Morgunblaðið - 18.12.1998, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Tuttug’ustu jóla-
söngvarnir í
Langholtskirkju
JÓLASÖNGVAR Kórs Langholts-
kirkju, hinir tuttugustu í röðinni,
verða í kvöld og annað kvöld kl. 23
og á sunnudag kl. 20. Auk kórsins
koma fram Gradualekór Langholts-
kirkju, einsöngvararnir Ólöf Kol-
brún Harðardóttir og Ólafur Kjart-
an Sigurðarson, auk Halldórs
Torfasonar úr Kór Langholtskirkju
og Regínu Unnar Ólafsdóttur úr
Gradualekórnum. Þá leika hljóð-
færaleikararnir Bernharður Wilk-
inson, Hallfríður Ólafsdóttir, Jón
Sigurðsson, Monika Abendroth,
Kjartan Valdimarsson og Gunn-
laugur Briem með á tónleikunum.
Stjórnandi er Jón Stefánsson.
í tilefni tuttugu ára afmælisins
fékk kórinn Magnús Ingimarsson
til að útsetja nokkur lög. Þeiri-a á
meðal er jólalag Ingibjargar Þor-
bergs, Hin fyrstu jól, og lag eftir
einn kórfélaga, Helga Þór Ingason.
Á efnisskránni eru einnig lög
sem hlotið hafa fastan sess, svo sem
útsetningar Anders Öhrwall, Nú
ljóma aftur ljósin skær, Fögur er
foldin, Þá nýfæddur Jesús og
Hljóða nótt. Ólöf Kolbrún syngur
meðal annars Ave María eftii- Sig-
valda Kaldalóns og Ó, helga nótt.
Ólafur Kjartan syngur í útsetning-
um Öhrwalls, auk Panis Angelicus
og jólalags eftir Peter Cornelius,
Konungarnir þrír. Þar er fléttað
saman lagi við kvæði um konung-
ana eða vitringana þrjá og jóla-
sálminum Sjá morgunstjarnan blik-
ar blíð. Jólakvæðið er flutt í nýiri
þýðingu Jóhönnu G. Erlingsson,
ömmu Ólafs Kjartans.
Fyrstu jólasöngvarnir voru
haldnir í Landakotskirkju árið
1978. Hugmyndin var, að sögn
Jóns Stefánssonar, að gefa fólki
tækifæri til að slaka á eftir búð-
aráp seinasta föstudag fyrir jól. Því
hafa jtónleikarnir ávallt byrjað kl.
23. Árið 1980 voru fyrstu jóla-
söngvarnir í Langholtskirkju sem
þá var ekki fokheld. „I 15 stiga
frosti var sungið og er söngvarar
og áheyrendur voru farnir að finna
óþægilega fyrir kulda voru allir
drifnir inn í safnaðarheimilið í
jólasúkkulaði og piparkökur og síð-
an haldið áfram. Nú í allmörg ár
hefur þurft að endurtaka jóla-
söngvana því uppselt er á fyrstu
tónleikana í nóvember áður en
byrjað er að auglýsa," segir Jón.
Mér þótti óperusöng-
varar hallærislegir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
EINSÖNGVARARNIR Ólafur Kjartan Sigurðarson og
Ólöf Kolbrún Harðardóttir.
ÞÚ HÓFST ferilinn snemma ekki
satt?
„Eg söng sem barn og á að baki
glæsta sigra eins og Emil í Katt-
holti og fleira síðan ég var tíu ára
gamall! Þetta voru skemmtileg
bernskuævintýri. Það var mjög
snemma sem ég ákvað að ég ætlaði
að gera eitthvað í sambandi við tón-
list, ég hef alltaf haft mikinn og
brennandi áhuga á tónlist, pabbi
minn vinnur við tónlist, afí minn í
föðurættina vinnur við tónlist og
allt fólkið mitt í móðurættina er
mjög tónelskt.“
Kerfisbundinn poppari
Ætlaðirðu ekki að verða popp-
stjama?
„Þegar unglingsárin helltust yfir
mig hafði ég verið að stúdera fiðlu-
leik en gafst fljótt upp á fiðlunni.
Ég ákvað að ég ætlaði að verða
poppari og vann að því mjög kerfls-
bundið en gerði samt ekki baun,
þetta náði aldrei að verða miklu
meira en hugarástand. Þegar ég
hugsa til baka finnst mér það mikil
synd að ég skyldi ekki vera betri
efni í poppara en raun bar vitni, því
ég hafði aðgang að hljóðupptöku-
veri sem pabbi minn rak. Það hafa
ekki margir íslenskir unglingar
haft slík tækifæri.“
Hvenær fórstu að syngja?
