Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ LISTIR Hið helga hlutverk „ALLIR sem lesa Nýja testa- mentið taka eftir því hvað konur eru áberandi - hvað þeirra hlut- ur er stór. Þær koma mjög við sögu Jesú. Þegar haldið er áfram, Postulasagan lesin og bréfín, kemur skýrt fram að kon- ur hafa látið mikið til sín taka í frumkirkjunni og sýnilega átt mjög mikinn þátt í útbreiðslu kristninnar. Sú útbreiðsla var svo ör að það vekur undrun. Ein skýringin er auðsjáanlega sú að hinn kristni boðskapur hefur átt greiðan aðgang að konum og hvernig þær fengu að njóta sín í hinum kristna söfnuði. Það er gaman að velta þessum málum fyrir sér og spennandi að skyggnast um á þessu sviði - skynja veruleikann á bak við, bæði hinn jarðneska veruleika og hinn yfirjarðneska," segir Sigur- björn Einarsson biskup um bók sína, Konur og Kristur, sem Set- berg hefur gefið út. Beinasta tilefni þess að Sigur- björn fór á þessu ári að huga nánar að þessu viðfangsefni, vinna af krafti úr því sem hann átti, bæði í huganum og á blöð- um, var einkamál. „Bókin ber með sér að hún er þakkarsveigur til konu minnar, Magneu, en í ágúst í sumar höfðum við verið 65 ár í hjónabandi. Ég á henni meira að þakka en öðrum mönn- um og þau störf sem ég hef gegnt í þágu kirkjunnar hafa að stórum hluta verið borin uppi af henni.“ Sigurbjörn segir viðfangsefn- ið að sjálfsögðu afar víðtækt en Konur og Kristur snúist þó ein- göngu um konur í Nýja testa- mentinu. „Ef farið yrði yfir kirkjusöguna í heild, þá yrðu margar minnisstæðar konur á vegi manns. Islenska kirkjan á konum til að mynda mikið að þakka. Erlendis hef ég heyrt tal- að um þrjá Islendinga af mestri aðdáun, þar af eru tvær konur og einn karlmaður. Konurnar eru Ólafía Jóhannsdóttir og Ingibjörg Ólafsson. Hvorug þessara frábæru kvenna fékk svigrúm til að starfa á Islandi og þó lét Ólafía mikið til sín taka hér heima. Hennar er meðal annars minnst sem eins ötulasta forgöngumanns að stofnun há- skóla á íslandi. Vettvangur þess- ara kvenna beggja var á sviði mannúðarmála og líknarmála erlendis, þar sem þær gátu sér frábært orð. Karlmaðurinn í þessum hópi er séra Friðrik Friðriksson." Undirtitill rits Sigurbjörns er Um móður í Nasaret og aðrar. Kveðst hann oft leiða hugann að því hvernig mæðra er minnst í ís- lenskum bókmenntum og sér í lagi í sambandi við jólin. Engar konur í sögu landsins hafi verið krýndar eins dýrum þakkar- sveigum og mæðurnar. „Ég nefni kvæði Matthíasar til móður sinn- ar: „Engin kenndi mér eins og þú...“ Þá minntist Einar Bene- diktsson móður sinnar á ógleym- anlegan hátt. Ég hef einkum í huga erindið sem heitir Landið helga. Þar segir: „Ég man: Ein bæn var lesin, lágt í tárum, við ljós sem blakti gegnum vetrar- húmið.“ Þessi minning fylgir skáldinu ævilangt." Þegar nær dregur þúsund ára afmæli kristni á íslandi segir Sigurbjörn vert að rifja upp hvaða þátt konur hafa átt í því að vekja menn til vitundar um Guð - kenna börnum að „elska Guð og biðja“. „Framtíð kristni á Islandi er að mestu komin undir því hvernig konur rækja þetta helga hlutverk áfram á landi hér!