Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ ÚR VERINU Mikilvæg stefna í umhverfismálum Morgunblaðið/Ásdís FULLTRtíAR á Aðalfundi LÍÚ samþykktu meðal annars mótun umhverfisstefnu og vilja koma á fót sérstökum sjávarútvegsskóla. Þeir sem auðlindina nýta eiga að stjórna veiðunum Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra varar við hugmynd- um um alþjóðleg yfirráð yfir auðlindum hafsins „VIÐ tókum hér mjög mikilvæga stefnu í umhverfismálum, sem við eigum eftir að útfæra, hvemig verði mæld og mörkuð, en við meinum þau átta boðorð, sem við setjum okkur hér. Það er svo ein- dreginn vilji þessa fundar að sam- tökin beiti sér fyrir því, að útvegur- inn sem slíkur verði miklu meira afgerandi og taki að sér stjóm á skólamálum sjávarútvegsins,“ sagði Kristján Ragnarsson, for- maður LÍU, í samtali við Morgun- blaðið í lok aðalfundar samtakanna í gær. „Þetta var mjög ánægjulegur fundur, mjög vel sóttur. Það hefur verið mikií eindrægni hér og menn hafa skipzt á skoðunum um mikil- væg mál. Það er mikil andstaða við Kvótaþing, en ekki með sama hætti við verðlagsstofu skiptaverðs enda er það ekki eins Ijóst fyrir mönnum hvemig hún kemur til með að virka. Skólamálin lúta fyrst og fremst að skipstjórnar- og vélstjóra- menntun, en fiskvinnsluskóli kem- ur einnig til greina, en af slíku höfum við engin afskipti haft. Hvemig þetta gerist liggur ekki fyrir. Til þess þurfum við að ræða við stjórnvöld og samtök sjó- manna og kanna hvort þau vilja koma með okkur að þessu verki. Þarna er mikið verk að vinna og okkur finnst að skólarnir hafi fjar- lægzt atvinnugreinina og við vilj- um ná meiri samstöðu milli at- í EFNAHAGSÁLYKTUN aðal- fundar LÍÚ, sem samþykkt var í gær, segir m.a. að skilyrðin í hafinu hafi verið fremur hagstæð á þessu ári. Verð á fiskafurðum í mikilvæg- ustu markaðslöndum Islendinga hafi hækkað og eftirspurn sé mikil. Innlent verðlag hafi almennt verið frekar stöðugt og verð á olíu hafi lækkað á árinu. F>ví sé ástæða til hóflegrar bjartsýni á næstu mán- uðum ef engar meiriháttar breyt- ingar verði til hins verra í starfs- umhverfi útvegsins. Fundurinn NOHA Brunaslöngur frá Noregi Viðurkennd brunavöm Fáanlegar með og án skáps Heildsöludreifing: Smiðjuvegi 11, Kopavogi Sími 564 1088.fax 564 10B9 Fást í byggingavðruwefslunum um land allt. vinnugreinarinnar og skólanna og við njótum starfskrafta þeiira bezt með því,“ sagði Kristján Ragnarsson. Hann var endurkjör- inn formaður samtakanna með lófataki á fundinum. Umhverfisstefna LÍtí Umhverfisstefna LÍÚ er í átta liðum og er sem hér segir: 1. LIÚ mun vinna að því að við- halda hreinu og heilnæmu haf- svæði umhverfis Island. 2. LIÚ mun stuðla að áframhald- andi sjálfbærri nýtingu auðlinda sjávar. 3. LIÚ mun beita sér fyrir því að útbúnaður veiðarfæra leiði til góðr- ar nýtingar auðlinda sjávar. 4. LÍÚ mun beita sér fyrir eflingu hafrannsókna. 5. LIÚ mun beita sér fyrir því að leiðbeina félögum þannig að þeir séu betur í stakk búnir að uppfylla kröfur sem koma fram í lögum og reglum. 6. LIÚ mun kappkosta að upplýsa almenning um umhverfisáhrif út- gerðarinnar. 7. LÍÚ mun markvisst vinna að efl- ingu umhverfisvitundar starfs- manna útgerðarinnar. 