Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þingflokkur óháðra
Þingmenn jafnaðarmanna
Vill vandaða
úttekt á dreifð-
um gagna-
grunnum
ÞINGMENN þingflokks óháðra
hafa lagt fram á Alþingi þingsálykt-
unartillögu þess efnis að Alþingi
álykti að í stað þess að stefna að mið-
lægum gagnagrunni á heilbrigðis-
sviði verði ríkisstjórninni falið að
láta fara fram vandaða úttekt á
dreifðum gagnagrunnum með þhð að
markmiði að nýta megi þá betur en
nú er gert í þágu rannsókna og
bættrar heilbrigðisþjónustu að teknu
tilliti til réttinda sjúklinga og
ákvæða um persónuvernd.
„Kannað verði jafnframt hvernig
tengja megi saman dreifða gagna-
grunna til að auðvelda afmarkaðar
og vel skilgreindar rannsóknir og
hvemig um þurfí að búa til að
tryggja persónuvemd. Sé talið nauð-
synlegt að breyta lögum á þessu
sviði verði gerðar tillögur þar að lút-
andi,“ segir í þingsályktunartillög-
unni sem dreift var á Alþingi í gær.
--------------------
Tekur sæti
á Alþingi
í desember
MAGNÚS Árni Magnússon, hag-
fræðingur og annar varaþingmaður
Alþýðuflokksins í Reykjavík, tekur
væntanlega sæti Ástu B. Þorsteins-
dóttur á Alþingi. Magnús getur þó
ekki tekið sæti á Alþingi fyrr en í
desember þar sem hann er að ljúka
meistaranámi í hagfræði í Banda-
ríkjunum. Þvi þarf annar varaþing-
maður að taka sæti hans þangað til.
Rannveig Guðmundsdóttir, for-
maður þingflokks jafnaðarmanna,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að ekki væri enn búið að ganga
frá því hvaða varaþingmaður tæki
sæti á Alþingi fram í desember.
Hrönn Hrafnsdóttir viðskiptafræð-
ingur er næst á eftir Magnúsi á lista
Alþýðuflokksins í Reykjavík, en að
sögn Rannveigar hefur hún af per-
sónulegum ástæðum óskað eftir því
að taka ekki sæti á Alþingi.
Þómnn Sveinbjörnsdóttir, for-
maður Sóknar, er næst á eftir Hrönn
og kveðst Rannveig vonast til þess
að hún sjái sér fært að setjast á þing
fram í desember eða þangað til
Magnús Árni kemur.
Leggja fram frumvarp um tíma-
bundna miðlæga gagnagrunna
ÞRÍR þingmenn úr þingflokki jafnað-
armanna hafa lagt fram á Alþingi
finmvarp til laga um miðlæga úr-
vinnslu heilbrigðisupplýsinga og
rekstur tímabundinna miðlægra
gagnagrunna á
heilbrigðissviði.
Frumvai'pið er
sniðið eftir frum-
varpi heilbrigðis-
ráðheiTa um
gagnagrunn á
heilbrigðissviði en
frábrugðið því í
„veigamiklum at-
i-iðum“, eins og
segir í gi-einar-
gerð frumvarps-
ins. I frumvarpi jafnaðarmanna er
gert ráð fyrir að heilsufarsupplýsing-
ar verði áfram í vörslu þeirra sem öfl-
uðu þeirra en aðeins fluttar dulkóðað-
ai' til jirvinnslu í miðlæga tímabundna
gagnagrunna sem síðan verði eytt að
viðkomandi verkefni loknu. Frum-
varpinu var dreift á Alþingi síðdegis í
gær, á sama tíma og frumvarpi til
laga um gagnagrunna á heilbrigðis-
sviði, og er fyrsti flutningsmaður þess
Guðmundur Ami Stefánsson. Með-
flutningsmenn era Jóhanna Sigurðar-
dóttir og Lúðvík Bergvinsson.
Markmiðið með frumvarpi þing-
mannanna er að heimila miðlæga úr-
vinnslu heilsufars-
upplýsinga og gerð
og starfrækslu
tímabundinna mið-
lægra gagna-
grunna með
dulkóðuðum per-
sónutengdum
heilsufarsupplýs-
ingum í þeim til-
gangi að auka
þekkingu til þess
að bæta heilsu og
efla heilbrigðisþjónustu. „Ætlunin er
að ná þessum markmiðum í þessu
frumvarpi án þess að vafí leiki á að
lögin standist stjómarskrá, gildandi
lög, alþjóðlegar skuldbindingar og
viðteknar hefðir,“ segir í greinargerð
frumvarpsins. „Frumvarp heilbrigðis-
ráðherra gengur í veigamiklum atrið-
um gegn viðteknum starfsvenjum og
e.t.v. gildandi lögum og reglum,“ segir
ennfremur en síðar er m.a. vísað til
-■••• Wí SftuL þ. W;» , j fjJ ifyi ■ ’ ftíi “'Ofj. t 'kÍx'í ' ' ... . . •.. 0 il íi
ALÞINGI
Alþingi
Dagskrá Alþingis
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi fyrirspurnir til
ráðherra verða á dagskrá.
