Morgunblaðið - 18.12.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.12.1998, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vilja endurskoða atkvæða- greiðslu um hækkun útsvars BORGARFULLTRÚAR báru saman bækur sínar í gær. ÚRSKURÐUR Halldórs Ásgnms- sonar, setts félagsmálaráðheiTa, um að Reykjavíkurlistanum hafí ekki verið heimilt að skipa Pétur Jóns- son sem varamann Hrannars B. Arnarssonar, borgai'fulltrúa Reykjavíkurlistans, kom til umræðu á borgarstjórnarfundi í gær. Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, taldi úrskurð- inn þýða að seta Péturs í borgar- stjórn að undanförnu hefði verið ólögleg og því væri meðal annars ógild ákvörðun borgarstjórnar 30. nóvember að hækka útsvör borgar- innar. Inga Jóna Þórðardóttir fagnaði úrskurði ráðherra og sagði borgar- fulltrúa sjálfstæðismanna alltaf hafa verið sannfærða um að hér hefði Reykjavíkurlistinn ekki staðið rétt að málum. Hún sagði að skoða yrði hvemig bregðast ætti við úr- skurðinum og gerði sérstaklega að s I gegnum verslunar- glugga TALSVERT tjón varð í blóma- versluninni Stör í Domus Medica í gærmorgun, þegar ökumaður ók bifreið sinni í gegnum verslunar- gluggann og inn á gólf. Skemmdir urðu einnig á framhlið verslunar- innar og á bifreiðinni sjálfri. Eng- in slys urðu á fólki. Lögreglan tel- ur að ökumaðurinn hafi óvart stigið niður inngjöfina í stað hemlafetilsins á sjálfskiptri bif- reiðinni á bflastæðinu fyrir fram- an búðina. Bifreiðin kom á mikilli ferð inn um gluggann og sáust nagla- og bremsuför á gólfinu. Mildi þykir að afgreiðslustúlka skyldi sleppa ómeidd því glerflís- ar úr glugganum þeyttust um allt. Unnið var hörðum höndum í gærkvöldi að því að hreinsa til í versluninni svo hægt yrði að opna aftur í dag. Flugvallar- skattar í bága við EES-reglur EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að mismun- andi flugvallarskattar hér á landi og í Noregi eftir því hvort um innanlandsflug eða flug til landa innan EES-svæðisins er að ræða, brjóti gegn reglum Evrópska efnahagssvæðisins um frjálsa þjónustustarfsemi í farþegaflugi. Hefur stofnunin tilkynnt rík- isstjórnum íslands og Noregs þessa niðurstöðu og hafa þær þrjá mánuði til að gera athuga- semdir. umtalsefni afgreiðslu fjárhagsáætl- unar borgarinnar sem fyrir fundin- um lá að afgreiða. Hún minnti á að á aukafundi borgarstjórnar 30. nóvember síðast- liðinn hefði verið samþykkt með 8 atkvæðum meirihlutans gegn 7 at- kvæðum að hækka útsvar á Reykvíkinga. Þar sem Pétur Jóns- son hefði setið þann fund og greitt í RÆÐU borgarstjóra við síðari um- ræðu fjárhagsáætlunar Reykjavíkur á fundi borgarstjómar í gær kom fram að áætlað er að greiða niður langtímaskuldir borgarinnar um tvo miiljarða króna á næsta ári. Sagði hún skuldir borgarinnar þá verða 12,75 milljarða eða 70% af skatttekj- um. Oddviti sjálfstæðismanna lagði fram tillögu um að fallið yrði frá fyr- irhugaðri útsvarshækkun og að meirihluti og minnihluti sameinuðust um að fínna leiðir til að lækka útgjöld þess í stað. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði skatttekjur borgarinnar á næsta ári atkvæði með útsvarshækkuninni taldi Inga Jóna að ákvörðunin væri úr gildi fallin, málið hlyti að hafa fallið á jöfnum atkvæðum. Taldi hún að í því ljósi yrði að endurskoða for- sendur fjái’hagsáætlunarinnar og lagði til að afgreiðslu hennar yrði frestað þar til málið kæmist laga- lega á hreint. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verða um 18,4 milljarða króna. Þær hækkuðu í heild um 200 milljónir ki-óna samkvæmt breytingartillög- unum og rekstrargjöld myndu hækka um 211,5 milljónir. Sem dæmi um hækkanir frá iyrri um- ræðu um fjárhagsáætlun nefndi borgarstjóri 20 milljónir sem fari í liðinn styrkir og ýmis gjöld og væri hækkunin m.a. vegna 2000-vandans, 48 milljónir væru vegna félagsmála, einkum vegna halla á rekstri Selja- hlíðar og 50 milljónir þyrfti vegna launahækkana samkvæmt nýjum samningum við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. borgarstjóri sagði að hér væri um úrskurð að ræða en ekki dóm. Hún