Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Svar við
rangfærslum
UNDIRRITAÐUR
var settur ríkissak-
sóknari á sínum tíma
við meðferð kröfu
Sævars Marinós Ciesi-
elskis um endurupp-
töku hæstaréttarmáls-
ins nr. 214/1978, sem í
daglegu tali er oft kall-
að Geirfinnsmálið.
Umræður um þettá
mál hafa margsinnis
blossað upp í fjölmiðl-
um, nú síðast vegna
dæmalausra gífuryrða
forsætisráðherra
landsins úr ræðustól á
Alþingi um þá sem
unnu að meðferð máls-
ins við lögreglurannsókn þess og
meðferð þess fyrir dómstólum
landsins, bæði í héraði og í Hæsta-
rétti. Eins og jafnan fyrr í slíkri
umræðu hættir mönnum til að
sleppa allri umfjöllun um það, með
hvaða hætti sakfelling hinna
ákærðu í málinu var rökstudd og
fyrir hvað þeir voru sakfelldir.
Ömurleg dæmi um þess háttai-
„umfjöllun" eru svokallaðar frétta-
skýringar sjónvarpsfréttamannsins
Loga Bergmann Eiðssonar í hverj-
um fréttatímanum á eftir öðrum í
síðustu viku, þar sem engu var lík-
ara en að einhveijir huldumenn
hefðu fengið honum fáein ljósrit
innan úr skjalaflóðinu í málinu og
spunnið upp í kringum þau alls kyns
samsæriskenningar. Umfjöllun af
þessu tagi um svo yfirgripsmikið og
flókið mál er auðvitað til þess eins
fallin að ala á ranghugmyndum um
málið í stað þess að varpa á það ein-
hveiju ljósi. Með þessum hætti væri
hægt að rangfæra kjarna sérhvers
dómsmáls í fréttaflutningi. Þessi
umfjöllun hefur að mínu áliti ekki
aðeins verið fréttamanninum sjálf-
um til minnkunar, heldur er hún
einnig Ríkisútvarpinu til skammar.
Horfin sönnunargögn?
Föstudaginn 9. þessa mánaðar
birtist í DV „frétt“ með fyrirsögn-
inni Gögnin sem hurfu. Er þar fjall-
að um það sem blaðið kallar lyga-
mælingapróf á Sævari Ciesielski
árið 1976. Þar er m.a. eftirfarandi
haft eftir Ragnari Aðalsteinssyni
hæstaréttarlögmanni, sem var
skipaður talsmaður Sævars við
meðferð endurupptökumálsins:
„Þegar málið var tekið fyrir í
Hæstarétti í fyrra leitaði ég að öllum
tiltækum gögnum sem tengdust
Sævari Ciesielski, skjólstæðingi mín-
um, og þessum málum. Ymis gögn
komu ekki fram í dagsljósið, þar á
meðal niðurstöður úr lygamælinga-
prófi og fleiri sálfræðiprófum sem
rannsóknarmenn létu Sævar gang-
ast undir meðan hann var í varð-
haldi. Þessi gögn virðast hreinlega
hafa horfið. Af hveiju
þau hurfu veit ég ekki.“
Ég hef ekki orðið
þess var að Ragnar Að-
alsteinsson hafi gert at-
hugasemdir um að ekki
hafi verið rétt eftir hon-
um haft í þessari fi’étt.
Ég get þess vegna ekki
látið hjá líða að gera at-
hugasemdir við stað-
hæfingar hans.
Sem settur ríkissak-
sóknari í málinu ritaði
ég Ragnari Aðalsteins-
syni svohljóðandi bréf
5. maí 1997:
„Eins og yður er
kunnugt vinnur undir-
ritaður að umsögn til Hæstaréttar
um greinargerð yðar til réttarins
vegna kröfu um endurupptöku of-
angreinds máls.
A sínum tíma mun hafa verið
fi-amkvæmt svokallað „lygamæi-
ingapróf ‘ í tengslum við rannsókn
málsins, en af einhverjum ástæðum
hafa niðurstöður þess ekki verið
Astæða þess að um-
rædd gögn eru ekki til
staðar í skjölum endur-
upptökumálsins er
eingöngu sú, segir
Ragnar Halldór Hall,
að Sævar Ciesielski
vildi ekki fá þau inn í
málið og fól lögmanni
sínum að tilkynna
ákæruvaldinu það.
lagðar fram í málinu. Gögn um próf
þetta eru ekki tO hjá embætti ríkis-
saksóknara. Þau eru hins vegar til
hjá þeim sem framkvæmdi prófið,
Gísla Guðjónssyni, en hann mun
ekki láta gögn um það af hendi án
þess að fyrir liggi samþykki þess
sem gekþst undir prófið.
