Morgunblaðið - 18.12.1998, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Loftárásir á írak ræddar á Alþingi
Utanríkisráðherra
/ •
segir arasirnar
óhj ákvæmilegar
HALLDÓR Ásgrímsson utanrík-
isráðhen-a varði loftárásir Banda-
ríkjamanna og Breta á írak í ut-
andagskrái'umræðu á Alþingi í
gær. Kvaðst hann að sjálfsögðu
harma að til þeirra hefði komið en
sagði ljóst að þær hefðu verið
óumflýjanlegar miðað við það
hvemig Saddam Hussein, forseti
Iraks, hefði „þverskallast við að
hlíta ályktunum Sameinuðu þjóð-
anna (SÞ) og margbrotið loforð
um að eyða sínum gereyðingar-
vopnum.“ Steingrímur J. Sigfús-
son, þingflokki óháðra, var máls-
hefjandi umræðunnar um loft-
árásirnar á Irak. Hann mótmælti
ái-ásunum, fyi-ir hönd þingflokks
óháðra, og tók undir orð Kofi Ann-
ans, framkvæmdastjóra SÞ, um að
þetta væri dapur sólarhringur í
sögu SÞ.
Steingrímur sagði það m.a. aug-
ljóst að tímasetning árásanna tæki
mið af „heimatilbúnum vandræð-
um Bandaríkjaforseta“. I þær
væri „rokið til að fá frestað þeirri
atkvæðagreiðslu sem fyrir dyrum
stæði um að lögsækja Bandaríkja-
forseta fyrir embættisafglöp".
Fleiri þingmenn stjórnarand-
stöðu tóku í sama streng og Stein-
grímur og eins og hann hvöttu
þeir íslensk stjómvöld til þess að
fara fram á að þessum árásum
yrði hætt nú þegar og að þær yrðu
ræddar í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna. Stjómarþingmenn, þar
á meðal formaður utanríkismála-
nefndar Alþingis, vörðu hins veg-
ar aðgerðir Bandaríkjamanna og
Breta og sögðu að einungis væri
við Saddam Hussein að sakast.
Steingrímur sagði að vel mætti
vera að þessar árásir, án undan-
gengis samþyktós Öryggisráðs
SÞ, væru upphaf þess sem koma
skyldi, því frá Bandaríkjunum
hefðu nýlega borist þær fregnir að
þar væm komnar á fiot hugmynd-
ir Bandaríkjamanna um að útfæra
starfssvið og hlutverk Atlants-
hafsbandalagsins þannig að það
tæki til alls heimsins og að það
gæti hafíð einhliða árásir án und-
angengins samþykkis SÞ. Þá
sagði Steingrímur að þessar árás-
ir bættust ofaná þær hörmungar
og þjáningar sem almenningur í
Irak hefði liðið vegna átta ára við-
skiptabanns í kjölfar Persaflóa-
stríðsins.
Saddam Hussein
ber ábyrgðina
Halldór Asgrímsson utanríkis-
ráðherra kvaðst þeirrar skoðunar,
og það sama ætti við um íslensku
rítósstjómina, að það hefði ekki
verið komist hjá því að grípa til
umræddra loftárása. „Það er væn-
legra til árangurs en að sitja hjá
því það eru ekki Vesturlönd sem
bera ábyrgð á dauða þessa fólks
sem háttvirtur þingmaður nefndi,
heldur er það Saddam Hussein."
Aðspm-ður sagði Halldór að það
hefði ekki verið haft samband við
íslensku ríkisstjómina og henni
kynntai- aðgerðirnar áður en þær
hófust en sagði að í gærmorgun,
þ.e. á fimmtudagsmorgun, hefði
fulltrái bandaríska sendiráðsins
gengið á sinn fund og gert grein
fyrir ástæðum þessara aðgerða.
