Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bráðabirgðasvipting ökuleyfis felld úr gildi í DÓMI Hæstaréttar sem féll í gær segir að með breytingu á umferðar- lögum árið 1997 hafi það ekki verið ætlun löggjafans að hrófla við regl- um um ökuleyfissviptingu vegna vítaverðs aksturs. Var því felld úr gildi ákvörðun lögreglustjóra um sviptingu til bráðabirgða ökuleyfis manns sem ekið hafði á nær tvöföld- um leyfðum hámarkshraða. Maðurinn ók hinn 23. október sl. suður Gullinbrú í Reykjavík á 99 km hraða á klukkustund samkvæmt mælingu lögreglu. Leyfður öku- hraði þar er 50 km á klukkustund. Lögreglustjórinn í Reykjavík svipti manninn samdægurs ökuleyfi til bráðabirgða með vísan til 103. gr. umferðarlaga. Ekki var þar vísað til umdeildrar nýrrar reglugerðar nr. 280/1998 um sektir og önnur viður- lög vegna brota á umferðarlögum og reglum samkvæmt þeim. Meirihluti Hæstaréttar (3/5) segir að það skilyrði fyrir sviptingu öku- réttar að um mjög vítaverðan akstur hafi verið að ræða hafi verið í lögum Ekki ætlun lög- gjafans að hrófla við skilyrðum öku- leyfíssviptingar allt frá 1941. Á þeim tíma sem liðinn er hafi gengið margir dómar vegna of mikils ökuhraða, sem skýrt hafi inntak þessa lagahugtaks. í leiðbein- ingum ríkissaksóknara frá 1. júlí 1992 sé meðal annars að finna töflu um fjárhæð sekta og tímalengd öku- leyfissviptingar. Par sé ekki gert ráð fyrir sviptingu ökuréttar í tilviki eins og umræddu. Umferðarlögum hafi verið breytt árið 1997 en ráða megi af lögskýr- ingargögnum að ekki hafi verið ætl- unin að breyta reglum um sviptingu ökuréttar fyrir mjög vítaverðan akstur. Þvert á móti hafi ætlunin verið sú að festa leiðbeiningar ríkis- saksóknara í sessi. Af hálfu lög- reglustjórans í Reykjavík hafi ekki verið vísað til fordæma úr dóma- framkvæmd, sem stutt geti, að svipta beri manninn ökurétti þar eð um mjög vítaverðan akstur hafi ver- ið að ræða. Skilyrði til aksturs hafi verið góð í umrætt sinn og brotið framið á opnu svæði utan við sjálft íbúðarhverfið í Grafarvogi. Því féllst Hæstiréttur ekki á að sýnt hefði verið fram á að skilyrði hefðu verið fyrir hendi að svipta ökumanninn ökuleyfi til bráða- birgða. Tekið er fram að í úrskurði héraðsdóms og ákvörðun lögreglu- stjórans í Reykjavík sé ekki vísað til reglugerðar nr. 280/1998 né hafi það verið gert fyrir Hæstarétti. Tveir dómarar, Arnljótur Björns- son og Haraldur Henrysson, voru á því að umræddur akstur hefði verið mjög vítaverður í skilningi 1. mgr. 101. gr. umferðarlaga. Því væru ekki rök til að fella bráðabirgða- sviptinguna úr gildi. Málið fluttu Jóhann Hauksson fulltrúi fyrir hönd lögreglustjórans í Reykjavík og Bjami Þór Óskarsson hdl. af hálfu ökumannsins. Morgunblaðið/Ánii Sæberg Reglugerð Orkuveitu samþykkt samhljóða REGLUGERÐ um Orkuveitu Reykjavíkur, sem stofna á um næstu áramót með samruna Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Hita- veitu Reykjavíkur, var samþykkt samhljóða á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær. Verður hún nú send iðnaðarráðuneytinu til sam- þykktar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri gerði grein fyrir nokkrum breytingum sem gerðar höfðu verið fyrir síðari umræðu um hana sem fram fór í borgarstjórn í gær. Borgarlögmaður hefur farið yfir ýmis lögfræðileg atriði reglu- gerðarinnar og hún var einnig send iðnaðarráðuneytinu til athugunar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að