Morgunblaðið - 18.12.1998, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
SVONA, svona, hún skal fá það borgað að hafa laumast til að kíkja
í stjórnarskrána, ég breyti henni nú bara.
Formaður VMSI um meðferð desemberuppbótar
Greiða skal í orlofs-
sjúkrasjóð
o g
BJÖRN Grétar Sveinsson, formað-
ur Verkamannasambands Islands,
segir að samkvæmt landslögum og
kjarasamningum eigi að greiða af
desemberuppbót í orlofs- og sjúkra-
sjóði. Hann mótmælir harðlega um-
mælum Hrafnhildar Stefánsdóttur,
lögfræðings VSÍ, í Morgunblaðinu
sl. þriðjudag, en þar segir hún að
ekki eigi að greiða í sjóðina af des-
emberuppbót.
Björn Grétar sagði að fram að
þessu hefði sums staðar verið greitt
af desemberuppbót í orlofs- og
sjúkrasjóði, en annars staðar ekki.
Verkalýðshreyfingin hefði þrýst á
að greitt væri í sjóðina eins og lög
og samningar gera ráð fyrir. Hann
sagði að verkalýðshreyfingin sætti
sig ekki við þetta ósamræmi og
myndi fylgja því fast eftir að frá
þessu yrði gengið.
Björn Grétar sagði fagnaðarefni
að farið væri að greiða í lífeyrissjóð
af desemberuppbót, en það hefði
verið með ýmsum hætti fram að
þessu.
3
f ••
Gerð undir borðplötu H-82-87, B-60, D-57.
Ryðfrítt innra byrði. Ytrahús sinkhúðað
(ryðgar ekki). Hægt að lækka efri grind með
einu handtaki fjórfalt vatnsöryggiskerfi.
Mjög hljóðlát aðeins 47db (re 1 pW).
TURBO-þurrkun, þurrkar með heitum blæstri
Hægt að stilla start-tíma allt að 12 klst. fram
í tímann. Sjálfvirk hurðarbremsa.
12 manna stell. 5 kerfi.
Hvað er TURBO þurrkun?
í þurrkkerfinu blæs vélin út heitri
gufunni sem hituð er upp af hitaelementinu
Hin fullkomna þurrkun.
Viðurkenning fyrir lyfjarannsóknir
Rannsakar
vatnssækin
efnasambönd
UM MIÐJAN nóv-
ember sl. var Þor-
steini Loftssyni
lyfjafræðingi veitt viður-
kenning frá American As-
sociation of Pharmaceut-
ical Scientists (AA.P.S.) í
Bandan'kjunum, fyrir frá-
bæran árangur á sviði
vísinda er varða lyfja-
fræði. Þetta eru samtök
sem sameina alla þá sem
starfa að lyfjarannsókn-
um, hvort sem er í há-
skólum eða lyfjafyrir-
tækjum. Þetta eru um 10
þúsund manna samtök
vísindamanna og viður-
kenning þeirra er fyrst
og fremst veitt fyrir þirt-
ar greinar í vísindatíma-
ritum auk einkaleyfa og
þátttöku í alþjóðlegum
ráðstefnum. Viðurkenningu
þessa hefur Þorsteinn hlotið fyr-
ir störf sín og rannsóknir al-
mennt en hvað skyldi hann helst
hafa rannsakað á undanfórnum
árum?
Það sem ber hæst eru rann-
sóknir á sýklódextrinum, sem
eru sykursambönd sem notuð
eru til þess að koma lyfjum inn í
líkamann. Þetta eru lítil vatns-
sækin efnasambönd sem geta
tekið til sín eða bundið fitusækn-
ar lyfjasameindir og flutt þær af
yfirborði t.d. augans eða annars
staðar á líkamanum og inn í lík-
amann. Þess má geta að ég hef
verið í rannsóknarsamstarfi við
prófessor Einar Stefánsson
augnlækni þar sem þessi sýkló-
dextrin hafa verið notuð til þess
að flytja lyf inn í augun sem oft
er erfiðleikum bundið.
-Hvernig fundu menn þessi
sýklódextrin?
Þessi efni hafa verið þekkt í
yfir hundrað ár. Þau myndast
þegar ýmsar bakteríur eru að
melta sterkju en það var aldrei
hægt að búa þau til í miklu
magni og sjaldnast voni þau
hrein. Það var ekki fyrr en með
líftækninni sem menn gátu ein-
angrað og framleitt ensímin sem
mynda sýklódextrin úr sterkj-
unni og fengið nægt magn af efn-
inu til þess að gera tilraunir í
lyfjarannsóknum. Eg held að
Frakkinn Wiellier hafi fundið
upp þessi efni og birti fyrstu
greinina um þau árið 1891. Þá
vakti þetta enga athygli. Svo
voru það ýmsir Þjóðverjar sem
unnu að rannsóknum frá alda-
mótum og fram að seinni heims-
styrjöld sem ákvörð-
uðu byggingu efnanna
og eiginleika þeirra til
þess að binda ýmis
efnasambönd.
- Hvað gera menn í
svona lyfjarannsókn- __________
um?
Fyrst finna menn einhverja
lyfjasameind sem hefur ákveðna
lyfjafræðilega eiginleika. Það er
að segja kallar fram ákveðin lyf-
hrif í líkamanum - eða ákveðinn
lækningamátt. Þetta er þó bara
hálfur sigurinn, það er oft mjög
erfitt að koma þessu lyfi inn í lík-
amann og til þess þarf að beita
ýmsum brögðum. TVennt veldur
oft erfiðleikum. Annars vegar
eru lyf oft mjög fitusækin og
leysast því lítt eða ekki upp í
vatni og hitt vandamálið er að
þau eiga oft í erfiðleikum með að
komast í gegnum lífrænar himn-
ur. Sýklódextrin getur í mörgum
Þorsteinn Loftsson
► Þorsteinn Loftsson er
fæddur árið 1950 í Kaup-
mannahöfn en ólst upp í
Reykjavík. Hann varð stúdent
1970 frá Menntaskólanum í
Hamrahlíð og lauk lyíjafræði-
prófi frá Lyfjafræðiháskólan-
um í Kaupmannahöfn árið
1975. Eftir það fór Þorsteinn
til Bandaríkjanna og Iauk þar
doktorsprófí árið 1979 frá há-
skólanum í Kansas. Hann varð
lektor við Háskóla íslands,
síðar dósent og loks prófessor
árið 1986. Hann hefur hlotið
viðkenningu A.A.P.S í Banda-
ríkjunum fyrir frábæran
árangur á sviði vísinda er
varða lyfjafræði. Þorsteinn er
kvæntur Hönnu Lilju Guðleifs-
dóttur starfsmanni hjá Iðunn-
arapóteki og eiga þau tvo
syni.
„Lýsi er mjög
gott, bæði til
inntöku og til
þess að bera
það á húðina„“
tilvikum aukið bæði vatnsleysan-
leika fitusækinna lyfja og líka
aukið frásog þeirra í gegnum líf-
rænar himnur eins og til dæmis
hornhimnu augans.
- Hefur þú verið í annars kon-
ar lyfjarannsóknum?
Annað rannsóknarverkefni
sem ég hef unnið að er rannsókn-
ir á innihaldsefnum lýsis. Þar
höfum við bæði verið að rann-
saka áhrif fitusýra á frásog lyfja
gegnum húð og einnig veiru-
bakteríudrepandi eiginleika fitu-
sýra sem finnast í lýsi. Eg hef
unnið þessar rannsóknir með
Jóni Hjaltalín Olafssyni húðsjúk-
dómalækni og prófessor Halldóri
Þoi-mar. Þessar fitusýrur reynd-
ust hafa glettilega mikil veiru-
drepandi áhrif auk
þess sem þær gáfu frá-
sog lyfja í gegnum húð
og virðast þær því
vera upplagðar til
notkunar í ýmis húð-
sjúkdómalyf. Lýsið er
því mjög gott bæði til
inntöku og til þess að bera það á
húðina.
- Hefur þú unnið að fleiri lyfja-
rannsóknum?
Já, auk þessara tveggja verk-
efna sem nefnd eni þegar, hef ég
rannsakað forlyf, þ.e.a.s. efna-
sambönd sem breytast fyrst í lyf
í líkamanum eftir að þau hafa
verið tekin inn. Má þar nefna t.d.
forlyf sem umbreytast í lyf í mið-
taugakei’fi líkamans. Loks má
minnast á að nýlega höfum við
hafíð rannsóknir á mjúkum lyfj-
um. Við erum að rannsaka ýmsis
efnasambönd sem eyðast auð-
veldlega í náttúrunni.