„Að því er varðar löglega hlið
þessa máls má segja að þar verði
að vitna til ályktunar Öryggisráðs
SÞ númer 687 um vopnahlésskil-
málana eftir Persaflóastríðið og í
ályktun 678. Þar eru þeim ríkjum
sem tóku þátt í aðgerðunum
vegna Kuweit heimilar allar nauð-
synlegar aðgerðir til þess að koma
í framkvæmd ályktunum SÞ. A
þessari túlkun er byggt og þrátt
fyrir að aðrar þjóðir eins og Kína
og Rússland hafi aðrar skoðanir
er ég þeirrar skoðunar að þessi
hlið málsins sé í lagi, þó að auðvit-
að megi deila um það.“
Halldór vísaði því einnig á bug
að farið hefði verið út í þessar loft-
árásir vegna vandræða Banda-
ríkjaforseta. „Eg held að það sé
alveg ljóst að Bandaríkjaforseti er
ekki í betri stöðu í sínum málum
eftir þessar aðgerðir. Það eru ekki
líkur til annars en að þingmenn
sem hafa lýst því yfir að þeir muni
greiða atkvæði með þeim tillögum
sem eru uppi á Bandaríkjaþingi í
sambandi við aðgerðii- gegn for-
setanum muni verða enn ákveðn-
ari í að halda við það til þess að
sýna fram á það að þessar aðgerð-
ir hafi ekki haft áhrif á þá. Þannig
að ég held að það sé mjög erfitt að
rökstyðja það og halda því fram að
til dæmis Bretar hefðu verið
þessu sammála og allir þeir sem
eiga sæti í þjóðai’öryggisráði
Bandaríkjanna," sagði hann.
Tómas Ingi Olrich, formaður ut-
anríkismálanefndai' Alþingis,
sagði eins og utanríkisráðherra að
það væri dapurlegt að til þessara
aðgerða hefði þurft að grípa. Þær
hefðu hins vegar verið óhjákvæmi-
legar og tímasetningin hefði ekk-
ert með vandræði Clintons heima
fyrir að gera. „Hluti af atburðarás
málsins hefur í mörgum tilfellum
verið ákveðin af Saddam Hussein
og utanríkisráðherra Iraks,“ sagði
hann m.a.
Lögin um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði samþykkt
Læknar hvattir til að
virða niðurstöðuna
STJORNARFRUMVARPIÐ um
miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði var afgreitt sem lög frá Alþingi í
gær með mitóum meirihluta at-
kvæða, 37 gegn 20, einn stjórnar-
þingmaður, Einar Oddur Kristjáns-
son, var á móti. Stjórnarandstæðing-
ar sökuðu ríkisstjómina um gerræði í
málinu, helsti hagsmunaaðilinn hefði
beitt miklum þrýstingi og því var
spáð að átökum væri hvergi nærri
lokið. Sturla Böðvarsson, Sjálfstæðis-
floktó, sagði mikilvægt að ná nú sátt-
um um niðurstöðuna og læknar yrðu
að hlíta landslögum í þessu sem öðru.
FrávísunartiIIaga felld
Fyrst vai' rædd frávísunartillaga
allra fjögurra stjórnarandstöðu-
flokka. Þingmenn gerðu margir grein
fyrir atkvæði sínu og vöruðu sumir
andstæðingar frumvarpsins við því
að lögfesting þess myndi leiða til
átaka og tjóns í heilbrigðiskerfinu en
stuðningsmenn sögðu vel hafa verið
staðið að meðferð þess. Gerðai' hefðu
verið breytingar á frumvai-pinu, með-
al annars að tillögum tölvunefndai',
sem væru allar til bóta. Sólveig Pét-
ursdóttir, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks, sagði að búið væri að ræða
frumvarpið í alls 54 tóukkustundir og
liðlega 60 þingmenn hefðu tekið til
máls, það væri því fjarstæða að segja
að það hefði ekki fengið nægilega
umfjöllun.
Bryndís Hlöðversdóttir, Alþýðu-
bandalagi, sagði meðal annars að
hagsmunum fjöldans væri kastað
fyrir róða en fáeinir útvaldir fengju
sínu framgengt hjá ríkisstjórninni.
„Einkaréttur á einu mest vaxandi
sviði atvinnulífsins, líftækniiðnaðar-
ins, er brjálæði og það er andstætt
heilbrigðum viðskiptaháttum. Per-
sónuvernd íslendinga er ógnað hast-
arlega með þessu máli auk þess sem
ríkisstjórnin hefur beitt minnihlut-
ann í heilbrigðis- og trygginganefnd
valdníðslu og komið í veg fyrir lýð-
ræðisleg vinnubrögð í nefndinni.“
Ögmundur Jónasson, þingflokki
óháðra, sagði stjórnarandstöðuna
hafa lagt fram lausn á málinu sem
fæli í sér að gagnagrunnar yrðu
dreifðir og mannréttindi yrðu virt en
það væri ekki gert í frumvarpi
stjómarinnar. Því bæri að hafna því.
Svavar Gestsson, Alþýðubanda-
lagi, sagði ólíðandi hvemig málið
hefði verið meðhöndlað í heilbrigðis-
og trygginganefnd og fullyrti að yfir-
vofandi væm stórfelld málaferli
vegna laganna ef þau yrðu samþykkt.
