Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 47
AÐSENDAR GREINAR
Herör gegn þjóðarböli - Fíkni-
efni burt úr þjóðfélaginu
EINN mesti vágestur í íslenzku
þjóðfélagi um þessar mundir er ná-
vist fíkniefnanna. Þessi plága teyg-
ir anga sína um allt samfélagið og
skilur eftir sig dauða og tortím-
ingu, örkuml og gapandi sár. Og
helst þar sem mestur er skaðinn -
hjá unga fólkinu okkar.
Þessi plága er að verða alvar-
legri með hverjum deginum sem
líður. Hún virðist færast í aukana
þrátt fyrir viðleitni okkar að
stemma við henni stigu. Varnir
okkar virðast ekki duga til.
Það er þyngi-a en tárum taki, að
horfa á ungt fólk ánetjast fíkniefn-
unum. Oft leiðist þetta fólk út á af-
brotabrautina í framhaldinu og
veldur fjölskyldum sínum ólýsan-
legum hörmungum og hugai’víli.
Ekkert foreldri er öruggt um börn
sín við þessar aðstæður. Þetta
kemur ekki bara fyi-ir hina.
Mikið hefur verið gert til þess að
sporna gegn þessari þróun. Bæði
af opinberri hálfu, ýmsum frjálsum
samtökum og einstaklingum.
Margir hafa lagt þar hönd á plóg-
inn og eiga skilið þjóðariof fyrir sín
óeigingjömu störf.
Mér hefur á stundum fundist
skorta nokkuð á samhæfingu í öllu
þessu stai-fi, þó að það sé hægara
um að tala en í að komast. Fólk
vinnur göfug störf hvert í sínu
horni og árangurinn lætur á sér
standa vegna skorts á samvirkni.
Eg hef spurt sjálfan mig að því,
hvað sé hægt að gera til þess að
spyma á móti þessari innrás eitur-
lyfjanna í okkar samfélag?
Mér koma til hugar eftirfarandi
atriði sem betur þarf að sinna:
1. Aukin löggæsla
og tollgæsla.
Fíkniefni koma meðal annars til
landsins með millilandaflugvélum
um Keflavíkurflugvöll. Ef til vill er
hvað auðvéldast að
finna þau þar og þar
heyrum við mest af
þeim. Vöruflutning-
arnir með skipunum
era líklega mun erfið-
ari viðfangs.
Við getum aðeins
unnið gegn þessum
innflutningi með auk-
inni gæzlu og harðari
refsingum við brotum.
Innflutningurinn er
þó að margra mati
þaulskipulögð glæpa-
starfsemi, þar sem
stórir sparast þegar
smáir farast. Því sé
enginn endir f augsýn
þrátt fyrir einlægan vilja.
Ennfremur þarf að gefa gaum af
innlendri framleiðslu fíkniefna.
Hún er nærtækari en margur held-
ur og dæmi eru um skipulagða
framleiðslu slíkra efna hér á landi.
Aukin starfsemi á þessu sviði
krefst aukinna útgjalda, það er
ljóst. Því er brýnt að leita leiða til
að bæta nýtingu fjármagnsins með
samhæfingu aðgerða á sviði for-
vama, lögregluaðgerða og frjálsu
félagastarfi. Efna ætti til ráðstefna
fróðustu manna um fíkniefnavand-
ann til þess að leita hagkvæmustu
leiða.
2. Aukin gæsla þar sem
unglingar safnast saman
Við skóla, félagsmiðstöðvar,
sjoppur og aðra samkundustaði
unglinga era fíkniefnasalar á ferð.
Þar er akurinn frjósamastur ef hver
manar annan. Krakkarnir vilja oft
ekki segja til þeirra af einhverjum
ástæðum, sem við þurfum að kynna
okkur betur. Foreldi-arölt og
hverfalöggæsla er hér áreiðanlega
gagnleg til þess að fylgjast með þró-
un mála á hverjum stað. Ekkert
kemm' í stað þess að
hafa augu og eyru opin.
Lykilatriði er að reyna
að taka á vandanum
strax og áður en hann
verður óviðráðanlegur.
