Morgunblaðið - 18.12.1998, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 39
LISTIR
Sjávarborgarannáll hinn nvi
BÆKUR
Sagnfra;ði
SKAGFIRSKUR ANNÁLL
1847-1947
eftir Kristmund Bjarnason. Utg.: Mál
og mynd í samvinnu við Sögufélag
Skagfirðinga, Reykjavík, 1998, 663
bls. (tvö bindi).
EKKI verður annað sagt en
Skagfirðingar hafi verið iðnir við
annálaritun. Þar tekur einn við af
öðrum. Fremstan er efalaust að
telja hinn merka Skarðsárannál
Björns Jónssonar á Skarðsá. Síðan
koma þeir hver á fætur öðrum:
Seiluannáll Halldórs Þorbergssonar,
Vallholtsannáll Gunnlaugs Þor-
steinssonar, Mælifellsannáll Ara
Guðmundssonar og Magnúsar sonar
hans, Sjávarborgarannáll Þorláks
Markússonar og Aldarfarsbók
Gunnlaugs Jónssonar á Skugga-
björgum. Til annálaritara má og
telja Gísla Konráðsson er ritaði
Sögu Skagstrendinga og Skaga-
manna og Húnvetningasögu svo og
Einar Bjarnason og Jón Espólín
höfunda Sögu frá Skagfirðingum.
Sjálfsagt hef ég þó gleymt einhverj-
um, sem hér ættu að vera á blaði.
Saga frá Skagfirðingum nær til
ársins 1847. Þá tekur við rit það,
sem hér birtist og nær til ársins
1947. Það ár hlaut Sauðárkrókur
kaupstaðarréttindi og
þótti höfundi við hæfi
að ljúka annálsritun
sinni á því ári.
Kristmundur Bjarna-
son er löngu þjóðkunn-
ur rithöfundur og
fræðimaður. Hið mikla
þriggja binda ritverk
hans, Saga Sauðár-
króks (1969-1973),
hlaut mikið lof fyrir
vandaða fræðimennsku
og einstaklega
skemmtilegan frásagn-
armáta. Hún var mörg-
um, er síðar tóku að
setja saman bækur um
kaupstaði og héröð, að
fyrirmynd um efnistök
og framsagnarhátt. Fjölmörg rit
önnur hefur Kristmundur samið um
norðlensk fortíðarefni, einkum úr
Skagafirði, sem hér verða ekki talin.
Nefnt skal þó sérstaklega, að hann
var einn þeirra er stóðu að útgáfu á
Sögu frá Skagfirðingum og ritaði
miklar og gagnlegar skýringar við
það ritverk (fjögur bindi).
Kristmundui- Bjarnason situr á
Sjávarborg í Skagafirði, þar sem eitt
sinn var annáll ritaður. Því tel ég fyr-
irsögn þessarar umsagnar við hæfi.
En nú eru tímar ólíkir því, er Þorlák-
ur Markússon sat við skriftir. Þó far-
ið sé 150 ár frá nútímanum, er heim-
ildum samt farið að fjölga verulega
Kristniundur
Bjarnason
um miðja nítjándu öld
og vei’ða þær sífellt fjöl-
skrúðugri því nær sem
dregur nútíðinni. Þá
hefur mikið af heimild-
um verið prentað og á
Kristmundur sjálfur
þar raunar ekki lítinn
hlut að máli. Þá bætist
og rið, að þegar tekur
að nálgast aldamótin
síðustu er farið að taka
myndir og eru þær auð-
ritað afar upplýsandi og
auka heimildagildi.
Loks er og þess að geta,
að nú er prenttækni
orðin allt önnur en þeg-
ar Islenskir annálar
voru gefnir út, svo að
textar verða miklum mun læsilegri
og meira aðlaðandi.
Engu að síður má augljóst vera, að
á fárra færi er að setja saman annál
sem þennan. Það útheimtir feikna-
mikla þekkingu á sögu héraðsins. Yf-
h' henni býr höfundur. Efalaust hefur
hann í marga áratugi safnað í sarp
sinn til þessa verks. Og í sannleika
sagt, er mér ekki kunnugt um neinn
annan, sem hefði getað leyst þetta
verk af hendi. Því er ég fullviss um,
að ef Kristmundur Bjarnason hefði
ekki tekið saman þennan annál, hefði
hann aldrei verið skrifaður.
Annálum hættir einatt rið að verða
fremur þurr lestur, þó að undantekn-
Örlög ráðin á Kili
BÆKUR
SagnfræíH
REYNISTAÐARBRÆÐUR
eftir Guðlaugur Guðmundsson. Önn-
ur útgáfa, endurskoðuð og aukin.
Útg.: íslenskur annáll ehf., 1998, 181
bls.
ÁRIÐ 1968 kom út fyrri útgáfa
þessa rits um helför fimm manna á
Kili haustið 1780. Mér skilst að bók-
inni hafi þá verið ágætlega vel tekið
og hún fengið góða dóma. Nú, þrem-
ur áratugum síðar, kemur hún út í
annað sinn, „endurskoðuð og aukin“,
eins og segir fremst í bók.
Ég hygg, að flestir sem komnir
eru til vits og ára og hyggja að fleiru
en líðandi stund, hafi heyrt um för
þeirra Reynistaðarbræðra, Einars
og Bjama, ásamt þremur fylgdar-
mönnum, heljarmenninu Jóni Aust-
mann, Sigurði á Daufá og sunnan-
manninum Guðmundi Daðasyni.
Fjórir þeirra höfðu farið suður á
land til fjárkaupa og lögðu þeir af
stað norður um Kjöl í vetrarbyrjun
ásamt sunnanmanninum. Um tvö
hundruð fjár höfðu þeir og sextán
hesta. Á Kili skall á þá stórhríð og
urðu þeir úti með allan fénað sinn í
miðju Kjalhrauni, þar sem nú heitir
Beinahóll. Jón Austmann mun hafa
ætlað að brjótast til byggða eftir
hjálp. Hestur hans fannst síðar skor-
inn á háls skammt norðan Hvera-
valla, en af Jóni sjálfum fannst aldrei
annað en önnur höndin í Blöndugili.
Eitt hrossanna, grá hryssa, hafði
sótt aftur suður á bóg-
inn og fannst með lífi
um vorið, en illa haldin,
þar sem síðan heitir
Gránunes.
Þegar leit var hafin
að þeim bræðrum og
fylginautum þeirra,
fundust einungis fylgd-
armennimir í tjaldi
þeirra, en lík bræðr-
anna fundust ekki fyrr
en 1846 í hraungjótu
þar skammt frá.
Geysimikinn óhug
setti að mönnum rið
þennan voveiflega at-
burð og það svo mjög,
að ferðir um Kjöl, sem
áður var fjölfarinn,
lögðust niður um langt skeið. Eftir-
mál urðu og töluverð, réttarhöld
vegna líkahvarfisins og miklar um-
ræður.
Höfundi þessarar bókar hafði eins
og svo mörgum öðrum verið allt þetta
mál ofarlega í huga löngu áður en
hann skrifaði bók sína. Hér voru
margir lausir endai’ og óráðnar gátur.
í bók sinni reyndi hann að ráða þær
sem best hann gat og líklegast þótti.
Staðreyndir allar voni lagðai' fram,
en þegai’ þær þraut, tóku tilgátur við.
Niðurstaðan varð heilleg saga, há-
dramatískur og áhrifamikill lestui’,
enda er höfundurinn greinilega ágæt-
lega ritfær maður, gæddur skáldlegu
innsæi.
Sú viðbót, sem kemur í þessari
seinni útgáfu, er þrenns konar. Hin
fyrsta er frásögn af þri, er minnis-
Guðlaugur
Guðmundsson
ingai- séu. Þannig er þessi annáll
ekki. Kristmundur Bjamason er of
mikill rithöfundui’ og frásagnamaður
til þess að svo geti orðið. Þó að hann
sé orðinn nokkuð rið aldur, ritar hann
enn fjörlegan stíl og á til að krydda
hann með smellnum stökum, sem
alltaf hefur verið nóg til af í Skaga-
firði. Stundum eru langii- frásagna-
bálkar, sem lesandinn staldrar rið.
Þess er þó ekki að dyljast að á
margan hátt er annáll þessi dapur-
leg frásögn. Otrúlega margir eru
þeir, sem drukknað hafa í ám, vötn-
um og sjó og hafa Héraðsvötnin ver-
ið þar sýnu frekust á mannslífin
meðan þau voru óbrúuð. Og síst
skyldi gleyma hlutdeild Bakkusar í
helför margra. Hér er það tíundað
sem skyldi. Fjallvegir hafa og orðið
mörgum að fjörtjóni. En að sjálf-
sögðu er þetta einnig saga sívaxandi
framfara, tilrauna til samstarfs um
skólahald, ræktunar jarðar og sam-
göngumála. Hægt fór það af stað í
fyrstu og ekki voru menn ætíð sam-
mála þá frekar en síðar, en ávallt
voru til víðsýnir menn og framfara-
sinnaðir, sem reyndu að láta til sín
taka. Gamanmál og skringilegar
uppákomur finnast hér einnig.
Rit þetta er í tveimur þykkum
bindum og prýðilega útgefið. Það er
prýtt fjölmörgum ágætum myndum,
sem yfirleitt njóta sín vel. Nýju
landslagsmyndirnar eru skýrar og
einkar gagnlegar. Hygg ég að flest-
ar þeirra, ef ekki allar, séu frá
Hjalta skjalaverði Pálssyni komnar
og á hann miklar þakkir skildar fyr-
ir rækt sína rið myndatökur úr
Skagafirði.
I bókarlok eru feiknamiklar
skrár, tæpar 100 blaðsíður, tvídálka
með smáu letri. Fyrst er skrá yfir
Atriðisorð og minni, sem höfundur
kallar raunar Ágrip, en mér sýnist
þó óþarflega hógvært heiti. Þá koma
Mannanöfn, en þau eru fjölmörg
eins og að líkum lætur í bók af þessu
tagi. Síðan er skrá, Önnur sérnöfn.
Heimildaskrá er hér löng og sést
þar að víða hefur verið leitað fanga.
Loks er Myndaskrá, en í ritinu
skipta myndir hundruðum.
Ekki er ég þess umkominn að
benda á staðreyndarillur í þessu rit-
verki. Sjálfsagt eru þær einhverjar.
En á óvart kæmi mér að þær væru
margar, ef ég þekki vandvirkni og
nákvæmni höfundar rétt.
Þessu riti ber rissulega að fagna.
Það er mikilsvert framlag til skag-
firski-ar sögu. Hér eftir mun enginn
rita um þá sögu, án þess að rita hvað
í Skagfirskum annál stendur.
Sigurjón Björnsson
Verðlaunahafar í uppskriftarleik
M&M og Jóa Fel.
í verðlaun eru glæsilegar gjafakörfur með
M&M sælgæti og fleiru tengt M&M.
varði var reistm’ á
Beinahól 18. júlí 1971.
Þá voru ræður fluttar,
sem hér eru birtar. Á
undan fór raunar ræða,
sem séra Halldór Jóns-
son í Glaumbæ flutti yf-
ir líkamsleifum Reyni-
staðarbræðra, er þær
voru jarðsettar 11. nóv-
ember 1846.
Þá koma ýmsar sög-
ur og sagnir tengdar
þessum atburðum.
Loks eru birt nokkur
ljóð, sem ort hafa verið
af þessu tilefni. Tvö ljóð
eru eftir Valgarð Egils-
son, vers úr Áföngum
Jóns Helgasonar, kvæð-
ið Jón Austmann ríður frá Reyni-
staðarbræðrum eftir Hannes Péturs-
son og A Kili 1780 eftir Ragnar Inga
Aðalsteinsson.
Freydís Kristjánsdóttir hefur gert
nokkrar teikningar fyrir þessa bók,
auk þess sem talsvert er af ljós-
myndum og eitt kori, „sem sýnir
ferðalag Reynistaðarbræðra".
Bókin er snyrtilega útgefin og hin
eigulegasta í hvívetna.
