Morgunblaðið - 18.12.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 49
ÞORSTEINN
SIGVALDASON
+ Þorsteinn Sig-
valdason fædd-
ist í Bessatungu í
Saurbæ 19. ágúst
1912. Hann lést á
Sjúkrahúsi Selfoss
7. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
lians voi-u hjónin
Sigvaldi Sigvalda-
son, f. 1880, d. 1950,
og Herdís Andrés-
dóttir, f. 1884, d.
1970.
Árið 1936 kvænt-
ist Þorsteinn eftir-
lifandi eiginkonu
sinni, Sigurlaugu Guðmunds-
dóttur, f. 2. ágúst 1913, og eign-
uðust þau sex börn. Þau eru:
Herdís, f. 9. júní 1943, ísafold, f.
15. maí 1944, Þröst-
ur, f. 28. júlí 1945,
Guðmundur Brynj-
ar, f. 23. október
1946, Edda Björk, f.
28. október 1947, og
Grétar Breiðfjörð,
f. 28. janúar 1950.
Einnig eignaðist
hann tvö önnur
börn sem eru Gylfi
og Jónína Maggý.
Barnabörn og
barnabarnabörn
hans eru samtals
orðin 46.
Útför Þorsteins
fór fram í kyrrþey, að ósk hins
látna, frá Þorlákskirkju í Þor-
lákshöfn 15. desember.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast tengdafóður míns, Þor-
steins. Ég kynntist honum fyrir um
það bil þrjátíu og fjórum árum og
tókst fljótt með okkur góð vinátta
og áttum við margar ánægjulegar
stundir saman. Sérstaklega eru mér
minnisstæð skemmtileg spilakvöld
sem urðu æði mörg á þeim tíma
sem ég dvaldi á heimili hans og
tengdamömmu. Eftir að ég og eig-
inmaður minn, Þröstur, fluttum í
okkar eigið hús komu þau oft, eða
þá að við fórum til þeirra að taka
nokkur spil og var þá oft glatt á
hjalla.
Það var margt sem Þorsteinn
dundaði sér við, meðal annars að
binda inn bækur, reyndar vann
hann við það um hríð. Einnig átti
hann mikið frímerkjasafn og svo
hafði hann mjög gaman af alls kon-
ar handavinnu. Eiga örugglega
margir ýmsa hluti eftir hann svo
sem lampa, spegla, platta og margt
fleira. Hann var líka góður veiði-
maður og haust eftir haust gekk
hann til rjúpna. Ég fór í nokkrar
ferðir með honum og hafði gaman
af.
Tengdapabbi var einstaklega
barngóður maður og áttu barna-
börn, barnabarnabörn, svo og önnur
börn góðan að þar sem hann var.
Hann hafði frá svo mörgu að segja
sem bæði börn og fullorðnir höfðu
áhuga og ánægju af, því hann var
vel lesinn, átti mikið og gott bóka-
safn og kunni því bæði að segja sög-
ur og fara með Ijóð. Það var ekki
sjaldan sem hann þuldi vísur yfír
manni þegar vel lá á honum.
Ég gæti sagt svo miklu meira um
hann því minningarnar streyma
fram, en einhvers staðar verð ég að
hætta. Aðeins þetta í lokin: Elsku
tengdamamma, þú hefur misst mik-
ið, en góðar minningar gefa nokkra
huggun. Ég vil þakka þér, elsku
tengdapabbi, fyrir allt og allt.
Þín tengdadóttir
Sigríður Á. Gunnarsdóttir.
Við viljum flytja okkar bestu
kveðjur eftir öll þessi ár sem við
>■
MINNINGAR
höfum átt saman og núna þegar þú
ert farinn og við getum aldrei aftur
talað saman um lífíð, tilveruna og
pólitíkina, er margs að minnast.
