Morgunblaðið - 18.12.1998, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Samtök verslunarinnar um frumvarp til laga um Utflutningsráð
—>
I öllum atriðum and-
víg frumvarpinu
SAMTÖK verslunarinnar eru í öll-
um atriðum andvíg frumvarpi til
laga um Utflutningsráð Islands. I
bréfí sem samtökin hafa sent efna-
hags- og viðskiptanefnd Alþingis
kemur fram að þau telji að frum-
varpið muni ekki tryggja fulla sátt
um starfsemi Utflutningsráðs til
framtíðar og samtökin lýsi sig því í
öllum atriðum andvíg frumvarpinu.
„Samtök verslunarinnar - FIS
tóku þátt í starfi nefndar um endur-
skoðun laga um Útflutningsráð Is-
lands síðastliðið haust. I þeirri nefnd
náðist allvíðtæk samstaða, þó svo að
fulltrúi iðnaðarins hafí skilað sérá-
liti. Niðurstaða meirihlutans var
ákveðin málamiðlun sem fulltrúi
okkar samtaka taldi tilraunarinnar
virði. Með því frumvarpi sem fyrir
liggur er engu líkara en nú eigi að
færa í lög tillögur minnihlutans.
Petta er þeim mun torskildara þeg-
ar haft er í huga að af þeim fjölda
manna frá atvinnurekendasamtök-
unum sem komu á fund nefndarinn-
ar voru sárafáir þessarar sömu
skoðunar," segir í bréfinu.
Breyt.ingar á markaðsgjaldi
óviðunandi
I frumvarpinu er gert ráð fyrir að
markaðsgjald skuli vera lagt á gjald-
stofn til greiðslu tryggingargjalds. I
greinargerð með frumvarpinu kem-
ur fram að lagt er til að framlag til
Útflutningsráðs verði ekki bundið
við 0,15% af veltu fyi-irtækja eins og
nú er heldur renni 0,05% af trygg-
ingagjaldsstofni til ráðsins. Gert er
ráð fyrir að þetta leiði til um 20 millj-
ón króna hærri tekna ráðsins en af
markaðsgjaldi samkvæmt lögum.
Þessu mótmæla Samtök verslun-
arinnar í bréfinu til efnahags- og
viðskiptanefndar. „Samtökin telja
það með öllu óviðunandi að áfram
skuli gert ráð fyrir sérstakri skatt-
lagningu til Útflutningsráðs og lýsa
yfír efasemdum um réttmæti slíkrar
skattheimtu. Samtökin draga stór-
lega í efa þá útreikninga um hlut-
fallslegar greiðslur verslunar í
breyttri skattheimtu sem fram
koma í athugasemdum með frum-
varpinu. Samkvæmt tölum sem sam-
tökin hafa undir höndum og fengnar
voru frá embætti ríkisskattstjóra er
verslunin í landinu að greiða 31% af
innheimtu á tryggingargjaldi á
gjaldaárinu 1997. Þar er ATVR og
fríhöfnin meðtalin en önnur ríkisfyr-
irtæki er þar ekki að fmna. Þrátt
fyrir að samtökin hafi óskað eftir út-
reikningum í frumvarpinu frá fjár-
málaráðupeytinu hafa þeir ekki
fengist. A meðan er ekki hægt að
leggja trúnað á þessar upplýsingar.
Að áliti Samtakanna greiðir verslun-
in því enn mest af þessari skatt-
heimtu. Þessu vilja samtökin mót-
mæla og ítreka fyrri skoðun að
greiðslur til ÚI komi af fjárlögum,"
segir ennfremur í bréfi frá Samtök-
um verslunarinnar.
óem mur
urinn foe
PHILIPS 29PT8304 er eitt m|
fullkomnasta sjónvarps-
tæki sem þessi viðurkenndi 8
framleiðandi hefur boðið
upp á. Tækið býður upp á
flökt-og titringsfría mynd sem er
skarpari, skýrari og hreinni en í flestum
sjónvarpstækjum. Einnig frábæran hljóm og einfaldar
og aðgengilegar stillingar á mynd og hljóði.
Fáðu þér alvöru sjónvarpstæki fyrir jólin og njóttu
jóladagskrárinnar til fulls.
