Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998
AKUREYRI
MORGUNB LAÐIÐ
Kvikmyndaklúbbur Akureyrar
Spænsk kvikmynd
í Borgarbíói
KVIKMYNDAKLÚBBUR Akureyrar sýnir nú um helgina spænsku kvik-
myndina Kvikt hold, nýjustu mynd hins rómaða leikstjóra Pedros
Aimodóvars en hann skrifaði einnig handritið eftir sögu Ruth Rendell.
Búnaðarsamband
Eyjafjarðar
Fagnar
áliti nefnd-
ar um lífs-
kjör bænda
STJÓRN Búnaðarsambands
Eyjafjarðar fjallaði á fundi í
vikunni um álit nefndar land-
búnaðarráðherra um úttekt á
lífskjörum bænda í hefð-
bundnum landbúnaði 1989 til
1996 og var í megindráttum
sammála niðurstöðum hennar
þótt nokkur atriði þættu orka
tvímælis.
Fagnaði stjómin áliti nefnd-
arinnar um h'fskjör bænda.
„Sérstaklega telur stjómin
lofsvert að á landbúnaðinn
skuli litið sem alvöm atvinnu-
grein, sem lýtur lögmálum at-
vinnuhfsins, en ekki hluta af
almannatryggingakerfínu eða
sérstaka byggðastefnu," segir
í ályktun sem samþykkt var á
fundi stjómarinnar. Einnig
telur stjómin brýnt að hags-
munir þeirra sem bera uppi
atvinnugreinina í framtíðinni
séu settir í öndvegi við gerð
búvörusamninga en hagsmun-
um þeirra, sem em að hverfa
úr greininni vegna aldurs eða
annarra starfa, verði mætt á
öðram vettvangi.
Almodóvar á að baki margverð-
launar myndir eins og Konur á barmi
taugaáfalls, Bittu mig, elskaðu mig og
Kika. Myndin Kvikt hold er sýnd
sunnudaginn sunnudaginn 1. nóvem-
ber kl. 17 og mánudaginn 2. nóvem-
ber kl. 18.30. Miðaverð er 550 krónur
en ellilífeyrisþegar og skólafólk borga
450 krónur. Myndin er sýnd í Borgar-
bíói og era allir velkomnir.
Kvikmyndaklúbbur Akureyrar
hefur starfað frá árinu 1990 og hefur
á þeim tíma verið unnið ötullega við
að kynna kvikmyndina fyrir bæjar-
búum, ekki aðeins sem skemmtun,
heldur einnig sem listform. Klúbbur-
inn hefur leitast við að sýna myndir
frá öllum heimshornum, sem teljast
óhefðbundnar og framandi.
Nú ber svo við að fólk bráðvantar
til starfa í stjóm klúbbsins á komandi
vetri og era því allir þeir sem áhuga
hafa eindregið hvattir til að mæta á
þessar sýningar og bjóða sig fram.
------------------
Reyklaust
í Hagkaupi
HAGKAUP á Akureyri verður
reyklaus vinnustaður frá 1. nóvem-
ber. Vakin er athygli á þessu í frétt
frá Krabbameinsfélagi Akureyrar
og nágrennis, en þar kemur fram að
ánægjulegt sé að þessi ákvörðun
hafi verið tekin á svo fjölmennum
vinnustað. Hagkaup á Akureyri
bætist þar með í hóp þeirra fýrir-
tækja sem velja það að vera reyk-
laus. Félagið vekur einnig athygli á
því að á skrifstofu félagins er hægt
að fá ráðleggingar og bæklinga m.a.
fyrir þá sem hafa hug á að hætta að
reykja. Skrifstofan, sem er til húsa í
Glerárgötu 24, er opin alla virka
daga frá kl. 12 til 15.
Dröfn sýnir
í Svartfugli
DRÖFN Guðmundsdóttir mynd-
höggvari opnar sýningu á verkum
sínum í Galleríi Svartfugli á morg-
un, laugardaginn 31. október. Hún
sýnir verk unnin i gler og kallar
sýninguna Land -s- lag. Sýningin
stendur til 15. október næstkom-
andi og er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 14 til 18.
Dröfn er ein af listakonunum
sem sýndu verk sín í galleríinu í
síðasta mánuði. Undanfarin ár hef-
ur hún mestmegnis unnið verk úr
gleri og á sýningu hennar má sjá
bæði mótað og málað gler. Við-
fangsefni hennar em hestar og
fjöll, ekki bara venjulegir hestar
heldur litríkir hestar hugans og
fjöllin em draumafjöll.
Dröfn útskrifaðist úr Myndlista-
og handíðaskóla Islands 1993 og
hefur haldið nokkrar einkasýning-
ar og tekið þátt í samsýningum.
Hún rekur Gallerí Listakot í
Reykjavík ásamt 14 öðmm lista-
konum.
BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti
í gær að ganga til samninga við Sjó-
vá-Almennar tryggingar hf. um vá-
tryggingar fyrir Akureyrarbæ,
stofnanir hans og fyrirtæki. Álls bár-
ust 6 tilboð í vátryggingar íyrir
Akureyrarbæ, en tilboð voru opnuð í
síðustu viku.
Utilista-
verk sett
upp í Belgíu
ÚTILISTAVERK eftir
Alexöndru Cool og Sólveigu
Baldursdóttur myndhöggvara á
Akureyri var sett upp í
Vollezele rétt utan við Brussel í
Belgíu í ágúst síðastliðnum.