Við minnumst þín á marga vegu
og ein af mörgum góðum minning-
um sem okkur þykir mjög vænt um
er þegar við vorum krakkar og þú
varst úti í skúr að vinna. Skúrinn
var sá besti griðastaður sem nokkur
krakki gat ímyndað sér. Alltaf nóg
nammi í skúffunni og tími til að
rabba saman. Það var líka þitt skjól,
þar sem þú hafðir tíma fyrir þín
áhugamál sem þú hafðir augljóslega
yndi af. Þú varst að búa til hitt og
þetta úr steinum, skeljum og fleiru
sem þú hafðir fundið í gegnun árin á
göngu um landið frá fjöru til fjalla.
Við þvældumst aldrei fyrir þér, alla-
vega sagðir þú aldrei neitt og við
vonim alltaf velkomin.
Á meðan amma kenndi okkur að
vera góðar manneskjur kenndir þú
okkur margt annað sem er mikil-
vægt og við gleymum aldrei. Við
lærðum að tefla áður en við gátum
lesið gðða bók, en það kom líka
snemma, þar sem þú áttir líklega
betra safn af bókum en bókasafnið á
þeim tíma. Stór hluti bókanna þinna
vora innbundnar af þér, sem varð til
þess að við báram sérstaka virðingu
fýrir bókum. Þórbergur, Laxness
og Dickens voru allir á hillunum, við
hliðina á öllum Tarsan-bókunum.
Þá getum við heldur ekki gleymt
áhuga þínum á frímerkjum og söfn-
un þeirra um árabil sem kveikti
áhuga á frímerkjum. Það var safnað
saman öllum auram til að kaupa af
þér frímerki lýðveldisins. Það má
heldur ekki gleyma spilakvöldunum
þegar þið, Palli litli, Þröstur og
pabbi spiluðuð brids. Amma hljóp
líka í skarðið ef einn vantaði. Við
sátum oft í kringum ykkur og pæld-
um mikið í því hver var að vinna.
Þú varst mikill veiðimaður og
fórst til rjúpna-, hreindýra-, lax- og
silungsveiða. Veiðisögurnar voru
margar og sumar ævintýralegar og
líklega best ósagðar hér.
Lífíð hefur slæman ávana, þar
sem við gleymum oft því sem er
mikilvægt. Elsku afí, við gleymum
þér aldrei.
Elsku amma, við vonum að þér
líði vel og að þú getir verið sátt við
tilveruna þrátt fyrir allt sem þú hef-
ur gengið í gegnum. Okkur þykir
mjög vænt um þig.
Elsku mamma, pabbi, frænkur og
frændur, okkar bestu óskir um að
minningin um afa verði með okkur
eins lengi og ævi okkar endist.
Þín afabörn,
Kristín og Þorsteinn.
Góður félagi, Þorsteinn Sig-
valdason, er fallinn frá. Ég var svo
lánsamur að kynnast Þorsteini og
eftirlifandi konu hans, henni Sigur-
laugu, fyrir um sautján árum. Það
var hressilegt fyrir tæplega tvítug-
an róttækling að kynnast þeim
hjónum. Þorsteinn hafði eins og
Sigurlaug sterkar pólitískar skoð-
anir og hvikaði aldrei frá sinni rót-
tæku vinstri stefnu. Hann tók þátt
í stofnun Sósíalistaflokksins á sín-
um tíma á Siglufirði og tók þátt í
Gúttóslagnum og mótmælunum
gegn inngöngu íslands í NATO ár-
ið 1949.
Steina og Laugu var aldrei fært
neitt á silfurfati. Þau tilheyra þeirri
kynslóð íslendinga sem þurfti að
vinna hörðum höndum fyrir sínu og
þekktu því kjör fátækrar alþýðu af
eigin raun. Það var unaðslegt að
sitja yfír kaffibolla og ræða stjórn-
málin við Steina. Þótt hann væri
kominn á efri ár þegar ég kynntist
honum og kominn á friðarstól bjó
enn í honum pólitíski neistinn og
baráttuviljinn. Hann var umboðs-
maður Þjóðviljans í Þorlákshöfn og
sá til þess að hans fólk fengi blaðið
og skipti þá ekki alltaf máli hvort
fólk hafði efni á að greiða áskriftina
eða ekki.
Steini vildi gjarnan bregðast við
útspilum íhaldsins af fullri hörku.
