Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 32
Eitt kvöldið þegar
Sigrún Davíðsdóttir
var að útbúa kvöld-
matinn fyrir þrjá
sérfræðinga um
málefni Andrésar
Andar og félaga
laust þeirri spurn-
ingu niður í höfuð
hennar hvað Andrés
og fjölskylda hans
borðuðu eifflnlega.
Hjá sérfræðingun-
um var ekki komið
að tómum kofunum.
Meðan þeir biðu eftir kvöld-
matnum sátu þeir allir við
matarborðið og lásu
Andrés Önd og það dróst ekki upp
úr þeim orð. Athyglin var algjör-
lega bundin við lestrarefnið. Aiex,
bandarískur tólfáringur sem ekki
kann orð í íslensku, var alveg jafn
upptekinn af lestrinum og Ari jafn-
aldri hans og fimmtánáringurinn
Kjartan, sem hafa íslensku að móð-
urmáli. Aðdráttarafl Andrésar og
félaga nær greinilega út yfir mörk
tungumálsins. Vísast af því að mat-
urinn var í undirbúningi þarna í
eldhúsinu sem þeir sátu þá laust
þeiiri spumingu niður í kollinn á
mér, sem var að elda og ekki lesa
Andrés Önd og félaga, hvort þessir
þrír sérfræðingar um Andrés gætu
ekki frætt mig um mataræði anda-
fjölskyldunnar og vina þeirra. Þeg-
ar maturinn var kominn á borðið og
blöðin höfðu verið lögð til hliðar var
hægt að taka til við spurningu
kvöldsins: Hvað borða Andrés Önd
og félagar?
Fyrstu svörin voru heldur dræm.
Var eitthvað um mat í blöðunum?
Jú, sérfræðingarnir álitu svo vera,
en nákvæmlega hvað það væri
mundu þeir ekki svona svipstundis.
Mér datt í hug að vísast borðuðu
þeir snarl, sem Alex var nýbúinn að
segja mér frá, „maura á trábol“, og
það þótti þeim ekki ólíklegt. Við
nánari umhugsun mundu sérfræð-
ingamir þó eftir einu og öðru. Það
rifjaðist upp að í einni sögunni vai’
Andrés með grasker á heilanum og
allur matur var með graskeri. Eins
og lesendum Andrésblaðanna er
kunnugt er Andrés alltaf að veiða.
Þótt veiðin sé oftar sýnd en gefin þá
hlýtur glóðarsteiktur fiskur oftar en
ekki að vera á borðum félaganna. A
afrnælisdegi Andrésínu era alltaf
hamborgarar og hamborgarar geta
verið herramannsmatur, ef vel er að
þeim staðið. Andarangarnfr Rip,
Rap og Rup era oft með ís á lofti,
svo ís er greinilega fastur liður í
mataræðinu á þeim bænum. Það
sem fylgir hér á eftir er því matur,
sem hægt væri að bjóða andafjöl-
skyldunni upp á ef hún rækist inn í
mat... eða áhugasömum sérfræðing-
um um málefni andafjölskyldunn-
ar...
Góða skemmtun - bra, bra!
Maurar á trjábol
Þetta var það fyrsta sem mér
datt í hug þegar spurningin um
mataræði andanna kom upp, því
þetta snarl sameinar tvennt sem er
áberandi í bandarískum mat, nefni-
lega jarðhnetusmjör og stöngulsell-
erí. Það var Alex sem hafði frætt
mig um þetta góðgæti, sem á ensku
heitir „Ants on a Log“, maurar á
trjábol. Maurarnir era nú í miklu
uppáhaldi meðal ungviðisins í fjöl-
skyldunni, sem ræður auðveldlega
við að útbúa þetta góðgæti handa
sér og vinunum.
GRASKERSSÚPA
1 vænt grasker, ekki
risavaxið þó
væn smjörklípa
svolítið gróft salt
nýmalaður pipar eftir smekk
1 vænn rauðiaukur
1 dl ósoðin hrísgrjón
1 I soð, gjarnan grænmetissoð
4 sneiðar af reyktu svinafleski
rifinn ostur, gjarnan parmesan
1 Setjið ofninn á 175.
2 Skerið lok af graskerinu,
skrapið fræin úr og trefjarnar
sem í kringum þau eru. Nuddið
graskerið að innan með svolitlu
salti, smjöri og nýmöluðum pipar.
