Morgunblaðið - 14.10.1998, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Evrópsk kórakeppni í Noyon í Frakklandi
Schola cantorum
og rúmenskur kór
hlutu 1. verðlaun
SCHOLA cantorum syngur í dómkirkjunni í Noyon.
KAMMERKÓRINN Schola cantor-
um og rúmenskur kirkjukór deildu
fyrstu verðlaununum í evrópski-i
kórakeppni sem fram fór í dóm-
kirkjunni í Noyon í Norður-Frakk-
landi sl. laugardagskvöld. Tilkynnt
var um úrslitin á sunnudag en fyrir
athöfnina höfðu allir kórarnir fengið
fyrirmæli um að vera tilbúnir með
tíu mínútna dagskrá, ef svo færi að
þeir hrepptu verðlaunin. „Við vorum
svo heppin að lenda í þessu og urð-
um að vonum afskaplega ánægð,“
segir Hörður Askelsson, stjórnandi
kórsins, í samtali við Morgunblaðið.
„Þetta er viðurkenning á því að
það sem við erum að gera sé gott,
auk þess sem þetta vekur athygli og
áhuga á kórnum, En það sem skiptir
mestu máli er reynslan sem við fá-
um við að taka þátt í keppni sem
þessari. Því fylgir mikil spenna og
miklu meira álag en því að syngja á
venjulegum tónleikum, þannig að
þetta er prófsteinn á svo margt. Nú
finnum við líka hverjir veikleikarnir
eru og hvar við þurfum að vinna bet-
ur,“ segir hann.
Keppnin er einn af hápunktum
kirkjutónlistardaga sem haldnir eru
í nokkrum bæjum í Picardie í Norð-
ur-Frakklandi. Þátttaka í keppninni
er miðuð við kóra við stórar kirkjur
og var hámarksfjöldi í hverjum kór
45 manns. Flestir þeirra átta kóra
sem tóku þátt voru af þeirri stærð
eða hátt í það en í Schola cantorum
eru átján félagar, sem sumir hverjir
syngja einnig í Mótettukór Hall-
grímskirkju og eru flestir tónlistar-
menntaðir. Kórinn er ungur að ár-
um, stofnaður 1996 af stjómandan-
um, Herði Askelssyni.
Óviss um hvort við
ættum möguleika
„Við vissum ekkert mikið um
keppnina fyrirfram og sendum inn
umsókn fyrirvaralítið. Okkur lang-
aði að prófa þetta til þess að hafa
eitthvað að keppa að og renndum
svo sem alveg blint í sjóinn með það.
Við vorum líka langminnsti kórinn,
svo við vorum dálítið óviss um það
fyrst hvort við ættum möguleika,"
Þekkt vörumerki
segir hann. Á opnunartónleikum
kóramótsins söng franskur kór sem
hafði fengið verðlaun þegar keppnin
var haldin í fyrsta sinn og að sögn
Harðar eini franski kórinn sem hef-
ur náð einhverjum árangri í keppn-
inni. „Stjórnandinn sagði mér að
franskir kórar teldu sig ekki eiga er-
indi í þessa keppni því þeir væru
einfaldlega ekki nógu góðir. Þeir
væru hræddir við þetta og þess
vegna legðu þeir ekki í að sækja
um.“
Hátt á fimmta tug kóra sótti um
að fá að taka þátt og af þeim valdi
dómnefnd níu kóra til þess að
keppa. „Við héldum að við værum
að fara að hitta þarna franska kóra,
þýska og enska, þar sem kórhefðin
er mjög mikil, og jafnvel norræna.
Það kom okkur því mjög á óvart að
kórarnir sem valdir voru reyndust
allir nema við vera frá Austur-Evr-
ópu,“ segir Hörður en kórarnir
komu m.a. frá Tékklandi, Póllandi,
Eistlandi, Rúmeníu og Ukraínu.
Raunar urðu kórarnir ekki nema
átta vegna þess að félagar í þeim
síðastnefnda fengu ekki vegabréfs-
áritun og komust því hvergi.
Auk heiðursins sem fylgir því að
vinna keppnina er Schola cantorum
nú 14 þúsund frönkum ríkari, eða
um 175.000 íslenskum krónum, og
segir Hörður það létta mjög kostn-
aðinn við ferðalagið. Þá eru ótalin
þau nýju sambönd og kynni sem
takast á mótum sem þessu og eru
oft ekki síður mikilvæg.
