Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 50
' 50 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁSGEIR ARNGRÍMSSON + Ásgeir Arn- grímsson, fram- kvæmdastjóri Fisk- miðlunar Norður- lands á Daivík, til heimilis að Brekku- síðu 18 á Akureyri, fæddist á Ólafsfírði 5. október 1954. Foreldrar hans voru Helga Jónína Ásgeirsdóttir, nú látin, og Arngrímur Marteinsson, bú- settur í Reykjavík. Fósturfaðir Ásgeirs er Bjarni Sigmars- son á Akureyri. Ásgeir átti 4 systkini sammæðra, þau eru Guðrún og Margrét, búsettar í Reykjavik, Sigurbjörg og Sig- urður, búsett á Akureyri. Systk- ini Ásgeirs samfeðra eru: Kári, Reynir, Kara og Auðbjörg, bú- sett í Reykjavík og Sveinn, bú- settur í Þýskalandi. Ásgeir kvæntist Örnu Hrafnsdóttur 31. desember 1976. Þau slitu sam- vistum. Þau eiga þrjá syni: 1) > Elsku pabbi. Þriðjudagurinn 8. desember er dagur sem mun seint gleymast okk- ur, því þann dag opnaðist stór sprunga í hjarta okkar, þann dag fengum við fregnir af slysinu. Sá dagur virtist ekki vera raunveru- legur, því að missa þig svona snemma er nokkuð sem okkur gat ekki dottið í hug. Svo virðist sem lífið sé ekki þess virði að halda áfram eftir svona missi, en við eig- um svo góðar minningar um þig, > eins og öll sumrin sem við veiddum saman í Skjálfandafljóti, þar sem við áttum marga skemmtilega og lærdómsríka daga. Það eru þessar minningar sem lifa áfram og gefa okkur styrk til að halda áfram, það eru þær sem fylla upp í sprunguna sem myndaðist við lát þitt. Við átt- um margt ósagt við þig þegar þú fórst, því að í lífi okkar varst þú stoð og fyrirmynd sem við munum reyna að lifa eftir. Okkur finnst þetta hræðilega ósanngjarnt að þú skulir vera tekinn frá okkur, því við eigum svo margt eftir að læra um lífið og tilveruna, en við vitum að þú verður ávallt með okkur, hjálpar okkur, styrkir okkur og verður með "jokkur í huga, eins og þú ert góð minning sem mun hressa okkur og kæta þegar lífið virðist ósann- gjarnt. Við hlökkum til að hitta þig á ný þegar við munum hittast í himnaríki, þangað til megi guð geyma þig og varðveita. Kæru vinir, við þökkum ykkur fyrir góðan og styrkan stuðning, umhyggja ykkar hefur sýnt okkur að „sannur vinur geymist en ei gleymist". Strákarnir þínir Baldvin, Bjarni og Brynjar. Þú fékkst víst engu, rinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. Og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. (Tómas Guðm.) Svo skyndilega var ástkær bróðir okkar, Geiri, dreginn úr hringiðu lífsins í hörmulegu slysi í síðustu viku. Ekkert ráðrúm gafst til þess að kveðja, ekkert tækifæri til að ý segja hve mikil ást okkar væri, um- hyggja og kærleikur án landamæra. En hvernig eigum við, sem höfum vart lært að þekkja lífíð, að þekkja dauðann? Endalokin birtust eins og hendi væri veifað, dauðinn sem hylur allt myrkri og gerir okkur máttvana og orðlaus í hyldýpi sorgarinnar. f Við skiinaðarstund felst lífsins Ijós í hinum björtu minningum um Baldvin Hermann, f. 30. október 1976, 2) Bjarni Hrafn, f. 10. maí 1979. 