Morgunblaðið - 31.10.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýtt skipurit lögreglustjóraembættisins í Reykjavík tekur gildi á næsta ári
Y aralögreg'liistj óri fær
veigamikið hlutverk
STEFNT er að því að nýtt skipurit
lögreglustjóraembættisins í Reykja-
vík taki gildi um næstu áramót. Sam-
kvæmt því verður varalögreglustjóra
falið veigamikið hlutverk við dagleg-
an rekstur embættisins en lögreglu-
stjóranum verður einkum ætlað að
sinna stefnumótun og þróunarstarfi.
„Lögreglustjóra er ætlað að vera
hinn framsýni og víðsýni leiðtogi
sem einbeitir sér að stefnumótun og
þróun fyrir embættið í heild,“ segir í
skýrslunni.
Þá er gert ráð fyrir því að aðstoð-
aryfirlögregluþjónum og yfirlög-
regluþjónum við embættið verði
fækkað úr 10 í 5.
A blaðamannafundi, þar sem
skýrslan var kynnt, sagði Þorsteinn
Pálsson, dómsmálaráðherra, að á
næstunni yrði unnið að framgangi
tillagnanna. „Eg vænti þess að það
verði hægt að staðfesta þetta nýja
skipulag innan tiltölulega skamms
tíma,“ sagði ráðherra.
„í heild er verið að vinna að því að
gera stjórnskipulagið öruggara og
markvissara og efla stöðu lögregl-
unnar í heild og gera lögreglustarfið
almennt þýðingarmeira. Jafnhliða
er unnið að umbótum í þeim tilgangi
að bæta aðstöðu almennra lögreglu-
manna,“ sagði ráðherra.
Aðspurður hvernig staðið yrði að
vali á einum yfirlögregluþjóni í stað
tveggja og fjórum aðstoðaryfirlög-
regluþjónum í stað átta, sagði ráð-
herra að sérstökum starfshópi yrði
falið að vinna að því að gera tillögur
um hvernig best yrði staðið að þeim
málum.
Lögreglustjórinn snýr aftur
Böðvar Bragason, lögreglustjóri,
er í veikindaleyfi til 15. nóvember og
Georg Lárusson, varalögreglustjóri,
er settur lögreglustjóri á meðan.
Dómsmálaráðherra sagði það ranga
túlkun á nýja skipuritinu að með því
væri lögreglustjórinn settur til hlið-
ar og gerður verkefnalítill.
„Það er mjög þýðingarmikið að
lögreglustjórinn geti haft svigrúm
til þess að hafa raunverulega stjóm
og yfirsýn yfir embættið allt og tek-
ið stærri ákvarðanir og stefnumót-
andi ákvarðanir. Það hefur kannski
verið hluti af vandamálum embætt-
isins að skipulagið hefur fært of
mikið af minni daglegum ákvörðun-
um upp á borð æðstu yfirmanna og
fyrir vikið hefur ekki gefist svigrúm
til nægilegrar yfirsýnar. Eg lít svo á
að skipuritið sé að bæta úr þessu og
þar með styrkja stöðu yfirstjórnar
lögreglunnar til að sinna sjálfri yfir-
stjórninni,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
Fram kemur í skýrslunni að ekki
var haft samráð við Böðvar Braga-
son við gerð hennar.
■ Varalögreglustjóri/10
2.000 m2
útivistar-
verslun
EINAR Sigfússon eigandi Sport-
kringlunnar ehf. og eigendur Þors
ehf. hyggjast opna nýja 2.000-2.200
fermetra útivistarverslun í tengi-
byggingu Kringlunnar sem fyi-ir-
hugað er að taka í notkun næsta
haust.
Það er einkahlutafélagið Dalir
sem stendur að rekstri nýju verslun-
arinnar en félagið er í eigu ofan-
gi-eindra aðila. Gengið var frá leigu-
samningi við Eignarhaldsfélag
Kringlunnar á fimmtudag um leigu
á 2.700 fermetrum undir starfsem-
ina og er samningurinn metinn á 960
milljónir króna.
Sjálft sölusvæði verslunarinnar,
sem enn hefur ekki hlotið nafn,
verður nálægt 2.200 fermetrum á
tveimur hæðum. Það er álíka stórt
íými og verslanir Hagkaups og Ný-
kaups hafa yfir að ráða í Kringlunni
hvor um sig.
■ Opna 2.200/22
Baðhúsið ehf. og
Seljahlíð stóðust
gæðakröfur
VATNSSÝNI úr heitum pottum á
dvalarheimili aldraðra við Seljahlíð
og í Baðhúsinu ehf. í Brautarholti
voru einu staðirnir sem stóðust
gæðakröfur við prófun Hollustu-
verndar ríkisins á vatni úr heitum
pottum hjá nokkrum líkamsræktar-
stöðvum í Reykjavík í byrjun októ-
ber. Sex staðh’ stóðust ekki kröfur
en nöfn allra staðanna fengust í
gær hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja-
víkur.