Þeirri hörku sem hann þekkti frá
sínum yngri árum í stéttabarátt-
unni á Islandi. Pólitískar hugsjónir
hans og Laugu hafa hins vegar
alltaf byggt á djúpri samhygð með
þeim sem minna mega sín í þjóðfé-
laginu, þeirra sem neyðast til að
selja vinnuafl sitt fyrir smánarlegt
verð. Þær hugsjónir eru fallegasti
hlutinn af hugsjónum vinstri-
manna og sá hluti sem alltaf mun
lifa, hvað sem öllu þjóðskipulagi
líður.
En þótt stjómmálin hafí átt hug ^
Steina nánast allan þá átti hann sér
líka önnur áhugamál. Um áratuga-
skeið gaf Steini út fyrsta dags um-
slög, bæði úr pappír og skinni sem
hann sneið til sjálfur og skreytti.
Þessi umslög seldi hann nokkuð
stórum hópi áskrifenda sem hver
um sig átti sitt númer. Það er ör-
uggt að þessi haglega framleiddu
umslög Steina eiga eftir að þykja
merkilegur hluti af frímerkjasögu
landsins og þeir sem keyptu um-
slögin í áskrift era með mikil verð-
mæti í höndunum.
Þá batt Steini inn bækur, bæði
fyrir sjálfan sig og aðra. Bókbandið
bar vandvirkni hans og alúð fyrir
verkinu glöggt vitni. Ég hef sjaldan
séð eins fallega innbundnar bækur
og bækurnar hans Steina. í bóka-
safni hans og Laugu má líka finna
margan dýrgripinn. Steini var líka
mikill steinafræðingur og vann
ýmsa fallega muni úr grjóti.
Það er heldur fátæklegt að
kveðja baráttumann eins og Steina
með orðum. Hugsjón hans var svo
heil og falleg að meðalmenn finna
ekki nógu góð orð til að þakka hon-
um fyrir hver hann var og fyrir það
sem hann gerði fyrir íslenskt al-
þýðufólk, fólkið sitt, fólkið sem hann
tilheyrði.
Eins og alltaf þegar á móti blæs
þykist ég viss um að Lauga er
sterkust allra núna þegar hún hefur
misst Steina sinn. Ég sendi henni
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Hún og Steini hafa verið svo lánsöm
að eiga einstaklega samheldinn og
myndarlegan hóp barna, tengda-
barna og barnabama sem öll syrgja
nú Steina. Þeim stóra hópi sendi ég
líka mínar bestu hugsanir.
Við Steina sjálfan hefði ég viljað
segja þetta áður en yfir lauk: Lifi ■*■
byltingin, byltingin inni í hverjum
og einum, bylting til jafnaðar og
samstöðu og betri tíma fyrir alþýðu
manna. Niður með íhaldið.
Með baráttukveðju.
Heimir Már Pétursson.
+ Hermann Vil-
hjálnisson
fæddist að Hóls-
gerði í Ljósavatns-
hreppi 8. júní 1910
og fluttist með for-
eldrum sínum að
Torfunesi 1912.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Seli
2. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
Hermanns voru Vil-
hjálmur Friðlaugs-
son frá Hafralæk, f.
22.10. 1879, d. 12.6.
1964, bóndi og
kona hans Lisbet Indriðadóttir,
f. 20.4. 1873, d. 8.3. 1968, hús-
móðir. Systkini Hermanns voru
Jónas, Indriði Kristbjörn,
Björn, Sólveig, Hallgrímur og
Torfí. Sólveig lifir ein bræður
sfna. Hermann kvæntist 8. júní
1940 Aðalbjörgu Sigurðardótt-
ur frá Hróarsstöðum í Fnjóska-
Afí var fyrst og fremst mótaður
af miklum tengslum við náttúruna
og alveg fram undir það síðasta
mátti finna fyrir krafti náttúrannar
í návist hans. Æskuárin mótuðust
af sambýlinu við Skjálfandafljót
sem hafði mikil áhrif á allt mannlíf
í nágrenni þess og samgöngur allai-
um Norð-Áusturland. Á unglings-
áranum vai' Vilhjálmur faðir hans
ferjumaður við Fljótið en dragferja
var notuð til flutninga á bæði varn-
ingi og búpeningi. Hver dagur var
því helgaður baráttunni við þetta
mikla vatnsfall og ferjan hefur
vafalaust verið ein af lífæðum
mannlífs í Þingeyjarsýslum á þess-
um tíma.
dal, f. 8. apríl 1916,
húsmóðir. Foreldrar
Aðalbjargar voru
Sigurður Davíðsson,
bóndi að Hróarsstöð-
um og kona hans
Kristín Benedikts-
dóttir, húsfreyja.