3) Brynjar Helgi, f. 6. apríl 1981. Ásgeir lauk stúd- entsprófi frá Kenn- araskóla Islands og stundaði síðan framhaldsnám við skólann í eitt ár að því loknu. Þá stund- aði hann nám við Fiskvinnsluskólann og Tækniskóla Is- lands og lauk út- gerðartækniprófi 1978. Hann starfaði sem verkstjóri um nokkurra ára skeið hjá Utgerð- arfélagi Akureyringa. Var síðan framleiðslustjóri Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri. Hann gegndi einnig stöðu fram- kvæmdastjóra hjá fiskvinnslu- fyrirtækinu Kaldbak á Grenivík. Útfór Ásgeirs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10. stóra bróður, lífsglaðan og hvers manns hugljúfi. I öllu amstrinu á æskustöðvunum á Túngötunni í Ólafsfirði var alltaf einn fjörkálfur, Geiri bróðir, sem hafði fylgt mömmu í hjónabandið með pabba og var ávallt einn af okkur. Snemma mótuðust persónuein- kennin, sem fylgdu Geira alla tíð. Glaðværð og gleði urðu snemma ábei’andi hjá stóra bróður þar sem hann virtist oftar en ekki njóta til fulls þeirrar gleði sem hann veitti öðrum. Alltaf birta, alltaf Ijós, stundum meinlausir hrekkir og skens. Svona liðu æskuárin okkar með Geira bróður handan við horn- ið, góðan dreng, sem átti elsku okk- ar allra. Síðar í lífinu skildu leiðir okkar systkinanna um lengri eða skemmri hríð. Geiri hélt á vit nýrra ævin- týra, stórhuga og framtaksamur. Hann eignaðist yndislega fjöl- skyldu og sæg vina og kunningja bæði hérlendis og erlendis. Hin seinni ár var hlutskipti hans að ala upp drengina sína sem hann var svo stoltur af, jafnframt því að sinna ábyrgðarstarfi. Vissulega gekk á ýmsu við slíkar aðstæður, en aldrei skyldi Geiri missa móðinn, áfram skyldi haldið á vit nýrra æv- intýra. Hann var hreinskiptinn, glaðvær, og góður vinur. Með þessum fátæklegu línum viljum við systkinin kveðja yndis- legan dreng, sem skilur eftir birtu og yl í minningunni. Mamma mun taka á móti þér í nýjum heimkynn- um og styðja þig af ástúð og um- hyggju eins og hún gerði þegar þið voruð hér hjá okkur. Við sendum Örnu og strákunum, Balla, Bjarna og Binna samúðarkveðjur og vitum að pabbi mun bera harm sinn þung- an eins og við öll. Megi góður Guð þig geyma. Guðrún, Margrét, Sigurbjörg og Sigurður. Kæri bróðir. Þú í blóma lífsins, kallaður burt svo skyndilega, það var sem veröld- in hvolfdist yfir mig, er ég sat heima með börnunum mínum veik- um þennan hræðilega dag sem þetta gerðist. Nei og af hverju? spyr maður sig. Þú sem hafðir svo mikið að gefa og mörgu að miðla til okkar hinna, ekki síst sona þinna sem þú varst svo stoltur af. Við erum öll harmi sleginn, þú varst mér mjög kær, svo hlýr og innilegur, en jafnframt myndugur og virðulegur í fasi, en samt alltaf svo kurteis og hlédrægur en jafn- framt alltaf stutt í hárfínan og glettinn húmorinn þinn. Þó svo við höfum ekki alist upp saman og ég kynntist þér fyrst þeg- ar ég var tólf ára er þú dvaldist á heimili fjölskyldu minnar hér í Reykjavík er þú varst við nám í Fiskvinnsluskólanum, þá varð ég strax mjög heillaður og uppnuminn af þér, stóra bróður að norðan, sem gat allt fannst mér, leikið á hljóð- færi, spilandi og syngjandi í popp- hljómsveitum, þú leiddir mig á þessum árum inn í ævintýraheim poppsins, og svo íþróttamaðurinn Ásgeir, alls staðar skaraðir þú fram úr. Auðvitað fylltist maður stolti á þessum miklu mótunarárum æsk- unnar, sem ég þá var á, að eiga slík- an stóra bróður og maður naut samvista við þig og frá þér skein lífsbirta og næi’vera þín var og hef- ur alltaf virkað svo vel á mig, sem og alla aðra sem þér kynntust á lífsleiðinni. Þessi ár hafa í raun tengt okkur órjúfandi böndum sem ævinlega hafa tengt okkur saman síðan. Eg minntist á Fiskvinnsluskól- ann