Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR e e Goðheimar MYJ\DLIST NÝLISTASAFNIÐ, VATNSSTÍG 3B BLÖNDUÐ TÆKNI ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR Til 18. október. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. ÞAÐ hlaut að fara svo að Ásta Ólafsdóttir hniti um goðafræðina, svo lengi hefur hún fískað á táknrænum miðum þar sem rítúal mætir daglegu lífi. Hún nýtir sér gjaman efnivið úr öðrum greinum myndlistar - kven- legum greinum á borð við vefnað - og steypir saman við tækni - ef tækni skyldi kalla - sem komin er úr þver- öfugri átt; náttúrunni sjálfri eins og gjallið í Alvísssyrpunni. Ef til vill auðveldar það Ástu að setja sig í stellingar völvunnar að hún skuli sýna með þeim Þórdísi Öldu Sigurðardóttur og Eygló Harðar- dóttur, en saman koma þær fram eins og miðlar véfí-éttanna í Makbeð þótt engin tengsl séu að öðru leyti milli sýninga þeirra. Ljósmyndin í Lesbók Morgunblaðsins frá 3. októ- ber og samtalið í 12. fréttabréfi Nýlistasafnsins undirstrika tengslin við nomaseyðinn. Það er þó öðru fremur kynngi- magn Alvíssmála - að ekki se talað um Grímnismál - sem heilla Ástu og skyldi engan undra. Kenningar bálkanna era myndrænar með af- brigðum - eins konar regnbogahana- stél ljóðstafa og samheita - svo hrynjandin verður ekki einasta pólý- fónísk heldur einnig marglit eins og glitrandi mósaíkvefur. Með margslungnum hætti þar sem ýmsum ólíkum myndmiðlum er stefnt saman bregður Ásta upp and- rúmslofti galdurs í tengslum við þjóðlega mynsturgerð. Pósl> módernískt yfirbragð verka hennar gerir okkur ókieift að flokka þau með afgerandi hætti. Á hiliustæði áfostu við mynsturmyndir standa smámunir eins þeir sem prýða brúðuheimili - klossar, stráhattur, karfa með kuf- ungi og stafur - ásamt rauðmalar- hring og tveim teikningum, einni á annarri ofan. Önnur teikningin er landslags- mynd eftir Ástu sjálfa en hin er eft- irmynd af teikningum eftir þekkta kollega hennar, svo sem Bandaríkja- mennina Jeff Koons og Matthew Barney. Hún lætur okkur eftir að út- skýra þessar teikningar og val sitt á þeim, en flest bendir til þess að Ásta sé að staðfesta órafjarlægð sína - í víðtækasta skilningi - frá hug- myndaheimi bandarísku listamann- anna. Eða getur verið að hún sé að senda þeim meinlegan gjöming? Með sólarganginum sem endur- speglar bólstaði ásanna í Grímnismál- um ná þessi prógramverk - byggð á fomkvæðunum - hápunkti sínum. Það er greinilegt að Ástu er áþekkt farið og himintunglunum því hún er á einstæðu og afar athyglisverðu sól- vagnsróli í sinni yfirgripsmiklu list. Halldór B. Runólfsson LEYNDIR ÞRÆÐIR MYIVDHST Listasuln Kópavogs GRAFÍK MAGDALENA MARGRÉT KJARTANSDÓTTIR Opið alla daga kl. 12-18. Til 25. október. í LISTASAFNI Kópavogs eru tvær sýningar í efri sölum þess, auk þess sem Listaskóli Kópavogs er með sýningu á vinnu nemenda í kjallara. Það era þær Magdalena Margrét Kjartansdóttir og Ölöf Einarsdóttir sem deila með sér sölunum. I stærri salnum sýnir Magdalena 22 grafík- myndir, sem mynda samfellda og heil- lega myndröð. Það kemur strax á óvart að myndirnar era óvenjustórar af grafíkmyndum að vera, 190 cm á hæð, vel mannhæðarháar, prentaðar á renninga af japönskum pappír. En það er ekki aðeins stærðin sem gerir að verkum að þær h'kjast meira mái- verkum en grafíkmyndum. Hver mynd er einþrykk, þ.e. hver og ein mynd er einstök en ekki eintak af upplagi, og þær era þrykktar með ol- íulitum. „Drottning um stund“ er yfirskrift sýningarinnar og drottningamar í myndunum era stúlkur, dúkkur og út- klipptar dúkkulísur, hálfnaktar eða í hálfgegnsæjum blúndukjólum, á stærð við fullvaxna manneskju. Yfir- bragð þeirra er sakleysislegt, augun lukt eða þær gjóa augunum með feimnislegu brosi. Þær gætu verið spegilmyndir, þar sem stúlkan stend- ur fyrir framan eigin mynd og ímynd- ar sér að hún sé „drottning". En það er ekki létt yfir þessum myndum, þvert á móti, það er þung undiralda í myndunum, einhver óáþreifanleg ógn hvílir á