Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 28

Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁSIN Á ÍRAK Ákvað að gera árásir og leita síðan eftir stuðningi Setið fyrir svörum Bandaríkjamenn leituðu ekki ráða hjá banda- mönnum sínum varð- andi árásirnar á Irak, heldur skýrðu þeim ein- faldlega frá ákvörðun Bills Clintons þess efnis að af þeim yrði. AÐDRAGANDINN BILL Clinton Bandaríkjaforseti ákvað að hefja árásirnar á Irak án þess að ráðfæra sig áður við evr- ópska og arabíska bandamenn lands- ins. Madeleine Albright, utanríkis- ráðheira Bandaríkjanna, ræddi að vísu við um 16 utanríkisráðherra aðildarríkja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og bandamanna í Evrópu og Mið-Austui'löndum áður en árás- irnar hófust, en markmiðið var að skýra þeim frá ákvörðun Clintons, ekki að leita ráða. Bandarískir embættismenn segja að Madeleine Albright hafí ekki rætt árásimar á Irak við Igor Ivanov, ut- anríkisráðherra Rússlands, fyrr en eftir að þær hófust í fyrrakvöld. Viðbrögð Ivanovs við ákvörðun Clint- ons Bandaríkjaforseta voru harka- legri en annarra utanríkisráðherra, sem Albright ræddi við, en hún hafnaði staðhæfingum rússneska ráðherrans um að Richard Butler, formaður vopnaeftirlitsnefndar Sam- einuðu þjóðanna (USCOM), ætti meiri sök á nýjustu deilunni um vopnaeftirlitið en Saddam Hussein íraksforseti. Fjölþjóðieg íhlutun sögð of tímafrek Embættismenn í vamarmálaráðu- neyti og utanríkisráðuneyti Band- aríkjanna ræddu hins vegai' við embættismenn í Sádi-Arabíu, sem samþykktu að leyfa breskum og bandarískum herflugvélum að nota flugvelli í landinu til að taka elds- neyti. Sandy Berger, þjóðaröryggis- ráðgjafí Clintons, sagði að þegar for- setinn og aðstoðarmenn hans hringdu í leiðtoga annama ríkja BILL Clinton, AI Gore varaforseti og Henry Shelton, herforingi og yfirmaður bandaríska heraflans, hefðu þeir komist að því að afstaða hans nyti „verulegs stuðnings í heim- inum“. Bandaríkjastjóm hefði ákveðið að óska ekki eftir því að önn- ur ríki en Bretland tækju þátt í árás- unum þar sem slíkar aðgerðir tækju of langan tíma. „Við ákváðum að gera árásimar með Bretum og með stuðningi maj’gra annarra ríkja, en ekki endi- lega með þátttöku þeh-ra,“ sagði Berger og bætti við að það hefði tekið „marga daga, ef ekki vikur“ að undirbúa fjölþjóðlega hemaðaríhlut- un. Clinton hefur einkum verið gagn- rýndur fyrir tímasetningu árásanna og að hafa ekki haft samráð við öryggisráðið og bandamenn stjórnar- innar í Washington, auk þess sem margir líta á árásimar sem tilraun af hálfu forsetans til að bjarga eigin skinni og komast hjá málshöfðun til embættismissis. Háttsettir embættismenn í Was- hington sögðu að ákveðið hefði verið að hefja árásirnar í fymakvöld til að koma Irökum í opna skjöldu og til að komast hjá því að þurfa að grípa til hernaðaraðgerða í Irak á fóstumán- uði múslima, ramadan, sem hefst á svara spurningum blaðamanna um flugskeytaárásirnar á Irak í Hvíta húsinu í gær. laugardagskvöld. Margir frétta- skýrendur töldu þó líklegt að yfirvof- andi málshöfðun á hendur forsetan- um hefði ráðið miklu um þá ákvörðun hans að láta strax til skarar skríða gegn Irökum. Töldu árásimar óhjákvæmilegar Bandarísku- embættismenn sögðu að þótt Clinton hefði gert sér grein fyrir þvi að ákvörðunin um tafarlaus- ar árásir yrði umdeild hefði hún ekki verið mjög erfið fyrir forsetann, því hann hefði átt fáa kosti í stöðunni. Bandaríkjastjóm hefur þrisvar sinnum hótað að beita Iraka hervaldi á síðustu þrettán mánuðum vegna til- rauna þeirra til að hindi-a leitina að gereyðingarvopnum í Irak. Band- arísku embættismennimir sögðu að ákvörðunin um hernaðaraðgerðirnar hefði í reynd verið tekin fyrir mán- uði, er Clinton ákvað að hefja árásir á Irak en hætti við þær aðeins 15 mínútum áður en þær áttu að hefjast þegar Irakar létu undan síga og lofuðu fullu samstarfi við vopnaeftir- litsnefndina. Clinton var í flugvél sinni á leið til Washington eftir þriggja daga ferð Reuters Mótmæli í Beirút NEMENDUR bandaríska háskólans í Beirút í Líbanon voru á meðal þeirra sem mótmæltu árásum Bandaríkjamanna og Breta á írak í gær. Hvöttu þeir