en þar varst þú í einum af fyrstu árgöngunum sem luku prófi frá þessum þá nýja og metnaðar- fulla skóla sem ætlaði sér að mennta fólk til starfa við þessa frumatvinnugrein þjóðarinnar. Enda hafa starfskraftar þínir og hæfileikar alla tíð nýst þessari at- vinnugrein að fullu síðan, nú síð- ustu árin sem stjórnandi hjá því framsækna fyrirtæki Fiskmiðlun Norðurlands, flytjandi út fiskinn okkar til allra heimshorna. Þessi heimur var þinn, þar undir þú þér, þar skapaðir þú þér þinn vettvang, þar nutu sín til fulls hæfileikar þín- ir til athafna og sköpunar. Seinni árin urðu samskipti okkar talsvert meiri og segja má að við töluðumst við og hittumst reglu- lega. Kom þar ýmislegt til en ekki síst það að nú störfuðum við orðið báðir við fyrirtæki í þjónustu og sölu við sjávarútveginn, ég með fyr- irtæki mitt hér fyrir sunnan, þú fyrir norðan. Oft leitaði ég ráða hjá þér, þar sem mér fannst ég nánast algjör nýgræðingur í þessum bransa miðað við þá miklu þekk- ingu og reynslu sem þú bjóst yfir. Ávallt réðst þú mér heilt um við- skiptin, mennina og málefnin. Ef maður spurði þig út í einstaka menn í hinum harða heimi viðskipt- anna, þá varstu ávallt gætinn og varfærinn og hallaðir ekki á neinn því aldrei talaðir þú illa um nokkurn mann, það var ekki þinn stíll. Það var í mesta lagi að þú segðir: „Vertu bara gætinn gagn- vart honum, Reynir minn.“ Eftir að breytingar urðu á fjöl- skylduhögum þínum fyrir fáeinum árum og strákarnir þínir komust á unglingsár ræddum við oft saman um að þú kæmir suður og mig virkilega langaði til að fá þig til Reykjavíkur til þess að geta unnið með þér í viðskiptum og við lagt saman. En ég fann það alltaf að það var eitthvað, Norðurlandið og fyrir- tæki þitt héldu í þig. En það var einnig annað og meira, því_ komst ég að ekki alls fyrir löngu. Eg man fyrir skömmu að ég enn þráspurði þig og þá sagðir þú við mig: „Reyn- ir, athugaðu að það eru líka drengirnir mínir, þeir vilja vera hér og þeir þarfnast mín núna og með- an svo er þá verð ég hér.“ Eg fann það þá á alvörunni og þunganum í svari þínu, þetta var og hafði alltaf verið aðalástæðan, drengirnir þínir voru þér meira virði en allt annað í þessari veröld. Hvorki frægð, fé né framapot skipti þar máli. Þannig varstu alltaf trúr og heill þínu, tryggur faðir. Eg kveð þig nú elskulegi bróðir, hinstu kveðju, falleg og tær minn- ingin um þig mun alltaf lifa í hjarta mínu. Eg og fjölskylda mín vottum ástkærum sonum þínum og öllum ástvinum þínum okkar dýpstu og innilegustu samúð. Þinn bróðir Reynir. Þegar fregnin um fráfall Ásgeirs barst var eins og allt lamaðist. Þetta gat ekki verið satt að hann stóri bróðir okkar hefði fyrirvara- laust verið kallaður burt. En vegir guðs eru órannsakanlegir og ekki á færi okkar mannfólksins að skilja hvaða ástæður liggja þar að baki. Öll höfum við okkar hlutverk í lífinu og þegar því er lokið erum við köll- uð burt og aðrir taka við. Það má segja að Ásgeir hafi verið ríkari en margur hvað varðar fjöl- skylduna. Hann ólst upp á Ólafs- firði ásamt fjórum systkinum en að auki átti hann fimm systkini fyrir sunnan. Öll litum við systkinin upp til Ásgeirs sem stóra bróður. Þótt samskipti okkar systkinanna fyrir sunnan við Ásgeir hafi ekki verið á daglegum nótum vegna þeirrar fjarlægðar sem var á milli, þá fréttu allir hver af öðrum og þegar eitthvert