Verkið er unnið í belgískan
stein og samanstendur af fjór-
um súlum, sem hver um sig er
tveir metrar á hæð auk stein-
borðs og bekkja. Súlurnar eru
gróft höggnar en teikningar
eru gerðar í miðju súlnanna og
unnið út frá árstíðunum fjór-
um.
Sólveig og Alexandra hafa á
undanförnum árum unnið sam-
an að hugmyndum um útilista-
verk og er verkið afrakstur af
því samstarfí. Alexandra Cool
dvaldist hér á landi í júní síðast-
liðnum, ferðaðist um landið og
sýndi verk sín í Deiglumii á
Ákureyri.
Tilboð Sjóvár-Almennra trygginga
var lægst, tæplega 13,5 milljónir
króna, Vátryggingafélag Islands bauð
14.1 milljón króna og frávikstilboð
15.1 milljón, tilboð Varðar, vátrygg-
ingafélagsins var 23 milljónir króna,
Tryggingamiðstöðin bauð 14,1 milijón
og Trygging hf. 15,5 milljónir króna.
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA:
Sunnudagaskóli í Safnaðar-
heimili kl. 11 á morgun, opið
hús frá kl. 10.30 til 12. Guðþjón-
usta kl. 11, útvarpsguðsþjón-
usta, látinna minnst. Kór Akur-
eyrarkirkju syngur. Biblíulest-
ur í umsjá sr. Guðmundar Guð-
mundssonar á mánudagskvöld,
sálmur 80 lesin og íhugaður
með yfírskriftinni: Fyrirbænir
og þakklæti. Mömmumorgunn í
Safnaðarheimili frá 10 til 12 á
miðvikudag.
GLERÁRKIRKJA: Barnasam-
vera í kirkjunni kl. 11 á morg-
un. Foreldrar hvattir til að
mæta með bömum sínum.
Messa kl. 14, biskup Islands,
herra Karl Sigurbjömsson,
predikar og þjónar fyrir altari.
Kirkjukaffí kvenfélagsins Bald-
ursbrár verða í safnaðarsal að
athöfn lokinni. Fundur æsku-
lýðsfélagsins verður kl. 20. Bi-
blíulestur og bænastund kl. 20
á mánudagskvöld og náttsöng-
ur kl. 21. Kyrrðar- og tilbeiðslu-
stund kl. 18.10 á þriðjudags-
kvöld. Hádegissamvera kl. 12 á
miðvikudag. Opið hús fyrir for-
eldra og böm frá 10 til 12 á
fimmtudag.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli kl. 11 á morg-
un, fjölskyldusamkoma kl. 17.
Heimilasamband kl. 15 á mánu-
dag, unglingasamkoma kl. 20 á
þriðjudag. Hjálparflokkiu- á
miðvikudag og krakkaklúbbur
kl. 17 fyrir 6-10 ára böm, 11
plús mínus fyrir 10 til 12 ára kl.
17 á föstudag. Fatamarkaður
frá 10 til 17 á föstudögum.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Verkleg þjálfun fyrir unglinga
kl. 14 í dag, bænastund frá 20
til 21 í kvöld. Sunnudagaskóli
fjölskyldunnar kl. 11.30 á morg-
un, biblíukennsla fyrir alla ald-
urshópa, G. Theodór Birgisson
kennir úr Rómverjabréfinu.
Samkoma sama dag kl. 20, G.
Theodór Birgisson predikar.
Fjölbreyttur söngur,
barnapössun fyrir yngri en 6
ára. Heimasíða www.gospel.is
og Vonarlínan sími 462-1210
með uppörvunarorð úr ritning-
unni.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa
í dag, laugardag, kl. 18 og
sunnudag kl. 11. Allra sálna
messa, mánudag 2. nóvember
kl. 7 fyrir hádegi og einnig kl.
7.30. Basar verður í kaþólsku
kirkjunni við Eyrarlandsveg 26
á morgun, sunnudag, kl. 15 en
þar verður að fínna margt gott
og fallegt til jólagjafa.
KFUM og K: Almenn sam-
koma kl. 17 á morgun, sunnu-
dag. Ræðumaður Bjarni Guð-
leifsson. Fundur í yngri deild
fyrir drengi og stúlkur 8-12 ára
á mánudag kl. 17.30.
LAUGALANDSPRESTAKALL:
Messa í Munkaþverárkirkju kl.
21 á morgun og kl. 15 á Krist-
nesspítala. Sunnudagaskóli í
Möðravallakirkju kl. 11 á morg-
un, rútur aka að kirkjunni.
Vikulegar bæna- og kyrrðar-
stundir með Kristínu Jónsdótt-
ur era kl. 21 á miðvikudags-
kvöldum í kapitulinu við
Munkaþverárkirkju. Minnt er á
hátíðarmessu í Möðravalla-
kirkju 8. nóvember í tilefni af
150 ára afmæli kirkjunnar.
Formlegum hátíðarhöldum er
frestað um óákveðin tíma þar
sem frágangi kirkjunnar er
ekki lokið.
ÓLAFSFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11 á morg-
un. Tónleikar verða í kirkjunni
kl. 17, Sigrún Valgerður Gests-
dóttir og Sigursveinn Magnús-
son. Messa kl. 20.30, Sigrún og
Sigursveinn sjá um tónlist
ásamt organista og kirkjukór.
Látinna minnst. Gengið í
kirkjugarð að messu lokinni
undir kyndlum og kerti lögð við
minningarstein eða leiði.
Kirkjukaffi á eftir.
MYND EFTIR AGUST GUÐMU.NDSSON
1]
*$£****
★ ★★
GAT Bylgjan
HÁSKÓLABÍÓ
Vátryggingar Akureyrarbæjar
Samið við Sjóvá-Almennar