Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMl 5601100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Tvö erlend olíufélög
. sýna áhuga á olíuleit
Tillögur nefndar um hugsanlega
olíuleit kynntar á næstunni
TVÖ erlend olíufélög hafa sent
stjórnvöldum erindi þar sem þau
lýsa yfir áhuga á því að kanna til
hh'tar líkur á því að olía finnist inn-
an íslenskrar lögsögu. Annað fyrir-
tækið er lítið, bandarískt olíufélag,
en hitt er evrópskt. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins hafa
fullti-úar bandaríska olíufélagsins
komið hingað til lands til undirbún-
ings sínu erindi. Finnur Ingólfs-
son, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
segir að tillögur nefndar á vegum
ráðuneytisins, um hvemig standa
beri að hugsanlegri olíuleit við Is-
land, verði kynntar á næstunni.
„Nú er staðan sú að tveir erlendir
aðilar, sem ég er ekki tilbúinn að gefa
upp hverjir em á þessari stundu,
hafa sýnt því áhuga að hefja olíuleit
við ísland. Áður en til þess kemur að
tekin verði ákvörðun varðandi þessi
erindi þarf að afla upplýsinga um
þessa aðila, hversu traustir þeir em
og með hvaða hætti þeir geti hugsað
sér að standa að slflnun hlutum. Við
höfum staðið að svona rannsóknum
með öðrum þjóðum. Við þurfum að
ganga úr skugga um hvaða rétt við
höfum til þess að nota sameiginleg
rannsóknagögn til slíkra hluta. Af
hálfu ráðuneytisins er verið að vinna
í þessum málum. Ég get ekki sagt á
þessari stundu hvenær við verðum
tilbúnir með okkar afstöðu til máls-
ins. Það sem er hins vegar ánægju-
legast er að erlend íyrirtæki sem
hafa reynslu af því að leita olíu sýna
Islandi núna áhuga. Þann áhuga vil
ég nýta til að kanna hvort ekki sé
hægt að koma hér á einhverju sam-
starfi um að hér verði hafin skipulögð
olíuleit," sagði Finnur.
■ í fyrsta/6
Sjónvarpsréttur fyrir útsendingar
frá efstu deild í knattspyrnu
Skammhlaup í spennistöð á Akureyri
Starfsmaður RA
brenndist mjög illa
STARFSMAÐUR Rafveitu Akur-
eyrar brenndist illa á höndum og
í andliti er skammhlaup varð í
spennistöð sem maðurinn var að
vinna í sl. fimmtudag. Starfsmað-
urinn, Jósep Sigurjónsson, var að
vinna við tengingu á 11.000 volta
streng og við skammhlaupið varð
sprenging með miklum blossa og
hita og kastaðist Jósep til vegna
þrýstingsins.
Hann var fluttur með sjúkra-
bifreið á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri til aðhlynningar þar
sem hann Iiggur enn. I samtali
við blaðamann Morgunblaðsins í
gær, sagði Jósep að líðan sín
væri þokkleg miðað við aðstæður
en hann er reifaður á báðum
höndum, með umbúðir í andliti
og með verki í augum. Jósep var
með fullri meðvitund allan tím-
ann og hann brá strax á það ráð
að kæla hendur sínar í snjó utan
við spennistöðina.
Félagi Jóseps, sem var með
honum í spennistöðinni slapp við
meiðsl, þótt hann hafi vissulega
orðið var við hinn mikla þrýsting
sem myndaðist. Jósep hefur
starfað hjá RA í rúm 25 ár og
hann sagðist hafa áður fengið
stuð við vinnu sína en aldrei neitt
í líkingu við þetta.
Að sögn Svanbjöms Sigurðar-
sonar, rafveitustjóra, varð þetta
óhapp vegna mannlegra mistaka
en í kjölfarið varð rafmagnslaust
í bænum sunnan Glerár í stutta
stund.
Engar greiðsl-
ur hafa borist
r-.
FÉLÖGIN tíu, sem léku í efstu deild karla í knattspyrnu á síðustu leiktíð,
hafa enn ekkert fengið greitt íyrir sjónvarpsréttinn sem seldur var þýska
fyrirtækinu UFA sl. vor. Fyrsta greiðslan af þremur átti að koma í júlí.
Nemur heildarskuld UFA við félögin um 15 milljónum króna.
Iceland Seafood
Benedikt
Sveinsson
tekur við
stjórn
BENEDIKT Sveinsson, for-
stjóri íslenskra sjávarafurða hf.