Hermann og Aðal-
björg stofnuðu heim-
ili á Akureyri og
bjuggu þar síðan.
Börn þeirra eru: 1)
Hjörtur, f. 1.3. 1941,
framkvæmdastjóri,
kvæntur Rannveigu
Gísladóttur, banka-
starfsmanni. Börn þeirra eru
Gísli og Kolbrún Aðalbjörg. 2)
Svala, f. 10.4. 1944, hárgreiðslu-
meistari, kvænt Bárði Guð-
mundssyni, héraðsdýralækni.
Synir þeirra eru Hermann og
Birkir. 3) Sigurður, f. 16.8. 1945,
byggingartæknifræðingur,
kvæntur Antoníu Lýðsdóttur,
Líflegar frásagnir afa hafa gefið
okkur innsýn í horfna tíma sem oft
einkenndust af tvísýnni baráttu við
náttúraöflin. Það vai' ekki annað
hægt en að heillast af náttúrulýs-
ingunum og samskiptum hans við
bæði menn og dýr. Við sáum fyrir
okkur ungan, lífsglaðan og hugljúf-
an mann sem einkenndist af mikilli
líkamlegi-i hreysti og keppnisanda.
Ef aðkomumenn bar að garði þá
reyndu menn oft krafta sína í bróð-
erni og sögurnar af glímum og öðr-
um aflraunum vora margar. Þeir
eru ófáir gestirnir sem hafa þurft
að lúta í lægra haldi fyrir kappan-
um frá Torfunesi. Veiðiskapurinn
var einnig stundaður af mikilli at-
hjúkrunarfræðingi. Dætur
þeirra eru Kristín og Erla. 4)
Stefán Ómar, f. 13.11. 1948,
múrarameistari, kvæntur Guð-
rúnu Pétursdóttur, starfs-
manni Islandspósts. Börn
þeirra eru Jón Gunnar, Harpa,
Hlynur og Fannar. 5) Brynjar,
f. 12.11. 1956, rafvirki, kvænt-
ur Sigríði Jónsdóttur, starfs-
manni á hjúkrunarheimilinu
Seli. Synir þeirra eru Vilhjálm-
ur og Vilberg.
Hermann stundaði nám við
héraðsskólann að Laugarvatni
1933 til 1934 og við bændaskól-
ann að Hvanneyri 1935 til
1936. Hann fór ungur að heim-
an og vann við landbúnaðar-
og jarðvinnslustörf bæði á Suð-
ur- og Norðurlandi. Árið 1939
hóf hann svo störf við skinna-
verksmiðjuna Iðunni á Akur-
eyri og var verkstjóri frá 1946
allt til starfsloka 1979. Her-
mann vann mikið að félagsmál-
um við Verkstjórafélag Akur-
eyrar og nágrennis og við Iðju,
félag verksmiðjufólks.
títför Hermanns fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
orku og eftir sögunum að dæma
vora stórlaxarnir í Fljótinu ekki
teknh’ neinum vettlingatökum.
Þó að hugur afa hafi alla tíð
hneigst til búskapar þá æxluðust
mál þannig að hann settist að á
Akureyri og stofnaði þar fjölskyldu
eftir að hafa hitt konuna í sínu lífi,
hana ömmu okkar, sem alltaf stóð
eins og klettur við hans hlið. Lífið
hafði nú fengið á sig annan blæ og
var tileinkað fjölskyldunni sem
stækkaði með árunum. Börnin
m’ðu fimm og afi sótti vinnu til
skinnaverksmiðjunnar Iðunnar þai’
sem hann sá um sútun á skinnum.
