Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Meira tekið af sterk-
um fíkniefnum í ár
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
lagt hald á nokkru raeira af sterk-
um fíkniefnum það sera af er ár-
inu en í fyrra en heldur minna
magn af veikari efnum. Þannig
hefur verið lagt hald á 420 g af
kókaíni en allt árið í fyrra 212
grömm og af amfetamíni hefur
náðst í 1.680 g í ár en 2.066 g allt
síðastliðið ár.
I fyrra lagði lögreglan hald á
3.397 töflur af alsælu (ecstasy) og í
ár 2.037 töflur. Þá náði hún 973 g af
maríhúana í fyrra en það sem af er
árinu hefur verið lagt hald á 808 g.
Laga-
frumvarp
um laun
þing-
manna
PÉTUR H. Blöndal og Árni
R. Ámason, þingmenn Sjálf-
stæðisflokks, hafa lagt fram á
Alþingi frumvarp til laga sem
gerir m.a. ráð íyrir því að laun
alþingismanna hækki um 155
þúsund krónur á mánuði eða
frá því að vera um 220 þúsund
krónur í 375 þúsund krónur.
Jafnframt er gert ráð fyrir
að horfið verði frá fóstum
greiðslum til þingmanna, eins
og til dæmis 25 þúsund króna
bifreiðastyrk og 40 þúsund
króna svokallaðri kostnaðar-
greiðslu. Samkvæmt frum-
varpinu er það lagt í hendur
forsætisnefndar Alþingis að
ákveða aðrar greiðslur til al-
þingismanna í samræmi við
raunverulegan kostnað.
I greinargerð frumvarpsins
segir m.a. að Kjaradómur hafi
gert tilraun til þess að bæta
kjör alþingismanna en ríkis-
stjóm og Alþingi séð sig knúin
til að ómerkja þá hækkun.
Þessu verði að breyta. „Al-
þingi má ekki láta kjör alþing-
ismanna verða svo léleg að
þau séu ekki á nokkum hátt
eftirsóknarverð fyrir hæfi-
leikafólk.“
Norræna húsið í
Færeyjum
Helga Hjörvar
ráðin fram-
kvæmdastjóri
HELGA Hjörvar hefur verið ráðin
framkvæmdastjóri Norræna húss-
ins í Færeyjum. Alls sóttu 43 um,
þar af níu Is-
lendingar og
átján Svíar.
Helga Hjör-
var, sem síðustu
ár hefur verið
framkvæmda-
stjóri Teater og
Dans i Norden,
segir að starfið
leggist vel í sig,
enda hafi hún
lengi haft mik-
inn áhuga á Færeyjum. Hún von-
ast eftir fleiri íslenskum gestum í
húsið og bendir á að þetta fallega
hús og öflugt menningarlíf þar og í
Færeyjum ætti að vera aðlaðandi
fyrir Islendinga.
Hdga Hjörvar
Að sögn Ómars Smára Ár-
mannssonar aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns hafa starfsmenn fíkniefna-
deildar lítið orðið varir við LSD á
árinu en í fyrra náðust yfir 3.600
LSD-töflur sem er yfir 10 sinnum
meira en árið 1996. Það ár náðist
hins vegar mesta magn am-
fetamíns í langan tíma eða rúmlega
6.000 grömm.
Áhersla á gott samstarf við
erlendar löggæslustofnanir
Ómar Smári segir að áhersla
hafi verið lögð á gott samstarf við
erlendar löggæslustofnanir og með
því hafi verið komið í veg fyrir
flutning á talsverðu magni fíkni-
efna til landsins.
Ómar Smári segir að rannsóknir
fíkniefnamála hafi gengið greiðlega
og hann sagði að nú mætti finna
fyrir góðum stuðningi við fíkni-
efnadeildina en umræða um hana
hefði verið neikvæð um tíma. Hann
sagði áhuga starfsmanna mikinn
og fyrirheit og von um bætta
starfsaðstöðu og samstarf við tolla-
yfírvöld væri mönnum mikil hvatn-
ing.
Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður
Spyr um laxveiði-
kostnað Vegagerðar
og Rafmagnsveitu
JÓHANNA Sigurðardóttir, þing-
flokki jafnaðarmanna, hefur lagt
fram á Alþingi tvær skriflegar fyr-
irspurnir sem varða annars vegar
rekstrarkostnað Vegagerðarinnar
og hins vegar rekstrarkostnað Raf-
magnsveitu ríkisins.
Fyrirspumunum var dreift í
gærkvöldi og eru þær í sex liðum,
nánast samhljóða. Þar er m.a.
spurt um laun, lífeyrisréttindi og
önnur starfskjör stjómenda stofn-
ananna, kostnað við utanlandsferð-
ir, hvaða reglur gildi um bifreiða-
hlunnindi stjómenda, risnu- og
ferðakostnað þeirra og hvort farið
hafi verið í laxveiðiferðir á vegum
stofnananna.
Jóhanna vill síðan nánari út-
skýi-ingar á hugsanlegum lax-
veiðiferðum. Hún vill vita hvernig
árlegur kostnaður skiptist af þeim
sl. 5 ár milli laxveiðileyfa og ann-
arra útgjalda vegna ferðanna.
Hve margar ferðir hafí verið farn-
ar á ári hverju, hvert hafi verið
farið, hverjir hafi verið þátttak-
endur í slíkum ferðum og hvert
hafí verið tilefni þeirra.
„Hverjir taka ákvarðanir um
ferðir stjórnenda til útlanda og
laxveiðar, sé um þær að ræða?“
spyr hún að síðustu.
Beðið um skrifleg
svör ráðherra
Fyrirspuminni um Vegagerðina
er beint til Halldórs Blöndal sam-
gönguráðherra en fyrirspuminni
um Rafmagnsveituna er beint til
Finns Ingólfssonar viðskiptaráð-
herra.
Óskar Jóhanna skiiflegra svara
frá þeim.
Dagskrárblað
Morgunblaðsins
í breyttri mynd
í DAG fylgir Morgunblaðinu á ný
sérblaðið Dagski-á, sem fjallar
um dagskrá ljósvakamiðlanna
hálfan mánuð í senn. Blaðið kom
síðast út árið 1996 undir sama
heiti, en hefur nú fengið nýtt útlit
og annað brot, heft og skorið.
Blaðið kemur út annan hvem
miðvikudag með tveggja vikna
dagskrá sjónvarps og útvarps frá
fimmtudegi til miðvikudags.
Jafnframt mun dagleg síða í
Morgunblaðinu, ÚTVARP/-
SJÓNVARP, fá nýtt útlit. [Sjá
blaðsíðu 62.]
Sérblað Morgunblaðsins, Dag-
skrá, verður prentað í 75.000 ein-
tökum og er útbreiddasta blað
sinnar tegundar sem gefið er út á
Islandi. Jafnframt því að fylgja
Morgunblaðinu hálfsmánaðar-
lega á miðvikudögum verður
hægt að nálgast blaðið ókeypis á
bensínstöðvum höfuðborgar-
svæðisins.
Aukin þjónusta
við lesendur
Morgunblaðið er með þessu að
auka þjónustu við lesendur sína,
itmar i hCuv.vi i
| 0 ji
FORSIÐA nýja blaðsins.
enda hefur aðgangur þeirra að
dagskrám ljósvakamiðlanna ver-
ið hafður að leiðarljósi í þeirri
vinnu við útlit og framsetningu
efnis sem nú er að baki. Það er
von Morgunblaðsins að lesendur
taki vel þessu endurbætta sér-
blaði og breyttu útliti á dagleg-
um síðum í Morgunblaðinu um
sama efni.
| ► Mánudapir iS. oki.
^jUji
-----—
OPNA úr Dagskrá Morgunblaðsins.