Ég óska hér með eftir skriflegri
heimild frá umbjóðanda yðar, Sæv-
ari Marinó Ciesielski, til að kalla
eftir þessum gögnum í því skyni að
framsenda þau til Hæstaréttar
ásamt fleiri gögnum, sem fylgja
munu umsögn minni.
Svar óskast sem fyrst.“
Svar barst frá lögmanninum 13.
maí 1997. Þar segir m.a.:
„Samkvæmt þeim upplýsingum
sem mér hefur tekist að afla mér
voru gerðar margvíslegar tilraunir
á sakbomingum í svokölluðum Guð-
mundar- og Geirfinnsmálum. Nið-
urstöður þeiri'a tilrauna voru ekki
Svar til forseta
SVFÍ!
GREININ sem ég skrifaði í Mbl
7. okt. síðastliðinn átti að vekja at-
hygli almennings á rekstri báta-
flota SFVI og beiðni þess til lands-
manna um fjárhagsaðstoð, og lýsa
undrun minni yfir erfiðum rekstri
þar sem öll aðstoð og bjarganir við
skip og báta eru greiddar af trygg-
ingafélögum! Það kemur glöggt í
ljós í grein forseta SVFÍ að hann
vitnar eingöngu í gamla sögu, sem
mér finnst staðfesta það að báta-
kaupin eru tímáskekkja. Ég vil líka
láta koma fram að ég hef aldrei
sagt að ég vildi láta hætta rekstri
björgunarbáta, heldur að þeir bát-
ar sem voru lil staðar áður en þessi
bátakaup vöru gei'ð komi að fullu
Ég skil ekki hvað for-
seti SVFI, segir Þor-
geir Jóhannsson, gerir
lítið úr mikilvægi
þyrlunnar.
gagni í þeirri aðstoð sem til fellur í
dag.
Þar sem hann vitnar í að Elding
sé í hans huga björgunarskip vil ég
upplýsa að Elding var byggð sem
aðstoðar- og fiskiskip og aðalvinna
þess síðastliðin tvö ár hefur verið að
fara út til aðstoðar bátum og slcip-
Varað við
gagnagrunns-
frumvarpi
Á VEGUM BSRB
hefur farið fram ítarleg
umfjöllun um frumvarp
ríkisstjórnarinnar um
miðlægan gagnagrunn
á heilbrigðissviði. LTm-
rætt frumvarp gerir
ráð fyrir að fela gagna-
grunn um sjúkdóma,
heilsufar og upplýsing-
ar um erfðamengi þjóð-
arinnar í hendur einka-
fyrirtæki sem síðan
hyggst nýta sér hann í
hagnaðarskyni. Við
þetta vakna ýmsar
spurningar sem hljóta
að vera áleitnar fyrir Anna Atladóttir Ögmundur Jónasson
samtök launafólks.
lagðar fram af ákæruvaldsins hálfu.
Ein tilraunin var í því fólgin að lög-
reglumaður nokkur, Gísli Guðjóns-
son, fékk leyfi til að framkvæma
það sem nefnt hefur verið „lyga-
mælingapróf* á skjólstæðingi mín-
um og fieirum. Gísli Guðjónsson var
lögreglumaður sem vann að rann-
sókn málsins að einhverju marki.
Hann bjó á þeim tíma ekki yfir sér-
þekkingu á því sviði, sem hann hef-
ur seinna aflað sér mikillar þekk-
ingar á. Ekki var staðið með réttum
hætti að undirbúningi og fram-
kvæmd lygamælingaprófsins. Ekki
var tekið tillit til viðhorfa skjólstæð-
ings míns við framkvæmdina. Ekki
mun hafa verið rætt við verjanda
skjólstæðings míns. Þá hafði skjól-
stæðingur minn verið í einangran
og sætt vanvirðandi og ómannlegri
meðferð í einangran í gæsluvarð-
haldsfangelsi um langa hríð er lyga-
mælingapróf fór fram.
Af framangreindu leiðir að niður-
staða slíks prófs er ekki marktæk
en eingöngu til þess fallin að vekja
fleiri spurningar en svör.
Með hliðsjón af framangreindu
hafnar umbj. m. því að heimila
Gisla Guðjónssyni að láta ákæru-
valdinu greind gögn í té.“ (Feit-
letrun RHH.)