tekið hefði verið verulegt tillit til ýmissa breytingartillagna sjálf- stæðismanna og sagði þá samþykka reglugerðinni. Hann vakti sérstaka athygli á ákvæðum um að hægt yrði að sannreyna hver væri raunveru- legur kostnaður við orkuöflun og orkusölu. Einnig vakti borgarfull- trúinn athygli á markaðs- og þróun- ardeild sem stofna ætti innan fyrir- tækisins. Sagði hann slíka deild mjög þýðingarmikla 1 allri stefnu- mótun og henni væri ætlað að sinna þróunar- og rannsóknarverkefnum tengdum orkuiðnaði hérlendis og erlendis. KRINGMN Gleðilega hátíð Blóð vantar í bankann BLÓÐBANKANN hefur skort blóð undanfarnar vikur, að sögn Bjargar Ólafsson, hjúkr- unarframkvæmdastjóra, og hef- ur ástandið farið versnandi. Björg segir að á þessum árs- tíma séu alltaf að ganga pestir. Þar sem aðeins fullfrískt, fólk getur gefið blóð fækkar bljóð- gjöfum á þessum árstíma. Þá valda annir fólks fyrir jólin því að færri gefa sér tíma til að gefa blóð en ella. Einnig hefur þörfin fyrir blóð verið óvenju- mikil, þar sem mikið hefur ver- ið um skurðaðgerðir á sjúkra- húsum, m.a. vegna viðleitni til að fækka á biðlistum, segir Björg. Hún segir að engan einn blóðflokk skorti umfram annan; blóðgjafa vanti úr öllum flokk- um. Karlar mega gefa blóð fjór- um sinnum á ári en konur þrisvar vegna þess að minna járn er í blóði kvenna en karla. Teknir eru 450 millilítrar úr hverjum blóðgjafa. A-flokkar og Kvennalisti Asakanir um óbilgirni og trúnaðarbrest Óbilgirni og trúnaðarbrestur eru orð — sem heimildamenn Omars Friðriksson- ar í A-flokkum og Kvennalista notuðu síðdegis í gær um stöðuna í viðræðum um samfylkingu. VIÐRÆÐUR fulltrúa Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Kvennalistans í kjörnefnd til und- irbúnings prófkjörs vegna vænt- anlegs framboðs samfylkingar- innar í Reykjavík fóru út um þúf- ur sl. miðvikudagskvöld. Auknar líkur eru nú taldar á að þátttaka Kvennalistans í undh-búningi að sameiginlegu framboði heyri sög- unni til. Framan af voru uppi ólíkar skoðanir milli A-flokkanna um hvemig standa ætti að uppröðun á framboðslista samfylkingarinnar í Reykjavík fyi-ir þingkosningarnar í vor. Alþýðubandalagsmenn voru flestir mjög andvigir opnu próf- kjöri en fulltrúar Alþýðuflokksins sóttu það fast. Samkomulag náðist svo fyrir skömmu um þær tillögm' sem kynntar voi'u á fundum kjör- nefndarinnar í vikunni. Er álitið að A-flokkamir hafi náð höndum saman þar sem Alþýðubandalagið hafi fallist á að haldið yrði opið prófkjör með því skilyrði að Al- þýðuflokkurinn samþykkti að prófkjörsreglur yrðu með þeim hætti að þátttakendur ættu þess eingöngu kost að raða frambjóð- endum af lista eins flokks í sæti. Það var svo á grundvelli þessa samkomulags sem gengið var frá sameiginlegri tillögu A-flokkanna um prófkjörsreglur og skiptingu sæta milli flokkanna, sem fulltrúar þeirra lögðu fram á átakafundi kjörnefndar sem stóð yfir í um fimm klukkustundir sl. þriðju- dagskvöld. Flokksaðild verði ekki skilyrði I tillögum A-flokkanna felst að prófkjörið verði opið öllum en þátttaka í prófkjörinu teljist jafn- gilda stuðningsyfirlýsingu við framboð samfylkingarinnar. Hver flokkur á skv. tillögunni að velja sex til níu frambjóðendur fyrii- sinn lista með þeirri aðferð sem hver flokkur um sig ákveður. Þeim tilmælum var jafnframt beint til flokkanna að flokksaðild yrði ekki gerð að skilyrði fyrir kjörgengi frambjóðenda. Kjör- seðlinum