Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sig. Fannar NÝSVEINAR í húsasmíði f.v.: Björn Þór Gunnarsson, Sveinn Gíslason, Gunnlaugur Sigurðsson, Birkir Ar- mannsson, Runólfur Sturluson, Sigurður Guðmundsson, Magnús Kristjánsson, Björn Magnússon, Axel Þór Gissurarson, Stefán Gunnarsson, Sveinn Skorri Skarphéðinsson, Brynjar örn Sveinsson og Hákon Bjarnason. Nýsveinar í húsasmíði útskrifast Selfossi -14 sveinar í húsasmíði útskrifuðust með sveinsbréf sunnudaginn 4. október. sl. SUNNIÐN hélt hóf til heiðurs nýsveinunum í nýjum salarkynn- um að Austurvegi 56 á Selfossi. Sigmundur Ámundason prófa- meistari flutti stutt ávarp um iðnnámið og afhenti nýsveinum skírteini. Ármann Ægir Magnús- son, formaður SUNNIÐNAR, hélt ávarp og minntist hann m.a. á háa slysatíðni í byggingariðn- aðinum og hvatti hann alla ný- sveina til að fara varlega, gæta fyllsta öryggis og nota allan þann öryggisbúnað sem til boða stæði. Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar, hvatti ný- sveina til þess að kynna sér ný- gerðan samning við mennta- málaráðuneytið vegna umsýslu sveinsbréfa og námsamninga í bygginga- og mannvirkjageiran- um og afla sér stöðugt nýrrar þekkingar. Þá fluttu Sigurður Sigursveinsson skólameistari og Árni Erlingsson fagkennari hvatningarorð og óskir til ný- sveinanna og þökkuðu SUNNIÐN fyrir að sýna iðn- greinunum virðingu með því að halda hefðbundin hóf við út- skrift og afhendingu sveins- bréfa. Sauðfjárslátrun á Blönduósi Stefnir í 20% meiri slátrun Blönduósi - Sauðfjárslátrun hjá sláturhúsi Sölufélags A-Húnvetn- inga (SAH) er langt komin og stefnir í 20% aukningu frá fyi-ra ári. í fyrra var slátrað 26.344 kindum en áætlanir gera ráð fyrir að um 32.000 fjár verði slátrað á þessu hausti. Meðalþyngd dilka þegar slátrað hafði verið 23.600 lömbum sl. föstudag var 14,73 kg og er það 240 grömmum minna en var sl. haust. Ástæður þessarar aukningar slát- urfjár eru þær helstar að sauðfé a- húnvetnskra bænda fer aftur fjölg- andi eftir riðuniðm-skurð og mark- aðssvæði sláturhúss SAH fer stækkandi að sögn Ricardos Villa- lobos hjá SAH. Hann sagði að í haust hefði verið slátrað fé austan úr Skagafirði og vestan úr ísafjarð- ardjúpi. Að sögn Ricardos voru á ferðinni fyrir helgina matsmenn frá EB til að taka út sláturhúsið með tilliti til útflutnings á kjöti til Evr- ópubandalagslanda og er niður- stöðu af ferð þeirra ekki að vænta fyrr en eftir um það bil tvo mánuði. Ricardo sagði að vel hefði gengið að manna sláturhúsið, slátrun hefði gengið mjög vel og afköst við slátr- un aukist á milli ára. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson FLEIRI kindum verður slátrað í sláturhúsi SAH á Biönduósi en dilk- ar eru ögn léttari í ár en í fyrra. Byggt við Grunn- skóla Tálknafjarðar Tálknafirði - Við upphaf kennslu í Grunnskóla Tálknafjarðar í haust voru teknar í notkun tvær nýjar skólastofur. Unnið hefur verið að byggingu þeirra í sumar. Það voru starfsmenn Trésmiðjunnar Eikar ehf. sem sáu um bygg- ingaframkvæmdir, en einnig komu að verkinu starfsmenn Vélsmiðj- unnar Skanda, Ragnar J. Jónsson vinnuvéla- stjómandi, Karl Þór Þórisson rafvirkjameist- ari og Daði Halldórsson málarameistari. Viðbyggingin er hin glæsilegasta í alla staði og bætir til muna aðstöðu starfsfólks og nemenda