Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 70
'•'70 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
„MENN voru eitthvað að tala um að lög-
reglan hefði komið,“ segir Barði Jóhanns-
son aðspurður um frumsýningarpartíið í
nýja kvikmyndaverinu í Loftkastalanum.
„Það var samt ekkert ofheldi," bætir hann
við og hlær. „Það var ekki eins og víkinga-
sveitin hefði mætt með reyksprengjur og
úða.“ Hann bætir við með ótuktarsvip: „Það
hefði nú verið hressandi samt.“
Víkingasveitin hélt
að sér höndum
•if
T
. tAn\eikum með strengjasvei
BANGGangatonlmk^.
Hvernig fnnnst þér myndin?
„Þetta var mjög fín tónleikamynd. Mér
fannst hún skenuntilega tekin, hljóðið var
misgott og margir popparanna fóru á kost-
um eins og Páll Óskar, Quarashi og Kiddi í
Vínyl. Einnig fannst mér atriðið með Sigur
rós mjög flott.“
Var myndin eins og þú bjóst við?
„Já,“ svarar hann einbeittur. „Nákvæm-
lega.“
Hvað tekur við næst hjá Bang Gang?
„Platan okkar, sem nefnist „You“, er í
pressun úti og kemur eftir tvær vikur. Við
ætlum að spila í Danmörku 14. nóvember og
síðan taka við útgáfutónleikar og eitthvert
uppistand út af plötuútgáfunni.“
Eins og Spitsign hafí dottið
í sama pott og Steinríkur
„Mér fannst myndin fín og einstaklega
fallega tekin miðað við það sem maður hef-
ur séð af hljómsveitamyndum," segir
Magga Stína, lifandi, hress og skemmtileg
að vanda. Jafnvel þótt þetta sé bara síma-
viðtal. „Sum atriði máttu missa sín en tón-
listaratriðin voru öll til mikils sóma og
prýði. Mér fannst allar hljómsveitirnar
komast vel frá sínu.“
Skaraði einhver fram úr?
„Það er erfitt að taka ein-
hvern út úr,“ svarar Magga
Stína hugsi. „Ef ég tek það
fyrsta sem kom upp í heil-
ann, alveg núna, fannst
mér það vera Spitsign. Ég
líka sé þá á tónleikum og það var sama
rogastansið. Það er eins og þeir hafi
dottið ofan í sama pott og Steinríkur."
Viðtökur
myndarinnar
Popp
Reykjavík
Hvernig var Rokk í Reykjavfk í sam-
anburðinum?
„Hún var mjög „original" mynd. Þessi er
ekki jafn einstök og Rokk í Reykjavík var á
sínum tíma. En báðar lýsa þær tíðarandanum
vel. Rokk í Reykjavík er tekin á mörgum tón-
leikum og er algjört frum. Allt í henni er
frum. Það er frummynd um frumfólk með
frumtónlist. En Popp í Reykjavík er kannski
einmitt ekki frum. Það eru miklu meiri seðl-
ar í henni og hljómsveitir valdar út frá því
hvort þær gætu verið borðleggjandi fyrir
einhveija sem vildu kannski kaupa.
Það datt ekki neinum í hug að
nokkur nennti að horta á Rokk í
Reylgavík en Popp í Reykjavík
er meira til að selja og hala inn
áhorfendur. Tónlistin er orðin
miklu meiri
markaðsvara en
hún var. Ég lield
að engum hafi dottið í hug að
selja Bjama móhíkana. En
það toppar samt enginn við-
talið við hann.“
Hvað er framundan hjá
þér?
„Ég fer til útlanda
seinnipartinn í nóvember.
Það er inni í myndinni að
ég fari líka til Danmerkur
um miðjan nóvember en
það er ekki alveg 400 pró-
sent. En ég ætla allavega að
halda þrenna ef ekki ferna
tónleika í Englandi og jafn-
vel að gera nokkra fleiri tónleika í leiðinni.
Svo ætla ég að spila hér heima. Ég ætla að
reyna halda eina tónleika áður en trommu-
leikarinn fer út sem er í byrjun nóvember
þannig að það er eins gott að þeir verði hér
um bil næstum því strax.“
Krakkarnir miklu meðvitaðri
um ljölniiðla
„Ég var ráðinn til að taka viðtöl við hljóm-
sveitirnar, vera aðstoðarmaður leikstjór-
ans, vegna þess að ég er vel inni í íslenskri
Morgunblaðið/Golli
SPYRILLINN Jón Atli Jón-
asson svaf ekkert í mánuð.
tónlist. Ég hef verið að skrifa í DV og Und-
irtóna og hef einnig verið á X-inu nánast
frá upphafi,“ segir Jón Atli Jónasson sem
spurði hljómsveitirnar spjörunum úr, jafn-
vel í bókstaflegri merkingu, í Poppi í
Reykjavík.
Varstu ánægður með útkomuna?