3 Sneiðið laukinn í þunnar sneið-
ar og stráið í botninn ásamt hrís-
grjónunum. Hellið soðinu yfir,
setjið lokið á graskerið, setjið
það á fat og inn í ofninn. Nú á
það að bakast í um 2 klst. eða
þar til hrisgrjónin eru soðin og
aldinkjötið orðið mjúkt.
4 Skerið fleskið í litla bita og lát-
ið stikna í eigin fitu, svo það
verði stökkt. Látið fituna renna af
bitunum.
5 Takið graskerið úr ofninum,
stráið fleskbitum og rifnum osti
yfir súpuna og berið hana fram,
gjaman með góðu brauði. Um
leið og þið ausið á diskana
skrapið þið aldinkjöt með svo all-
ir fái bæði soð og grænmeti á
diskinn.
Þetta er dæmigert bandarískt
eftir-skóla-snarl eða bráðlætisbiti á
öðram tímum sólarhrings, sem
strax fellur í kramið hjá jarðhnetu-
smjörsunnendum. Galdurinn er að
nota gott jarðhnetusmjör, gjarnan
það sem kallast „crunchy" og er
með grófmöluðum hnetum í. Síðan
er að verða sér úti um gott stöng-
ulsellerí með stökkum stönglum og
góðar rúsínur. Hreinsið stönglana,
þerrið og skerið þá í um 5 cm bita.
Smyrjið jarðhnetusmjörinu í dæld-
ina á stönglunum, raðið nokkrum
rúsínum ofan á - „maurunum" - og
berið fram.
Graskerssúpa
Haustið er gi-askerstíminn og
graskerin eru órjúfanlega tengd
hrekkjavökunni, Halloween. Gras-
ker nota Bandaríkjamenn í marg-
víslega rétti og þá líka andafjöl-
skyldan, bæði salta og sæta. Súpa
úr graskeram er til í mörgum útgáf-
um og svo eru það graskerspæjar
og -múffur, sem era þekktustu rétt-
irnir. Einfaldasta útgáfan af súpu er
að sjóða saman bita af afhýddu
graskeri ásamt jurtum og kannski
öðru grænmeti, setja í kvörn og
bera fram með rifnum osti. Útgáfan
Eru
GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆDINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: í þeirri miklu umræðu
sem hefur verið undanfarið um Is-
lenska erfðagreiningu og miðlæg-
an gagngrunn vaknar sú spurning
hvort geðsjúkdómar séu arfgeng-
ir. Hvað er vitað um arfgengi geð-
sjúkdóma og hvaða þýðingu hefur
það fyrir lækningu á þeim, ef hægt
verður að finna genin sem hugsan-
lega valda þeim?
Svar: Lengi hefur verið talið að
hinir alvarlegri geðsjúkdómar,
geðklofi og geðhvarfasýki, væra
að einhverju eða öllu leyti arf-
gengir. Flestir eru löngu orðnir
sammála um að geðhvarfasýki sé
að veralegu leyti arfgengur sjúk-
dómur og eigi sér líffræðilegar or-
sakir. Fólki er mun hættara við að
fá þennan sjúkdóm, ef hann hefur
greinst hjá nánum ættingjum
þeirra. Ekki hefur þó tekist að
finna beint orsaksamband eða
greina þau gen sem raunveralega
valda sjúkdómnum. Hið sama á
við um geðklofa, þótt meiri
ágreiningur hafi verið um arf-
gengi hans en geðhvarfasýki. Al-
mennar líkur til að fá geðklofa era
um 1%, en hjá þeim sem eiga for-
eldri með geðklofa eru líkurnar
12% og ef eineggja tvíburi er
haldinn geðklofa era líkurnar hjá
hinum tvíburanum til þess að fá
geðklofa um 48%. Rannsóknir á
arfgengi geðklofa hafa verið gerð-
ar um áratuga skeið víða um heim
og öðra hvora koma fram rann-
sóknarniðurstöður, sem virðast
staðfesta arfgengi. Á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hafa rannsóknir af
þessu tagi verið í gangi um nokk-
urra ára skeið undir stjórn Hann-
esar Péturssonar yfirlæknis, og
fyrir fáum árum voru birtar at-
hyglisverðar niðurstöður, sem
virtust sanna arfgengið. Ekki hef-
ur þó tekist að sannreyna þessar
niðurstöður með nýjum rannsókn-
um. Þeim er þó stöðugt haldið
áfram, nú á geðdeild Landspítal-
ans, en Hannes hefur nú tekið við
prófessors- og yfirlæknisstöðu
þar. Samvinna hefur verið tekin
upp við íslenska erfðagreiningu
um þessar rannsóknir og gera
menn sér vonir um að takast megi
að finna erfðaefnin og staðfesta
þar með fyrri niðurstöður. Þótt
líkur séu til þess að arfgengi eigi
veralegan þátt í að framkalla hina
meiri háttar geðsjúkdóma, er þó
ljóst að umhverfisáhrifin hafa
mikil áhrif einnig og erfitt er að
meta þátt hvors um sig sem getur
verið mismikill í hverju tilviki.