í skólanum. Á síðasta ári var byggt nýtt anddyri við skólann og vinnuað- staða kennara endurbætt verulega, settar upp nýjar innréttingar keypt húsgögn á kennarastofu o.fl. ^NOHA Morgunblaðið/Finnur Pétursson STARFSMENN O.V. ásamt Ragnari Jóns- syni vinna að uppsetningu götulýsingar. frá Noregi Fáanlegar meö og án skáps Heildsöludreifing: —.. Smiðjuvegi 11.Kópavogi TEflGlehf. sími 564 1088. fax 564 1089 Fást í byggingavöruverslunum um land allt. Búið er að setja upp tölvur í skól- anum, en stefnt er að því að kenna nemendum meðferð og notkun helstu forrita, fingrasetningu o.fl. Svo gripið sé til samanburðarfræð- innar eru 5 nemendur um hverja tölvu í skólanum og er hlutfallið í tölvufjölda með því hæsta sem þekk- ist á landinu. Þetta verður þriðja árið í röð sem Grunnskólinn á Tálknafirði er ein- setinn. Nokkuð vel hefur gengið að manna kennarastöður við skólann í haust, þó eru nokkrir leiðbeinendur á undanþágu, en flestir með háskóla- gráðu. Er þvi óhætt að segja að Tálknfirðingar geti vel við unað, mið- að við það sem heyrst hefur frá mörgum öðrum skólum. Langþráður göngustígur Þá er vert að geta þess að í lok ágúst var byggður upp göngustígur frá Hólsánni út að skóla. Stígurinn er samvinnuverkefni Tálknafjai'ðar- hrepps, Vegagerðarinnar og Orku- bús Vestfjarða. Tálknafjarðarhrepp- ur sá um jarðvegsvinnu, Vegagerðin sá um mælingar og lagningu slitlags og það kemur síðan í hlut Orkubús- ins að setja upp lýsingu með stígnum og verður það verk unnið nú í haust. Göngustígur með akveginum út grundirnar hefur verið mikið bar- áttumál Tálknfirðinga um árabil, þar sem öll bömin fara þessa leið til og frá skólanum. Með tilkomu stígsins eykst umferðaröryggi á þessari leið til mikilla muna og er það ánægju- legt hve vel hefur til tekist við fram- kvæmdina. Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar Hauststillur við Lagarfljót Þróttur í Neskaup- stað 75 ára Neskaupstað - íþróttafélagið Þróttur í Neskaupstað varð 75 ára á þessu ári. I tilefni afmælisins buðu Þróttarar Norðfirðingum til kaffisamsætis fyrr í sumar og nú á dögunum efndu þeir til afmælis- veislu í Egilsbúð. í veislunni, þar sem flutt voru ávörp og skemmtiatriði, voru félag- inu færðar góðar gjafir. Átta ein- staklingar voru heiðraðir með gull- merki Þróttar fyrir störf fyrir fé- lagið. Þeir sem urðu þess heiðurs aðnjótandi voru Brynja Garðars- dóttir, Kristinn V. Jóhannsson, Lilja H. Auðunsdóttir, Guðmundur Bjamason, Haraldur Jörgensen, Morgunblaðið/Ágúst Blöndal ÞAU hlutu gullmerki Þróttar: Olafur Sigurðsson, Guðmundur Bjarnason, Lilja H. Auðunsdóttir, Brynja Garðarsdóttir, Haraldur Jörgensen, Kristinn V. Jóhannsson og Benedikt Sigurjónsson. Á myndina vantar Grím Magnússon. Benedikt Sigurjónsson, Grímur Magnússon og Olafur Sigurðsson. Þá var í veislunni fimm aðilum veitt viðurkenning frá Skíðasam- bandi íslands. Brynja Garðarsdótt- ir, Birna Rósa Gestsdóttir og Álf- dís Ingvarsdóttir hlutu silfurmerki, Benedikt Sigurjónsson gullmerki og Stefán Þorleifsson hlaut heiður- skross Skíðasambandsins. Veislustjóri í velheppnaðri af- mælisveislu var Þórhallur Jónas- son, fyrrverandi fomiaður Þróttar og núverandi Siglfirðingur. Formaður íþróttafélagsins Þróttar er Gunnar Á. Karlsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.