(IS), mun á næstunni flytja
vestur um haf og taka við yfir-
stjórn Iceland Seafood Cor-
poration, dótturfyrirtækis ÍS í
Bandaríkjunum.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er um tímabundna
ákvörðun að ræða og hefur verið
ákveðið að stjórnarfonnaðui- IS,
Hermann Hansson, taki að sér
aukin verkefni í fjarvei-u Bene-
dikts. Ekki hefur þó verið
ákveðið hve lengi þessi tilhögun
varir.
Bandaríkjamaðurinn Hal
Carper hefiir gegnt starfi for-
stjóra Iceland Seafood frá árinu
1994.
Um það var samkomulag að greitt
yrði í þremur hlutum, fyrst í júlí, þá
september og loks um mánaðamótin
október/nóvember. Eru því aðeins
örfáir dagar þar til þriðji og síðasti
hlutinn gjaldfellur og er forráða-
menn félaganna farið að lengja held-
ur eftir peningunum.
Morgunblaðið hefur heimildir fyr-
ir þvi, að þýska fyrirtækið telji sig
ekki þurfa að greiða félögunum fyi-r
en gengið verður formlega frá samn-
ingunum. Slík virðist einnig vera
túlkun forráðamanna félaganna sem
Morgunblaðið ræddi við og kallaði
Stefán Jóhann Stefánsson, formaður
knattspyrnudeildar IR, þetta
„pennaleti".
Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri
RÚV, sem staddur er erlendis, seg-
ist undrandi á því að greiðslurnar
hafi ekki borist. Hann segir tafirnar
hins vegar óviðkomandi RIJV. „Ég
fæ ekki með nokkru móti séð hvern-
ig hægt er að benda á okkur sem
einhvern skúrk í þessu máli,“ sagði
Ingólfur.
■ Félögin / B1
Morgunblaðið/Kristján
JOSEP Sigurjónsson brenndist illa við vinnu sína hjá Rafveitu Akureyrar.
Hér liggur hann reifaður á höndum og með umbúðir í audliti í sjúkrarúmi á FSA.
Kaupfélagi Eyfírðinga
Harður
árekstur á
Miklubraut
ÞRIR voru fluttir á slysadeild eftir
allharða aftanákeyrslu á Miklubraut-
—1 inni milli Réttarholtsvegar og Grens-
ásvegar kl. 21 í gærkvöld.
Meiðsli hinna slösuðu voru þó ekki
alvarleg, að sögn lögreglu. Slysið
vildi til með þeim hætti að ekið var
aftan á kyrrstæða bensínlausa bif-
reið, sem stóð á Miklubrautinni.
Báðar bifreiðarnar skemmdust mik-
ið og þurfti að draga þær burt með
kranabíl.
breytt í fjögur hlutafélög
REKSTUR Kaupfélags Eyfirðinga verður
færður yfir í nokkur hlutafélög og samþykkti
stjórn KEA í gær að fela Eiríki S. Jóhannssjmi
kaupfélagsstjóra að vinna að þessum breyting-
um. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður
stjórnar KEA, segir þetta mestu stefnumark-
andi ákvörðun sem tekin hefur verið varðandi
félagið frá árinu 1906 þegar horfið var frá pönt-
unarfélagsforminu.
Bókfært eigið fé KEA er um tveir milljarðar
króna og var velta síðasta árs um 12 milljarðar.
Er gert ráð fyrir að hún verði heldur meiri á
þessu ári.
Hlutafélögin verða til að byrja með að fullu í
eigu Kaupfélags Eyfirðinga sem verður áfram
rekið sem samvinnufélag. Síðar er gert ráð fyrir
að önnur félög í skyldum rekstri geti komið til
samstarfs við hlutafélögin
Samkeppnisumhverfíð tekið breytingum
Eiríkur S. Jóhannsson sagði er framtíðar-
skipulagið var kynnt í gær að samkeppnisum-
hverfi KEA hefði tekið miklum breytingum síð-
ustu árin. KEA hefði sem samvinnufélag ekki
mikla möguleika til vaxtar og þróunar í samræmi
við þá stefnumótun að nýta hagkvæmni stór-
rekstrar. Hann sagði þetta einnig auka mögu-
leika á því að ná áhættufjármagni inn í fyrirtæk-
ið.
Gert er ráð fyrir að stofna fjögur hlutafélög,
eitt um matvöruverslun, annað um móttöku og
vinnslu landbúnaðarafurða, þriðja um iðnað og
það fjórða um aðra starfsemi. Eignarhluti KEA
í hlutafélögunum verður í eigu Eignarhaldsfé-
lagsins Sameignar hf. Verður eignum og skuld-
um KEA skipt milli félaganna. Stefnt er að
skráningu Sameignar á Verðbréfaþingi Islands.
■ Nokkur hlutafélög/16