Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 52
-62 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
BRIDS
Umsjóii Arnðr G.
Ragnarsson
Bridsfélag
Reyðarfjarðar
og Eskifjarðar
ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 27.
október var spiluð fjórða umferðin
í aðaltvímenningi BRE. Úrslit
urðu þessi:
SigurðurFreysson-JóhannBogason 31
Óttar Guðmundsson - Einar Þorvarðarson 30
Bjöm H. Guðmundss. - Magnús Valgeirss. 27
Asgeir Metúsalemss. - Kristján Kristjánss. 20
Nú þegar einni umferð er ólokið
í aðaltvímenningnum er staða
efstu manna þannig:
Ásgeir Metúsalemss. - Kristján Kristjánss. 73
OttarGuðmundsson-EinarÞorvarðarson 58
Auðbergur Jónsson - Hafsteinn Larsen 39
SigurðurFreysson- Jóhann Bogason 35
Bridsfélagið
Muninn
Síðasta miðvikudagskvöld var
spilaður Mitchell-tvímenningur.
Spiluð voru 28 spil og miðlungur
var 168 stig. Lokastaðan eftir
kvöldið er eins og hér segir:
N-S
Karl G. Karlsson - Amór Ragnarsson 218
Víðir Friðgeirsson - Einar Júlíusson 189
Bjöm Dúason - Karl Einarsson 173
A-V
OliÞórKjartansson-KjartanOlason 198
RandverRagnarsson-Pétur Júlíusson 197
Skafti Þórisson - Elías Guðmundsson 182
Næsta miðvikudagskvöld, hinn
4. nóvember, verður svo haldið
áfram í tvímenningi og eru allir
hvattir til að koma og taka þátt.
Bridsfélag
Breiðfirðinga
Fjórtán pör spiluðu Howell-tví-
menning fimmtudagskvöldið 29.
október síðastliðinn. Kristín Þór-
arinsdóttir og Sveinbjörg Harðar-
dóttir náðu hæsta skorinu og er
þetta í annað sinn á skömmum
tíma sem þær verða hlutskarpast-
ar. Eftirtalin pör náðu hæsta skor-
inu:
Kristín Þórarinsd. - Sveinbjörg Harðard. 180
Þorsteinn Karlss. - Jón Viðar Jónmundsson 171
Halldóra Magnúsdóttir - Þórður Ingólfsson 166
Ásmundur Ömólfss. - Gunnlaugur Karlsson 165
Alfreð Kristjánsson - Leifur Aðalsteinsson 162
Jón Stefánsson - Guðlaugur Sveinsson 159
A fimmtudögum er ávallt spilað-
ur eins kvölds tvímenningur með
forgefnum spHm. Allir velkomnir.
Þú getur valið úr 21 sjónvarpsstöð og 17 útvarpsrásum
Þú færð hvergi betra yfirlit yfir dagskrá sjónvarps og
útvarps en í sérblaði Morgunblaðsins, Dagskrá. Þar
getur þú á auðveldan hátt raðað saman þinni dagskrá.
í blaðinu eru einnig fréttir, myndir og umfjöllun um
þættina, kvikmyndirnar og fólkið sem kemur við sögu.
Dagskránni er dreift með Morgunblaðinu annan hvern
miðvikudag og ókeypis á helstu bensínstöðvum á
höfuðborgarsvæðinu.
Hafðu Dagskrána alltaf við hendina.
/ allri sinni mynd!
RANNSOKNIR
í HERKVÍ
HAGSMUNA?
ÞAÐ ERU þekkt sannindi að
valdhafar allra tíma hafa reynt
með ýmsum ráðum að hafa áhrif á
skoðanir vísindamanna, þekkingar-
leit þeiiTa og rannsóknaniðurstöð-
ur. Fyrir aðeins fáum
árum viðurkenndi t.d.
kaþólska kirkjan form-
lega, að jörðin væri
hnöttótt og snérist í
kring um sólu, and-
stætt því sem valdhaf-
ar hennar héldu fram
af mikilH hörku fyrr á
öldum. Þá hafa tóbaks-
framleiðendur nýlega
falHst á að reykingar
geti valdið krabba-
meini í lungum. Hér
heima mætti nefna að
stjómendur ýmissa
sveitarfélaga börðust
fyrir fáum árum hart
gegn þeim mönnum,
sem vildu vekja athygli á hugsan-
legri snjóflóðahættu viðkomandi
staða. Og margir muna líklega eftir
því, að einstaka andmæli gegn upp-
græðslu og túngerð í sveitum með
skurðgreftri og þurrkun lands,
vom talin árás á hagsmuni bænda
og andstaða við tækniframfarir. I
öllum þessum tilvikum tókust á
pólitískir hagsmunir og vísindarök.
