Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVTKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÆTLIÐ þið að láta mig missa alla mína bestu menn til Rússlands? Þeir vilja bara fá að vera þrælar hjá mér Fulltrúi Landsvirkjunar í Þjórsárveranefnd Landsvirkjun ekki að tefja störf nefndarinnar HELGI Bjarnason, fulltrúi Lands- virkjunar í Þjórsárveranefnd, segir það af og frá að fyrirtækið hafi ver- ið að tefja störf nefndarinnar, eins og fram kom í máli Gísla Más Gísla- sonar, formanns nefndarinnar, í Morgunblaðinu á sunnudaginn. „Unnið er að málinu á allan hátt eins og reglugerðin um friðland í Þjórsárverum segir til um,“ segir Helgi. Gísli Már segir Landsvirkjun hafa tafíð störf Þjórsárveranefndar með því að óska ítrekað eftir fresti til að skila inn gögnum til nefndarinnar, gögnum sem síðan vörpuðu ekki nýju ljósi á niðurstöður fyrirliggj- andi rannsókna. Segir hann að niður- stöður rannsókna á vegum Þjórsár- veranefndar sýni að lón við Norð- lingaöldumiðlun hafí of mikil áhrif á náttúruvemdargildi Þjórsárvera og samkvæmt því myndi Náttúruvemd ríkisins ekki gefa leyfí fyrir miðlun í verunum. Afla þurfti frekari gagna Helgi mótmælir þessari staðhæf- ingu Gísla og segir að þótt loka- skýrsla dr. Þóru Ellenar Þórhalls- dóttur, sem kom út árið 1994, hafi verið mjög vönduð og faglega unnin hafí hún aðeins tekið á hluta þeirra umhverfísþátta sem rannsaka þurfi áður en áhrif lónsins séu ljós, enda séu tillögur að frekari rannsóknum í skýrslu hennar. „Landsvirkjun taldi því eðlilegt að afla frekari gagna um áhrif lónsins," segir Helgi. Helgi segir að mat á umhverfisá- hrifum sé í undirbúningi og það verði líkiega framkvæmt síðar í vetur eða næsta vor. í undirbúningnum felist margvísleg rannsóknaivinna sem einnig nýtist Þjórsárveranefnd. „Við teljum að það hafi ekkert komið fram sem sýnir að lón raski óhæfílega nátt- úruvemdargildi veranna. En hins vegar þurfum við hugsanlega að sætt> ast á lægri lónhæð. Lækkun yfirborðs lónsins um hvem metra samsvarar 50 gígawattstundum á ári í orkugetu. Norðlingaölduveita er orðin óhag- kvæm í 577-588 m yfir sjávarmáli, en fljótlega verður lögð fram tillaga um nýja lónhæð,“ segir Helgi. Náttúruvernd þarf að gefa leyfi Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, stað- festi það sem kom fram í máli Gísla Más, að Landsvirkjun hefði óskað eftir úrskurði umhverfisráðuneytis- ins um hver lögformlegur fram- gangsmáti leyfis til Norðlingaöldu- miðlunar væri. En eins og er ber að meta umhverfisáhrif miðlunarinnar auk þess sem Náttúmvemd ríkisins þarf að gefa leyfi fyrir henni, sam- kvæmt ákvæði í friðlýsingu Þjórsár- vera frá 1987. Þorsteinn sagði það vera mat Landsvirkjunar að endur- skoða þyrfti hvort bæði ákvæðin skyldu vera í gildi. „Við viljum fá úrskurð um hvort miðlunin þurfí leyfi Náttúruverndar ríkisins, eða hvort hún á einungis að fara 1 mat á umhverfisáhrifum. Nið- urstaða í málinu hefur ekki fengist frá umhverfisráðuneytinu en við sendum bréfið fyrir nokkrum vikum. Lög era ekki alltaf í samræmi við önnur ákvæði laga. Nú era breyttir tímar og við viljum að umhverfisráð- herra úrskurði hver sé rétt meðferð í þessu máli,“ sagði Þorsteinn. Hjá umhverfisráðuneytinu feng- ust þau svör varðandi bréf Lands- virkjunar að það væri alveg Ijóst að fara þyrfti fram mat á umhverfisá- hrifum Norðlingaölduveitu og því yrði með engu móti breytt. Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í um- hverfisráðuneytinu, sagði að ekki hefði verið tekin formleg afstaða til bréfsins en benti á að ákvæðið um að Náttúruvernd ríkisins þyrfti að gefa leyfi fyrir Norðlingaöldumiðlun væri enn í fullu gildi. -gafbié 1OE FYI.EIHI.UHR Fást í leikfangaverslunum, bóka- og ritfangaverslunum, stórmörkuðum og matvörubúðum um allt land DREIFINGARAÐIU Sfmi: 533-1999, Fax: 533-1995 Alþjóðlegi staðladagurinn Staðlar í dagsins önn ALÞJOÐLEGI staðladagurinn er í dag, 14. október. Tvenn alþjóðleg staðla- samtök standa að þess- um degi ISO sem eru Al- þjóða staðlasamtökin og hinsvegar IEC sem er Alþjóða raftækniráðið. Staðlaráð Islands á aðild að báðum samtökunum og Guðrún Rögnvaldar- dóttir er framkvæmda- stjóri Staðlaráðs íslands. „Staðlastofnanir um allan heim halda upp á þennan dag og það er hefð fyrir því að taka fyr- ir sérstakt þema. Að þessu sinni er þema dagsins Staðlar í dagsins önn. Með þessu þema er reynt að vekja athygli á því hversu algengt er að stuðst sé við staðla í okkar daglega lífi.