Samkvæmt þessu má ljóst vera,
að ástæða þess að umrædd gögn
era ekki til staðar í skjölum endur-
upptökumálsins er eingöngu sú að
Sævar Ciesielski vildi ekki fá þau
inn í málið og fól lögmanni sínum,
Ragnari Aðalsteinssyni, að tilkynna
ákæruvaldinu það. I þessu ljósi tel
ég ljóst að ummæli lögmannsins í
fréttinni feli í sér rangfærslur sem í
senn er ætlað að koma höggi á
ákæravaldið og um leið að upphefja
lögmanninn sjálfan. Þau dæma sig
hins vegar sjálf.
Síðar í sömu frétt er eftirfarandi
haft eftir Jóni Oddssyni hæstarétt-
arlögmanni, sem var verjandi Sæv-
ars á sínum tíma, að hann hafi á
sínum tíma fengið að vita að niður-
stöður prófsins hafi verið hagstæð-
ar fyrir Sævar. Síðan er orðrétt
haft eftir lögmanninum:
„Ég fékk ekki að sjá niðurstöð-
urnar á prenti en mér var tjáð
þetta af lögreglumönnum. Ég bar
fram fyrirspum á þeim tíma um
hvort ætti ekki að leggja þessi gögn
fram þá en það er ekki metið svo af
dómstólum."
Eitthvað er hér málum biandið.
Hvergi er getið um umrædd gögn á
dómþingum í Geirfinnsmálinu, og
þess sér ekki stað að Jón Oddsson
hafi óskað eftir að þau verði lögð
fram í málinu. Hafi hann vitað um
tilvist slíkra gagna, sem hann taldi
bæta málstað skjólstæðings síns,
bar honum að sjálfsögðu sem verj-
anda ákærða að krefjast framlagn-
ingar þeirra í málinu. Að öðram
kosti hefði hann brugðist skyldum
sínum, og það þykist ég vita að Jón
Oddsson hafi ekki gert. Ég tel því
langlíklegast að þessi ummæli
byggist á misminni Jóns, en ekki
verður hjá því komist að svara
þeim, samhengisins vegna.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Hverskonar framtíð
viljum við?
í síðustu viku ályktaði stjórn
BSRB um gagnagrunnsfrumvarpið,
en áður hafði heilbrigðishópur sam-
takanna fjallað um málið. I ályktun
BSRB er frumvarpið metið í ljósi iík-
legrar langtímaþróunar frá sjónar-
hóli launafólks. Sérstök áhersla er
lögð á að meta áhrifin á jafnrétti í
þjóðfélaginu. Ljóst er að með frum-
Tilgangur þessara
væntanlegu viðskipta-
vina sérleyfishafans,
segja Anna Atladóttir
og Ögmundur Jónas-
son, er að mismuna ein-
staklingum og hópum í
samræmi við þá sjúk-
dóma sem þeir hafa eða
eru líklegir til að fá.
varpinu er stigið afdrifaríkt skref og
er nauðsynlegt að spurt sé hvers
konar framtíð við viljum?
Samtök launafólks hafa það hlut-
verk að stuðla að jafnrétti í þjóðfé-
laginu og koma í veg fyrir að einstak-
lingum sé mismunað á nokkurn hátt.
I þessu sambandi er rétt að hafa í
huga að atvinnurekendum þykir
skipta máli að ráða heilsuhraust fólk
til starfa og því era upplýsingar um
heilsufar tilvonandi starfsmanna og
hver líkindi eru á góðu eða slæmu
heilsufari mikilvægar fyrir fyrirtæk-
in. Sömu upplýsingar skipta trygg-
ingafyrirtæki máli. Það er þeim mik-
ilvægt að hafa sem gleggstar upplýs-
ingar um áhættuhópa.
I upplýsingabæklingi til væntan-
legra viðskiptavina kemur fram að
tryggingafyrirtækjum verður boðinn
aðgangur að gagnagrunni um sjúk-
dóma og heilsufar íslensku þjóðar-
innar og segir að íslensk erfðagrein-
ing hafi „ótakmarkaðan aðgang að
upplýsingum um kjörþjóð". Um það
hefur verið deilt að hvaða marki
unnt sé að vemda einstaklinginn fyr-
ir viðskiptaaðilum IE. Hitt er ljóst
að tryggingafyrirtækjum er boðið
upp á að fjárfesta í rannsóknum sem
þau geta síðan notfært sér til þess að
mismuna fólki. Þetta á vitanlega
fremur við í heilbrigðis- og trygg-
ingakerfum sem eru rekin á við-
skiptagrundvelli en víðast hvar í
heiminum er nú tilhneiging í þá átt
að einkavæða þessi kerfi. Þess vegna
gerast upplýsingar af þessu tagi sí-
fellt verðmætari. Hvernig sem á
málið er litið er tilgangur þessara
væntanlegu viðskiptavina sérieyfis-
hafans að mismuna einstaklingum og
hópum í samræmi við þá sjúkdóma
sem þeir hafa eða eru líklegir til að
fá.