Bætt hefði verið við frumvai'pið mik-
ilvægum þáttum milli annarrar og
þriðju umræðu, erfða- og ættfræði-
þáttum. „Þessi siðlausu og gerræðis-
legu vinnubrögð era fráleit," sagði
þingmaðurinn. „Það er niðurlæging
Styrjaldarárin
á Suðurlandi
Umsvif í 40 herstöðvum. Hernaðarflugið frá
Kaldaðarnesi og hlutur þess í orrustunni um
Atlantshaf. Sagt er frá sambúð hersins og héraðs-
búa, skemmtunum og slysförum, árflóði og
endalokum herstöðvarinnar í Kaldaðamesi.
„Hér er sagan sögð bæði eins og hún horfði við
íslendingum og einnig eins og hermennirnir
sjálfir sáu hana.
Hér er um einstœða bók og einkar verðmœta að
i rœða. “
Sigurjón Björnsson,
í ritdómi í Mbl. 26. nóv. 1998.
Einn stjórnarþing-
maður andvígur
frumvarpinu
-i lí-ý
ALÞINGI
fyrir þingræðið að afgreiða málið
eins og það lítur út núna.“
Tillagan um frávísun var felld með
37 atkvæðum gegn 20. Breytingatil-
lögur meirihluta heilbrigðisnefndar
við framvarpið vora samþykktar með
mitóum meirihluta.
Síðan var gengið til atkvæða um
sjálft frumvarpið, var það gert með
nafnakalli og enn gerðu margir grein
fyrir atkvæði sínu. Steingrímur Sig-
fússon, þingflokki óháðra, sagði mál-
ið augljóslega ekki tilbúið til af-
greiðslu og gilti þá einu hve sterkt
menn kysu að taka til orða, frá því að
tala um minniháttai' mál yfir í stór-
felldan álitshnektó fyrir þjóðina og
„alþjóðlegan skandal11. Sýnd hefði
verið sérstök og óvenjuleg harka og
ofbeldi af hálfu ríkisstjómarinnai' og
um væri að ræða sérstakt gæluverk-
efni hennar.
Eitt stærsta mál þjóðarinnar
Sturla Böðvai’sson, Sjálfstæðis-
flokki, sagði framvarpið forsvaran-
legt miðað við þær aðstæður sem Is-
lensk erfðagreining hefði fært þing-
mönnum í hendur. „Nú þegar niðui'-
staða er fengin skiptir öllu máli að ná
sáttum við lækna og aðra vísinda-
menn sem verða að virða þá niður-
stöðu sem af lögum leiðir.“ Tómas
Ingi Olrich, Sjálfstæðisflokki, sagði
að verið væri að Ijúka afgreiðslu á
einu stærsta máli þjóðarinnar. „Það
er bjai'gfóst trá mín að með þessu
máli sé verið að leggja hornstein að
miklum fi'amfóram á sviði heilbrigðis-
þjónustu og vísinda og því segi ég já.“
Valgerður Sverrisdóttir, Fram-
sóknarflokki, sagði máhð byggt á
djörfum hugmyndum en hún sæi
ekki þær hættur sem andstæðingar
hefðu haft mörg orð um. „Persónu-
vernd er tryggð, aðgengi vísinda-
manna almennt að upplýsingum inn-
an heilbrigðiskerfisins verður betra.
Sérleyfið er umdeilanlegasti hluti
frumvarpsins en réttlætanlegt vegna
þess kostnaðar og þeirrar þjónustu
sem verðandi sérleyfishafi mun veita
stjórnvöldum."
Ögmundur Jónasson, þingflokki
óháðra, rifjaði upp andmæli sem
borist hefðu víða að, frá innlendum
og erlendum aðilum, hann sagðist
vilja óska forsætisráðherra til ham-
ingju með Framsóknarflokkinn. Fal-
leg ól um hálsinn dygði til að gleðja
flokkinn. Ásta R. Jóhannesdóttir,
þingflokki jafnaðarmanna, sagði mál-
ið ekki vera fullunnið og ríkisstjórnin
hefði sýnt yfirgang, hún bæri fulla
ábyrgð á niðurstöðunni. Guðný Guð-
björnsdóttir, Samtökum um kvenna-
lista, sagði málið í upphafi hafa haft á
sér áru framsækni á sviði þekkingar-
sköpunar og heilbrigðisþjónustu
þrátt fyrh' galla. Nú væri ljóst að
gallamir væra enn þá mitóir og jafn-
vel meiri en á upphafsreit, m.a.
einkaleyfið, ófullnægjandi aðgangur
vísindamanna, samkeyrsla upplýs-
inga um heilsufar, ættfræði og erfðir
með „tilheyrandi ógnun við persónu-
vemd og siðareglur“.
