Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 AKUREYRI MORGUNB LAÐIÐ Kvikmyndaklúbbur Akureyrar Spænsk kvikmynd í Borgarbíói KVIKMYNDAKLÚBBUR Akureyrar sýnir nú um helgina spænsku kvik- myndina Kvikt hold, nýjustu mynd hins rómaða leikstjóra Pedros Aimodóvars en hann skrifaði einnig handritið eftir sögu Ruth Rendell. Búnaðarsamband Eyjafjarðar Fagnar áliti nefnd- ar um lífs- kjör bænda STJÓRN Búnaðarsambands Eyjafjarðar fjallaði á fundi í vikunni um álit nefndar land- búnaðarráðherra um úttekt á lífskjörum bænda í hefð- bundnum landbúnaði 1989 til 1996 og var í megindráttum sammála niðurstöðum hennar þótt nokkur atriði þættu orka tvímælis. Fagnaði stjómin áliti nefnd- arinnar um h'fskjör bænda. „Sérstaklega telur stjómin lofsvert að á landbúnaðinn skuli litið sem alvöm atvinnu- grein, sem lýtur lögmálum at- vinnuhfsins, en ekki hluta af almannatryggingakerfínu eða sérstaka byggðastefnu," segir í ályktun sem samþykkt var á fundi stjómarinnar. Einnig telur stjómin brýnt að hags- munir þeirra sem bera uppi atvinnugreinina í framtíðinni séu settir í öndvegi við gerð búvörusamninga en hagsmun- um þeirra, sem em að hverfa úr greininni vegna aldurs eða annarra starfa, verði mætt á öðram vettvangi. Almodóvar á að baki margverð- launar myndir eins og Konur á barmi taugaáfalls, Bittu mig, elskaðu mig og Kika. Myndin Kvikt hold er sýnd sunnudaginn sunnudaginn 1. nóvem- ber kl. 17 og mánudaginn 2. nóvem- ber kl. 18.30. Miðaverð er 550 krónur en ellilífeyrisþegar og skólafólk borga 450 krónur. Myndin er sýnd í Borgar- bíói og era allir velkomnir. Kvikmyndaklúbbur Akureyrar hefur starfað frá árinu 1990 og hefur á þeim tíma verið unnið ötullega við að kynna kvikmyndina fyrir bæjar- búum, ekki aðeins sem skemmtun, heldur einnig sem listform. Klúbbur- inn hefur leitast við að sýna myndir frá öllum heimshornum, sem teljast óhefðbundnar og framandi. Nú ber svo við að fólk bráðvantar til starfa í stjóm klúbbsins á komandi vetri og era því allir þeir sem áhuga hafa eindregið hvattir til að mæta á þessar sýningar og bjóða sig fram. ------------------ Reyklaust í Hagkaupi HAGKAUP á Akureyri verður reyklaus vinnustaður frá 1. nóvem- ber. Vakin er athygli á þessu í frétt frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis, en þar kemur fram að ánægjulegt sé að þessi ákvörðun hafi verið tekin á svo fjölmennum vinnustað. Hagkaup á Akureyri bætist þar með í hóp þeirra fýrir- tækja sem velja það að vera reyk- laus. Félagið vekur einnig athygli á því að á skrifstofu félagins er hægt að fá ráðleggingar og bæklinga m.a. fyrir þá sem hafa hug á að hætta að reykja. Skrifstofan, sem er til húsa í Glerárgötu 24, er opin alla virka daga frá kl. 12 til 15. Dröfn sýnir í Svartfugli DRÖFN Guðmundsdóttir mynd- höggvari opnar sýningu á verkum sínum í Galleríi Svartfugli á morg- un, laugardaginn 31. október. Hún sýnir verk unnin i gler og kallar sýninguna Land -s- lag. Sýningin stendur til 15. október næstkom- andi og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18. Dröfn er ein af listakonunum sem sýndu verk sín í galleríinu í síðasta mánuði. Undanfarin ár hef- ur hún mestmegnis unnið verk úr gleri og á sýningu hennar má sjá bæði mótað og málað gler. Við- fangsefni hennar em hestar og fjöll, ekki bara venjulegir hestar heldur litríkir hestar hugans og fjöllin em draumafjöll. Dröfn útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Islands 1993 og hefur haldið nokkrar einkasýning- ar og tekið þátt í samsýningum. Hún rekur Gallerí Listakot í Reykjavík ásamt 14 öðmm lista- konum. BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti í gær að ganga til samninga við Sjó- vá-Almennar tryggingar hf. um vá- tryggingar fyrir Akureyrarbæ, stofnanir hans og fyrirtæki. Álls bár- ust 6 tilboð í vátryggingar íyrir Akureyrarbæ, en tilboð voru opnuð í síðustu viku. Utilista- verk sett upp í Belgíu ÚTILISTAVERK eftir Alexöndru Cool og Sólveigu Baldursdóttur myndhöggvara á Akureyri var sett upp í Vollezele rétt utan við Brussel í Belgíu í ágúst síðastliðnum. Verkið er unnið í belgískan stein og