8. LÍÚ mun vinna að því að fá stjórnvöld og aðra aðila í sjávarút- vegi til liðs við sig um þessa um- hverfisstefnu. Fundurinn fól stjórn samtak- anna að útfæra stefnumið og fram- kvæmdaáætlun fyrir stefnuna. lagði til að Kvótaþing íslands yrði lagt niður, enda stefndi óbreytt starfsemi þess rekstarforsendum einstaklingsútgerða í hættu. Aðalfundur LÍÚ lagði í efna- hagsáætlun sinni til að Kvótaþing íslands verði lagt niður, ella þurfi að breyta starfsemi þess þannig að augljósir vankantar á starfseminni verði sniðnir af hið fyrsta. Bent var á að upplýsingar um viðskipti á þinginu verði birtar eftir að þau hafa farið fram, vinna þurfi að því að gera tilboðsgerð auðveldari og einfalda þurfi skrifræði sem fylgi starfsemi þingsins. Einnig að auka þurfi sveigjanleika í jöfnum skipt- um, enda sé það algengasta form kvótaviðskipta. Fundurinn mótmælti jafnframt öllum hugmyndum um að fjölga sóknardögum krókabáta og auka þannig aflahlutdeild þeirra á kostn- að annarra,- Auðlindaskattur skerðir sam- keppnisstöðu erlendis Fundurinn lagði til að sam- keppnisstaða sjávarútvegsins á er- lendum mörkuðum verði ekki skert með sérstökum skatti á útveginn. Auðlindaskattur sé fyrst og fremst landsbyggðarskattur, þar sem 80% af útgerðinni séu rekin í sjávar- byggðum við strendur landsins. Þá hvatti fundurinn til þess að sérstök úttekt verði gerð á samkeppnis- stöðu atvinnugreinarinnar gagn- vart sjávarútvegi í helstu sam- keppnislöndum. www.mbl.is HALLDÓR Ásgrímsson, utanrík- isráherra, varaði alvarlega við hug- myndum um alþjóðleg yfirráð fyrir auðlindum hafsins á aðalfúndi LÍÚ í gær. „Ég hef ávallt verið þeirrar skoðunar að stjórn fiskveiða eigi að vera sem næst þeim sem nýta auð- lindina. Krafan um aukið alþjóðlegt samráð er hins vegar skiljanleg. Ákvarðanir um nýtingu auðlinda og önnur not innan efnahagslög- sögu strandríkja hafa áhrif á um- hverfi alls hafsins, þar með talið út- hafið, sem öll ríki veraldar eiga rétt tíl. Það er sömuleiðis siðferðis- leg skylda okkar að sjá til þess að við skilum auðlindinni til komandi kynslóða þannig að þær geti einnig nýtt hana í samræmi við megin- reglur sjálfbærrar þróunar. Því er erfitt að standa gegn þróun í átt að aukinni alþjóðlegri samvinnu á þessu sviði. Alþjóðleg samvinna er nauðsynleg en við höfum því miður dæmi um að stjómun á nýtingu auðlinda hafsins hefur gjörsamlega snúist upp í andhverfu sína,“ sagði Halldór. Sjálfstæða heimsnefndin um hafið Halldór kom víða við í ræðu sinni en sagði svo: „Margt hefur komið fram í þessa átt að undanfómu, bæði á vegum stofnana Sameinuðu þjóðanna og einnig hafa komið vís- bendingar um að áhugi ýmissa áhrifaaðila í Bandarfkjunum bein- ist í þessa átt. Svipaðar hugmyndir koma fram í skýrslu Sjálfstæðu heimsnefndarinnar um hafið, sem kynnt verður á allsherjarþingi Sa- meinuðu þjóðanna síðar í þessum mánuði. Þessi nefnd hafði margan mekt- armanninn innanborðs. Formaður hennar var Maríó Sóares fyrrver- andi forseti Portúgals. Meðal ann- arra sem komu sínum sjónarmið- um á framfæri í nefndinni má nefna Sidney Holt sem unnið hefur um áratugaskeið gegn íslenskum hagsmunum á vettvangi Alþjóða- hvalveiðiráðsins og David MacTaggart einn af stofnendum Greenpeace. Sú niðurstaða sem komist er að í skýrslunni er vægast sagt kvíð- vænleg hafi maður íslenska hags- muni í huga. Þar erum við komin að inntaki þessa erindis í dag, það er það sem margir úti í hinum stóra heimi vilja kalla „Fiskveiði- stjómunarkerfi framtíðarinnar". Alþjóðastofnun um málefni hafsins? Skýrslan boðar meðal annars að sett verði á laggimar einhvers kon- ar alþjóðastofnun um málefni haf- anna og gera verði nýtingu auð- linda hafsins „lýðræðislegri“ sem þýðir að óskilgreindar stofnanir og samtök geti haft áhrif á fiskveiðar og aðra auðlindanýtingu hvar sem er í heiminum. Á einum stað segir bemm orðum: „Sem stendur ber mikið á milli hvemig afrakstur af nýtingu auðlinda hafsins skiptist milli þjóða heimsins. Þessi mis- munun mun vara þangað til að því kemur að sett verður á laggimar kerfi sem deilir þessum auðlindum á réttlátan hátt milli þjóða.