Gróðurhúsa-
vandinn
Síðustu tvo áratugina hafa um-
ræður um svokallaða gróðurhúsa-
upphitun jarðarinnar orðið æ fyrir-
ferðarmeiri, bæði hér á landi og
annars staðar. Meðal vísinda-
manna vora og era skiptar skoðan-
ir á þessu máli, bæði hvort um sé
að ræða raunveralega og varanlega
upphitun jarðarinnar af völdum
losunar gróðurhúsalofttegunda
(aðallega koltvísýrings), hvernig
hún dreifðist yfir jörðina og hvort
hugsanleg upphitun væri sá hnatt-
ræni vandi sem látið er í veðri
vaka. Hafa verður í huga að lengi
vel var það skoðun margra vísinda-
manna, að jörðin væri líklega að
fara inn í nýtt ísaldartímabil, sem
sannarlega myndi leiða til stór-
felldrar röskunar á lífsskilyrðum
okkar jarðarbúa. Alveg fram á
þennan áratug fóru fram um allan
heim opinskáar umræður meðal
vísindamanna um þetta mál, en nú
á síðustu árum má merkja veru-
lega breytingu hér á. Að hluta til
má rekja hana til aukins skilnings
manna á eðli málsins, svo og að
mörg undangengin ár hafa verið
hlýrri en áður hefur mælst síðustu
100 til 150 árin eða svo. Þannig hef-
ur ýmislegt stutt tilgátuna. En
einnig vega hér þungt þær heims-
pólitísku ákvarðanir sem teknar
hafa verið. Er nú svo komið, að
pólitísk nauðsyn og oft stórfelldir
efnahagslegir hagsmunir stórfyrir-
tækja og heilu samfélagana, allt að
því krefjast þess, að þetta sé ein-
hver mesti umhverfisvandi heims-
ins. Og þegar einstakHngar, fyrir-
tæki eða þjóðir eiga orðið verð-
mæta koltvísýringskvóta verða efa-
semdir um upphitunarvandann
barðar niður með alþekktum að-
ferðum skoðanakúgunar.
A fundi starfsbræðra minna í V-
Evrópu nýlega kom fram, að í kjöl-
far Kyoto-ráðstefnunnar og stefnu-
markandi ákvarðana og skuldbind-
inga sem þar vora samþykktar, sáu
menn fyrir stóraukna þátttöku veð-
urstofa í ráðgjöf við stjórnvöld. Ég
benti á, að þegar svo yrði komið
yrðu veðurstofurnar að hafa eina
opinbera skoðun á málinu, og hið
vísindalega skoðanafrelsi sem áður
hefði ríkt innan þessara stofnana
um máHð heyrði sögunni til. Við
slíkar aðstæður yi-ði t.d. varla hægt
að búa við veðurstofu-
stjóra sem hefði aðrar
skoðanir en þær sem
samræmdust stefnu
og hagsmunum stjórn-
valda, auk þess sem
ein þjóð, stór eða lítil
ætti erfitt með að hafa
aðra stefnu en þarna
var ákveðin. Þegar bú-
ið yrði að leggja á
koltvísýringsskatta á
öllu evrópska efna-
hagssvæðinu og
stærstu iðnfyrirtæki
svæðisins hefðu sem
helstu tekjulind að
framleiða tækjabúnað
til þess að farga eða
binda koltvísýring í jörðu eða sjó
yrðu efasemdarraddirnar þaggað-
ar niður.
Ofveiði-
vandinn
Fyrir u.þ.b. aldarfjórðungi kom
fram sú skoðun meðal íslenskra
fiskifræðinga að við væram að of-
veiða þorsk og fleiri tegundir hér
við land. Þessi skoðun kom í fram-
haldi af miklum breytingum í um-
hverfi hafsins sem aftur tengdust
breytingum á veðurfari Islands og
nálægum svæðum. Um þetta mál
vora afar skiptar skoðanir, bæði
meðal lærðra utan sem innan Haf-
rannsóknastofnunar, að ekki sé
minnst á sjómenn, alþingismenn og
fjölda leikmanna. A árunum upp úr
1980 fóru fram miklar umræður og
skoðanaskipti um rannsóknarað-
ferðir, áhrif veiða, áreiðanleika
stofnmælinga, nýliðun o. fl. Þegar
síðan aflamarkskerfið var tekið
upp má segja að smám saman hafi
myndast „skoðanamúr" í kring um
Hafrannsóknastofnun, múr sem
nánast hefur verið óvinnandi eftir
að frjálsa framsalið var sett á og
stjórnvöld og útgerðarmenn sam-
einuðust í hagsmunagæslunni um
fiskveiðistjórnunarkerfið. Engu er
líkara en að allt í einu hafi vísindin
verið orðin svo þróuð, að öll vafaat-
riðin sem menn ræddu áður séu
ekki lengur til staðar, þegar um
fiskifræðina er að ræða. Er nú svo
komið að flestar efasemdaiTaddir
era þagnaðar enda menn úthrópað-
ir sem sérvitringar, falsspámenn
eða jafnvel ábyrgðarlausir óvinir
þjóðarinnar. Margir náttúrufræð-
ingar og fleiri sem gagnrýnt hafa
forsendur fiskveiðistjórnunarkerf-
isins era hættir að þora að láta
skoðanir sínar í ljósi þar sem þeir
eiga á hættu að missa vinnuna eða
verða fyrir öðram beinum eða
óbeinum óþægindum eða jafnvel
mannorðsmissi.
Svipað er uppi á teningnum þeg-
ar minnst er á gagnrýni sjómanna
og skipstjórnamanna á kerfið,
þeir fá þá annaðhvort að taka pok-
ann sinn eða koma að læstum stýr-
ishúsum. Til að herða enn á skoð-
anakúguninni era ýmsir embættis-
menn þjóðarinnar og forystumenn
útvegsmanna á faraldsfæti um all-
an heim til að mæra okkar ábyrga
fiskveiðistjórnunarkerfi og óskeik-
ulu vísindin sem eiga að hafa byggt
upp alla fiskistofna víð Island síðan
kerfið var sett á!! Þegar síðan auð-
trúa útlendingar (oftast hagfræð-
ingar) annaðhvort skrifa greinar
eða koma í heimsókn til að lof-
Magnús
Jónsson