yrði þannig skipt upp í flokkshólf eins og áður segir og þátttakendur í prófkjörinu velji aðeins frambjóðendur úr einu hólfi með því að setja númer fyrir framan nöfn frambjóðendanna. A-flokkai-nir lögðu síðan til að hver flokkur fengi minnst eitt af fjórum sætum á endan- legum framboðslista og tvö af átta sætum list- ans. Jafnframt yrði Jó- hönnu Sigurðardóttui- tryggt öruggt sæti á listanum. Fulltrúar Kvennalist- ans gátu með engu móti fallist á þessa tillögu á fundi kjörnefndar og lögðu því fram breytingartil- lögu um að tryggt yrði að listinn fengi þriðja og sjöunda sæti framboðslistans. Fulltrúar A- flokkanna höfnuðu þessari hug- mynd. Fóru lengra en umboð leyfði Hart var tekist á á fundinum um þessi mál en umboð fulltrúa Kvennalistans úr flokksstofnun- inni var bundið því skilyrði að þær féllust aldrei á að fara niður fyrir sjöunda sætið. Þrátt fyrir það ákváðu fulltrúar Kvennalist- ans að slaka á kröfum sínum og buðu næst upp á að taka þriðja og áttunda sætið með fyrirvara um samþykki flokksstofnunarinnar. Fulltrúar A-flokkanna fóru með þessa tillögu inn í sína flokksstofnun á miðvikudag en höfnuðu henni svo á fundi kjör- nefndar á miðvikudagskvöldið og héldu sig við þá tillögu að Kvennalistinn ætti kost á að fá eitt af fjórum efstu sætum listans og eitt af sætum fimm til átta. Jafnframt lögðu þeir fram tillögu um að aðilar væru sammála um að bjóða Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanni sjálfdæmi um það í hverju hólfanna þriggja hún kysi að bjóða sig fram. Það hólf yrði merkt með listabókstaf viðkom- andi flokks að viðbættum orðun- um „og óháðir“. Fulltrúar Kvennalistans brugð- ust illa við þessari tillögu, sem varð í reynd til þess að viðræð- urnar sigldu í strand. Líta þær svo á að ef Jóhanna tæki þann kost að taka þátt í prófkjörinu á vegum Kvennalistans gæti hún náð fyrsta sætinu í hólfi Kvenna- lista með þeim afleiðingum að að- eins ein Kvennalistakona kæmist inn, og þá væntanlega í sjöunda eða áttunda sæti. Fulltrúar Kvennalistans töldu að þetta tilboð væri í reynd end- anleg höfnun af hálfu A-flokk- anna og segja að trúnaðarbrest- ur hafi átt sér stað. Innan Kvennalistans er litið svo á að nú sé komið í ljós að A-flokkarnir hafi myndað sterka blokk gegn Kvennalistanum, sýnt óbilgirni og reynst ósveigjanlegir. Enn- fremur eru kvennalistakonur gagnrýnar á reglur prófkjörsins um aðskilin flokkshólf, sem þær segja lokaðar og ólýðræðislegar. Réðu þær ráðum sínum um framhaldið á samráðsfundi síð- degis í gær og á félagsfundi Kvennalistans í Reykjavík í gær- kvöldi. Lá niðurstaða ekki fyrir þegar þetta var skrifað. Tillagan um Jóhönnu ein- skorðuð við A-flokkana? Innan A-flokkanna segjast menn undrandi á viðbrögðum Kvennalistans við tillögunni um Jóhönnu Sigurðardótt- ur. Er litið svo á, skv. heimildum blaðsins, að ef fulltrúar Kvenna- listans hefðu lagt til að tillagan um sjálfdæmi Jóhönnu yrði einskorðuð við A- flokkanna, þá hefðu fulltrúar A- flokkanna í kjörnefnd fallist á það. Er sú skoðun uppi innan A- flokkanna, að þrátt fyrir að full- trúar Kvennalistans í kjörnefnd hafi teygt sig lengra til samkomu- lags en þær höfðu umboð til að gera, þá hafi kvennalistakonur í flokksstofnuninni verið einstak- lega ósveigjanlegar í þessum við- ræðum öllum í vetur og aldrei viljað gefa neitt eftir. Töldu tilboðið endanlega höfnun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.