1. Hrefnuveiðar.
2. Áhrif hvalveiðibanns.
3. Smíði varðskips.
4. Gjafsóknir.
5. Ályktun fulltrúa ESB- og EES-ríkja um miðlægan gagnagrunn á heil-
brigðissviði.
6. Fangaverðir.
7. Ibúðalánasjóður.
8. Endurskoðun hjúalaga.
9. Ár aldraðra.
10. Eignarréttur á upplýsingum í sjúkraskrám.
11. Upplýsingar um lyfjanotkun í gagnagrunn.
12. Miðlægur gagnagrunnur og vísindasiðanefnd.
13. Miðlægur gagnagrunnur.
14. Persónuvemd og gagnagrunnur á heilbrigðissviði.
15. Gagnkvæm menningarsamskipti íslands og Þýskalands.
16. Skýrsla um frísvæði á Suðumesjum.
17. Gagnagrunnur á heilbrigðissviði og samkeppnisreglur.
18. Starfsemi erlendra kvikmyndavera á íslandi.
þess að líklegt sé að staða rekstrar-
leyfishafa verði allsendis óviðunandi
vegna réttaróvissu verði frumvarp
heilbrigðisráðherra að lögum.
Þá er í frumvarpinu ekki gert ráð
fyrir að einum aðila verði veittur
einkaréttur til nýtingar upplýsinga
sem fást með miðlægri úivinnslu.
„Hins vegar er gert ráð fyrfr að heil-
brigðisráðuneytið geti samið við einn
aðila um uppsetningu og starfrækslu
þess búnaðar sem notaður yrði til
slíkrar úmnnslu úi’ nettengdum
framgagnagrunni. Heilbrigðisráðu-
neyti væri jafnft'amt heimilt að gera
samstarfssamning við slíkan aðila
um úrvinnslu tfltekinna verkefna,"
segir í greinargerð.
Dulkóðun getur ekki komið í
veg fyrir persónugreiningu
í fréttatilkynningu frá Guðmundi
Ámá Stefánssyni frá því í gær segir
m.a. að einn galli á fyrri frumvarps-
drögum heilbrigðisráðherra hafí ver-
ið sá að ákvæði um persónuvernd
hafí verið óljós og stundum slegið
„úr og í“, eins og segir í tilkynning-
unni. „í frumvarpi því sem lagt hefur
verið fram á 123. löggjafarþingi er
ráðuneytið enn við sama heygarðs-
hornið. Þar er sagt að nota eigi þre-
falda dulkóðun og að ein dulkóðun
fari fram án þess að greiningarlykill
sé til staðar. Því er haldið fram að
því verði ekki hægt að rekja slóðina
til baka til sjúklingsins og upplýsing-
ai'nar séu þvf ópersónutengdar.
Þessi fullyi'ðing er röng,“ segir m.a. í
tilkynningunni.
I henni segir ennfremur að í frum-
varpi þingmanna jafnaðarmanna sé
horft á þann veruleika að dulkóðun
geti fræðilega ekki alfarið komið í
veg fyrir persónugreiningu, þótt
slíkt sé toi-veldað. „Ur þessari hættu
er dregið verulega með því að sam-
keyrsla í miðlæga vinnslu er tíma-
bundin, en vai'anleg gi'unngögn
geymd í frumgagnagrunnum.“
Þá er gert ráð fyrir því í frum-
varpi þingmannanna að ráðherra
verði heimilað að krefjast gjalds fyr-
ir nýtingu upplýsinga sem aflað
verði með miðlægri úrvinnslu og
ennfremur að samþykki vörslu-
manna, svo sem lækna og stjórna
heilbrigðisstofnana, þurfi til þess að
flytja upplýsingar í afleidda miðlæga
gagnagrunna tO úrvinnslu.
Ástu B. Þorsteins-
dóttur minnst við
upphaf þingfundar
FORSETI Alþingis, Ólafur G. Ein-
arsson, minntist Ástu B. Þorsteins-
dóttur, alþingismanns og varafor-
manns Alþýðuflokksins, við upphaf
þingfundar á Alþingi í gær. „Við al-
þingismenn söknum nú eins úr okk-
ar hópi. Ásta B. Þorsteinsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og alþingis-
maður, andaðist í gær, mánudaginn
12. október. Hún var fimmtíu og
tveggja ára að aldri,“ sagði Ólafur á
Alþingi í gær.