3. Auka fræðslu
um fíkniefni
Ég tel að auka þmfi
fræðslu í grunnskólum
og framhaldsskólum.
Lionsfélagar hafa unnið
gott starf í þessum
málaflokki. Fræðsla ein
mun þó seint stöðva
þetta vandamál fremur
en að áróður gegn
reykingum hafi haldið
aftur af öllu fólki. Syndin er sæt, það
vitum við öll. En við verðum samt að
reyna með öllum tiltækum ráðum.
Hver sem bjargast frá villu síns veg-
ar er óendanlega mikils virði.
4. Meðferðarúrræði fyrir
börn og unglinga
Það er ljóst, að í dag er skortur á
meðferðarhúsnæði fyrir börn og
unglinga. Það er einsætt að núver-
andi fjánnagn til þessa málaflokks
dugar ekki. Jafningjafræðslan er
áreiðanlega meðferðarúrræði sem
verður að vera snar þáttur eins og
hjá AA-fólkinu. Unglingur trúir oft
unglingi betur en fullorðnum, það
verðum við að gera okkur ljóst sem
eldri eram.
Ymis trúarsamfélög hafa unnið
ómetanlegt starf í málefnum fíkla.
Efnafíkn er talin vera mjög andlegs
eðlis. Sagt er að trúin flytji fjöll.
Það hefur sannast í starfi þess góða
fólks, sem málefnum hinna ógæfu-
sömu sinna af sinni innri köllun.
Þessir aðilar hafa hjálpað mörgum
hrasandi á fæturnar aftur. Ríki og
sveitarfélög styðja við þessi mann-
björgunarfélög og þurfa að sýna
Hvað er hægt að gera
til þess að spyrna á
móti innrás eiturlyfj-
anna í samfélag okkar?
spyr Gunnar I. Birgis-
son og nefnir hér
nokkur atriði sem
betur má sinna.
þeim ræktarsemi. Innan þeiira er
hina sönnu miskunnsömu Samverja
að finna, sem sýnt hafa, að þefr era
oft síðasta úrræðið sem fíkihnn get-
ur snúið sér til. Og það úrræði sem
oftlega er það sem að lokum verður
til björgunar þeim dýpst sokkna.
5. Aðstoð við foreldra
Það era ekki aðeins einstakling-
ar frá sundraðum heimilum sem í
þessari vá lenda heldur líka þeir
sem koma frá svokölluðum góðum
heimilum. Lendi barn eða ungling-
ur í klóm vímuefnanna er Ijóst að
álagið á fjölskyldur þeirra verður
oft óbærilegt. Fjölskyldan verður
ráðalaus og fyllist öiTæntingu.
Hana vantar aðstoð og ráð, sem oft
era of torfengin eða koma of seint.
Sem betur fer snýr margur ung-
lingurinn við af sjálfsdáðum eftir
einhverjar raunir. En aðrir sökkva
dýpra og dýpra þangað sem skelf-
ingin ein ríkir.
Það er nauðsynlegt að ríki og
sveitarfélög taki höndum saman
um að ná til þessara fjölskyldna
með ráðum og dáð.
5. Betri samhæfing
aðgerða og refsinga
Fíkniefnaflóðið er eitt mesta
vandamál samfélagsins í dag. Leita
Guunar I.
Birgisson
Mengun hugarfarsins
eða jafnvægi hugans
KRISTJÁN Þór
Júlíusson, bæjarstjóri
okkar á Ákureyri,
skrifaði hugleiðingu
um búferlaflutninga
og mengun hugarfars-
ins í Morgunblaðið sl.
þriðjudag (28. októ-
ber). Tilefnið er viðtal
við Snorra Baldursson
líffræðing um starf-
semi skrifstofu sam-
starfshóps um vernd-
un lífríkis á norður-
slóðum (skammstöfun
á ensku er CAFF) en
Snon*i hefur verið
framkvæmdastjóri
þessarar skrif'stofu sl.
tvö ár sem hún hefur starfað á
Akureyri.