Mældm’ var örverufjöldi í 100
millilítra sýnum. Þannig mældust 15
gerlar í sýni úr heitum potti hjá
dvalarheimilinu við Seljahlíð en 60
hjá Baðhúsinu ehf. við Brautarholt
og stóðust báðir þessir staðir gæða-
kröfurnar. Tekin voru viðmiðunar-
sýni úr heitum pottum á Elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund, þar sem
mældust 10 gerlar, og frá sundlaug-
STEINAR Bastesen, þingmaður á
norska stórþinginu og íyrrverandi
hvalveiðimaður, fær ekki leyfi hjá
Free Willy-Keikó samtökunum til að
fara og skoða Keikó í kvínni í Ketts-
vík í Vestmannaeyjum. Hallur Halls-
son, fulltrúi samtakanna á íslandi,
segir að samtökin vilji ekki blanda
sér í umræðuna um það hvort ís-
lendingar eigi að hefja hvalveiðar á
ný eða ekki. Steinar Bastesen sé hér
á landi til að hvetja til hvalveiða og
því hafi verið ákveðið að neita honum
um aðgang.
Það var DV sem fór þess á leit við
unum í Laugardal en þar var gerla-
fjöldinn 37.
Hæsta mæling reyndist vera
450 þúsund gerlar
Fjöldi gerla í tveimur sýnum frá
líkamsræktarstöðinni World Class
var annars vegar 4.700 og hins vegar
450.000, hjá heilsulindinni Fínar lín-
ur 21.000, hjá Planet Pulse mældust
20.000 gerlar í tveimur mælingum,
hjá Þokkabót ehf. mældust 20.000
gerlar í sýni, úr potti á Hótel Sögu
mældust 5.400 gerlar og hjá Mætti
hf. var fjöldinn í einni mælingu
20.000 og í annarri 240.000. Þessir
sex staðir fengu allir þann dóm Holl-
ustuverndai’ við örverumat vatns-
sýna að það stæðist ekki gæðakröf-
ur.
Heildarfjöldi gerla má ekki vera
yfir 1.000 í 100 millilítrum.
Bastesen að hann færi í heimsókn til
Keikó. „Bastesen er tengdur hval-
veiðum. Samtökin vilja ekki blanda
sér í þessa umræðu og þess vegna
var þessari beiðni hafnað," segir
Hallur Hallsson.
Steinar Bastesen segir að hrein
forvitni hafi valdið því að hann hafi
langað til að kíkja á Keikó. „Ég var
ekki að blanda mér í neitt með því að
óska eftir að fá að heimsækja hann
en Keikó-samtökin hafa sannarlega
gert það með því að neita mér um að
fá að heimsækja blessaða skepn-
una,“ segir Bastesen.
HALLDÓR Blöndal samgöngu-
ráðherra opnaði í gær veginn
yfír Gilsfjörð, miUi Vesturlands
og Vestfjarða, til almennrar um-
ferðar með formlegum hætti.
Framkvæmdum við þessa mestu
vegsjávarfyllingu landsins er nú
að ljúka en vegurinn hefur verið
opinn umferð flesta daga í rúmt
ár.
Hugmyndir um þverun Gils-
fjarðar komu fram fyrir aldar-
fjórðungi og baráttuhreyfing
heimamanna í Dölum og Reyk-
hólasveit myndaðist upp úr
1980. Framkvæmdir hófust í
mars 1996 og var Klæðning hf.
aðalverktaki. Gekk verkið vel
nema hvað tafir og aukinn
kostnaður hlutust af því að
grjótnámur brugðust og varð
að sækja grjót til að verja sjáv-
Vegur-
inn um
Gilsfjörð
opnaður
arfyllinguna um lengri veg en
áætlað var. í fyllingu og veg
fóru um 200 þúsund vörubfls-
farmar af jarðefni og akstur
bflanna samsvarar leiðinni til
tunglsins, til baka og langleið-
ina aftur til tunglsins. Kostnað-
ur við mannvirkið er áætlaður
um 820 milljónir kr. Nýi vegur-
inn styttir leiðina milli Vestur-
lands og Vestfjarða um rúma 17
kflómetra og sagði vegamála-
stjóri í gær að það væru langir
kflómetrar og vísaði með því til
þess hvað Gilsfjörður hefur ver-
ið mikill farartálmi.
Myndin var tekin þegar Hall-
dór Blöndal samgönguráðherra
klippti á borða til merkis um
opnun vegarins og naut við það
aðstoðar Helga Hallgrímssonar
vegamálastjóra og Gunnars I.
Birgissonar, forstjóra Klæðning-
ar hf. Viðstaddir voru þingmenn
kjördæmanna, sveitarsfjórnar-
menn, starfsmenn verktakans
og Vegagerðarinnar og fjöldi
íbúa byggðarlagsins.
■ Einstæðri framkvæmd/38
Bastesen fær ekki
að heimsækja Keikó
Sérblöð í dag
20SÍDUR
Á LAUGARDÖGUM
LLöDlm