“ Guðrún segir að fólk átti sig kannski ekki alltaf á því hversu algengir staðlar eru en sem dæmi nefndir hún að mælikerfið okkar falli þar undir, stærðir og form á greiðslukortum og öðr- um kortum, strikamerki, ljósa- perar, rafhlöður og ljósmynda- filmur. „Stundum er sagt að stöðlun sé eins og heimilisstörf- in, enginn tekur eftir þeim nema þegar þau era ekki unnin. Dæmi era mismunandi klær og tengl- ar.“ -Með hvaða hætti heldur Staðlaráð íslands upp á daginn? „Staðlaráð Islands flutti ný- lega í Holtagarða. Okkur langar að nota tækifærið og vekja at- hygli á starfsemi okkar á nýjum stað og einnig gáfum við í tilefni dagsins út sérstakt fréttabréf sem heitir Staðlamál.“ - Hvað eru staðlar? „Staðall er lýsing á lausn á vandamáli og eitthvað sem menn hafa komið sér saman um að sé góð lausn. Það kannast all- ir við t.d. 100 eða 200 ASA film- ur. Það era staðlaðir eiginleikar. Við getum líka tekið sem dæmi staðlaðar stærðir á pappír. Flestir kannast við staðla í því sambandi og kaupa hann til dæmis í stærðum A-4 eða A-5. Þá era rafhlöður líka seldar í stöðluðum stærðum og spennan í þeim er þá stöðluð líka. Stærð- ir á greiðslukortum era staðlað- ar og svo mætti áfram telja. - Hvaða staðla styðjist þið við þegar íslenskir staðlar eru búnir til? „Við höfum fyrst og fremst einbeitt okkur að Evrópusam- starfi enda tengjast staðlarnir löggjöf innan Ewópusambands- ins og EES. A mörgum sviðum era settar fram almennar grandvallarkröfur og vísað í Evrópustaðla um nánari út- færslu á þessum tæknilegu kröf- um.“ Guðrún segir að all- ir Evrópustaðlar séu líka gerðir að íslensk- um stöðlum. „Þetta er ___ skuldbinding sem fylgir þátttökunni í EES. era gerðir séríslenskir Guðrún Rögnvaldardóttir ► Guðrún Rögnvaldardóttir er fædd á Sauðarkróki árið 1958. Hún lauk námi í rafmagnsverk- fræði frá Háskóla fslands árið 1983. Hún fór í framhaldsnám við Tækniháskólann í Karlsruhe og lauk þaðan Diplom-prófi árið 1986. Guðrún starfaði sem lektor við lláskóla íslands í nokkur ár. Árið 1991 fór hún að vinna á staðladeild Iðntæknistofnunar og hefur starfað að staðlamál- um síðan. Árið 1995 starfaði Guðrún hjá Evrópsku staðla- samtökunum í Brussel. I byijun þessa árs var hún ráðin framkvæmdasljóri Staðla- ráðs fslands. Eiginmaður Guðrúnar er Bjarni Þór Björnsson stærðfræð- ingur og eiga þau þijár dætur. Stöðlun eins og heimilis- störfin? Svo staðlar og það er þá fyrst og fremst í byggingariðnaði. Einnig má nefna staðla sem varða þjóðleg- ar kröfur í upplýsingatækni." Guðrún segir að Staðlaráð sé í samstarfi við Neytendasamtök- in, Slysavarnafélagið, Hollustu- vemd, Umferðarráð og fleiri um stöðlun á sviði neytendamála. Hópur íslenskra hagsmunaaðila hafi t.d. fylgst náið með gerð evrópskra staðla um öryggi á leikvöllum. - Hvernig er því fylgt eftir að öryggiskröfum sé framfylgt þegar búið er að setja staðla? „I mörgum tilfellum má ekki markaðssetja vöra nema hún uppfylli kröfur í reglugerðum og tilskipunum. Markaðseftirlit sem Löggildingastofa hefur með höndum á að fylgja því eftir að farið sé að settum reglum í þessu sambandi." Guðrún segir að stundum þurfi vöramar að vera CE merktar annars megi ekki markaðssetja þær og merkið CE gefur til kynna að varan uppíylli lágmarkskröfur og sé ekki hættuleg né skaðleg fyrir umhverfið. - Eru staðlar utan Evrópu ólíkir þeim evrópsku? „Þó innan Evrópu sé verið að samræma staðla á mörgum svið- um era aðrir staðlar sem gilda þar fyrir utan. Þeir sem ætla t.d. að flytja inn vörur frá Banda- ríkjunum mega ekki markaðs- setja þær samkvæmt bandarísk- um stöðlum. Þær þurfa að uppfylla evr- ópskar kröfur. Sama gildir um vöra sem er framleidd og seld á ís- landi.“ - Hvað er starfsfólk Staðla- ráðs íslands að fást við núna? „Eins og ævinlega eram við fyrst og fremst að sinna evr- ópsku samstarfi og þar er jafnt og þétt unnið að stöðlun í þágu almennings. Nýlega kom staðall um öryggi leikfanga úr endur- skoðun og vinna að Evrópu- stöðlum um reiðhjól er að hefj- ast, svo nefnd séu dæmi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.