Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 27 ERLENT Kjósa Bandaríkjamenn um afstöðu til forsetans? Bandaríska þjóðin gengur að kjörborðinu á þriðjudaginn og velur sér m.a. þingmenn og rík- isstjóra. Kosningarnar að þessu sinni eru sagðar snúast ekki eingöngu um einstaka fram- bjóðendur heldur ekki síður um afstöðu almennings til hneyksl- ismála forsetans. Rakel Þor- bergsdóttir skrifar frá Boston. Reuters MIKIÐ mæðir á Clinton-hjónunum fyrir þing- og ríkissljórakosningar sem framundan eru. KOSNINGARNAR á þriðjudag eru margþættar og misjafnt eftir ríkjum um hversu mörg embætti er kosið. Að þessu sinni verður kosið um öll 435 sæti fulltrúadeildar þingsins, 34 sæti öldungadeildarinnar, 36 ríkis- stjórar verða valdir auk þess sem 46 ríki af 50 kjósa í æðstu stöður stjórn- sýslu sinnar. Aðalbaráttan er um yf- irráð þingmeirihluta í fulltrúadeild- inni en Demókrataflokkurinn þarf einungis 11 þingsæti til að fella meii’ihluta Repúblikanaflokksins. Demókratar eru í meirihluta öld- ungadeildarinnar en með fimm þing- sætum til viðbótar réði flokkurinn yfir tveimur þriðju hlutum atkvæða og gæti þar með komið í veg fyrir að hugsanleg málshöfðun til embættis- missis á hendur forsetans yrði sam- þykkt. Hagstæð úrslit flokkanna í kosn- ingum þessa árs geta skipt máli fyrir stöðu þeirra næstu árin því manntal verður tekið árið 2000 og kjördæma- skipan breytt í samræmi við það. Sigri repúblikanar gæti það sett demókrata í viðkvæma stöðu og gert þeim erfiðara um vik að endur- heimta töpuð sæti síðar. Þegar undirbúningur fyrir kosn- ingarnar hófst leit út fyrir að úrslit yrðu tíðindalítil og breytingar litlar. Efnahagur landsins var r blóma og friður ríkti allt þar til Lewinsky mál- ið blossaði upp og ljóst var að erfið- leikar Clintons myndu ekki hverfa án einhverra eftirmála. Um tíma var því haldið fram að þrengingar forset- ans myndu vekja næga samúð og reiði til að flokknum tækist að nýta sér umfjöllunina til að auka fylgi sitt. Nú vh'ðast flestir þeirrar skoðunar að það verði Repúblikanaflokkurinn sem muni hagnast á hremmingum Clintons. Atkvæði kvenna niikilvæg Nokkur atriði hafa einkennt kosn- ingabaráttuna í Bandaríkjunum að þessu sinni. Áhersla frambjóðenda á einstök málefni í stað þess að reyna að klekkja á andstæðingnum með neikvæðum auglýsingum hefur ein- kennt kosningaslaginn ef frá er tal- inn lokaspretturinn þar sem öllum brögðum er beitt til að sigra. Mikl- um fjármunum hefur verið eytt í kosningabaráttuna á landsvísu og reiknast mönnum svo til að nýtt met hafi verið sett. Repúblikanaflokkurinn hefur biðl- að sérstaklega til kvenna og blökku- manna en Demókrataflokkurinn hef- ur reynt áð höfða hvort tveggja til frjálslyndra og miðjumanna. Konur eru sagðar gegna lykilhlutverki í kosningunum og afstaða þeirra til hneyklismála forsetans er talin geta haft úrslitaáhrif í einstökum ríkjum. Repúblikanaflokkurinn fór af stað með tíu milljóna dollara auglýsinga- herferð á landsvísu fyrr í vikunni þar sem mál forsetans voru opinskátt gerð að kosningamáli og meðal ann- ars notaðar myndir af Clinton þar sem hann ávarpar þjóðina. Nokkrar þessara auglýsinga eiga sérstaklega að ná til kvenna og mæður eru meðal annars spurðar hvort það eigi að verðlauna forsetann fyrh- að ljúga að þjóðinni í sjö mánuði. Heimavinn- andi húsmæður þykja sérstaklega viðkvæmai- fyrir áróðri af þessu tagi því jafnvel skoðanakannanir meðal demókrata hafa sýnt að hneykslun fólks á hegðun forsetans er hvað mest á meðal foreldra ungra barna. Skoðanakannanir á viðhorfi al- mennings til Lewinsky-málsins hafa verið tíðar undanfarna mánuði og reynt hefur verið að spá um hugsan- leg áhrif þess á kosningarnar. News NBS og Wall Street Journal birtu niðurstöður einnar slíkrar á miðviku- dag þar sem tveir þriðju hlutar þjóð- arinnar lýstu yfir óánægju sinni með framferði þingmanna Repúblikana- flokksins vegna rannsóknar á málum forsetans. Könnunin leiddi í ljós að 54 prósent kjósenda sögðu að Lewin- sky málið myndi ekki hafa áhrif á ákvörðun þeirra í kjörklefanum. Um 36 prósent