Kristján bæjarstjóri gagnrýnir
Snon-a nokkuð harkalega fyrir að
vilja að starfsemi CAFF-skrif-
stofunnar sé í Reykjavík í tengsl-
um við Náttúrufræðistofnun þar
og bendir á að starfsemin hafi
gengið betur á Akureyri en í
Ottawa í Kanada. Ki-istján ræðir
möguleika á að önnur norðlæg
stofnun, stofnun er vinnur gegn
mengun í sjó, yrði sett niður á
Akureyri og yrði það til að styrkja
faglegt starfsumhverfi CAFF. En
auk þess má nefna Stofnun Vil-
hjálms Stefánssonar sem nýlega
er tekin til starfa á lóð Háskólans
á Akureyri. Jafnframt lætur
Kristján þá skoðun sína í Ijós að
hugarfar Snorra og
ónefndra skoðana-
systkina hans hafi
mengast svo mikið að
þau geti helst ekki
hugsað sér að starfa,
eða búa, annars stað-
ar en við sundin blá.
Staðsetning opin-
berra stofnana er
pólítískt mál og ég
blanda mér ekki í
hvar nákvæmlega
CAFF-skrifstofunni
sé best fyrir komið í
veröldinni en sjö lönd,
auk Islands, eiga aðild
að þessari starfsemi.
Ég bendi bara á að
það er pólítísk ákvörðun eins og
aðrar slíkar ákvarðanir og að það
ber EKKI vott um mengun hug-
arfars Snorra Baldurssonar þótt
honum þyki hann af einhverjum
ástæðum hafa lítið faglegt um-
hverfi hér á Akureyri. Það tekur
einfaldlega langan tíma að byggja
slíkt umhverfi upp og Kristján
bæjarstjóri lofar í grein sinni að
stuðla að faglegu umhveifi fyrir
norðurslóðastofnanir á Akureyri,
og vonandi fyrir aðrar stofnanir
líka. Þetta er pólítískt loforð - og
ég hef ekki enn þá ástæðu til að
efast neitt um heilindi Kristjáns
bæjarstjóra í því efni, enda hefur
hann ekki starfað hér nema í tæpt
hálft ár.
Faglegt umhverfi felst í ótal
Ég bið Kristján Þór
Júlíusson bæjarstjóra,
segir Ingólfur Ásgeir
Jóhannesson, að fara
að með meiri gát næst
þegar hann ritar um
uppbyggingu fagstofn-
ana hér á Akureyri.
mörgum þáttum sem við sem telj-
um okkur vísindamenn þurfum að
byggja upp. Það felst í samstarfi
við fagfólk á ótal sviðum, hérlend-
is og erlendis. Það felst m.a. í því
að við sem búum og störfum hér á
Akureyri þurfum að starfa með
fólki annars staðar - við erum t.d.
of fá til að loka okkur inni í fíla-
beinsturni. Þetta gildir raunar um
ísland allt. Það er staðreynd að
það er erfiðara að ferðast frá
Akureyri til útlanda til að taka
þátt í slíku samstarfi en frá
Reykjavík. Þegar erfiðu ferðalagi
frá ráðstefnu er lokið fyrir sam-
starfsfólk og ferðafélaga sem búa
í Reykjavík, þá er ferðin til Akur-
eyrar eftir. Gæti þetta ekki haft
eitthvað með það að gera að
Snorri Baldursson eða aðrir sem
vinna í alþjóðlegum samstarfs-
verkefnum vilja vera í Reykjavík
- en ekki út af menguðu hugar-
Ingólfur Ásgeir
Jóhannesson
fari? „Fegurðin á Akureyri er létt
í maga,“ segir Björn Snæbjörns-
son, formaður verkalýðsfélagsins
Einingar, í útvarpinu akkúrat
núna.
Faglegt umhverfi verður ekki
til fyrir góðan vilja stjórnmála-
manna einberan - þótt ,jafnvægi
hugans", sem Illugi Jökulsson sá
nýlega ástæðu til að hafa um heil-
an þátt, hjálpi mikið í því efni.