samanstendur af fjór- um súlum, sem hver um sig er tveir metrar á hæð auk stein- borðs og bekkja. Súlurnar eru gróft höggnar en teikningar eru gerðar í miðju súlnanna og unnið út frá árstíðunum fjór- um. Sólveig og Alexandra hafa á undanförnum árum unnið sam- an að hugmyndum um útilista- verk og er verkið afrakstur af því samstarfí. Alexandra Cool dvaldist hér á landi í júní síðast- liðnum, ferðaðist um landið og sýndi verk sín í Deiglumii á Ákureyri. Tilboð Sjóvár-Almennra trygginga var lægst, tæplega 13,5 milljónir króna, Vátryggingafélag Islands bauð 14.1 milljón króna og frávikstilboð 15.1 milljón, tilboð Varðar, vátrygg- ingafélagsins var 23 milljónir króna, Tryggingamiðstöðin bauð 14,1 milijón og Trygging hf. 15,5 milljónir króna. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í Safnaðar- heimili kl. 11 á morgun, opið hús frá kl. 10.30 til 12. Guðþjón- usta kl. 11, útvarpsguðsþjón- usta, látinna minnst. Kór Akur- eyrarkirkju syngur. Biblíulest- ur í umsjá sr. Guðmundar Guð- mundssonar á mánudagskvöld, sálmur 80 lesin og íhugaður með yfírskriftinni: Fyrirbænir og þakklæti. Mömmumorgunn í Safnaðarheimili frá 10 til 12 á miðvikudag. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- vera í kirkjunni kl. 11 á morg- un. Foreldrar hvattir til að mæta með bömum sínum. Messa kl. 14, biskup Islands, herra Karl Sigurbjömsson, predikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukaffí kvenfélagsins Bald- ursbrár verða í safnaðarsal að athöfn lokinni. Fundur æsku- lýðsfélagsins verður kl. 20. Bi- blíulestur og bænastund kl. 20 á mánudagskvöld og náttsöng- ur kl. 21. Kyrrðar- og tilbeiðslu- stund kl. 18.10 á þriðjudags- kvöld. Hádegissamvera kl. 12 á miðvikudag. Opið hús fyrir for- eldra og böm frá 10 til 12 á fimmtudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un, fjölskyldusamkoma kl. 17. Heimilasamband kl. 15 á mánu- dag, unglingasamkoma kl. 20 á þriðjudag. Hjálparflokkiu- á miðvikudag og krakkaklúbbur kl. 17 fyrir 6-10 ára böm, 11 plús mínus fyrir 10 til 12 ára kl. 17 á föstudag. Fatamarkaður frá 10 til 17 á föstudögum. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Verkleg þjálfun fyrir unglinga kl. 14 í dag, bænastund frá 20 til 21 í kvöld. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á morg- un, biblíukennsla fyrir alla ald- urshópa, G. Theodór Birgisson kennir úr Rómverjabréfinu. Samkoma sama dag kl. 20, G. Theodór Birgisson predikar. Fjölbreyttur söngur, barnapössun fyrir yngri en 6 ára. Heimasíða www.gospel.is og Vonarlínan sími 462-1210 með uppörvunarorð úr ritning- unni. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og sunnudag kl. 11. Allra sálna messa, mánudag 2. nóvember kl. 7 fyrir hádegi og einnig kl. 7.30. Basar verður í kaþólsku kirkjunni við Eyrarlandsveg 26 á morgun, sunnudag, kl. 15 en þar verður að fínna margt gott og fallegt til jólagjafa. KFUM og K: Almenn sam- koma kl. 17 á morgun, sunnu- dag. Ræðumaður Bjarni Guð- leifsson. Fundur í yngri deild fyrir drengi og stúlkur 8-12 ára á mánudag kl. 17.30. LAUGALANDSPRESTAKALL: Messa í Munkaþverárkirkju kl. 21 á morgun og kl. 15 á Krist- nesspítala. Sunnudagaskóli í Möðravallakirkju kl. 11 á morg- un, rútur aka að kirkjunni. Vikulegar bæna- og kyrrðar- stundir með Kristínu Jónsdótt- ur era kl. 21 á miðvikudags- kvöldum í kapitulinu við Munkaþverárkirkju. Minnt er á hátíðarmessu í Möðravalla- kirkju 8. nóvember í tilefni af 150 ára afmæli kirkjunnar. Formlegum hátíðarhöldum er frestað um óákveðin tíma þar sem frágangi kirkjunnar er ekki lokið. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un. Tónleikar verða í kirkjunni kl. 17, Sigrún Valgerður Gests- dóttir og Sigursveinn Magnús- son. Messa kl. 20.30, Sigrún og Sigursveinn sjá um tónlist ásamt organista og kirkjukór. Látinna minnst. Gengið í kirkjugarð að messu lokinni undir kyndlum og kerti lögð við minningarstein eða leiði. Kirkjukaffi á eftir. MYND EFTIR AGUST GUÐMU.NDSSON 1] *$£**** ★ ★★ GAT Bylgjan HÁSKÓLABÍÓ Vátryggingar Akureyrarbæjar Samið við Sjóvá-Almennar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.