Ásta varð alþingismaður Reykvík-
inga hinn 1. janúar sl. við afsögn
Jóns Baldvins Hannibalssonar og
gegndi þingmennsku í upphafi fjórða
þings kjörtímabilsins nú í haust.
,Ástu B. Þorsteinsdóttur entist ekki
heilsa til langrar setu á Alþingi,
vannst ekki langur tími til að sinna
hér áhugamálum sínum. Auk stefnu-
mála um jöfnuð og jafnrétti beindist
áhugi hennar að heilbrigðismálum
hvers konar. Hún þekkti vanda
sjúki-a og fatlaðra og íýlgdi fast eftir
umbótum á lífskjöram og aðstöðu
þeirra. Með söknuði er hennar
minnst," sagði forseti Alþingis og
bað alþingismenn um að minnast
Ástu með því að rísa úr sætum.
Nýr leik-
skóli við
Morgunblaðið/Þorkell
INGIBJÖRG Sólnin Gísladóttir klippir á borðann í Dvergasteini
ásamt þeim Aroni Frey Arnarssyni og Krfstínu Avon Gunnarsdóttur.
Seljaveg
NYR leikskóli við Seljaveg í
Reykjavík var formlega opnað-
ur í gær. Skólinn er tveggja
deilda með rými fyrir 40 börn.
Efnt var til hugmyndasam-
keppni um nafn meðal íbúa í
nágrenninu og foreldra barna í
skólanum og heitir hann
Dvergasteinn. Á sama tíma var
kynnt gagnger endurbygging á
Laufásborg við Laufásveg, sem
staðið hefur í þrjú ár.
Leikskólinn við Seljaveg er
úr timbri og settur saman úr
þremur einingum með tengi-
byggingu. Albína Thordarson
er arkitekt hússins en lóðina
hannaði Auður Sveinsdóttir.
Leikskólinn var boðinn út í al-
útboði og var lægsta tilboði
tekið frá GS-hús á Selfossi.
Skólinn er 282 fermetrar að
stærð og er áætlaður kostnað-
ur 41 milljón með lausum inn-
réttingum og búnaði ásamt frá-
genginni lóð.
Áætlaður kostnaður vegna
endurbyggingar Laufásborgar
ásamt lóðaframkvæmdum er 77
millj. á verðlagi í september en
framkvæmdir hófust árið 1995
með endurnýjun á frárennsli í
kjallara og í lóð. Árið 1996 voru
allar snyrtingar fluttar til í hús-
inu og endurnýjaðar, eldhúsi
breytt og það tækjavætt í sam-
ræmi við nútímakröfur. Sam-
hliða Jiafa rafmagns- og pípu-
lagnir verið endurnýjaðar. Á
þessu ári var að mestu leyti lok-
ið við endurbyggingu hússins
að innan sem og endurgerð á
lóð. Páll V. Bjarnason arkitekt
sá um nýtt skipulag leikskólans
og Kolbrún Þóra Oddsdóttir
landslagsarkitekt um hönnun
lóðarinnar.
ÞAU litu inn á Morgunblaðið og komu á nýja bílnum, sem verð-
ur með nettengingu og farsímanúmer fyrir íbúa hins nýja lög-
gæsluhverfis. Þetta eru lögregluþjónarnir Heiðmar Vilhjálmur
Felixson, Arnar Rúnar Marteinsson og íris Eik Ólafsdóttir.
Borgarafundur með borg-
arstjóra og lögreglustjóra
í KVÖLD, miðvikudagskvöld, kl.
20.30 hefst borgarafundur í hátíð-
arsal Verslunarskóla íslands þar
sem málefni hverfalöggæslu
verða rædd. Meðal þátttakenda
eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri og Georg Lárusson,
settur lögreglustjóri í Reykjavík.
Hverfalöggæslan er samstarfs-
verkefni borgaryfirvalda og lög-
reglustjóraembættisins. Fundur-
inn er fyrir íbúa í Fossvogs-,
Grensás-, Bústaða- og Háaleitis-
hverfi þai' sem þeim gefst kostur
á að koma sjónanniðum sínum
um löggæslumálefni á framfæri
og leggja fram spurningar.
Tíu lögregluþjónar munu starfa
í hverfinu á sérstökum bíl, sem
ekið verður á sólarhringsvöktum
allt árið um kring, og er hug-
myndin að íbúar eigi greiðan að-
gang að honum í gegnum farsíma-
númerið 862-0070 og með tölvu-
pósti með netfanginu busta-
dirÉpolice.is.
Ætlast er þó til að íbúar noti
símanúmerið og netfangið einkum
til að koma ábendingum og upp-
lýsingum til hverfalögreglunnar,
en beiðnfr um beinar lögi'egluað-
gerðir og venjuleg útköll verða
áfram í gegnum síma Neyðarlín-
unnar eða aðalvarðstöð.