Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998 69V
Afmilljónaðir íslendingar
ÍSLENSKA þjóðfélagið býður
sjónvörpunum þremur upp á harða
samkeppni. Að vísu sækja sjón-
vörpin mikið af dagskárefni s£nu til
þjóðfélagsins, eins og efnið í „Enn
eina stöðina" eða eintal Marteins
Mosdals, sem gæti verið skemmti-
legra af því hann er nú einu sinni
einn af okkar allra bestu grínköll-
um ásamt þeim
stöðvarköllum.
Þetta efni veitir
ekki þjóðfélaginu
harða samkeppni í
skiingilegheitum heldur er um það
sjálft. En það einkennilega er, að
einungis lítill hluti af vitleysunni í
þjóðfélaginu kemst á dagskrá hjá
grínurum. Maður les og heyrir að-
algrinið i dagblöðum og heyrir það
í ljósvakafjölmiðlum. Sjónvörpin
komast aldrei i hálfkvisti við gam-
anið bæði grátt og venjulegt í frétt-
um nema auðvitað í fréttatímum.
Þótt þetta sé ekki vettvangur,
þar sem fjallað er um skrif í blöð-
um, ber umræðan í landinu þegar
nokkurn keim af þúsund ára af-
mæli landafunda í vesturvegi og
hafa þegar hlotist nokkur ski'if af.
Eróðir menn hafa lagt sig í fram-
króka við að fínna lendingarstað
hvitra manna í Ameríku og hefúr
Guðmundur Hansen bent á með
rökum að lendingarstaðurinn hafi
verið Manhattan, eiginlega Wall
Street. Tveir menn annarrar lífs-
skoðunar en Guðmundur Hansen
SJONVARPA
LAUGARDEGI
halda því fram að þetta sé tóm vit-
leysa. Annar hefur skrifað
kennslubækur í sögu, sem þyrftu
kannski einhverrar endurskoðunar
við, en hinn er kunnur fyrir að hafa
komið Margaret Thatcer í veður-
fréttn hér á norðurhjaranum, þeg-
ar hún var í Falklandseyjastríðinu.
Leikmann í fræðunum grunar að
báðir þessir menn
séu á móti kenn-
ingu Guðmundar
Hansen, af þvi að
fólk á borð við Leif
heppna, Bjarna Herjólfsson, Guð-
ríði Þorbjarnardóttur og soninn
Snorra má ekki hafa lent þar, sem
síðai' varð helsta kapitalistadíki
veraldar, sjálft Wall Street.
Önnur mjög skemmtileg uppá-
koma varð um helgina, samkvæmt
fréttum. Stofnað var til undirbún-
ings flokks vinstri: nanna og græn-
ingja. Þar er á ferð nær helmingur
af þingflokki Allaballa. Maður vissi
nú alltaf að þen væru grænir í
bókstaflegri merkingu. Þessir aðil-
ar virðast ekki sjá velgrónar hug-
sjónalendur sameiningar. Vitað
mál er að vísu að ekki var samein-
ast til neins annars en koma í veg
fyrir framboð krata. Þeh' eiga
enga möguleika sameinaðir gegn
Allaböllum í prófkjöri, kvennalist-
inn ekki heldur né aðrir útai'far
með listaveiki. Flokksstofnun
græningja er því óþörf. Vegna
væntanlegra kosninga má fólk
eiga von á framhaldsskemmtun í
fréttatímum næstu mánuði.
Ríkiskassinn sýndi danska mynd
á laugardag um fíkniefnasala.
Myndin sætti nokkrum tíðindum
vegna þess að það er ekki á hverj-
um degi sem Dönum tekst að gera
góða mynd, og voru þeir þó í „den“
í fremstu röð kvikmyndaframleið-
enda. Gaman er að sjá að þeir virð-
ast vera að sækja sig, einkum á
sviði afbrotamynda, þai- sem Kan-
ar hafa haft yfírhöndina. Annað
íylgh' á eftir. Þessi danska mynd er
ekki á nokkum hátt byggð sam-
kvæmt venjunni að vestan, sem
virðist hafa haft svo mikil áhrif hér,
að varla verður þverfótað fyiir eft-
iröpunum. Hún hefur mitt í dauð-
ans alvöru möguleika á svolítilli
danskri kímni og má kalla það af-
rek miðað við aðstæður og and-
rúm. Og svo er hún mannleg að
auki, sem er nú yfírleitt ekki uppi-
staðan í svona myndum.
Og svo féll Lottóið og hægt að
byrja aftur á byrjuninni. Til allrar
guðslukku gekk vinningurinn út
við sjöunda drátt, annars veit eng-
inn nema þetta hefði endað með
slagsmálum í miðasölum. Það voru
sem sagt langflestir íslendingai'
afmilljónaðir um síðustu helgi og
hefur ekki annað eins rusk orðið
hér á sviði peninga síðan landinu
var stjórnað með gegndarlausum
gengisfellingum.
Indriði G. Þorsteinsson
Frábær danstónlist frá kl. 23.30 með
hljómsveitinni Saga Klass og söngvurunum Sigrúnu
Evu Ármannsdóttur og Reyni Guðmundssyni
fara á koslum « fcrö
CLEÐI, SONCUR OC FULLT
AF GRÍNIISÖLNASAL
Arna og Stefán halda
uppi stuðinu á Mímisbar
FOLK í FRÉTTUM
ÞORGRLUllR HalM' ll""*
«■» iS T'S’jr
•wiw u>u
rad^aSverrit-
Fönkið er eitrað
„BANDIÐ er eiginlega tveggja ára.