þeim, eins og þær hafi að geyma sársaukafullt leyndarmál sem er falið bak við uppgerðarsakleysi. I umdeildum verkum súrrealistans Hans Bellmers varð líkami stúlku- bamsins að afskræmdri dúkku, leik- fangi kynóra karlmannsins. Magda- lena reynir hins vegar að nálgast lík- amann innan úr hugarheimi bamsins, og túlkar togstreituna annars vegar milli leikgleði og blygðunarleysis gagnvart eigin líkama, en hins vegar einstæðingsskapar og sársauka. Það vill svo til að pappírinn leikur talsvert stórt hlutverk í verkunum. Pappírinn er allt í senn, dúkkulísa, klæði og hörand. Hann undirstrikar hversu viðkvæmm- og auðsærður hug- arheimur bamsins getur verið. Fígúr- umar líkjast myndstíl bamabóka, en meðferð litar og pappírs gefur þeim allt aðra dýpt. Mikil tilfinning hefur verið lögð í verkin, sem skilar sér, án yfirborðskenndrar væmni sem gjam- an fylgir túlkun á tilfinningalífi bama. TEXTÍLL ÓLÖF EINARSDÓTTIR Textílverk Ólafar Einarsdóttur era eins og smásjármyndir af vefnaði, þar sem hver þráður sést skýrt og greini- „SÚ grænlenska María“, eftir Magdalenu Mar- gréti Kjartansdóttur. „ELDVARP", þrívítt textílverk eftir Ólöfu Einarsdóttur. lega, ásamt lýminu milli þeirra. Ólöf vinnur með rýmið inni í vefnaðinum og lýsir þessu rými með lóðréttum bönd- um, sem hanga með reglulegu millibili. Böndin era spjaldofin úr hör, hross- hárum og snæri. Hrosshárin vaxa út úr böndunum eins og skegg, og litríkur hárvöxturinn myndar ýmis form, þrí- hyminga og pýramída, í rýminu milU bandanna, bæði í veggverkum og í frístandandi þrívíðum verkum. Ólöf er að fást við frjálsa textfllist, sjálf kallar hún það þráðhst, sem er ágæt nafngift. Kröfur um notagildi og verklagshefðir era látnar víkja fyrir hstrænum markmiðum, og þannig era verkin á mörkum textíls og skúlptúr- hstar. Það er athyghsvert, þegar til þess er htið, að sá formalismi, eða form- hyggja, sem er eitt af einkennum módemisma í myndlist, einkum um miðja öldina, en hefur verið á undan- haldi á póstmódemískum tímum síð- astliðin tuttugu ár, virðist enn standa traustum fótum í textflhst. Hér er átt við grannformin og frumlitina, ásamt agaðri myndbyggingu, þar sem reynt er að skapa heildstæðan og lokaðan myndheim. Þetta kemur manni ekki á óvart því formalískt myndskyn á vel heima innan textfllistar, bæði vegna vinnubragðanna sem liggja að baki og vegna munsturhefðar. En ef við skoð- um þetta í samhengi við skúlptúrhst- ina og hræringar í myndhst almennt, þá vakna spumingar. Er frjáls textfll, sem hneigist til skúlptúrhstar, í takt við það sem hefur verið að gerast í skúlptúrhst á síðustu áram? Hér hafa áhugaverðir hlutir verið að gerast og m.a. hefur Guðrún Gunnarsdóttir að undanfómu verið að fást við þennan þröskuld milli skúlptúrs og textfls í hugmyndaríkum verkum. Ólöf heldur sig innan þröskuldsins og gengur skrefinu skemmra en Guðrún. Ég held við verðum að skoða verk Ólafar í því ljósi að hún notfærir sér vel þekkt- ar formfræðilegar hugmyndir innan þrívíðrar listar til að setja fram fram- lega útfærslu á fomri handverkshefð. Og Ólöf hefur vissulega útfært hug- myndina vel, með ýmsum tilbrigðum, og verkin verða því nýstárleg þótt þau hviki hvergi frá hefðbundnum handverksgildum. Gunnar J. Árnason Ritg-erðir á Súfístanum RITGERÐIR verða til um- fjöllunar á bókmenntakvöldi Máls og menningar og For- lagsins á Súfistanum, bóka- kaffi, Laugavegi 18, annað kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20.30. Fjórir rithöfundar munu lesa úr ritgerðasöfnum sínum sem út koma í haust. Þeir eru Guðmundur Andri Thorsson les úr greinasafninu Ég vildi að ég kynni að dansa. Guð- bergur Bergsson úr túlkunum sínum á myndaflokknum Kenjunum eftir Goya. Helgi Hálfdanarson úr ritgerðasafn- inu Molduxi, rabb um kveð- skap og fleira og Svava Jak- obsdóttir úr greinasafninu Skyggnst á bak við ský sem fjallar um tengsl ljóða Jónasar Hallgrímssonar við fornan ís- lenskan kveðskap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.