Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 23
maí var hins vegar ákveðið hvernig
farið skyldi með einkaleyfi á líf-
tæknilegum uppgötvunum. Hægt er
að fá einkaleyfi ef vitað er hvað sá
bútur erfðavísisins, sem um er að
ræða, gerir, tæknileg aðferð til að
vinna erfðavísinn fylgir og greint er
frá því hvaða gagn uppgötvunin geti
gert. Þessir fyrirvarar eru gerðir í
því skyni að fyrirbyggja að ævin-
týramenn komist upp með að sölsa
undir sig einkaleyfi þótt í raun
renni þeir blint í sjóinn, en gætu
þegar upp er staðið hreppt þann
stóra.
Harmleikur
andalmenninganna?
I sumar færðu tveir vísinda-
menn, Michael A. Heller og
Rebecca S. Eisenberg, rök að því í
tímaritinu Science að einkaleyfi
stæðu vísindunum fyiir þrifum.
Þau rifjuðu upp að fyrir 30 árum
hefði Garrett Hardin notað líking-
una um „harmleik almenninganna"
til að útskýra fólksfjölgun, loft-
mengun og útrýmingu dýrateg-
unda. Með því að takmarka aðgang
að auðlindum og einkavæða al-
menninga hefði verið hægt að
draga úr ágangi. Heller og Eisen-
berg eru þeirrar hyggju að í vísind-
um sé málunum öfugt farið: þegar
of margir fái rétt til að útiloka aðra
í vísindum verði auðlindin vannýtt,
ef svo megi að orði komast.
Framan af hafí þetta ekki verið
vandamál í vísindum vegna þess að
opinbert fé hafí verið notað til að
styrkja grunnrannsóknir og tryggja
að niðurstöður þeirra væru öllum
aðgengilegar og nýtanlegar. Upp-
götvanir, sem ekki höfðu verið feng-
in einkaleyfi fyrir, voru notuð á síð-
ari stigum ferlisins til þess að fram-
leiða vörur, sem annað hvort auð-
velduðu greiningu eða meðferð
sjúkdóma. Eins og áður sagði
breyttist þetta í Bandaríkjunum ár-
ið 1980. En afleiðingar einkavæð-
ingar í líftækni höfðu mótsagna-
kenndar afleiðingar að sögn Hellers
og Eisenbergs. „Aukinn einkaréttur
hugvits í upphafi ferlisins kann að
kæfa uppgötvanir, sem síðar meir í
ferlinu gætu bjargað mannslífum,"
skrifa þau.
Þau benda á að einkaleyfi og önn-
ur vernd afraksturs hugvits geti ýtt
undir það að menn takist á hendur
áhættusamar rannsóknir og leitt til
sanngjarnai-i dreifingar á hagnaðin-
um. Það geti hins vegar sett strik í
reikninginn þegar það margir eiga
tilkall til niðurstaðna á fyrri stigum
þess ferlis, sem leiðir til þess að lyf
er framleitt, ný meðferð þróuð eða
fundin er aðferð til sjúkdómsgi'ein-
ingar, að frekari rannsóknir verða
nánast ógerlegar.
Einkaleyfi sama og
tollheimtuhlið
Vísindamaður, sem áður hefði lát-
ið sér nægja að vera nefndur sem
meðhöfundur greinar eða tilvitnun
til verka sinna finnst nú að hann
eigi rétt á að vera skráður meðal
einkaleyfishafa eða hlutdeild í
ágóða. Þau líta á hvert einkaleyfi
sem tollheimtuhlið á leiðinni að
lækningu, lyfi eða greiningu.
Meðal þeirra þátta, sem Hiller og
Eisenberg telja að geti staðið rann-
sóknum fyrir þrifum er að eigendur
einkaleyfa á rannsóknum tiltekinna
þátta ofmeti uppgötvanir sínar. Sú
staða gæti komið upp að ein af 50
uppgötvunum í kjölfar grunnrann-
sókna gæti verið lykillinn að nýju og
mikilvægu lyfi. Allar hinar uppgötv-
anirnar muni ekki hafa neitt nota-
gildi, en framleiðandinn sé engu að
síður reiðubúinn til að greiða 10
milljónir dollara fyrir þær allar. Þar
sem gefið er að enginn þeirra, sem á
rétt á uppgötvunum, veit hvaða
uppgötvun felur í sér lausnina ætti
hver þeirra að vera reiðubúinn til að
selja réttinn til að nota uppgötvun
sína á 200 þúsund dollara. Hver og
einn sé hins vegar líklegur til að líta
svo á að sín uppgötvun sé lykillinn
að gátunni og krefjast hærri upp-
hæðar. Um leið sprengir hann
markaðinn og fjárfestirinn ákveður
að leita annað. Þar með yrði mann-
kynið af mikilvægu lyfi og hags-
munir almennings hefðu orðið und-
ir.
Höfundarnir líkja stöðunni nú við
umskiptin til hins frjálsa markaðar í
austri eftir hrun kommúnismans.
Einkavæðing líf'tæknirannsókna lofi
bæði góðu og feli í sér hættur. Hins
vegar þurfi að hemja réttinn til
einkaleyfa á grunnrannsóknastig-
inu.