Kristín Ástgeirsdótth', þingflokki
óháðra, sagði að hugmynd af þessu
tagi myndi ekki fá hljómgrann ann-
ars staðar í heiminum og taldi óvíst
að gagnagrunnurinn yrði nothæfui'
vegna andstöðu margra lækna. „Er-
lendir vísindamenn eiga ekki orð yfir
það hve gáleysislega íslensk stjórn-
völd ganga um hinn viðkvæma heim
erfðavísindanna.“ Hún sagði Alþingi
myndu hafa skömm og skaða af mál-
inu.
Ekki Ijóst hvað eigi að selja
Sighvatur Björgvinsson, þingflokki
jafnaðarmanna, sagðist hafa verið já-
kvæður gagnvart hugmyndinni um
miðlægan gi-unn og hann hefði jafn-
vel talið koma til greina að slaka á
ströngustu ákvæðum um persónu-
vernd í þágu framfara í heilbrigðis-
málum, ekki síst í þágu hagsmuna
þeirra sem veittu upplýsingamar. En
framvarpið væri ámælisvert.
„I fyi-sta lagi hefur ekki fengist
svar við spumingunni um hvað eigi
að selja sem sé svo verðmætt að fjár-
festar séu reiðubúnir að leggja fram
20 þúsund milljónir króna.“ Einnig
ætti að gera erfðafræðilegar upplýs-
ingar aðgengilegar og úthlutun
einkaleyfis stæðist ekki fjölþjóðlega
sáttmála sem hefðu lagagildi.
Þær Sigríður Anna Þórðai'dótth',
Sjálfstæðisflokki, og Siv Friðleifs-
dóttir, Framsóknarflokki, sögðu að
um framfai-amál væri að ræða og
mæltu með samþykkt. Sólveig Pét-
ursdóttir andmælti því að framvarp-
inu hefði verið gerbreytt milli ann-
arrai' og þriðju umræðu. Þingmenn
gætu ekki notað þær breytingar sem
afsökun fyrir að snúast gegn frum-
varpinu.
Að umræðum loknum var gengið
til atkvæða og voru þá áhorfendapall-
ar þéttsetnir. Atkvæði féllu þannig
að 37 vora samþykkh', 20 andvígir en
sex þingmenn, þau Gísli S. Einars-
son, þingflokki jafnaðarmanna,
Hjálmar Jónsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, Lára M. Ragnarsdótth',
þingmaður Sjálfstæðisflokks, Ólafui'
Órn Hai'aldsson, þingmaðui' Fram-
sóknarflokks, Svanfríður Jónasdótt-
ir, þingflokki jafnaðarmanna, og
Rannveig Guðmundsdóttir, þing-
flokki jafnaðarmanna, voru fjarstödd.
Einar Oddur Kristjánsson, Sjálf-
stæðisflokki, vai' eini stjórnai'þing-
maðurinn sem var andvígur.
Níu frumvörp afgreidd á Alþingi
Leiklistarfrumvarp
orðið að lögum
Árnesútgáfan, Selfossi - Sími 482 1567
AUK frumvarps til laga um gagna-
grann á heilbrigðissviði vora átta
frumvörp afgreidd sem lög frá Al-
þingi í gær. Þar á meðal er frumvarp
til laga um söfnunarsjóð lífeyrisrétt-
inda og framvaip til laga um emb-
ættiskostnað sóknarpresta. Auk þess
mætti nefna frumvarp um leiklistar-
lög, en það gerir m.a. ráð fyrh' að
ákvæði um Þjóðleikhús verði gerð
einfaldari og skýrari. Samkvæmt
frumvarpinu sem nú er orðið að lög-
um er m.a. gert ráð fyrir þeim mögu-
leika að þjóðleikhússtjóri sitji lengur
en tvö ráðningartímabil en einnig
hafa leiklistarstofnanir eins og Leik-
félag Akureyrar, Leikfélag Reykja-
víkur og Islenski dansflokkurinn
ekki stoð í lögum eins og áður.
Alþingi
Dagskrá
Dagskrá Alþingis liefst kl. 10.30 í
dag. Gert er ráð fyrir því að þá
verði tekið fyrir frumvarp til laga
um breytingar á lögum um stjórn
fiskveiða.