„Hamrahlíðarkórinn varð vendi-
punktur fyrir mig, þar söng ég ten-
ór og fékk alloft tækifæri til að
syngja einsöng, bæði á diskum sem
voru gefnir út og á tónleikaferðum
bæði heima og víða um lönd. Þrátt
fyrir allt þetta voru engar söngpæl-
ingar að hringla í kollinum á mér,
ég ætlaði mér aldrei nokkum tím-
ann að gera neitt með söng.“
Skautuðum á Vísakortinu
„Upp úr tvítugu fór ég í sambúð
og áður en ég vissi af var ég eins og
sannur Islendingar kominn í tvö til
fjögur störf; það þurfti að kaupa
teppi, gluggatjöld og ísskáp og við
skautuðum um á Vísakortinu. Svo
Qlafur Kjartan Sigurð-
arson baritón er
búsettur í Brighton og
Dagnr Gunnarsson
hitti hann að máli í
Lundúnum - fyrir ís-
landsferðina, þar sem
þeir spjölluðu um söng-
listina og námsferilinn.
gerðist það að Sinfóníuhljómsveit
æskunnar frumflutti verk eftir Jón
Leifs undir stjórn Pauls Zukofskys
og það vantaði söngvara í það. Það
var hóað í mig, reyndar misfórust
eitthvað skilaboðin til mín, ég hélt
að ég væri að mæta til að lesa
þarna hlutverk, en þetta var hátt
tenórhlutverk sem ég réð náttúru-
lega ekki baun við, söng það samt
bæði á diski sem var gefinn út og á
tónleikum í Háskólabíói. Upp úr
þessu var mér boðið að fara í söng-
tíma hjá Rut L. Magnússon, ég
söng fyrir hana í nokkrar mínútur
og hún sagði mér að drífa mig í
söngnám ella þegja það sem eftir
væri.“
Öskruðum af hlátri
Þú hefur væntanlega tekið fyrri
kostinn?
„Ég sótti um og komst inn í
Söngskólann, ég fór síðan eftir ráð-
leggingu Sigrúnar Hjálmtýsdóttur
til Guðmundar Jónssonar. Ég var
síðan hjá honum í þrjú ár í Söng-
skólanum. Á þeim tíma jókst smám
saman áhugi minn á sígildum söng,
ég hafði heyrt töluvert af sígildri
tónlist hjá foreldrum mínum , en
aldrei sýnt neinn sérstakan áhuga á
sígildum söng. Þegar ég var
sautján eða átján ára komu sígildir
söngvarar í heimsókn í menntaskól-
ann. Það var hringt á sal og við
pínd til að hlusta á íslenska óperu-
söngvara og ég tók virkan þátt í því
þegar einhver sópraninn söng Jeg
elsker dig eftir Grieg, sem ég
glímdi svo við seinna, að þá öskruð-
um við af hlátri. Það var ekki mikið
lært það sem eftir var dagsins því
okkur fannst þetta svo hallæris-
legt.“
Var söngnámið góður tími?
„Guðmundur Jónsson er geysi-
lega heillandi maður að vinna með
og hann smitar mann af áhuga á að
kynnast því sem maður ekki kann.
Hann er mjög trúr sínu fagi og trú-
ir á fallegan söng. Auðvitað vann
maður með fleiru góðu fólki á borð
við Olaf Vigni Albertsson og öllu
því ágæta fólki sem starfar við
Söngskólann og öllum þeim sem
starfa almennt við sönglistina
heima. Þetta er yfirleitt fólk sem
leggur ótrúlega mikið á sig til að
halda þessu dóti gangandi og það
gengur kraftaverki næst að við
skulum þó eiga einhverja óperuhefð
og allt þetta magn af frábærum
söngvurum."
Hvers vegna valdirðu að koma
hingað til Bretliinds í framhalds-
nám?
„Það kom enskur prófdómari frá
Konunglegu tónlistarakademíunni í
London þegar ég tók sjötta stigið í
Söngskólanum og hún hvatti mig til
þess að fara utan í nám. Ég fór í
inntökuprófíð hér í akademíunni
eftir að hafa lokið áttunda stiginu
heima á Islandi og komst þar inn,
mér til mestrar undi-unar af öllum.
Ég var alveg skítlogandi hræddur
þegar ég kom fyrst inn í akademí-
una, ég var alveg viss um að nú
væri ég kominn inn í heilagt must-
eri og Mekka tónlistarinnar og að
innan þessara veggja ætti ég ekki
séns. Éljótlega kom nú í ljós að ég
átti alveg erindi og var sáttur við að
hafa komist þarna inn, en það kom
líka í ljós að ég átti mikla vinnu fyr-
ir höndum. Hér var ég í tvö ár, og
hafði að mestu gaman af, eftir á séð
tel ég mig ekki hafa verið nógu
lánsaman með kennara. í lok
seinna ársins fór ég til Lyon í
Frakklandi að syngja, ég var þá að-
eins farinn að missa móðinn og
fannst þessi tvö ár í London ekki
hafa gengið nógu vel. í Lyon
kynntist ég enskri messósópran-
söngkonu sem býr í Skotlandi og
hún hvatti mig til að kíkja á
mastersgráðukúrsinn í Glasgow í
Konunglegu skosku tónlistaraka-
demíunni. Það vildi svo til að það
vantaði baritón og þar snerist taflið
algjörlega við, því þar hef ég átt tvö
yndisleg ár.“
Stærri fiskur í minni tjörn
Hver var munurinn?