Draga einkaleyfi úr hættu
á leynd?
John J. Doll, stjórnandi líftækni-
deildar einkaleyfis- og einkaréttar-
stofnunar Bandaríkjanna, skrifar
grein í sama blað, Science, þar sem
hann ver einkaleyfi í líftækni. Hann
heldur því fram að án einkaleyfa
yrði minna um fjárfestingar í erfða-
rannsóknum og afleiðingin gæti
orðið sú að vísindamenn gerðu ekki
uppgötvanir sínar í þessum fræðum
opinberar. Hann bendir á að útgáfa
einkaleyfa veiti vísindasamfélaginu
ekki aðeins aðgang að upplýsingum
heldur ýti einnig undir fjárfestingu í
rannsóknum, þróun og markaðs-
setningu nýrrar tækni. „Það er að-
eins með einkaleyfum á DNA-
tækni, sem sum fyrirtæki, sérstak-
lega þau smærri, geta aflað nægi-
legs áhættufjármagns til að koma
hagkvæmum uppgötvunum á mark-
að og kosta frekari rannsóknir,"
skrifar Doll.
Þá hafa menn bent á að megi ekki
sækja um einkaleyfi muni vísinda-
menn einfaldlega iiggja á nýjum
uppgötvunum eins og ormur á gulli
af ótta við að þeim verði stolið af
þeim geti þeir ekki verndað þær.
Hversu langt er hægt að ganga í
veitingu einkaleyfa?
Eitt af því, sem deilt er um, er
hversu langt megi ganga í veitingu
einkaleyfa. Ein spurningin, sem
varpað hefur verið fram, er hvort
hægt sé að fá einkaleyfi á hlutum
líkamans, sem í raun sé afrakstur
þróunarinnar en ekki vinnu vísinda-
mannsins.
Upphafið á einkavæðingu erfða-
auðs jarðarinnar hefur verið rakið
til ársins 1971 þegar Ananda
Chakrabarty, indverskur örveru-
fræðingur, sótti um einkaleyfi á ör-
verum, sem hafði verið breytt með
það fyrir augum að þær gætu eytt
olíuflekkjum á hafi úti. Bandaríska
einkaleyfisstofnunin hafnaði um-
sókninni á þeirri forsendu að sam-
kvæmt bandarískum einkaleyfislög-
um væri ekki hægt að fá einkaleyfi
á lífverum. Málinu var áfrýjað og
þar var niðurstaðan sú að lagalega
skipti ekki máli að örverurnar væru
lifandi. Þær væru til dæmis líkari
lífvana efnahvötum en hestum og
býflugum eða hindberjum og rós-
um. Einkaleyfisskrifstofan áfrýjaði
málinu til hæstaréttar Bandaríkj-
anna. Arið 1980 úrskurðaði hæsti-
réttur Chaki'abarty í vil og fyrsta
einkaleyfið á lífsformi, sem breytt
hafði verið með aðferðum erfða-
verkfræðinnar, hafði verið veitt.
Fyrsta einkaieyfið á lífveru
Úrskurður hæstaréttarins r máli
Chakrabartys vakti mikla athygli á
bandarískum fjármálamörkuðum. í
október 1990 var fyrsta líftæknifýr-
irtækið sett á markað. Ein milljón
hlutabréfa í Genentech voru boðin á
35 dollara hvert og þegar lokað var í
Wall Street að kvöldi var gengi
bréfanna komið upp í 89 dollara.
Genentech hafði enn ekki sett neina
vöru á markað og kváðust sérfræð-
ingai' aldrei hafa orðið vitni að
annarri eins ásókn í hlutabréf nýs
fyrirtækis. Greinilegt þótti hins
vegar að markaðurinn vildi fá sinn ►
Þú ferð
einfaldlega
fyn í rúmio!
KINGSDOWN
Eðlileg hryggjarstaða
Minni byltur í svefni
Ofnæmisprófuð Flexatron® fóðring
Frábær þyngdardreifíng
Stuðtar að betri hvíld, auknum
þægindum og heilbrigðum nætursvefní
SOFÐU A
DYNUM
Einstakar
amerískar
dýnur írá
Kingsdown
ÍG0RMUR
rGORM
MFA
SÍMI533 1818 • FAX 533 1819
Stutt námskeið fyrir
trúnaðarmenn stéttarfélaga
MENNTUN FYRIR ALLA
LlFRÆNAR JURTASNYRTIVÖRUR
BIODROGA
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Boðagrandi 2, deiliskipulag
í samræmi við 25.gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1998 er hér með auglýst til kynningar tillaga
að deiliskipulagi við Boðagranda 2. í tillögunni felst
að reist verða tvö sambýlishús og rifin skemma á
lóðinni.
Tillagan verður til sýnis í sai Borgarskipulags og
Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga
kl. 10:00-16:15 frá 14. okt til 13. nóv 1998.
Ábendingum og athugasemdum vegna ofan-
greindrar kynningar skal skila skriflega til
Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 27. nóv.
1998.
Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillögurnar.