Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 37
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
HOPURINN Carmerarctica ásamt Richard Korn stillti sér upp fyrir
ljósmyndarann á æfingu. F’jarverandi var Greta Guðnadóttir.
Kertaljósatónleikar Camerarctica
Tónlist Mozarts
í þremur kirkjum
HINIR árlegu kertaljósatónleikar
kammerhópsins Camerarctica
verða að venju haldnir rétt fyrir jól,
og eins og áður er það tónlist Wolf-
gangs Amadeusar Mozarts, sem er í
öndvegi. Leikið verður í þremur
kirkjum á höfuðborgarsvæðinu, í
Hafnarfjarðarkirkju á morgun,
laugardag, í Kópavogskirkju mánu-
daginn 21. desember og í Dómkirkj-
unni í Reykjavík þriðjudaginn 22.
desember. Tónleikamir hefjast kl.
21.
Carmerarctica skipa þau Hall-
fríður Ólafsdóttir, flautuleikari, Ar-
mann Helgason, klarinettuleikari,
Hildigunnur Halldórsdóttir og Sig-
urlaug Eðvaldsdóttir, fiðluleikarar,
Guðmundur Kristmundsson, víólu-
leikari og Sigurður Halldórsson,
sellóleikari. Þeim til fulltingis
verða þau Greta Guðnadóttir á
víólu og Richard Korn á kontra-
bassa.
Verkin sem hópurinn hefur valið
eftir Mozart að þessu sinni eru
Kvartett í G-dúr K. 285a fyrir flautu
og strengi og Grande Sestetto
Concertante sem er samtíma út-
setning á Sinfonia Concertante K.
364 fyrir strengjasextett. Einnig
verður leikinn Kvintett fyrir flautu
og strengi G. 441 eftir Luigi
Boccherini sem var samtímamaður
Mozarts. í lokin verður að venju
leikinn jólasálmurinn í dag er glatt
í döprum hjörtum, sem er einnig
eftir Mozart.
„I ár flytjum við einn af fjorum
flautukvartettum Mozarts, þann
smæsta sem er eingöngu í tveimur
köflum og þvínæst er á dagskrá
Kvintett fyrir flautu, sóló, selló, og
strengi eftir Luigi Boccherini. Þetta
er einn af sex kvintettum sem fund-
ust á síðasta ári í skjalasafni Palacio
Real í Madrid. Þeir hafa verið hljóð-
ritaðir en ekki gefnir út á prenti,
enn sem komið er, en fyrir milli-
göngu millisafnalána Þjóðarbók-
hlöðunnar tókst að útvega afrit af
handritunum.
Grande Sestetto Concertante er
samtíma útsetning á Sinfonia
Concertante, konsertinn fyrir fiðlu,
víólu og hljómsveit eftir Mozart.
Höfundur útsetningarinnar er
ókunnur en verkið er nánast
óbreytt, einungis smækkuð útgáfa
af konsertinum, þar sem hljóðfærin
sex skipta með sér einleiksstrófun-
um,“ segir Hallfríður Ólafsdóttir.
Tónleikarnir verða klukkustund-
ar langir og eru kirkjurnar einungis
lýstar með kertaljósum við þetta
tækifæri.
Skólakdr Kárs-
ness og Dóm-
kórinn í Hall-
grímskirkju
JÓLASÖNGVAR á aðventu heitir
kvöldstund í Hallgrímskirkju með
Skólakór Kársness og Dómkórnum
í Reykjavík í kvöld, föstudags-
kvöld, kl. 22. Stjórnandi Skólakórs
Kársness er Þórunn Bjömsdóttir
og Dómkórinn er í stjórn Marteins
H. Friðrikssonar. Sungin verða
jólalög og mótettur. Sigrún Þor-
geirsdóttir syngur Ave Maria eftir
Eyþór Stefánsson með Kárs-
neskómum og Anna Sigríður
Helgadóttir syngur með Dómkórn-
um í kórverkinu Sjá grein á alda
meiði eftir Distler. Tónleikunum
lýkur með því að allir syngja Nótt-
in var sú ágæt ein og Heims um
ból.
Verð aðgöngumiða er kr. 500 og
verða þeir seldh' við innganginn.
Ókeypis er fyrir börn.
LITADUFT á límbornum papp-
ír eftir Auði Sturludóttur.
Auður og Asdís
sýna í Galleríi
Nema hvað
AUÐUR Sturludótth' og Ásdís Arn-
ardóttir opna sýningu á verkum sín-
um í Galleríi Nema hvað, Skóla-
vörðustíg 22c, í dag, föstudag, kl. 18.
Auður og Asdís eru nemar á
þriðja ári í Myndlista- og handíða-
skóla Islands. Verkin eru unnin með
oiíu á striga og með blandaðri
tækni.
Sýningin er opin til 4. janúar
1999.
Þakkarkveðja
Innilegar þakkir fœri ég öllum œttingjum og
vinum sem gerðu mér ógleymanlegan 90 ára
afmœlisdag minn hinn 4. desember sl.
Guð gefi ykkur öllum gleðilegjól.
Laufey Þórmundardóttir,
Reykholti.
SÝNINGUNUM þremur sem staðið
hafa yfir undanfarnar vikur lýkur nú
á sunnudag. Sýningarnar heita: Nor-
hern Facotor - ný kynslóð í nor-
rænni byggingarlist, Framsýning,
Foroysk nútíðarlist og Myndlist -
tónlist.
A sunnudag kl. 16 verður leiðsögn
um sýningarnai' en kl. 17 flytja þeh'
Snom og Halldór tónlist og gjörn-
ing.
Sýningin er opin alla daga kl.