Um 7% meðaltalshækkun á gjaldskrá Dagvistar barna
GJALDSKRA DAGVISTAR BARNA HÆKKAR
Fullt gjald Forgangsgjald Námsmannagjald
Klst. ádag Gjaldskrá er Gjaldskrá verður Breyting Gjaldskrá er Gjaldskrá verður Breyting Gjaldskrá er Gjaldskrá verður Breyting
4 7.600 8.400 9,52% 6.700 7.000 4,29% 6.800 7.200 5,56%
5,5 8.500 9.450 10,05% 7.000 7.400 5,41% 6.800 7.200 5,56%
5 12.100 13.100 7,63% 7.400 7.800 5,13% 7.400 7.800 5,13%
5,5 13.000 14.150 8,13% 7.700 8.200 6,10% 8.000 8.400 4,76%
6 14.000 15.200 7,98% 8.000 8.600 6,98% 8.800 9.200 4,35%
6,5 15.000 16.250 7,69% 8.400 9.000 6,67% 9.700 10.100 3,96%
8 18.750 19.400 3,35% 9.500 10.000 5,00% 13.500 14.700 8,16%
9 18.750 21.500 12,79% 9.500 11.000 13,64% 13.500 15.400 12,34%
Meðaltal 8,38% A » • » • » 6,65% f t*f f t*f 6,23%
Systkinaafsláttur hækkar úr 25% í 33% Ht*# lltl# Ht*#
Hærri gjöld vegna launa-
og vísitölubreytinga
GJALDSKRÁ Dagvistar barna
hækkar um næstu áramót um 7%
að meðaltali og að sögn Kristínar
Blöndal, formanns stjórnar Dag-
vistar barna, er ástæða gjald-
skrárhækkunarinnar fyrst og
fremst sú hækkun sem orðið hefur
á neysluvísitölu síðan gjaldskráin
var síðast hækkuð, en það var í
júlí 1996. Þá er einnig tekið tillit
til væntanlegra 3-6% launahækk-
ana.
Kristín sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hækkun gjaldskrárinn-
ar væri mun minni en vísitölu-
Gjaldskráin hefur
ekki hækkað síðan í
júlí árið 1996
hækkunin hefði verið frá síðustu
hækkun gjaldskrárinnar.
,JÞað er samþykkt íyrir því að
endurskoða þessa gjaldskrá árlega
en það hefur ekki verið gert síðan
1996 og auðvitað verðum við að
reyna að láta hana fylgja verðlaginu.
Þetta svarar þó ekki hækkuninni
sem orðið hefur á neysluvísitölunni,
og í rauninni var gjaldski-áin ekki
hækkuð meira núna vegna þess að í
fyrra tókst að ná mjög góðum ár-
angri í spamaði í rekstri, þannig að
við sjáum okkur nú fært að hækka
þetta mun minna en sem nemur vísi-
töluhækkuninni," sagði Kristín.
Áætlað er að heildartekjuaukn-
ing Dagvistar bama vegna gjald-
skrárhækkunarinnar verði 50
milljónir króna á ári og sagði
Kristín að þeir fjármunir fæm allir
í rekstur leikskólanna til að mæta
þeim verðlagshækkunum sem orð-
ið hefðu.
Ætlaði að borga
með fölsuðum
peningaseðli
UNGUR drengur freistaði þess að
borga með fölsuðum peningaseðli í
Bónus-Vídeói í Mosfellsbæ í gær.
Rétt fyrir klukkan 17 í gær hugð-
ist ungur drengur borga fyrir vömr í
versluninni og rétti fram seðil, sem í
fyrstu virtist vera 2.000 króna seðill.
Starfsfólk tók eftir því að seðillinn
var ekki sem skyldi og spurði pilt
hvort hann áttaði sig á því.
Brást hann við með því að hlaupa
á dyr og komst hann undan.
---------------
Vinnuslys í Vest-
mannaeyjum
VINNUSLYS varð í Vestmannaeyj-
um um klukkan 13 í gærdag þegar
maður sem var að undirbúa málningu
á skipi í slippnum féll m- stiga.
Hann kvartaði yfir eymslum og
var fluttur á heilsugæslustöð til rann-
sóknar en að sögn lögreglu var ekki
talið að meiðsli hans væm alvarleg.
---------------
Bein lýsing á
fþröttavef
LANDSLEIK íslendinga og Rússa í
Evrópukeppni landsliða verður lýst
beint á íþróttavef Morgunblaðsins í
kvöld. Sagt verður frá atburðum
leiksins eftir því sem honum vindui'
fram og myndir frá leiknum settar
inn eftir því sem verkast vill. Slóð
Iþróttavefjai- Morgunblaðsins er
www.mbl.is/sport/