„Mjög svo, en ég er náttúrlega orðinn
samdauna myndinni. Ég er búinn að sjá
miklu miklu meira en áhorfandinn. Svo ég
vitni nú bara beint í dóminn sem var birtur í
morgun [fimmtudag í Mbl.j þá tók ég löng
viðtöl við hljómsveitirnar en ég kom ekki
nálægt klippingu myndarinnar og það er
leikstjórans að ákveða hvað er inni og hvað
ekki. Að því leyti finnst mér það að dæma
viðtölin ein og sér vera bara bull og vitleysa.
Svo langaði mig til að tala
um samanburðinn á þessari
mynd og Rokki í Reykjavík.
Þessi samanburður er óum-
flýjanlegur en Rokk í
Reykjavík er meira hrein-
ræktuð heimildarmynd.
Popp í Reykjavík er ekki
heimildarmynd heldur tekur
hún tónlistarlífíð í Reykjavík
og setur það undir smá-
sjána. Tekur púlsinn á því
sem er að gerast."
Var þetta mikil vinna?
„Já, og á mjög stuttum
tíma. Það kom þarna mán-
uður þar sem maður svaf
ekkert."
Hvemig eru þessir popparar - eru þeir
skemmtilegir?
„Þeir eru eins og misjafnir og þeir eru
margir,“ segir Jón Atli. „Það erfiðasta var
að fá þá til að tala um annað en það sem
sneri beint að tónlistinm. Krakkar eru orðn-
ir miklu meðvitaðri um miðlana en þeir voru
áður og eru ekkert að missa neitt út úr sér.
Þeir skilja fjölmiðlana miklu betur. Þetta er
fólk sem hefur alist upp með alla Ijölmiðlana
í kringum sig og stanslaust áreiti sem var
ekki þegar Rokk í Reykjavík var gerð.
M orgunblaðið/Ásdís
KRISTINN Júníusson úr Vínyl tók ekki húfuna af sér.
Popp á
Kaffi-
barnum
► ÞAÐ ER ekki oft sem
myndatökur eru leyfðar á
Kaffibarnum en gerð var und-
antekning á því í hófí sem
haldið var fyrir frumsýning-
una á Poppi í Reykjavík. Þar
komu saman hljómsveitirnar
og aðstandendur myndarinnar
og voru svo allir fluttir í
„harmóníkuvagni" eða svoköll-
uðum liðvagni að Bíóborginni
þar sem sýningin var haldin.
En það var óneitanlgga
skemmtilegt að litast um á
Kaffibarnum fyrir áhugamenn
um íslenska popptónlist.
TVEIR af aðstandend-
um myndarinnar, Ágúst
Guðmundsson og Berg-
sveinn Jónsson.
HÖSKULDURúr
Quarashi fylgist
með manngrúanum.
1 .1
ssm*
MAGGA Stína að hugsa eitthvað
skemmtilegt. Guðni bassaleikari
hennar er ekki eins glaðvær.
BARÐI úr Bang Gang í hróka-
samræðum við Valgeir forðum
liðsmann Ununar.
Hélt ekki vatni
yfir útkomunni
„MÉR FANNST hún alveg brillíant," segir
Páll Óskar Hjálmtýsson sem er óumdeild
stjama Popps í Reykjavík. „Ég var einmitt
svo lafhræddur við að maður myndi koma út
eins og hálfviti af því maður fékk engu ráðið
um hvernig viðtölin voru klippt
eða lögin hljóðblönduð. Svo
settist ég þarna niður og hélt
ekki vatni yfir útkomunni."
Vá hvað Reykjavík
er frábær
ANDREA Brabin, Ingvar Þórðarson og Minna Hakkinen.
Og Páll Óskar heldur áfram:
„Fyrir utan hvað sveitimar eru þéttar og góð-
ar í þessari mynd þá er myndatakan framúr-
skarandi flott og töff og hljóðblöndunin og
hljóðið í þessari mynd er roooosalegt. Mér
leið eins og myndin væri THX-kynningin í
einn og hálfan tíma. Gústi leikstjóri og hans
samstarfsfólk hefur vitað nákvæmlega hvað
það var að gera.
Páll Oskar
í stjörnuhlutverki
Popp
í Reykjavík
Og það allra allra besta við þessa mynd er að
hún hefur sömu áhrif á mann og Rokk í
Reykjavík hafði í gamla daga. Maður labbar út
úr bíóinu og segir: Vá, Reykjavík er frábær. Vá,
djöfull eigum við mikið af rosalega hæfileika-
ríku tónlistarfólki. Vá, hvað
krakkarnir em klárir og hvað það
eru góð lög sem þetta lið semur.
Það getur stundum verið mikil öf-
und og baktal og álíka kjaftæði á
Islandi, sérstaklega meðal kollega
í sama bransanum, og þess vegna
leið mér svolítið eins og allir yrðu
vinir. Alla langaði til að fallast í faðma og segja:
Heyrðu, þú ert frábær eftir allt saman."
Ýmislegt sagt í skjóli fyllirís
Þú ert nú alveg óumdeiid stjarna myndar-
innar.
„Já, ég er svona sögumaður," svarar Páll
Óskar. „Sá póllinn var tekinn í hæðina strax