11-18.
bætti ég svo við einu litlu verki eftir
hann sjálfan, æfingu sem ég veit
ekki til þess að hafi verið tekin upp
áður. Þetta er mín leið til að þakka
fyrir mig.“
Tónlistin á plötunni var tekin upp í
Garðakirkju í júlí sl. Halldór Vík-
ingsson sá um upptökur og hljóð-
vinnslu, og upptökustjóri ásamt hon-
um var Hrafnhildur Hagalín Guð-
mundsdóttir. Pétur kveðst afskap-
lega ánægður með hljóminn og út-
komuna. „Maður gerir þetta ekki
upp á eigin spýtur," segir hann. „Svo
var Þorsteinn Gylfason svo vænn að
skrifa textann í bæklinginn."
Gítarinn sem Pétur leikur á er
verk gítarsmiðsins Joaquín García í
Málaga á Spáni. „Hann er smíðaður
fyrir mig 1986 og er því á þrettánda
ári og er búinn að fara með mér víða.
Joaquín García er mjög kær og góð-
ur vinur, spænskur Argentínumaður
á sjötugsaldri, sem mér finnst vera
alveg feiknamikill galdramaður. Eg
átti því láni að fagna að kynnast hon-
um vel og vera með honum oft lang-
dvölum, og prófa ný hljóðfæri sem
hann hefur verið að smíða. Hann er
maður sem hefur gefið mér mikinn
innblástur. Hann er sífellt að leita,
alltaf að breyta hljóðfærunum sín-
um, hlusta og prófa eitthvað nýtt.
Það er eins með hljóðfærið og kenn-
arana að það verður eins og órjúfan-
legur hluti af tilveru manns,“ segir
Pétur.
Máradans Péturs
Jónassonar
Sýningum lýkur
Kjarvalsstaðir
Lögum Tárrega raðað
upp í svítu
„Ég byrjaði með fimm eða sex
stykki eftir Tárrega sem ég hef spil-
að mikið á tónleikum í gegnum tíð-
ina. Svo fór ég að gramsa í nótna-
safninu, skoða og lesa í gegnum
þessi stykki og hugsaði með mér
„þetta er nú ansi gott, ég verð að
hafa þetta með,“ og svo komu alltaf
fleiri og fleiri. Einhvern veginn gat
MARADANS er titill-
inn á nýútkominni
geislaplötu Pétui's Jón-
assonar gítarleikara.
Hér er á ferð fyrsta ein-
leiksplata Péturs en
hann hefur um árabil
verið í fremstu röð ís-
lenskra gítarleikara.
Hann stundaði fram-
haldsnám í Mexíkó og á
Spáni og hefur síðan
haldið fjölda einleiks-
tónleika víða um heim,
leikið inn á hljómplötur
og geislaplötur ásamt
öðrum og komið fram í
útvarpi og sjónvarpi.
Á nýju geislaplötunni
leikur Pétur þekkt gít-
arverk frá gullaldartíma spænskrar
tónlistar. Flest eru lögin eftir tón-
skáldið Francisco Tárrega, eða alls
nítján, en auk þeirra er þar fantasían
Kveðjur eftii' Fernando Sor og æfing
eftir fyrrverandi kennara Péturs,
José Luis González, sem lést fyrr á
þessu ári.
Pétur segir það hafa staðið til all-
lengi að gefa út einleiksplötu. Þegar
hann er spurður hvað hafi ráðið laga-
valinu segir hann að á plötunni sé
samsafn margra af hans uppáhalds-
lögum og bestu og fallegustu lögun-
um efth' Tárrega. Upphaflega segist
hann hafa verið með mjög flókna
hugmynd um að stefna saman tónlist
úr ýmsum áttum. Svo hafi hann farið
að hugsa málið betur og ákveðið að
„taka frekar eina hugmynd og fara
með hana alla leið,“ eins og hann
orðar það og bætir við að hann muni
þá frekar gera fleiri plötur með
annaiTÍ tónlist.
ég aldrei hafnað þess-
um verkum þannig að á
endanum sat ég uppi
með næstum því tutt-
ugu verk eftir Tárrega.
Þau eru stutt, laglín-
urnar sterkar og þau
eru alveg feiknarlega
vel samin. Ég raðaði
þeim upp eins og í hálf-
gerða svítu, svo þau
renna saman í ákveðnu
samhengi.“ Á síðasta
vetri þegar ég var í
miðju kafi, lést kennar-
inn minn langt fyrir
aldur fram, og það hafði
töluverð áhrif á lokaút-
komuna. Svona kennar-
ar eru feiknarlega
áhrifamiklir í lífi manns,“ segir Pét-
ur, sem var einkanemandi González
um tveggja ára skeið. „Hans sér-
grein var að spila Tarrega." Pétur
ákvað að hafa með Fantasíu op. 21
eftir Fernando Sor. „Þetta er
kveðjufantasía sem ég lærði hjá
González á sínum tfma og var eitt af
okkar uppáhaldsverkum. í lokin
Pétur
Jónasson
\
Styrjaldarárin
á Suðurlandi
Umsvif í 40 herstöðvum. Hemaðarflugið frá
Kaldaðamesi og hlutur þess í orrustunni um
Atlantshaf. Sagt er frá sambúð hersins og héraðs-
búa, skemmtunum og slysförum, árflóði og
endalokum herstöðvarinnar í Kaldaðarnesi.
„Hér er sagan sögð bœði eins og hún horfði við
Islendingum og einnig eins og hermennirnir
sjálfir sáu hana.
Hér er um einstœða bók og einkar verðmœta að
rœða. “
Sigurjón Björnsson,
í ritdómi í Mbl. 26. nóv. 1998.