aðalstöðvar í Tókýó en stendur að starfsemi í samvinnu við háskóla og stofnanir víða um heim. I frétt frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að á fundinum var rætt um starfsemi Háskóla SÞ og þróun- arsamvinnu. Lagði utanríkisrápherra áherslu á mikilvægi samvinnu íslend- inga við Háskóla SÞ eins og starfsemi hinna tveggja skóla á íslandi, Jarð- hitaskólans og Sjávarútvegsskólans, sýndi vel. Utamíkisráðherra vék að mikilvægi þessarar samvinnu í þróun- arsamvinnu Islendinga og lýsti hann áhuga sínum á því að kanna frekari möguleika á samvinnu við Háskóla SÞ. Hann kvað einnig mikilvægt að styrkja þátttöku íslands í starfi ann- arra þróunarstofnana Sameinuðu þjóðanna. Hefur hug á að nýta sér forkaupsréttinn HARALDUR Þórarinsson, ábúandi á jörðinni Laugardælum við Selfoss, sem Samvinnulífeyrissjóðurinn hefur selt fyrir tæplega 100 miljjónir króna, segist ætla að kanna það rækilega hvort hann nýtir sér fyrsta forkaups- rétt sem hann á að jörðinni. Segist hann ætla að leita eftir samstarfsaðil- um um að nýta forkaupsréttinn. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær keypti Oddný Kristinsdótt- ir, eiginkona Páls Jónssonar sem kenndur er við fyrirtældð Pólaris, Laugardæli af Samvinnulífeyris- sjóðnum og er kaupsamningurinn með fyrirvara um forkaupsrétt. Haraldur Þórarinsson hefur verið ábúandi Laugardæla í ellefu ár. Hann býr með kýr og hross og segir hann búið vera rúmlega meðalbú. „Mér finnst sjálfsagt mál að kanna það hvað aðrir sjá í stöðunni sem ég sé ekki. Það er það sem við ætlum að gera,“ sagði Haraldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.