Tónleik-
ar í Hall-
gríms-
kirkju
í TILEFNI sigursins í evrdpsku
kdrakeppninni í Frakklandi
heldur Schola cantorum, kamm-
erkdr við Hallgrímskirkju í
Reykjavík, tdnleika í Hallgríms-
kirkju í kvöld, miðvikudags-
kvöld, kl. 21.
Kdrinn flytur m.a. verkefnin
sem hann söng í keppninni;
kdrverk frá endurreisnar- og
barokktimabilinu eftir Tallis,
Purcell og Schein, svo og kdr-
tdnlist frá 20. öldinni eftir Þor-
kel Sigurbjörnsson, Hjálmar H.
Ragnarsson, Atla Heimi Sveins-
son og Thomas Jennefelt. Auk
þess flytur kdrinn verkið Ubi
est eftir sldvenska tdnskáldið
Larisa Vhrunc, en það var
skylduverkefni í kdrkeppninni.
Maður á mislitum
sokkum á Smíða-
verkstæðinu
NÚ STANDA yfir æfingar á
gamanleikritinu Maður í mislit-
um sokkum eftir Arnmund
Backman á Smíðaverkstæði
Þjóðleikhússins.
Leikritið lýsir í léttum dúr
viðburðaríkum dögum í lífi
ekkju á besta aldri og nokkurra
vina hennar. Hvað gerir góð-
hjörtuð kona þegar hún finnur
ókunnugan, rammvilltan og
minnislausan mann á fömum
vegi?
Þetta er fyrsta leikrit Arn-
mundar sem sýnt er í Þjóðleik-
húsinu en leikritið var fyrst
sýnt sl. vetur hjá leikfélagi
eldri borgara, Snúði og
Snældu. Ammundur hafði áður
sent frá sér tvær skáldsögu,
Hermann og Böndin bresta, og
skrifað leikritið Blessuð jólin,
sem kynnt var með leiklestri í
Þjóðleikhúsinu fyrir tæpum
tveimur árum.
Arnmundur Backman lést 11.
september 1998, 55 ára að aldri.
Leikendur em Þóra Friðriks-
dóttir, Bessi Bjamason, Guðrún
Þ. Stephensen, Gunnar Eyjólfs-
son, Helga Bachmann, Árni
Tryggvason, Guðrún S. Gísla-
dóttir og Olafur Darri Ólafsson.
Lýsingu hannar Ásmundur
Karlsson. Höfundur leikmyndar
og búninga er Hlín Gunnars-
dóttir. Sigurður Sigurjónsson
leikstýrir.
BÓKASALA í sept.
Rðð Var Titill/Hðfundur/Útgefandi
1 DÖNSK-ÍSLENSK / ÍSLENSK-DÖNSK ORÐABÓK/ / Orðabókaútgáfan
2 ENSK-ÍSLENSK / ÍSLENSK-ENSK ORÐABÓK/ / Orðabókaútgáfan
3 ENSK-ÍSLENSK SKÓLAORÐABÓK// Mál og menning
4 AMAZING ICELAND - ÝMIS TUNGUMÁL' Helgi Guðmundsson
og Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið
5 SPÆNSK-ÍSLENSK / ÍSLENSK-SPÆNSK ORÐABÓK/ / Orðabókaútgáfan
6 ENSK-ÍSLENSK /ÍSLENSK-ENSK VASAORÐABÓK//Orðabókaútgáfan
7 SJÁLFSTÆTT FÓLK/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell
8 HÍBÝLIVINDANNA/ Böðvar Guðmundsson/ Mál og menning
9-10 ENGLAR ALHEIMSINS/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning
9-10 MANNDÓMUR/Andrés Indriðason/ Mál og menning
Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK
1 SJÁLFSTÆTT FÓLK/ Halldór Kiijan Laxness/ Vaka-Helgafell
2 HÍBÝLIVINDANNA/ Böðvar Guðmundsson/ Mál og menning
3 ENGLAR ALHEIMSINS/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning
4 SALKA VALKA/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell
5 LIFSINS TRE/ Böðvar Guðmundsson/ Mál og menning
6 BRENNU-NJÁLS SAGA// Mál og menning
7 LEIKURHLÆJANDILÁNS/AmyTan/Bjartur