Sigurjón Björnsson
4 aðalverðlaunahafar:
Ebba Guðný Guðmundsdóttir, Jakasel 1
Eva og fllma Guðnadætur, Hjallabraut 7
Guðmundur Óskarsson, Sævargarðar 1
Jónína H. Jónsdóttir, Spóarimi 2
Aukaverðlaun:
Aöalheiöur Þorsteinsdóttir, Hamraberg 13
Anna Pálína Árnadóttir, Ásabraut 5
Ásta Árnadóttir, Unufell 38
Ásta Kristinsdóttir, Fjarðargata 64
Bjarney Halldórsdóttir, Brekkugata 60
Díana Bjðrk Eyþórsdóttir, Sólheimar 18
Elin Ólafsdóttir, Eggertsgata 4
Guðbjörg Gísladóttir, Hraunbær 146
Guðný Erna Þórarinsdóttir, Garðaflöt 9
Gunnar Gunnarsson, Máshólar 1
Gunnlaug Kjartansdóttir, Melabraut 19
Gyrðir Örn Egilsson, Austurgata 26
Halldóra Guðrún Ólafsdóttir, Kóngsbakki 7
Hekla Sigmundsdóttir, Langahlíð 23
Helga Ingimundardóttir, Álfaheiði 22
Hjörleifur Guðjónsson, Selbraut 36
Hrafn Jökull Geirsson, Hófgerði 28
Inga Margrét Teitsdóttir, Lyngholt 10 n.h.
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Dísaborgir 3
Ingibjörg Snorradóttir, Silfurgata 9
Jóhanna Ó. Karlsdóttir, Björtuhlíð 19
Jóhanna Sveinsdóttir, Garðavegur 26
Laufey Broddadóttir, Lindarbraut 4
Linda Björk Magnúsdóttir, Lækjarbergi 8
Lína Rut Olgeirsdóttir, Hvammstangabraut 13
Lýdia Kristín Sigurðardóttir, Vesturberg 78
Margrét Annie Guðbergsdóttir, Öldugata 2
Margrét Björg Ragnarsdóttir, Sunnuflöt 14
Ósk Róbertsdóttir, Dvergabakki 8
Pálína Þórunn, Hraunbær 180
Ragna Ársælsdóttir, Veghús 25
Rósa Finnlaugsdóttir, Safamýri 41
Rósa Hallgeirsdóttir, Safamýri 52
Sigrún Antonsdóttir, Vesturvallagata 2
Sigurbjörg Þorláksdóttir, Kleppsvegur 138
Sigurborg Ragnarsdóttir, Hraunbær 146
Sigurður Þór Baldvinsson, Öldugata 54
Soffía Jóhannsdóttir, Þórufell 10
Steinunn Lovísa Þorvaldsdóttir, Laufengi 28
Svala Bragadóttir, Stillholt 13
Svandís Guðmundsdóttir, Hjarðarhagi 44
Vaka Dögg Björnsdóttir, Safamýri 46, 3. h.v.
Vala Gunnarsdóttir, Logafold 30
Þóra Ólöf Þorgeirsdóttir, Dverghamrar 3
Þóranna Rósa Ólafsdóttir, Skriða, Kjalarnes
Þórir Þórðarson, Suðurmýri 6
Haft verður samband við
vinningshafa vegna verðlauna
AQUA GLYCOLIC
Bjóðum bílskúrshurðir
á sérstöku jólatilboðsveröi í eftirtöldum stærðum.
Um er að ræða einangraðar einingahurðir með fulningaútliti.
Gatmál:
Breidd 2,4 til 2,7 m x hæð 2,42 m
Breidd 2,7 til 2,95 m x hæð 2,0 til 2,13 m
Breidd 3,0 til 3,3 m x hæð 2,35 og 2,42 m
Breidd 3,3 til 3,6 m x hæð 2,35 m
Breidd 4,1 til 4,4 m x hæð 2,12 til 2,42 m
Verðdæmi:
Breidd 2,7 m x hæð 2,42
= kr. 59.900,- með VSK
Erum með sýningar-
hurð á staðnum
t'i
SÍMI
553 4236
FAX
588 8336
GLOFAXIHF.
ÁRMÚLA42 108 REYKJAVÍK, ICELAND
Það er tímabært að nota
það sem virkar sannanlega
AQDA GLYCOLIC Face Cream minnkar
fínar línur og ójöfnur. Það fjarlægir ysta
frumulagið af hornhúðinni, sem er oft orðin
sködduð af veðrun og sól. Eftir verður
mjúk, slétt og heilbrigð húð, með réttu raka-
jafnvægi. Með áframhaldandi notkun mun
húðin geisla af heilbrigði. Glýkólsýran losar
stíflur í húðinni og eykur rakainnihald
hennar.
"210%^ glýkólsýra
Aqua Glycolic fæst aðeins í apótekum
Dreifing Reisn ehf., s. 552 2228, f. 552 2128, reisn@islandia.is