sagði Reykjavíkurlistann hafa tekið ákvörðun um að skipa Pétur Jóns- son varamann í góðri trú. Ljóst væri að þrátt fyrir umræddan úr- skurð væri Pétur varamaður og hefði því rétt til setu á einstökum fundum og til þess að taka þátt í af- greiðslu mála. Hún sagði málið verða skoðað nánar. Kom á óvart Anna Geirsdóttir, læknir, segir að úrskurður setts félagsmálaráðherra um að hún en ekki Pétur Jónsson væri að réttum lögum varamaður Hrannars B. Arnarssonar í borgar- stjórn Reykjavíkur hafí komið sér verulega á óvart. „Eg bjóst ekki við þessu svona og sé ekki annað en ég muni setjast í borgarstjóm," sagði Anna í samtali við Morgunblaðið í gær. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti'!.- sjálfstæðismanna, fór nokkrum orðum um fjárhagsáætlunina og sagði breytingartillögur meirihlut- ans í borgarstjórn nú áframhald- andi vitnisburð um að Reykjavíkur- listanum hefði mistekist við stjórn borgarinnar og hann hefði gefist upp. Uppgjöfin væri fólgin í því að hafa ekki náð tökum á þeirri eyðslustefnu sem ríkt hefði undan- farin ár. Hún hvatti til þess að meirihluti og minnihluti næðu saman um fjár- hagsáætlun sem byggðist á því að útsvar yrði ekki hækkað. Helgi Hjörvar Loforð tengd orku- og holræsa- gjöldum „VIÐ lofuðum í kosningabarátt- unni að lækka holræsagjald verulega þegai' hreinsun strandlengjunnar verður lokið á síðari hluta kjörtímabilsins og að orkugjöld myndu lækka,“ sagði Heigi Hjöi-var, oddviti Reykjavíkurlistans, í gær er hann var spurður hvaða gjöld meirihlutinn myndi ekki hækka, en í fyn-adag var meðal annars tilkynnt um hækkun á gjald- ski'á sundstaða Reykjavíkur, aðgangseyri að Árbæjarsafni svo og gjaldi fyrir hundahald. Helgi Hjörvar sagði kosninga- loforð Reykjavíkurlistans frá síðasta vori bundin við framan- greind gjöld, þ.e. holræsagjaldið og orkugjöldin. Hann sagði það stefnu meirihlutans að beita ekki þjónustugjöldum til þess að auka tekjur. Þau miðuðust ann- ars vegar við það að stýra eftir- spum og hins vegar við það að þekja ákveðið hlutfall af kostn- aði við viðkomandi þjónustu. Nefndi hann sem dæmi að gjöld- um af heimaþjónustu væri ætlað að greiða 25-35% af kostnaði við hana og kæmi til dæmis til launahækkana myndu þjónustu- gjöldin hækka hlutfallslega í samræmi við það. ESA verður svarað vegna smíði varð- skips EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun ís- lenskra stjómvalda um að bjóða smíði nýs varðskips út hér á landi, uppfylli ekki útboðsreglui' Evrópska efnahagssvæðisins. Hefur stofnunin sent íslenskum stjómvöldum formlega tilkynn- ingu um þetta og jafnframt gefið ríkisstjórn íslands tveggja mán- aða frest til að gera athuga- semdir við niðurstöðuna. Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðhema segir að Alþingi sé með frumvarp um smíði varðskipsins tO meðferðar og þriðja umi’æða um málið eigi eftir að fara fram. „Eg á ekki von á að þingið láti Eftirlitsstofnunina breyta afstöðu sinni. Tillaga ríkis- stjórnarinnar er byggð á þeim rökum að við höfum rétt til þess að gera þetta með tilliti til ör- yggishagsmuna og bendum á fordæmi sams konar skipa, sem Danir hafa smíðað og notuð eru við gæslustörf hér í norðurhöf- um,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður sagði Þorsteinn að stjórnvöld myndu svara þessari tilkynningu ESA með formleg- um hætti, þar sem gerð yrði grein fyrir þeim rökum sem Is- lendingar hefðu í þessu máli. Morgunblaðið/Júlíus BIFREIÐIN fór öll inn um gluggann og stöðvaðist á miðju gólfinu og þykir mesta mildi að enginn skyldi slasast í glerbrotaregninu. Tveggja milljarða lækkun langtímaskulda borgarinnar * ■ ■ ■■ * ■ Serbloð i dag ________www.mbl.is • Patrekur Jóhannesson byrj- • aður i sjúkraþjálfun/C4 • Indriði maður framtíðarinn- : ar í vörn Liverpool/C1 Btaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýsinga- blað í stóru broti fyrir Nótatún „Til að halda góða veislu þarf fyrsta flokks hráefni“. Á FÖSTUDÖGUM líf Hundar sem fara ekki í jólaköttinn Tæknifrjóvgun með gjafaeggjum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.