“ Til- vitnun lýkur. Þetta er til marks um það hvert stefnir í þessari umræðu. í þessum efnum komumst við íslendingar ekki hjá því að það er fylgst með okkur. í því sambandi nefni ég skýrslu sem náttúm- vemdarsamtökin „World Wildlife Fund“ gáfu út fyrr á þessu ári um ástand fiskistofna í heiminum. í henni er að finna vandaða umfjöll- un sem var gleðileg nýbreytni frá hendi samtaka sem stundum hafa farið villur vegar í málflutningi sínum. í skýrslunni er fjallað á hlutlægan hátt um ástand sjávar- útvegsmála víðs vegar um heim og farið sérstökum orðum um góðan árangur af kvótakerfum í þremur löndum, Ástrah'u, Nýja Sjálandi og íslandi. Það liggur í augum uppi að við verðum að geta rætt þessi mál opinskátt við þá aðila, sem vilja líta þau raunsæum aug- um, í því skyni að koma okkar áherslum að og beina umræðunni inná brautir sem eru hagstæðar okkur. Aukin áhrif umhverfíssamtaka Margt hefur hert á þessari þró- un. Þar á meðal má nefna vaxandi áhyggjur af ofveiði víða um heim, ofveiði sem leiða kann til þess að fiskstofnar hrynji. I þessu sam- bandi má nefna að mildl áhersla er nú lögð á samráð og samvinnu um vemd og nýtingu lifandi strand- og sjávarauðlinda á vettvangi samn- ings Sameinuðu þjóðanna um líf- fræðilega fjölbreytni. Annað dæmi er þrýstingur ríkja um vemd ým- issa tegunda sjávardýra innan OSPAR samningsins um vemd N orðaustur-Atlantshafsins. Þessar áhyggjur em skiljanlegar í ljósi reynslunnar af hrani ein- stakra fiskistofna, eins og til dæm- is þorskstofnsins við austurströnd Kanada og norsk-íslenska síldar- stofnsins. En því miður ráða ann- arleg sjónarmið sumstaðar ferð- inni, sjónarmið þeirra sem era ein- faldlega þeirrar skoðunar að fisk- veiðar séu af hinu vonda, veiði- tækni og veiðarfæri séu ómannúð- leg og þess vegna eigi að vinna gegn fiskveiðum," sagði Halldór. Varað við mismunun „ÞAÐ má þvi ekki koma til þess undir nokkram kringumstæðum að eignaraðild að útgerð valdi mis- munun í rétti til veiðiheimilda,“ sagði Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, á aðalfundi samtak- anna. Kristján var þá að ræða um hugmyndir forsætisráðherra um æskilega almenna eignaraðild að sjávarútvegsfyrirtækjum. „Forsætisráðherra vék að því í stefnuræðu að æskilegt væri að eignaraðild að sjávarútyegsfyrir- tækjum væri almenn. Á örfáum áram hefur orðið veruleg breyting á eignaraðild á þann veg sem for- sætisráðherra telur æskilegt. I öll- um landsfjórðungum era nú stór og öflug fyrirtæki sem skráð eru á markaði. Ég tel það mikils virði fyrir sjávarútveginn og einstök fyrirtæki að hafa breiða eignarað- ild sem gerir kröfu um arðsemi. Þegar tugir þúsunda manna eiga beina eða óbeina eignaraðild að fyrirtæki sætta þeir sig ekki við að fyrirtæki sé til lengri tíma rekið með tapi. Þessi eignaraðild styrkir einnig stöðu sjávarútvegsins gagn- vart stjórnvöldum um að honum séu á hverjum tíma sköpuð eðlileg starfsskilyrði, en ekki látið reka á reiðanum eins og svo oft hefur gerst á liðnum áratugum. Við meg- um heldur ekki gleyma einyrkjum og fjölskyldufyrirtækjum í útgerð, sem oft hafa sýnt frábæran árang- ur í rekstri. Þar era ekki skráðir yfu-vinnutímar og mikið er á sig lagt til þess að ná góðum árangri. Það má því ekki koma til þess und- ir nokkrum kringumstæðum að eignaraðild að útgerð valdi mis- munun í rétti til veiðiheimilda," sagði Kristján Ragnarsson. Efnahagsályktun aðalfundar LIU Ástæða til hóf- legrar bjartsýni Vilja að Kvótaþing verði lagt niður TEIIGIehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.