Stjórnmálamenn geta reyndar
stuðlað að góðu menningarlífi og
þeir geta eflt leik- og grunnskóla -
sem ég vona að Kristjáni Þór Júlí-
ussyni og samstarfsfólki hans í
bæjarstjórn Akureyrar takist með
jafnvægi hugans, ómenguðu hug-
arfari og einlægum stuðningi við
fagfólk. Það var því ánægjulegt í
hríðinni sl. laugardag (24. októ-
ber) að fylgjast með Kristjáni
skrifa undir tvo samstarfssamn-
inga um menningarmál, annan við
Listasafn íslands um samstarf á
sviði myndlistar en hinn við Þjóð-
minjasafnið um minjavörslu í
Eyjafirði. Morgunblaðið sýnir
einmitt mynd af Kristjáni ásamt
fulltrúum Þjóðminjasafns og
Minjasafnsins á Akureyri í sama
blaði og það birtir gagnrýni hans á
Snorra.
Ég bið því Kristján Þór Júlíus-
son bæjarstjóra að fara að með
meiri gát næst þegar hann ritar
um uppbyggingu fagstofnana hér
á Akureyri en jafnframt bið ég
Snorra Baldursson líffræðing að
halda áfram að taka þátt í því að
byggja upp gott faglegt umhverfi
hér á Akureyri fyrir vísindamenn
á sem flestum sviðum. Okkur er
hvort tveggja nauðsynlegt í upp-
byggingu byggðar í landinu.
Höfundur er dósent við
Háskólann á Akureyri.
verður allra leiða til þess að skera
á leiðir eitursins inn í landið og
taka eiturlyfjasalana úr umferð.
Ekki sleppa þeim út á skilorði og
bíða sífellt eftir endurtekningu
brotanna. Brot þeirra krefjast
dóms og refsingar í beinu fram-
haldi af handtöku.
Stuðla þarf að samhæfingu
starfa ríkisins, sveitarfélaga og fé-
lagasamtaka í baráttunni gegn eit-
urlyfjunum og ofneyslu allra vímu-
efna. Þessfr aðilar þurfa að stunda
mannrækt til þess að snúa hugum
fólks frá lyfjum til heilbrigðra og
hollra athafna og kveikja áhuga
einstaklinganna á heilbrigðu lífi.
Niðurlag
011 lyf hafa eiturverkanir ef þau
era notuð í óhófi. Áfengi og tóbak
era þar engir eftirbátar. Þau era
hins vegar lögleg og oft viðráðan-
legri en harðari efni. Yfirlýsingar
um það, að Island skuli verða án
eituriyfja árið 2000 virðast því mið-
ur ekki verða nema frómar óskir
um viðleitni ef svo fer fram sem
horfir. Seint verður líka hægt að
bjarga öllum.
Mannleg sál er svo margbrotin,
að engin allsherjarlausn er til á
vandamálum hennar. Ofdrykkja er
jafngömul mannkynssögunni.
Raunveraleg von um árangur í
baráttunni gegn eiturlyfjanotkun-
inni felst mest í samhæfðum tökum
á öllum þáttum þessa máls. Það er
ekki nóg að einblína á einstaka
þætti vandans. Fræðsla og for-
vamir, löggæsla og eftirlit. Allir
þessir þættir verða að verka sam-
an, eigi árangur að nást.
Fullyrða má, að almenningur í
landinu sé samstarfsfús og vilji
berjast gegn eiturlyfjavánni.
Árangurinn mun ráðast mikið af
því hvemig okkur tekst að vekja
áhuga almennings og sér í lagi
unglinganna okkar á nauðsyn þjóð-
arátaks gegn fíkniefnunum og eit-
urlyfjaneyslunni. Að því verðum
við að vinna.
Höfundur er verkfræðingur,
formaður bæjarráðs Kópavogs
og sækist eftir 1. sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins
á Reykjanesi.
Mfellowes.
Pappírs- og skjalatætarar
bæði fyrir ræmu- og
bitaskurð
Otto B. Arnar ehf.
Ánnúla 29, Reykjavík,
sími 588 4699, £ax 588 4696