okkar hitti eða heyrði í Ásgeiri þá fréttum við hin af því. Fjölskyldan var honum mjög mikil- væg og ekki síst hans eigin fjöl- skylda, en hann eignaðist þrjá syni, þá Baldvin, Bjarna og Brynjar. Drengirnir voru augasteinar hans og var hann þeim traustur og góður faðir. Á námsái-um sínum bjó Ás- geir hjá okkur fyrir sunnan og er sá tími ógleymanlegur, ekki síst fyrir það hvað fjölskyldutengslin styrkt- ust. Systkini Ásgeirs fyrir norðan nutu þess að alast upp með honum og ekkert getur komið í þess stað, en þau kynni sem við höfðum af Ás- geiri eru okkur mjög dýrmæt og munu aldrei gleymast. Ásgeir var alla tíð duglegur til vinnu. Þegar hann var í sveit í Ystafelli á sumrin var tekið til þess hversu duglegur hann var og laginn við meðferð véla. Allt virtist leika í höndunum á honum. En sama átti við um þau störf sem hann hefur unnið við gegnum tíðina. Það var sama hvern maður hitti sem hafði kynnst honum, hvort sem var í við- sídptum eða persónuleg kynni, allir töluðu um hversu gott væri að eiga samskipti við hann. Það var sérlega gaman að ræða við Ásgeir, hann hafði einstakt lag á að segja skemmtilega frá en léttleiki og grín voru hans aðalsmerki. Iþróttir voru sérstakt áhugamál hjá Ásgeiri á hans yngri árum og í sveitinni kom hann sér upp aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir, s.s. sandgi’yfju, hástökks- súlum, langstökksplönkum og fleiru sem hann notaði við æfingar. Hann keppti svo á mótum, m.a. fyr- ir hönd ungmannafélags sveitarinn- ar. Þetta sýnir að þó svo að aðstæð- ur væru ekki sem bestar til iðkunar íþrótta, þá bætti hann úr því sjálfur sem kostur var. Hann hafði gaman af að spá í framtíðina og var alltaf með einhverjar hugmyndir á prjón- unum og framkvæmdi margar þeiira. Við systkinin eru hreykin af Ás- geiri stóra bróður. Söknuðurinn er mikill og erfitt verður að sætta sig við að hans njóti ekki frekar við en minningin mun lifa um ókomna tíð. Við biðjum guð að styrkja syni hans í sorg þeirra og hjálpa þeim í gegn- um þessa erfiðu tíma sem og alla aðstandendur. Systkinin að sunnan. Mig setti hljóðan er ég fékk hringingu eftir hádegi þriðjudaginn 8. desember og mér var tilkynnt að það hefði orðið hörmulegt bílslys rétt fyrir utan Akurevri og Ásgeir Arngn'msson látist í slysinu. Hvað getur maður sagt? Hver er tilgang- urinn? Hvar er réttlætið? Mikið getur þetta líf verið miskunnarlaust þegar ungur maður er hrifinn burt. Einhver hlýtur tilgangurinn að vera, þegar maður á besta aldri er kallaður burt, maður sem átti eftir að gera margt og hafði uppi ýmis áform til að berjast áfram í lífstíð- arkapphlaupinu. Það eina sem mað- ur getur sagt er að vegir guðs eru órannsakanlegir og eins gott að vita ekki þá braut. Það sem maður get- ur huggað sig við er að Ásgeiri hljóta að hafa verið ætluð ný verk- efni, en eftir sitja börn og ættingjar með mikinn missi og söknuð. Það koma upp margar góðar minningar um Ásgeir, þar sem við þekktumst vel enda á svipuðu reki og áttum vingott alla tíð. Ásgeir ólst upp í Ólafsfirði við Túngötu 5, hjá móður sinni Helgu Ásgeirsdóttur og Bjarna Sigmars- syni, ásamt hálfsystkinum sínum, þeim Guðrúnu, Margréti, Sigur- björgu og Sigurði. Heimili Helgu og Bjarna var fyrirmyndarheimili. Samband milli þeirra systkina var mjög gott og veit ég að söknuður þeirra er mikill. Geiri Helgu, eins og við nefndum hann