Hvað varðar hugsanlegan læknis-
fræðilegan ávinning í framtíðinni er
um leið nauðsynlegt að spyrja um
fórnarkostnað.
Vilja íslendingar taka þátt í til-
raunum sem koma til með að valda
mismunun hvort sem er hér á landi
eða annars staðar? Og hvað tilraunir
snertir hljótum við að setja ákveðna
fyrirvara. Eðlilegt er að taka þátt í
því sem til framfara horfir á sviði
læknavísinda. Engin lyf og engar
framfarir verða án tilrauna. En það
er sitthvað að taka þátt í tilraun á
meðvitaðan hátt, annað að gerast til-
raunadýr. íslensk erfðagi-eining býð-
ur erlendum lyfjafyrirtækjum að-
gang að þjóðinni í tilraunaskyni.
Framvarpið kemur til með að hafa
áhrif á frelsi til rannsókna og vísinda-
starfsemi auk þess sem margvísleg
álitamál koma til með að vera uppi
varðandi persónuvernd. Þá er Ijóst
að með einkaleyfi á gagnagranni era
öðram vísindamönnum en þeim sem
starfa á vegum sérleyfishafans eða
eru í viðskiptasambandi við hann
settar þrengri skorður til rannsókna
en ásættanlegt getur talist.
Frumvarpið grefur
undan jafnrétti
um, skera úr skrúfum
ef með þarf eða draga í
land, einnig að draga
pramma og flytja fólk.
Það er tvennt ólíkt að
aðstoða báta og bjarga
þeim, og æskilegt væri
að Gunnar gerði grein-
armun á þessu. Hann
bendir einnig á að eðli-
lega hafi útköllum
fækkað með tilkomu
Eldingar, ekki vissi ég
að SVFÍ væri farið að
gera út dráttarbáta-
þjónustu!
Gunnar staðfestir
einnig ummæli mín þar
sem hann þarf að fara
aftur til ársins 1991 til að finna eitt
atvik þar sem þyrla Landhelgis-
gæslunnar TF-SIF, sem er minni
þyrla gæslunnar og ekki nærri því
eins öflug og nýja þyrlan, TF-LIF,
þurfti að hörfa vegna aðstæðna.
Enn á ný kom í ljós mikilvægi
þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar þegar hún náði í
þrjá alvarlega slasaða
menn um borð í tún-
fiskbát sunnudaginn
ll.október.
Ég skil ekki hvað
forseti SVFÍ gerir lítið
úr mikilvægi þyrlunn-
ar, sem hefur sýnt og
sannað ótrúlega yfir-
burði í björgun manna
úr sjóslysum, sbr. Dís-
arfell, Þorsteinn GK
og Vikartindur, svo
ekki sé nú minnst á
björgun manna af
Goðanum, sem fórst í
Vöðlavík. Það þarf
enginn að segja mér það að bátar
SVFÍ hefðu getað athafnað sig við
þær hrikalegu aðstæður sem þar
voru.
Höfundur er sjómuður og kafuri á
aðstoðarbátnum Eldirigu.
Efth' að samtökin hafa kynnt sér
harða en ígrundaða gagnrýni sem
fram hefur komið frá heilbrigðisstétt-
um og vísindamönnum, andstöðu
samtaka sjúklinga sem málið brennur
heitast á, og í ljósi þeirra hagsmuna
launafólks sem óumdeilanlega era í
húfi þegar til lengri tíma er litið er
niðurstaða BSRB afdráttarlaust sú
að frumvarp um miðlægan gagna-
grann á heilbrigðissviði eigi ekki að
verða að lögum. Það er krafa launa-
fólks að aðgangur einstaklinga að
vinnumarkaði komi ekki til með að
ráðast af erfðafræðilegum líkinda-
reikningi. Þá er mikilvægt að einstak-
lingamir standi jafnir gagnvart heil-
brigðis- og tryggingakerfi. Undan
þessu grefur framvai'pið. Það snertir
grundvallaratriði í mannlegum sam-
skiptum og varar BSRB eindregið við
því að framvarpið verði samþykkt í
mikilli óþökk hluta þjóðarinnar.
Ógmundur Jónasson er
formaður BSRB.
Arwa Atladóttir er formaður
heilbrigðishóps BSÉB.
Þorgeir
Jóhannsson