Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 49.1, VETRAR- GARÐURINN I BLOM VIKUNNAR 399. þáttur Umsjón Ágústa Bjiirnsdóttii' ORÐIÐ vetrargarður vekur upp óljósar myndir af ævintýra- prinsessum í klaka- höllum, snædrottn- ingum sem þeysa um á snjóhvítum gæðing- um, frostrósum í full- um blóma og gömlum skemmtistað í Vatns- mýrinni. Ætlunin er þó ekki að fjalla um slíka hluti í þessari grein enda eiga ævin- týi'aprinsessur og snædrottningar fátt sameiginlegt með ís- lenskum görðum yfír vetrartímann. Garður er ekki-bara eitthvað sem maður nýtur rétt yfir blá- sumarið og gleymir svo afganginn af árinu. Við Islendingar eram dálítið fastir í því að hugsa ein- göngu um það hvemig garðurinn okkar lítur út á sumrin. Við velt- um blómlit og blómgunartíma mikið fyrir okkur, spáum heilmik- ið í blaðlögun og blaðlit og hvem- ig mismunandi tegundir fara vel saman hvað þessa þætti varðar. Hugmyndir okkar um það hversu háar viðkomandi plöntur mega vera era mótaðar og ílestir taka tillit til nágranna sinna við gróð- ursetningu á háum trjám. Þetta er nú allt gott og blessað og ágætt að hugsa til þess að garðar okkar líta vel út í þessa þrjá mánuði sem við njótum sumarsins hér á norð- urhjara veraldar. Sumarið er hins vegar ekki nema ein árstíð af fjór- um og væri ekki úr vegi að velta því fyrir okkur hvaða kröfur við gerum til garða okkar og um- hverfis hinar þi'jár árstíðirnar. Haustið er dálítið mislangt hjá okkur. Stundum njótum við haustlitanna út októ- ber en það er líka til í dæminu að öll blöð séu horfin af trjám í lok september. Allt veltur þetta á veðurg- uðunum og velþóknun þeirra eða vanþóknun á skepnum jarðar. Einhvern veginn er það gi'eypt í vitund manna að þegar öll blöð era horf- in af trjánum þá er vetur genginn í garð. Haustlitir verða fallegastir þegar dagarnir era bjartir og svalir. Eldrauð laufblöð gljámispils (Cotoneaster lucidus) og sunnubrodds (Berberis x ottawensis) undirstrika skærgul blöð ýmissa víðitegunda. Margar tegundir reynitrjáa era ræktaðar á Islandi. Reynitegundir era upp til hópa blómviljugar og kóróna haustið með berjum sínum. Berin era mismunandi á litinn eftir því hvaða tegund er um að ræða. Ilm- reynirinn íslenski (Sorbus aucuparia) fær eldrauð ber og sterkgula haustliti. Ber hans fá reyndar ekki að vera í friði lengi því fuglamir era sólgnir í þau. Annað gildir hins vegar um kop- arreyninn (Sorbus koehneana) og kasmírreyninn (Sorbus cashmiri- ana). Báðir fá þeir stór, mjallahvít ber sem haldast á rannunum langt fram eftir vetri. Því hefur verið fleygt að evrópskir fuglar viti hreinlega ekki að hvít ber era alveg eins góð og þau rauðu, að minnsta kosti fær mannfólkið að njóta hvítu berjanna enn sem komið er. Tímabilið frá miðjum október fram í desember er mörgum erfitt, það dimmir hratt og skammdegið hellist yfir okkur. Garðar landsmanna verða lítt spennandi dvalarstaður en þó er hægt að lífga upp á anddyri og aðkomu að húsum með óvenjuleg- um plöntum í keram. Ýmiss kon- ar lyngplöntur eru seldar blóm- strandi á haustin. Þar era fremst- ar í flokki Ericur, sem era ekki óáþekkar beitilyngi í útliti og skrautkálið kemur líka sterkt inn. Ericurnar standa í blóma í nokkr- ar vikur en þær lifa ekki veturinn af utandyra á Islandi. Því má ímynda sér að þær geti verið eins konar framhald af sumarblómun- um, haustblóm. Þegar kemur fram í desember fá garðar okkar allt í einu nýtt og sívaxandi hlutverk. Sjálfsagt hef- ur það ekki farið fram hjá neinum að jólaseríuæði hefur gripið marga landsmenn. Ráðsettir heimilisfeður streyma út í garða sína í byrjun jólamánaðarins og