sögðust síður myndu kjósa frambjóðanda sem færi fram á embættismissi forsetans á móti 14 prósentum sem sögðust frekar kjósa frambjóðanda sem styddi slíkt. Ny rfkisstjórn skipuð í Slóvakíu Bættum stjórnar- háttum heitið Bratislava. Reuters. FORSETI slóvakíska þingsins skip- aði í gær nýja ríkisstjórn, sem hefur heitið því að standa að miklum um- skiptum í landinu í því skyni að koma því sem fyrst aftur í fremstu röð þeirra ríkja sem bíða aðildar að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og Evrópusambandinu (ESB). Erlendir stjórnarerindrekar binda vonir við að hin nýja stjórn Slóvakíu verði þess megnug að brjóta landinu leið út úr þeirri ein- gangrun sem það hefur lent í eftir gerræðislega stjórnartíð Vladimirs Meciars, sem beið mikinn ósigur í þingkosningum í september. Fjórir flokkar standa að nýju stjóminni, þar á meðal flokkur hins fjölmenna minnihluta Ungverja í landinu, og fyrir henni fer hagfræð- ingurinn Mikulas Dzurinda. Hann tjáði fréttamönnum í gær að stjórn hans myndi reyna að græða þau sár á þjóðfélagi Slóvakíu sem fyrri stjórnarherrar hefðu valdið. Dzurinda sagði að meðal fyrstu verkefna yrði að stokka upp í leyni- þjónustunni og ríkissjónvarpinu, en Reuters MIKULAS Dzurinda, nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, um- kringdur fréttamönnum í gær. stjórn Meciars hafði haft sérlega mikil afskipti af báðum þessum stofnunum og beitt þeim óspart í pólitískum tilgangi. Schuster verður forseti Rudolf Schuster, formaður miðju- vinstri-flokks sem stendur að stjórninni, hefur verið tilgreindur sem forsetaefni stjómarflokkanna, en Slóvakía hefur verið án þjóðhöfð- ingja frá því Michal Kovac, svarinn andstæðingur Meciars, lét af emb- ætti forseta í byrjun marz sl. Þingið kýs forsetann. Fárviðri í Mið-Ameríku Allt að 50 hafa farist San Pedro Sula. Reuters. FELLIBYLURINN Mitch, sem hefur valdið allt að 50 dauðsföllum í Mið-Ameríku, var í gær skilgreind- ur sem hitabeltisstormur og óveðr- ið hélt áfram að valda flóðum og skriðuföllum á stóru svæði. Vindhraðinn hafði minnkað í 64 km á klst. í gær en var 295 km þegar hann var mestur fyrr i vikunni. Manntjónið var mest í Hondúras, þar sem um 30 manns létu lífið, og rúm hálf milljón manna varð að flýja heimili sin í Mið-Ameríkuríkjunum. „Algjör ringulreið ríkir við Atl- antshafsströndina, tjónið er ómetan- legt,“ sagði talsmaður almanna- varnanefndar Hondúras. Óveðrið hefur kostað alls 19 manns lífið í Níkaragva og ellefu fórast þar í skriðuföllum af völdum steypiregns á fimmtudag. Sex manna var enn saknað. A leið yfir Yucatan Miðja stormsins var um 80 km sunnan við La Ceiba í Hondúras í gær og veðurfræðingar sögðu að fár- viðrið kynni að færast í norðvestur, yfir Yucatan-skaga í Mexíkó og inn í Mexíkóflóa. Þeir vöruðu við því að vindhraðinn myndi aukast ef storm- urinn færi aftur yfir hafið. Framtiðarböm og Síminn Internet bjóða bömum á aldrinum 5 -14 ára upp á nytsamleg og spennandi tölvunámskeið fyrir aðeins 3.900 krónur á mánuði. Tilboðið gildir aðeins fyrir viðskiptavini Símans Intemet. Tölvuskólinn Framtíðarböm sérhæfir sig í tölvukennslu fyrir böm og unglinga á aldrinum 5-14 ára. Námið sjálft er byggt upp í kringum tíu ákveðna þætti tölvunotkunar, m.a. ritvinnslu, töflureikni, myndvinnslu, margmiðlun og hagnýtingu tölvunnar og kennt er hvemig tölvan nýtist við lausnir ýmissa verkefna og vandamála. Markmiðið er að gera tölvunotkun skemmtilega og lifandi og er unnið eftir ákveðnu þema á hverju námskeiði. Næstu námskeið liefjast 2. - 7. nóvember. Gert verður hlé á kennslu 14. desember, byrjað aftur 4. jar.úar og haldið áfram fram í miðjan maí. Skráning fer fram á skrifstofum Framtíðarbarna á eftirtöldum stöðum: Reykjavík, Grensásvegi 13 (Pfaffhúsinu), sími:s53 3322 Akureyri, Skipagötu 16, sími: 4613328, Anna Akranes, Kirkjubraut 17, símv.4313350, Borghildur ísafirði, Mánagötu 6, sími: 456 3168 eftir kl. 20, Bergljót Selfossi, Tölvuskóla Suðurlands, sími: 482 3937 SÍMINNibternet' FRAMTÍÐARBÖRN sími 553 3322
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.