“ Páll hafði farið úr einni borg í aðra í Litlu-Asíu og boðað Krist. En allt í einu er tekið í taumana, „andi Jesú“ stöðvar hann, leyfir honum ekki að fylgja þeirri áætlun, sem hann hafði sett sér. Og með það tekur hann á sig náðir í Tróas á As- íuströnd. En þá nótt birtist honum í sýn maður frá Makedóníu, því landi í Evrópu, sem næst var handan við sundið. Og maðurinn sagði: „Kom yfir til Makedóníu og hjálpa oss.“ Evrópumaður, Rómverjinn Pílat- us, hafði dæmt Jesú til dauða. Nú birtist Evi'ópa í sýn og bað, að þessi Jesús kæmi sér til hjálpar. Og Páll og félagar hans sigldu þegar til Filippí, sem var fremst borga á þessu austurhorni álfunnar. Nýkomnir þangað gengu þeir á hvíldardegi út fyrir borgina, en við ána, sem rann þar, hugðu þeir vera bænastað. Þeir fundu staðinn. Þar voru konur fyrir. „Settumst vér nið- ur og töluðum við konurnar, sem voru þar saman kornnar" (v. 13). Ekki verður annað séð en að kon- ur einar hafi sótt þennan stað að þessu sinni. En væntanlega hefur þetta verið samkomustaður Gyð- inga. Sigurbjörn Einarsson Ein kona í hópnum er nafngi-eind, Lýdía, og hún var „guðrækin", en þannig voru þeir menn, konur og karlar auðkenndir, sem voru ekki Gyðingar en höfðu orðið snortnir af guðstrú þeirra og siðgæðisviðhorf- um og sóttu samkomuhús þeirra eða bænastaði. Hvað um það: Fyrsta skráða lín- an í kirkjusögu Evrópumanna er um konur, sem biðja. Skyldi það ekki vera burðarþátt- ur í líftaug þeirrar sögu alla tíð? Hvernig hafa þessar konur beðið? Þess er ekki getið. Það eitt er víst, að þær hafa verið að leita að þeim Guði, sem gæti hjálpað, styi-kt í baráttu lífsins, sefað sorgir og létt raunir, afmáð saurgun, læknað sár samviskunnar, svalað innstu þrá, lyft anda þeirra upp yfir ánauð, rangsleitni, öryggisleysi, lífsótta. Gyðjur heiðninnar höfðu brugðist, guðir og andar hjálpuðu ekki, blót og særingar voru til einskis. Þær þurftu að leita hærra. Páll og þeir félagar tóku þessar konur tali. Postulinn hefur með gleði leyft þeim að tala! Og talað við þær. Hann mat þær að því leyti engu miður en þá spekinga, sem hann fann skömmu síðar í Aþenu. Og hann hefur líkast til sagt hið sama við þær og þá: „Þetta, sem þér nú dýrkið og þekkið ekki, það boða ég yður,“ þ.e. skapara og föður allra manna, sem er opinber í Jesú Kristi krossfestum og upprisnum. Konur á bænastað. Sá Guð, sem þær þekktu ekki, hlustaði á þær, þekkti þær, skildi þær. Og bæn þeirra hafði meiri áhrif en þær höfðu hugboð um eða nokkurn mann gat grunað. Ég er hér að láta uppi skoðun, sem ég hef lengi átt og hugleitt mér til styrktar. Mér finnst ég sjá sam- band milli þessara biðjandi kvenna og þeirra atburða, sem Postulasag- an skýrir frá, áður en þeirra er get- ið og síðan í framhaldi. Páll aétlaði ekki til Filippí. Hann hafði allt aðra áætlun. En þá var kallað á hjálp frá álfi unni hinum megin við sjóinn. I þeirri beiðni og viðbrögðum Páls við henni var Guð að svara þeirri þrá og leit, þeim stamandi bænum, sem bærðust í brjósti og á vörum manna, sem þyrsti eftir lifanda Guði, meðvitað eða ómeðvitað. Það er alls ókunnugt og óskýrt, hvernig kristnin breiddist út um löndin umhverfís Miðjarðarhaf ná- lega með eldingarhraða á fáum ár- um eftir upprisuna. En þær heim- ildir, sem til eru um það, Postula- sagan og bréfin í Nýja testament- inu, benda á vissa málavexti, sem vafalaust voru mikilvægir um þá