hengja jólaseríur í tugkílómetra- vís á hvern einasta brúsk sem verður á vegi þeirra. Hér áður fyrr hengdu menn ekki jólaseríu á nokkurt tré nema það hefði hið lögskipaða form jólatrjáa en í dag era ekki einu sinni víðirannar óhultir. Jólasveinai-, hreindýr, snjókarlar, Mjallhvít og dverg- arnir sjö, María, Jósep og Jesú- barnið sitja upplýst í skjóli rann- anna og lífga upp á dimmasta mánuð ársins og hvað með það þótt rafmagnsreikningurinn eftir jólin hljóði upp á stjarnfræðilegar upphæðir? Eins og segir í jóla- sálminum: „Dýrð sé Guði í upp- hæðum, friður á jörðu . . . „. A sumum heimilum er ímyndunar- aflið greinilega ívið fjöragra en annars staðar því þar hefur fólk lagt líf sitt í hættu við það að hengja stórar, rauðar slaufur upp í himinhá grenitré. Þetta jólabrölt landans er í raun svo fyiirferðar- mikið að kannski ættu jólin að vera talin sérstök árstíð, fimmta árstíðin. Öll jól taka enda og þegar þrettándinn rennur upp þurfa áð- urnefndir heimilisfeður að hafa sig út í janúarveðrið og reyta jóla- seríurnar úr trjánum. Verði þeim að góðu. Þegar öllu er á botninn hvolft era það ekki jólaseríurnar sem gera jólin jólaleg. Það jóla- legasta af öllu jólalegu er hunds- lappadrífa á aðfangadag, hvít jól, logn og friður, hlýleg ljós í glugg- um húsa sem glittir í í gegnum mjöllina, trjágreinar sem svigna undan snjóþunganum. Hver þarf á glingri að halda við slík skilyrði? Guðríður Helgadóttir, garðy rkj u fræði ngur. Skin og skúrir á sjóbirtingsslóðum ÞOKKALEG sjóbirtingsveiði er þessa dagana í Grenlæk, en dauf- lega gengur hins vegar ögn vestar, í Eldvatni og Steinsmýrar- vötnum í Meðal- landi. Veitt er til 20. október. Einn stærsti sjóbirt- ingur ársins veiddist íyrir nokkra í Eld- vatni, Banda- ríkjamaður einn náði þá 16 punda fiski á flugu í Vestrikvísl. „Þetta er allt í lagi þessa dag- ana. Það glædd- ist nokkuð eftir rigningarnar í byrjun síðustu viku og það er nokkur ganga í ána núna þessa dagana, mest smærri fiskurinn sem vantað hef- ur í aflann í haust, svona 2-3 punda birtingur. Fiskurinn er annars vel dreifður, allt frá F!óð; ,yr v | 'p ;i efstu svæði. Menn era helst að fá þennan nýrri fisk, en stærri og legnari fiskurinn er treg- ari að taka,“ sagði Agnar Davíðs- son á Fossum í Landbroti, formað- ur Veiðifélags Grenlækjar í sam- tali við Morgunblaðið. Agnar sagði að haustgangan hefði verið komin í um 2.600 birt- inga fyrir nokkrum dögum, en telj- ari telur fisk sem gengur upp úr Fitjarflóði. Heildarveiði á vertíð- inni er komin yfir 2.000 fiska, en þar inn í er vorveiði í Fitjarflóði sem er upp á nokkur hundrað birtinga og bleikja. Stærstu fiskamir era nokkrir 10 punda sjóbirt- ingar. Tregt. í Eldvatni Hávarður Ólafsson, bóndi í Fljótskróki við Eldvatn, sagði að veiði hefði verið lengst af treg í ánni í sum- ar og haust og ekki risið upp úr því að kallast annað en reyt- ingur. „Þetta era eitthvað á annað hundrað fiskar, en þetta er ró- legt og nokkuð lakara heldur en í fyrra,“ sagði Hávarður. Einn 16 punda hefur veiðst og „þónokkrir 10 til 12 punda!“ eins og Hávarður komst að orði. Hann sagði enn fremur, að veiði í Steinsmýrarvötn- um hefði verið treg. Þokkalegt fyn- í haust, en rórra síðar. „Þetta eru vötn með afrennsli í Eldvatn. Þau geta gefið vel, en hafa verið slakari í ár en í fyrra. Það hefur einfald- lega gengið mun minni silungur í árnar okkar heldur en í fyrra,“ bætti Hávarður við. ÓSKAR Færseth með 7 punda b.'-ug 1 cfan brúar, en með honum á myndinni er upp- rennandi veiðimaður, Þórhall- ur Guðjónsson. 2ðe)\r\$ HAGKAUP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.