forsetann til að huga frekar að kvennamálum sínum heimafyrir en á skiltinu stendur: „Clinton, farðu og hittu Monicu [Lewinsky]. til ísraels og sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna þegar Butler birti skýrslu sína þar sem Irakar voru sakaðir um að hafa svikið loforð sin um að hindra ekki vopnaleitina. Forsetinn og ráðgjafar hans ræddu m.a. hvort bandaríska þjóðin myndi telja að niðurstaða skýrslunn- ar réttlætti hernaðaraðgerðir og hvort bandamennimir í arabaheimin- um myndu styðja þær. Þegar þeir komust að þeirri niðurstöðu að hemaðaraðgerðimar myndu fá næg- an stuðning snerist umræðan um hvemig hægt væri að svara ásökun- um um að markmiðið með árásunum væri í reynd að beina athyglinni frá vandræðum forsetans vegna tillög- unnar á þinginu um málshöfðun á hendur honum til embættismissis. Clinton komst að þeirri niðurstöðu að þetta pólitíska vandamál væri óleys- anlegt, hann yrði að útskýra ákvörðun sína og vona það besta, að sögn heimildarmanna The Was- hington Post. Eftir heimkomuna ræddi Clinton við leiðtoga demókrata á þinginu, Thomas Daschle og Richai-d Gephardt. Aður höfðu skrifstofu- stjóri Hvíta hússins og Berger þjóð- aröryggisráðgjafi rætt hernaðarað- gerðimar við aðra frammámenn á þinginu, m.a. Trent Lott, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, Newt Gingrich, fráfarandi forseta fulltrúa- deildarinnar, og eftirmann hans, Bob Livingston. Heimildarmenn í Washington sögðu að einn af leiðtogum repúblik- ana hefði svarað að hann myndi styðja árásimar ef þær hæfust eftir að fulltrúadeildin greiddi atkvæði um málshöfðunartillöguna. Embættis- menn Hvíta hússins urðu æfir yfír þessu svari, sögðu það sýna að repúblikanar notuðu sjálfir íraksmálið í pólitískum tilgangi eins og forsetinn hefur verið sakaður um að gera. Cohen og Henry Shelton, yfii’- maðui- bandaríska herraflans, voru einnig þráspurðir um tímasetningu árásanna á fundi með þingmönnum fulltrúadeildarinnai' í fyrrakvöld. Tom DeLay, einn af forystumönnum repúblikana, spurði þá hvort einhver ástæða væri til þess að fulltrúadeild- in frestaði atkvæðagreiðslunni um málshöfðunartillöguna vegna Iraks- málsins. Cohen svaraði að það væri undir fulltrúadeildinni komið hvenær atkvæðagreiðslan færi fram. DeLay gafst þó ekki upp og spurði hvort það væri í þágu „öryggishagsmuna þjóð- arinnar“ að atkvæðagreiðslunni yrði frestað. Cohen var þá sagður hafa misst þolinmæðina og sagt að ef um- ræðan um málshöfðun á hendur for- setanum hæfist á þinginu meðan árásimar stæðu yfir myndi það draga úr baráttuvilja bandarísku hersveitanna. Kom Ijöhniðlunurn í opna skjöldu Lítil umfjöllun var um Irak í band- arískum fjölmiðlum síðustu vikurnar fyrii' árásirnar og heimildarmenn í Washington sögðu að embættismenn í Hvíta húsinu hefðu ákveðið að tala sem minnst um vopnaleitina til að halda öllum kostum opnum og kom- ast hjá gagnrýni ríkja sem eru and- víg því að hervaldi sé beitt gegn Irökum. Berger sagði að bandarískir embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum hefðu fengið fyrstu upp- lýsingamar um skýrslu Butlers á sunnudag. Bandaríska stjórnin hafði einnig verið undh' það búin í nokkrar vikur að niðurstaða skýrslunnar yrði Irökum í óhag. Vikuna áður en árás- irnar hófust hafði James Steinberg, aðstoðai'þjóðaröryggisráðgjafi for- setans, stjómað daglegum fundum með embættismönnum á sviði örygg- ismála um skipulagningu hugsan- legra árása. BANDARÍSKIR fréttamenn höfðu í nógu að snúast í fyrrakvöld er ljóst var að tvö feiknastór fréttamál; málsóknin á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta og árásir á íraka rákust á. Lengi vel virtust menn ekki vita í hvom fótinn þeir ættu að stíga, „þetta er himnaríki eða helvíti, eftir því hvernig á það er litið," sagði einn fréttahaukanna. Andstæðingar forsetans virtust hins vegar í miklum vafa um hvernig bæri að túlka ákvörðun hans að ráðast á íraka er mála- reksturinn á hendur honum var að ná há- marki. Kvikmyndin „Wag the Dog“ var ofar- lega í huga margra og ljóst að margir telja að með þessu hafi forsetinn viljað beina at- hyglinni frá yfirvofandi atkvæðagreiðslu í fulltrúadeildinni. Hugtakið „Wag the Dog“ (Skottið dillar hundinum (en ekki hundurinn skottinu)) er orðið Bandaríkjamönnum tamt í munni en það vísar til samnefndrar kvikmyndar sem frumsýnd var í ársbyijun, um það leyti sem vandamál Clintons kennd við Monicu Lewin- sky létu fyrst á sér kræla. I kvikmyndinni lendir forseti í vandræðum vegna kvenna- mála og setur á svið árásir á Albaníu til að beina athyglinni frá kvennavandræðunum. í ágúst sl. gerðu Bandaríkjamenn flug- skeytaárásir á miðstöðvar hryðjuverka- manna í Afganistan og Sómaliu á sama tíma og Lewinsky-málið var að ná hápunkti sín- um. Þá þegar gripu margir til samlíkingar- innar við „Wag the dog“ og það sama var uppi á teningunum í fyrrakvöld er fréttist af árásinni á Iraka, kvöldið fyrir fyrirhugaða atkvæðagreiðslu í fulltrúadeild Band- aríkjaþings um ákærur á hendur Clinton, m.a. fyrir meinsæri. Stórmálin skyggja á hvort annað Efasemdir hafa verið uppi um raunverulega ástæðu árásarinnar á Iraka en repúblikanar segja Clinton vilja beina athyglinni frá málarekstrinum í þinginu. EFASEMDIRNAR Nokkrir repúblikanar lýstu þegar yfir efa- semdum um að tímasetning árásanna væri tilviljun. Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeild, braut óskrifaða reglu stjórn- málamanna um að gagnrýna ekki forsetann á átakastund, er hann sagði „timasetningu og markmið árásarinnar vekja spurningar". Þá sagði Gerald Solomon, formaður þing- skapanefndar þingsins, að menn skyldu „ekki vanmeta örvæntingarfullan forseta". Nokkrir repúblikanar lýst yfir stuðningi við árásirnar, t.d. Newt Gingrich, fráfarandi forseti fulltrúadeildarinnar. Hins vegar er ljóst að menn munu áfram tengja þær máls- höfðuninni. Standi árásirnar í skamman tíma, verður forsetinn vísast sakaður um að hafa ekki haft raunverulega ástæðu til að fyrirskipa þær. Standi þær lengi, verður for- setinn væntanlega sakaður um að draga þær á langinn í von um að málareksturinn á hendur honum deyji drottni sinum eða snúist honum í vil. Almenningur vantrúaður á tengsl málanna The New York Times sagði að „pokarair undir augum [forsetans] og andi tvenns kon- ar erfiðleika" hefðu gefið tengslin til kynna og sjálfur komst Clinton ekki hjá því að tengja málin í sjónvarpsávarpi sínu á miðvikudagskvöld. Sagði hann Bandaríkja- menn ekki myndu kippa sér upp við „hina al- varlegu umræðu sem nú fer fram í fulltrúa- deildinni". Þótti forsetinn þreytulegur og ekki eins mælskur og venjulega. Joe Lockhart, talsmaður Clintons, vísaði því algerlega á bug að ákvörðun forsetans um árásir á írak tengdist á nokkurn hátt málarekstri repúbiikana og svo virðist sem bandarískur almenningur sé sammála því. I skoðanakönnun sem ABC-sjónvarps- stöðin gerði í snatri á miðvikudagskvöld, lýstu um þrír fjórðu svarenda yfir stuðningi við árásirnar og yfir 60% töldu fráleitt að málshöfðunin hefði haft áhrif á gjörðir for- setans f Iraksmálinu. 32% lýstu hins vegar grunsemdum um að málin tengdust, svipað- ur fjöldi og í ágúst er sama spurning var borin upp. Fréttamenn vissu Iengi vel ekki hvernig þeir áttu að bregðast við, hvort málið væri stærra, ákærurnar eða árásin. Smám saman viku ákærurnar þó fyrir árásinni. Frétta- stjóri hjá Los Angeles Times líkti hama- ganginum við það vera sleginn utanundir á sitthvora kinnina. Vandinn væri sá að átta sig sig á því hvort um væri að ræða „1% stórmál eða eitt risamál". Voru sumir á því að þeir væru að upplifa viðburðaríkustu dagana á fréttamannsferli sínum. „Það ger- ist ekki betra“ sagði aðstoðarforstjóri NBC. í fótspor Trumans og Reagans Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Band- aríkjaforseti er gagnrýndur fyrir hernað- arafskipti af öðrum ríkjum. Lyndon B. John- son lá undir miklu ámæli vegna Víetnam- stríðsins og innrásin, sem Ronald Reagan fyrirskipaði í Grenada, var af andstæðingum hans sögð sett á svið til að beina athyglinni frá getuleysi stjórnvalda til að vernda líf hermanna sem voru drepnir í Líbanon skömmu áður. Ekki hefur þó verið lýst yfir jafnalvarlegum efasemdum um ástæður nokkurs forseta og Clintons, frá því í Kóreustríðunu, er Harry S. Truman var við völd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.