Philips toppcjœði « jófatiÉhoði
• 100hz - Digital Scan
• Ci^stal Clear III tækni með scavem
• Nicam Stereo með 70W magnara
• „Smart Control" takkar á fjarstýringu
• Sjálfvirk innsetning stöðva
• Barnalæsing
og fleira og fleira
Aðeins:
Ef þú kaupir fyrir 7.000 krónur eða meira, fer nafn þitt í
lukkupott þar sem dregið er í hverri viku um
Heimilistæki hf
100.000 krónur
SÆTÚNI 8 SlMI 569 15 OO
http.//www.ht.l s
umboðsmenn um land allt
<s> 4S>
Útgerðarfélögin Gunnvör
og Hraðfrystihúsið
Grundvöllur
fyrir samein-
ingu kannaður
STJÓRNARMENN tveggja
stærstu útgerðarfélaga á Vest-
fjörðum, Hraðfrystihússins hf. í
Hnífsdal og Gunnvarar hf. á Isa-
firði, hafa samþykkt að ganga til
viðræðna með hugsanlega sam-
einingu félaganna í huga. í frétta-
tilkynningu kemur fram að kanna
eigi ítarlega hagkvæmni þess að
sameina fyrirtækin og dótturfé-
lög þeirra í eitt félag. Ötgerðarfé-
lögin reka hvort um sig 3 skip
auk þess sem Hraðfrystihúsið
gerir út 2 leiguskip til rækju-
veiða.
Einar Valur Kristjánsson,
stjómarformaður Hraðfrysti-
hússins, vildi lítið tjá sig um málið
í samtali við Morgunblaðið í gær,
enda viðræðumar stutt á veg
komnar. Hann sagði að líkt og hjá
öðrum atvinnurekendum, þá sé
markmiðið að styrkja og bæta
rekstur félagsins. „Ef menn sjá
einhverjar leiðir til að mæta þeim
markmiðum, þá eru þær að sjálf-
sögðu kannaðar.“
Magnús Reynir Guðmundsson,
stjórnarformaður Gunnvarar og
íshúsfélagsins, tók í sama streng
og sagði ótímabært að spá ein-
hverju um útkomu viðræðanna
sem væra nýhafnar.
Hafa áður rætt samstarf
Vitað er að stjórnir fyrirtækj-
anna hafa áður kannað grandvöll
fyrir sameiningu, án árangurs.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins standa stórir hluthafar í
félögunum fyrir þeim viðræðum
sem nú eiga sér stað og eru vonir
bundnar við að hægt verði að
ganga frá sameiningu í kringum
næstu áramót.
Starfsemi fyrirtækjanna teng-
ist þegar að nokkru leyti. Hrað-
fi-ystihúsið hf. rekur frystihús í
Hnífsdal og rækjuverksmiðju í
Súðavík. Fyrirtækið á einnig
helminginn í Mjölvinnslunni hf. I
Hnífsdal á móti íshúsfélagi Is-
firðinga, sem er dótturfélag
Gunnvarar. Þá á Gunnvör 17,38%
hlut í Hraðfrystihúsinu í gegnum
dótturfélag sitt Tog ehf. Bæði eru
félögin einnig hluthafar í Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna.
Pantar TWA 75 Airbus
A318 og A320?
London. Reuters.
BANDARÍSKA flugfélagið Trans
World Airlines mun væntanlega
panta 75 þotur af gerðunum Airbus
A318 og A320 og tryggja sér kaup-
rétt á 75 til viðbótar samkvæmt
heimild í flugvélaiðnaðinum.
Bandaríska blaðið Scattle Times
sagði í frétt á vefsíðu að TWA væri
þess albúið að panta 50 Boeing 717
að verðmæti um 1,4 milljarðar doll-
ara. Einnig væri búizt við að félagið
ti-yggði sér kauprétt á 50 Boeing
717 í viðbót, þannig að verðmæti
pöntunarinnar í heild gæti numið
um 2,8 milljörðum dollara.
Blaðið sagði hins vegar að félagið
kynni að panta fleiri 100 sæta flug-
vélar frá keppinautinum Airbus.
Að þess sögn nemur andvirði 75
fastra pantana á Airbus um 2,5
milljörðum dollara og kaupréttur á
75 í viðbót mundi tvöfalda andvirðið.
Ef félagið stendur við pöntunina
verður TWA fyrsta flugfélagið sem
pantar A318 og þar með mun evr-
ópska flugiðnaðarsamsteypan geta
hleypt hinni nýju 100 sæta þotu
sinni af stokkunum.