Við kölluðum okkur Mími og keppt-
um í Músíktilraunum, þar sem við
fengum verðlaun íyrir gítarleik,
hljómborðsleik og bassaleik. Eftir
það gerðist ósköp lítið hjá Mími, þar
til fyrir nokkrum mánuðum að fónk-
kóngurinn Fíri kom og sagði okkar
að hætta að spila „fusion“ tónlist, eða
bræðing, og snúa okkur að íonkinu.
Bandið skipti um nafn, fónkið lífgaði
okkur við og síðan höfum við verið að
gera alls konar skemmtilega hluti,“
segir Ómar Guðjónsson gítai'leikari
og forsprakki Funkmaster 2000, sem
spilar fyi'ir fólk í stuði á Vegamótum
í kvöld.
Maður verður að
geta sagt, je“
- Hvað er skemmtilegra við fönk-
ið?
ÓMAR: Það er ekki skemmtilegra,
bræðingurinn byggist á fleiri hljóm-
um og er meira krefjandi tónlist. Það
er hins vegar stemmningin, tilfinn-
ingin í fonkinu sem er krefjandi.
HELGI: Það er bara erfitt að fá
gott „grúv“.
ÓMAR: Maður velur sér ekki
fönklag, spilar það saman og er þar
með að fónka. Hljóðfæraleikararnir
verða allir að ná mjög vel saman í
»,grúvinu“ sem er í gangi, vera í réttu
stemmningunni og geta sagt ,Je“.
HELGI: Hreyfa sig, vera frjálsleg-
ur, og afslappaður, je, funkið er eitr-
að.
- Er þetta ekki töffaratónlist?
ÓMAR: Jú, Funkmaster 2000 er
töffaraband. A tónleikum er sýning í
gangi. Þegar maður byrjar að spila
kemst maður í vímu. Þessa fónk-
vímu, je, og þá hugsar maður um lít-
ið annað en að vera í þessu „grúvi“.
Svo fær maður mjög mikið út úr því
hlustað á tölvur. Fólkið kann greini-
lega að meta það og það er miklu
betri stemmning á börunum núna.
HELGI: Það er skemmtilegra fyr-
ir fólkið að hafa ekki bara eitthvað í
eyrunum, heldur vera hluti af tón-
listinni með því að dansa, orga og
klappa.
- Er ykkar mesta metnaðarmál að
hafa fólk í stuði?
ÓMAR: Nei, nei. Að spila tónlist er
að gera sjálfum sér til geðs. Mér
fmnst það alltaf þannig, hvort sem
ég er uppi á sviði eða heima hjá mér.
Maður er að annast sál sína með því
að spila. En það er frábært að fá já-
kvæð viðbrögð frá fólki, og það væri
fáránlegt að vera einn úti í horni að
spila tónlist. Fólkið er hluti af henni.
- Spilið þið eitthvert frumsamið
efni?
ÓMAR: Við erum að semja, en það
er ekkert komið almennilega af stað
hjá okkur. Annars erum við mest að
spila Meders, JBs og Herbie
Hancock.
HELGI: Við erum held ég aðeins
grófari en þeir í því sem við erum að
semja.
ÓMAR: Já, þótt við semjum á
sömu fónkforsendum og þeir, þá er-
um við nýtt band og lifum í núinu.
Það er svo mikið að gerast í tónlist og
við höfum úr svo fjölbreyttri tónlist
velja að auðvitað blandast eitthvað af
henni inn í það sem við semjum.
- Afhverju eruð þið ekki með hár-
kollur eins og náunginn á merkinu
ykkar?
IIELGI: Ég veit reyndar um eina
góða en Spooky Boogie voru með
hárkollur og dót.
- Eitthvað að lokum ?
ÓMAR: Göngum saman inn í nýja
öld ...
HELGI:... með Funkmaster 2000.
íA(geturgaRnn
Smiðjuveffi 14, Xppovogi, sími 587 6080
Danshús
Hljómsveit
Stefáns P. og Pétur
leika í kvöld
Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080
Sjáumst hress núna!
Funkmaster 2000 er
fönksveit, eins og nafn-
ið gefur til kynna, og
meðlimirnir segja að
það sé töffaraband, af-
slappað og frjálslegt.
Hildur Loftsdóttir
hitti gítarleikarann
og trymbilinn.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
FUNKMASTER 2000 skipa; Ómar Guðjónsson, Hannes Helgason, Helgi
Svavar Helgason, Sverrir Sævarsson og Kristján Orri Sigurleifsson.
hvað allir eru ánægðir. Fólkið gefur
manni sprautuna til að halda áfram.
Það vantaði þessa frábæru fönk-
stemmningu í bræðinginn, þá sagði
enginn je. Fönkið er að festa sig
sessi.
Fólkið er hluti
af tónlistinni
- Er íonkið ekki mikið í tísku
núrja?
ÓMAR: Jú, svo virðist sem það sé
að vakna aftur til lífsins. Mér finnst
skemmtilegt að lifandi tónlist er að
koma aftur, í stað þess að eingöngu sé
*
•v.
r