Hann kunni vel við sig innan um
skinnin en þau tengdu hann við
mannlífið í sveitunum sem var hon-
um svo mikilvægt. Eftir að bömin
fóra að stálpast lá leið ömmu
einnig til Iðunnar og verksmiðjurn-
ar urðu þeirra starfsvettvangur all-
ar götur síðan.
Mikill viljastyrkur hefur alltaf
einkennt afa okkar enda vora
kraftarnir aldrei sparaðir þegar
mikilvæg verkefni voru annars
vegar. Girðingin kringum sumar-
bústaðinn okkar er vitnisburður
um hreint ótrúlegan eldmóð og
seiglu. Það dugði ekkert annað en
þykkustu togaravírar og voru þeir
strekktir það mikið að sumir
staurarnir misstu fótfestu sína og
hengu því í lausu lofti. Oft var svo
af honum dregið að hann féll niður
og náði varla andanum, en áfram
var haldið og eftir nokkurra ára
baráttu við girðinguna var verkinu
lokið. Gamli maðurinn hafði notað
síðustu krafta þessa lífs til að
reisa girðingu sem hefði sómt sér
vel í hernaði við skriðdreka enda
hafa rollurnar aldrei þorað að
koma nálægt þessu vígvirki. Girð-
ingin er dæmigerð fyrir síðustu ár
afa sem einkenndust af hetjulegri
baráttu við ellina. Hann varð að
lokum að játa sig sigraðan. Glíman
við lífið endar víst alltaf á einn
veg. Minnisvarðinn um afa okkar
mun hinsvegar standa um mörg
ókomin ár.
Við bræðumir þökkum þér fyrir
alla hlýjuna og áhugann sem þú
sýndir okkur. Þú ert í rauninni
kominn nær okkur núna. Andi þinn
er frjáls og engar fjarlægðir til
staðar lengur. Við hugsum oft til
þín og vonumst eftir að heyra fleiri
góðar sögur og fara í sjómann er
við hittumst næst.
Hermann Bárðarson,
Birkir Bárðarson.
Elsku afi.
Þótt við vissum hvert stefndi er
alltaf jafn erfitt að sjá á eftir þeim
sem manni þykir vænt um. Nú vit-
um við að þú ert kominn á þann
stað sem þér líður vel, laus við all-
ar þær kvalir sem hafa hrjáð þig
undanfarið. Nú er jarðvist þinni
lokið og annað hlutverk bíður þín
fyrir handan. Þó að þú sért horf-
inn frá okkur þá vitum við að þú
fylgist með okkur. Síðustu dagana : *
hafa hrannast upp í huga okkar
minningar um allt það sem við
höfum gert saman á liðnum árum.
Ein af okkar fyrstu minningum er
tengd trillunni sem þú fórst á til
að sækja í soðið. Onnur okkar
smíðaði í skólanum líkan af trill-
unni og gaf þér. Þegar hún sá að
þú komst henni fyrir á áberandi
stað í herberginu þínu var hún
viss um hve vænt þér þótti um
gjöfina. Þú áttir alltaf erfitt með
að vera iðjulaus, tókst alltaf til
hendinni þar sem verk þurfti að
vinna. Kraftar þínir voru ómetan-
legir. I því sambandi minnumst
við dugnaðar þíns og óeigingirni
við að koma upp girðingu í kring-
um sælureitinn hennar ömmu.
Einnig minnumst við húfunnar
sem þú gekkst lengi með hin síðari
ár við flest tækifæri og var orðin
hluti af þér. Alltaf var jafn hlýlegt
að koma til ykkar ömmu.
Elsku afi, um leið og við þökkum
þér fyrir þau ár sem við höfum átt
hér saman viljum við senda ömmu
okkar innilegar samúðarkveðjur en
missir hennar er mikill. Einnig til
allra barna þinna og fjölskyldna
þeirra. í lokin viljum við kveðja þig
með þessum sálmi. ‘v
Nú legg ég augun aftur,
Ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vörn I nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Pýð. S. Egilsson)
Þínar sonardætur A
Erla og Kristín.
HERMANN
VILHJÁLMSSON