Einnig er mjög líklegt að mörg
gen fremur en eitt einstakt liggi
til grundvallar sjúkdómnum og
áhrif þeirra og samspil gætu gefið
mjög flókna mynd.
I hinum vægari geðsjúkdómum,
hugsýki og persónuleikaröskun,
er arfgengi greinilega mun veiga-
minni þáttur og umhverfisáhrif
skipta þar meira máli. Skapferli
og persónuleiki eru vafalaust erfð
að vissu marki, en uppeldi og að-
stæður allar móta þessa þætti í
fari mannsins og ráða oftast
meiru um aðlögun hans og hvort
sú aðlögun verður farsæl eða
sjúkleg.
Maðurinn er mótaður af sam-
spili erfða og umhverfis. Allt í fari
okkar á sér arfrænan grunn að
meira eða minna leyti. Þess vegna
er sumum hættara en öðrum að fá
tiltekna sjúkdóma, þar á meðal
geðsjúkdóma. Það getur síðan
ráðist af lífsskilyrðum, uppeldis-
aðstæðum eða öðram þáttum í
umhverfinu hvort sjúkdómur
brýst fram eða hver framvinda
hans verður.
Takist að greina þau gen sem
liggja að baki tilteknum geðsjúk-
dómum þarf það ekki að leiða til
mikilla breytinga á meðhöndlun
þeirra. Vissulega er hægt að hafa
áhrif á barneignir eða beita fóst-
ureyðingu þegar viðkomandi er í
áhættuhópi. Slíkar ákvarðanir
vekja hins vegar upp alvarlegar
siðfræðilegar spurningar, ekki
síst vegna þess að aðrir þættir en
erfðir valda einnig sjúkdómnum
og framgangi hans. Hugsanlegt er
að hægt verði að ráðast gegn gen-
unum sem valda þessum sjúkdóm-
um með nýjum lyfjum eða öðru
inngripi, en of snemmt er að full-
yrða nokkuð enn sem komið er
hvort slíkt kann að vera mögulegt.
Lyfjameðferð sem beinist að ein-
kennum þessara sjúkdóma ásamt
sálfræðilegum stuðningi og félags-
mótun verða vafalaust áfram rík-
ur þáttur í meðferð meiri háttar
geðsjúkdóma. Ný þekking er þó
forsenda allra framfara og upp-
götvun erfðafræðilegra orsaka-
valda geðsjúkdóma kann að leiða
til framfara í lækningum þeirra
sem okkur getur ekki órað fyrir
enn sem komið er.
• Lesendur Morgunblnðsins getii
spurt sálfræðinginn um það sem
þeim liggur á hjarUi. Tekið er á
móti spurningum á virkum dögum
milli klukkítn 10 og 17 í síma
5691100 og bréfum eða símbréfum
merkt: Vikulok, Fax: 5691222,
Ennfremur sfmbréf merkt: Gylfí
Ásmundsson, Fax: 5601720.