oftast, var kraftmikill, skemmtilegur strákur og mikið líf í kringum hann. Geh'i hafði mjög gaman af hljómlist og spilaði í skólahljómsveitinni hér um tíma, hann gat sungið vel og naut sín er hann söng lögin með Creedence Clearwater. Alltaf þegar ég heyri Creedence Cleai'water lögin kemur Geiri upp í hugann. Núna hin síðari ár hafa verið haldin ættarmót hjá Árnahússættinni. Þar var stofnuð sérstök hljómsveit sem Geiri var aðalsöngvarinn í og uppáhaldslögin hans hljómuðu dátt. Trommuleikari hljómsveitarinnar var Pétur Ing- ólfsson, æskufélagi og frændi Geira, en þeir tveir höfðu alla tíð mikið og náið samband. Geh'i hafði gaman af íþróttum, þótt hann hafi ekki lagt þær fyrir sig en oft vorum við búnir að ræða málefni Leifturs, og hann fylgdist vel með gengi liðsins. Það var gam- an að fá Geira í heimsókn til að ræða um lífið og tilveruna. Geiri hafði skemmtilega frásagnarhæfi- leika og oft var búið að skemmta sér yfir sögum sem Geiri sagði. Lífið hefur ekki alltaf leikið við Geira í því lífsgæðakapphlaupi sem ríkir. Geiri missti móður sína, Helgu, árið 1985. Hann var kvænt- ur Örnu Hrafnsdóttur frá Akur- eyri. Þau eignuðust fallegt heimili að Brekkusíðu 18, bjuggu saman í mörg ár og eignuðust þrjá drengi, þá Baldvin Hennann, Bjarna Hrafn og Brynjar Helga. Geiri og Ama slitum samvistum fyrir þremur árum. Geiri stundaði verslunarrekstur á Akureyri um tíma, en það gekk ekki upp, þrátt fyrir að Geiri væri duglegur til vinnu. Hann hafði starfað hjá Fiskmiðlun Norður- lands á Dalvík síðan 1992 og kunni vel við sig. Á þessari stundu þegar maður stendur frammi fyrir því að fylgja Ásgeiri Arngrímssyni til moldar fyllist maður reiði og gremju yfir því hversu lífið getur verið mis- kunnarlaust og stundum ósann- gjarnt, en við verðum því miður að horfast í augu við staðreyndir lífs- ins og líta fram á veginn. Eg votta sonum Geira, fyi-rver- andi eiginkonu, Bjarna, systkinum og ættingjum Geira mína dýpstu samúð mína, en huggun harmi gegn er að eftir standa minningar um góðan dreng sem við munum ekki gleyma. Þorsteinn Þorvaldsson. Það voru skelfileg tíðindi sem mér bárust um hádegi þriðjudaginn 8. desember. Einn besti vinur minn hafði látist í bílslysi þá um morgun- inn. Hvernig getur annað eins gerst? Maður á besta aldri hverfur af sjónarsviðinu, burtu frá sínum nánustu, eins og hendi sé veifað. Mann setur hljóðan, en reynir þó að koma örfáum orðum á blað og rifja upp kynni við góðan dreng. Um það bil áratugur er síðan kynni okkar Ásgeirs hófust. Hann hafði þá hætt störfum hjá Utgerð- arfélagi Akureyringa og tekið við stöðu framkvæmdastjóra Kaldbaks á Grenivík. Þar með varð hann stjórnarmaður í Laugafiski hf., fyr- irtæki sem ég er framkvæmdastjóri fyrir. Það var þó ekki fyrr en hann varð framkvæmdastjóri Fiskmiðl- unar Norðurlands sem kynni okkar hófust fyrir alvöru. Fljótlega eftir það færðust sölumál Laugafisks að miklu leyti yfir til Fiskmiðlunar Norðurlands, og samstarf okkar um sölu afurða Laugafisks hófst. Við kynntumst nýjum kaupendum, bæði á fundum hérlendis sem og erlendis. Við áttum margt sameiginlegt. Báðir lentum við í hjónaskilnaði, hann ári á undan mér. Þá leitaði hann mikið til mín, og við urðum tninaðai'vinir. Það sama gerðist þegar ég lenti í sömu hremmingum og hann, þá var gott að eiga hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.