8 BREKKUKOTSANNÁLL/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell
9 ÍSLANDSKLUKKAN/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell
10 SNORRA-EDDA/ Snorri Sturluson/ Mái og menning
ÍSLENSK OG ÞÝPD UÓÐ
1 HÁVAMÁL/ / Vaka-Helgafell
2 EDDUKVÆÐI - STYTT ÚTGÁFA/ Óiafur Briem sá um útgáfuna/ Iðunn
3 EDDUKVÆÐI/ Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna/ Mál og menning
4 LITARÍM/ Pórarinn Eldjárn/ Forlagið
5 LJÓÐ DAGSINS/ Sigurbjörn Einarsson valdi efni/ Setberg
6 SÁLMABÓK ÍSLENSKU KIRKJUNNAR/ Róbert A. Ottósson valdi efni/ Kirkjuráð
7 TUHUGU LJÓÐ UM ÁST OG EINN ÖRVÆNTINGARSÖNGUR/ Pablo Neruda/ Háskólaútgáfan
8 SPÁMAÐURINN/ Kahlil Gibran/ íslendingasagnaútgáfan
9-10 GULLREGN ÚR ÁSTARLJÓÐUM ÍSLENSKRA KVENNA/ Gylfi Gröndal tók saman/ Forfagið
9-10 GULLREGN ÚR LJÓÐUM JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR/ Guðni Jónsson tók saman/ Forlagið
ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGiTNGABÆKUR
1 MANNDÓMUR/ Andrés Indriðason/ Mál og menning
2 BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA/ Astrid Lindgren/ Mál og menning
3 VINALEITIN/ Eiríkur Brynjólfsson/ Mál og menning
4-5 STAFRÓFSKVER/ Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eldjárn/ Forlagið
4-5 ÞRÍR LITLIR GRÍSIR/ Alan Benjamin/ Mál og menning
6 GÖNGUFERÐ MEÐ KRUMMA/ Sigríður E. Sigurðardóttir/ Mál og menning
7 ÓSÝNILEGA BARNIÐ/ Tove Jenson/ Mál og menning
8 STUBBUR/ Bengt Nielsen/ Mál og menning
9 GEITURNAR ÞRJÁR/ Jonathan Langley/ Mál og menning
10 ÚLFURINN OG SJÖ KIÐLINGAR/ Richard Scarry/ Mál og menning
ALMENNT EFNIOG HANPBÆKUR
1 DÖNSK-ÍSLENSK / ÍSLENSK-DÖNSK ORÐABÓK// Orðabókaútgáfan
2 ENSK-ÍSLENSK / ÍSLENSK-ENSK ORÐABÓK/ / Orðabókaútgáfan
3 ENSK-ÍSLENSK SKÓLAORÐABÓK// Mál og menning
4 AMAZING ICELAND - ÝMIS TUNGUMÁL/ Helgi Guðmundsson
og Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagid
5 SPÆNSK-ÍSLENSK / ÍSLENSK-SPÆNSK ORÐABÓK/ / Orðabókaútgáfan
6 ENSK-ÍSLENSK /ÍSLENSK-ENSK VASAORÐABÓK/ / Orðabókaútgáfan
7-8 ÞÝSK-ÍSLENSK / ÍSLENSK-ÞÝSK ORÐABÓK/ / Orðabókaútgáfan
7-8 SJÁVARNYTJAR VIÐ ÍSUND/ Karl Gunnarsson/ Mál og menning
9-10 DÖNSK-ÍSLENSK SKÓLAORÐABÓK/ / Mál og menning
9-10 ÍSLENSK-ENSK ORÐABÓK/ / Iðunn
Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni
Höfuðborgarsvæðið: Utan höfuðborgarsvæðisins:
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Keflavíkur, Keflavík
Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum
Penninn-Eymundsson, Austurstræti KÁ, Selfossi
Eymundsson, Kringlunni
Penninn, Hallarmúla
Penninn, Kringlunni
Penninn, Hafnarfirði
Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka á sölu bóka í september 1998 Unniö fyrir
Morgunblaðið, Félag Islenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar
með pær bækur sem seldar hafa verið á mörkuöum ýmiss konar á pessu tímabili, nó kennslubækur.