sögu hvarvetna. Og ekki verður hjá því komist að álykta, að hlutur kvenna í frumsögu kristninnar hafi verið næsta gildur. Úr Konur og Kristur. Hvað vitið þið fegra Nýjar hljómplötur • ÍSLENSK tónlist fyrir ein- leiksfiðlu er í flutningi Rutarlng- ólfsdóttur. A plötunni eru: Studie op. 3 eftir Jón Leifs, Sónata eft- ir Hallgrím Helgason, Di- mension eftir Magnús Bl. Jó- hannsson, Lag og tilbrigði eftir Atla Heimi Sveinsson og Adagio eftir Tryggva M. Bald- vinsson. Elsta verkið eru Stúdíur Jóns Leifs, samdar 1924, en yngsta verkið er verk yngsta tónskáldsins, Tryggva M. Baldvinssonar, samið 1996. Verk Atla Heimis og Tryggva voru samin sérstaklega fyrir Rut, en jafnframt frumlutti hún verk Magnúsar Bl. Jóhannssonar, Di- mension, á Myrkum músíkdögum í febrúar 1995. í kynningu segir að Rut Ingólfs- dóttir hafi um árabil verið einn fremsti fiðluleikari landsins, og lát- ið að sér kveða í íslensku tónlistar- lífi. Rut hefur margoft verið ein- leikari með Sinfóníuhljómsveit Is- lands og með Kammersveit Reykjavíkur. Hún hefur verið for- maður Kammersveitarinnar og fyrsti fiðluleikari frá upphafi, 1974. Rut hefur komið fram á tónleikum á Norðurlöndum og víðar í Evr- ópu. Útgefandi er íslensk tónverka- miðstöð. Verð: 1.900 kr. TONLIST Seltjamarneskirkja KÓRTÓNLEIKAR Drengjakór Laugarneskirkju flutti andleg og veraldleg lög, vegna út- gáfu geisladisks. Þeir sem komu fram auk kórsins voru eldri nemend- ur, þjálfari kórsins Björk Jónsdóttir, pianóleikarinn Peter Máté, undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Mið- vikudagurinn 16. janúar 1998. EINN af athyglisverðustu kórum landsins er tvímælalaust Drengjakór Laugarneskirkju og undir stjórn Jólatónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar ÚTGÁFU- og jólatónleikar Kam- merkórs Hafnarfjarðar og Þórunnar Guðmundsdóttur verða í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 20. desember kl. 17. Frumfluttir verða á tónleikum margir nýir textar við jólalög sem sérstaklega hafa verið þýddir fyrir kórinn. Textarnir eru eftir Guð- mund Óla Ólafsson, Gunnlaug V. Snævarr, Kristján Val Ingólfsson, Sigfinn Þorleifsson og Sigurbjörn Einarsson. _ Með kórnum leika Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó- Friðriks S. Kristinssonar hefur kór- inn eflst og á tónleikunum í Seltjarn- arneskirkju sl. miðvikudag var ljóst að Drengjakór Laugameskirkju hef- ur náð þeim áfanga að teljast ein- hver athyglisverðasta uppeldisstofn- um á sviði söngs, sem starfar hér á landi. Þetta mátti heyra í upphafi tónleikanna en þrjú fyrstu lögin vora sungin af blönduðum kór, þar sem fyrrverandi nemendur sungu tenór og bassaraddirnar og gat þar að heyra marga góða röddina. Lögin sem blandaði kórinn söng voru Leið mig Guð eftir Wesley, Ave verum efth- Elgar og Eitt er orð Guðs eftir Fauré og voru þessi lög mjög vel leikari, Gunnar Gunnarsson flautuleikari og Þröstur Þorbjörns- son gítarleikari. ----------------- Myndröð til sýn- is Við Tjörnina í HERBERGI nr. 8 á veitinga- staðnum Við Tjörnina, er nú til sýn- is myndröð eftir Rúnu Þorkelsdótt- ur, sem ber heitið Eyja. Myndröðin er unnin með olíulitum á ljósrit og unnin samhliða bókverki sem ber sama heiti, tileinkað Jóni Gunnari Árnasyni myndlistarmanni sem nú er látinn. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-19 í desember. flutt, sérstaklega hið fagra Ave ver- um eftir meistara Elgar. Það er svolítið sérkennilegt að velja Vínarljóðið eftir Schubert sem einkennislag, sem oftar en ekki er sungið við drykkjuvísur frægar en líklega hafði Lúther rétt fyrir sér, þegar hann var gagnrýndur fyrir að setja trúarlega texta við danslög, er hann svaraði því til, að með hinum tníarlega texta hefur lagið verið helgað Guði. Og þar með syngja menn „Hvað vitið þið fegra en Vínar- ljóð?“ og það gerði drengjakórinn mjög fallega. Summer is Icumen In, keðjusöng- urinn (kanón) frægi frá 1240, er fannst í handriti sem varðveitt var í Reading-klaustrinu og getgátur eru um, að sé eftir munk, John of Forn- sete, að nafni, er starfaði þar, var næsta verkefni drengjakórsins og sungið í útsetningu eftir Vaughan-' Williams. Hann notai' aðeins hluta lagsins, sem er tvöföld keðja, lagið sjálft keðjusungið í fjórum röddum en á móti því syngja tvær bassaradd- ir keðju innbyrðis og er þessi enda- lausa keðja byggð á kunnáttu, sem var ekki almennt iðkuð fyrr en löngu síðar og því alveg einstakt tónsmíða- afrek, af þeirri gerð, sem J.S. Bach lék sér að að útfæra t.d. í hinni frægu Tónafórn. Útsetning Vaugh- an-Williams er nokkuð hlaðin og byggð á tveimur þjóðlögum en ein- söng í miðlaginu söng Þorkell Gunn- ar Sigurbjörnsson mjög fallega. Þrjú næstu viðfangsefni voru sam- söngsatriði, fyrst tvísöngur Hjalta Magnússonar og Steins Einars Jóns- sonar í laginu Let Us Wander efth' Purcell, sem þeir sungu mjög vel og af öryggi, þá Pie Jesu eftir A. Lloyd- Webber en í því sungu saman radd- þjálfai'i kórsins, Björk Jónsdóttir, og Níels Bjarnason og var gaman að heyi’a kynslóðabilið brúað á svo skemmtilegan máta. Björk naut reynslu sinnar en drengurinn Níels gaf henni ekkert eftir. Þriðja lagið, drengjatríóið fræga úr Töfraflautunni eftir Mozart, sem sungið er við sálm- inn í dag er glatt í döprum hjörtum, var mjög vel sungið af Sölva Rúnari Péturssyni, Þorkeli Gunnari Sigur- bjömssyni og Steini Einari Jónssyni. Næstu viðfangsefni voru allt kór- lög, Te Deum eftir Þorkel Sigur- björnsson, Drottinn Guð af himni há- um eftir Mozart, Það á að gefa börn- um brauð eftir Jórunni Viðar, Boð- skapur Lúkasar, Far, seg þá frétt, og Hósíanna eftir Egil Hovland, allt ágæt söngverk, sem í heild voru vel sungin. Þeir eldri nemendur sem hófu tónleikana bættust aftur í hóp- inn og þessi blandaði kór lauk tón- leikunum með lögunum Frá ljósanna hásal og í árdagsbirtu efsta dags. Allur söngur kórsins var framfærður af öryggi og eru raddir drengjanna mjög góðar og auðheyrt að radd- þjálfunin er í góðu lagi, þó á stund- um mætti heyra lága tónsetu á efstu tónum sópranraddanna. Að öðru leyti var söngurinn hreinn, sam- hljómurinn góður og flutningurinn í heild fallega mótaður af söngstjóran- um, Friðriki S. Kristinssyni, sem naut góðrar aðstoðar undirleikarans Peters Máté. Jón Ásgeirsson Rut Ingólfsdóttir í dag til kl. 22:00 HREYSTI sportvoRumis Fosshálsi 1 - Sími 577-5858 Húfur-Bolir-Peysur-Sokkar-Hanskar-Skór-Úlpur-Buxur-Bakpokar-Æfingatæki-Töskur - Allt í jólapakkann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.