„Þar varð ég aðeins stærri fiskur
í pínulítið minni tjörn og það gerði
mér og sjálfstrausti mínu óskap-
lega mikið gott. Tækifærin voru
fleiri, ég söng sjö uppfærslur á
tveimur árum, þar af nokkur aðal-
hlutverk, og ég fékk tækifæri til að
syngja með þjóðarsinfóníunni í
Royal Concert Hall og söng Fígaró
í Edinborg og fleira í þeim dúr.
Þeir hreinlega dekruðu við mig
þessi tvö ár og í kjölfar útskriftar-
innar í júlí núna í sumar fékk ég til-
boð frá umboðsmanni um að fara á
skrá hjá þeim og er núna orðinn
einn af söngvaragenginu sem þau
eru að reyna að græða peninga á!
Ég þáði það náttúrulega með þökk-
um.“
Þú ert ekki enn hættur að nema?
„Það þarf endalaust að vinna í
röddinni og raddtækni til að geta
sungið betur og betur, ég vil ekki
flýta mér alltof mikið út í bransann
þrátt fyrir ágæt og spennandi boð.
Mér tókst líka að komast að hjá
stórkostlegum kennara sem gerir
mér óskaplega gott og svo var ég
nú að syngja hjá Glyndebourne To-
uring-óperunni í allt haust. Það var
svokallað „cover“-hlutverk, þ.e. ég
var á varamannabekknum og til
taks ef með þyrfti. Það kom nú
reyndar aldrei til þess, en ég fékk
þó að syngja „cover show“, sem
kallað er þegar allir varasöngvar-
arnir fá aðeins að þenja sig, og það
var ákveðin viðurkenning að fá
þetta starf. Það eru þó nokkrir ís-
lenskir söngvarar sem hafa unnið
fyrir Glyndebourne og þeir hafa
mjög góða reynslu af landandum
veit ég.“
Hvað er svo framundan?
„Það er hitt og þetta framundan,
það verður heilmikill söngur hjá
mér á Islandi um jólin. Ég fæ
spennandi tækifæri til að syngja
þrenna jólatónleika með Langholts-
kirkjukórnum undir stjórn Jóns
Stefánssonar og svo verð ég að
syngja bæði í jóla- og áramóta-
messum, einnig eru fleh'i óstaðfest
jólaverkefni í deiglunni.
Eftir áramótin mun ég samhliða
söngtímunum ferðast um Bret-
landseyjar og syngja með English
Touring Opera aðalbaritónhlut-
verkið í Dóttur herdeildarinnar,
gamanóperu eftir Donizetti og síð-
an fæ ég að spreyta mig á Requiem
eftir Mozart með London Sinfonia í
api-fl.“
Upp úr þessu fórum við Olafur
að spjalla um aðra hluti og talið
leiðist burt frá sönglistinni. Þau eru
mörg málefnin sem brenna á Ólafi
og það er greinilegt að hann er
maður sem nýtur þess að lifa lífinu
lifandi og að söngurinn þykir
greinilega ekki alveg jafnhallæris-
legur og áður.
UPPSKRIFTAR
M&M uppskriftir í morgunþætti Eddu Björgvins og Helgu ó Bylgjunni ó lougardaginn:
M&M's Pönnukökur
Muiið M&M's (helst M&M's með hnetusjmöri en samt ollt gott
oð sjdlfsögðu.)
4 bollor hveiti i tsk lyftiduft
1 msk sykur mjólk
1 tsk solt smjör
Setjið smó of mjólk í skól, bætið hveiti út í og hrærið vel þor til
engir kekkir eru eftir og deigið er passlega þykkt. Bætið sykri,
salti og lyftidufti við og hrærið betur. Bætið svo mulnu M&M's
við deigið.
Hitið pönnu og bræðið smjörið. Hellið bróðnu smjörinu saman við
deigið og setpð ca. eina sleif af deigi ó pönnuna. Gætið að hafa
pönnukökurnar nægilega þykkar svo súkkuiaðið brenni ekki.
Mjög gott með smjöri og sírópi. Einnig hægt að stró sykri yfir
eða bjóða fram með sultu og rjóma.
M&M's Regnbogaveisla
CalOOgdöðlur
Ca alla óvexti sem fyrirfinnast í ísskópnum:
(td. epli, banana, perur, vínber, jorðarber, ferskur ananas)
100-200 gM&M
2-4 kókósbollur
Solthnetur fyrir þó sem vilja
Smyrjið eldfast mót. Skerið döðlur og óvexti (hnetur) i litla bita.
Myljið M&M's smótt. Allt sett saman i eldfast form og kókósboll-
unum roðað/smurt ofan ó. Hitað i ofni þar til kókósbollurnar
verða fallega gul-brúnar, (ca 10-20 mín. við 175-200°). Borið
fram með ís og/eda þeyttum rjóma.
"Með þessum uppskriftum lýkur uppskriflarleik M&M og Jóa Fel.
Við þökkum landsmönnum kærlega fyrir þótltökuna. Gleðilega hótíð''