Morgunblaðið - 18.12.1998, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ASGEIR
ARNGRÍMSSON
Sofðu engill, sólbjartur á vanga,
svífur máni yfir höfin breið.
Dagurinn gaf þér visku, kjark og vonir,
vemdar nóttin þig á langri leið.
(Friðrik Erlingsson)
Ég bið góðan Guð að vaka yfir
drengjunum þínum á þessari erfíðu
stundu og varðveita þá um alla
þeirra framtíð.
Sofðu rótt, kæri vinur.
Þín vinkona
Helga Geirsdóttir.
Mig langar að minnast hans As-
geirs frænda með nokkrum orðum,
en hann lést í hörmulegu bílslysi
hinn 8. desember.
Hvers vegna verða svona slys?
spyr maður aftur og aftur, en svör-
in eru engin. Eins og aðrir strákar
hér í Ólafsfirði var Asgeir kenndur
við móður sína og var því oftast
kallaður Geiri Helgu. Geiri var elst-
ur af fimm börnum þeirra Helgu og
Bjarna, en þau bjuggu á Túngötu 5
í Ólafsfirði.
Pabbi minn og Helga voru systk-
ini þannig að mikill samgangur var
á milli fjölskyldanna. Við systurnar
á Hornbrekkuveginum öfunduðum
stelpurnar á Túngötu 5 að eiga tvo
bræður, þá Geira og Sigga, sem var
litli prinsinn á heimilinu. Geh-i
lærði að spila á gítar og lék stund-
um heilmikið við okkur.
Besti vinur Geira var Peddi
frændi. Þeir sýndu okkur krökkun-
um gjarnan bíó í Arnahúsinu hjá
afa og ömmu. Þarna voru öll barna-
börnin og þeir félagarnir elstir og
sýndu okkur 8 mm myndir af
Chaplin og Abott og Costello. Geiri
var náttúrulega stjórnandinn. I
Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar
stofnaði hann hljómsveit sem spil-
aði á skólaböllum og víðar. A sumr-
in var síðan æft og spilað í Hring-
veri. Geiri fór burtu til að mennta
sig og settist síðan að á Akureyri,
en hélt mikilli tryggð við okkur
ættingjana í Ólafsfirði. Hann var
alltaf til í að mæta ef eitthvað átti
að gera t.d. fyrir ættarmótin tvö
sem haldin voru í Hringveri. Þá
keyrði hann frá Akureyri til að æfa
með gömlu hljómsveitinni sem átti
að sjálfsögðu að spila fyrir dansi.
Þarna var æft gamla prógrammið
með Creedence Cleai’water og
Presley. Geiri hafði mjög gaman af
því að dansa og eitt sinn vorum við
nokkur pör úr ættinni saman í
veislu og var undirrituð með hæl-
særi í 10 daga eftir tjúttið við
Geira, en það var _svo gaman.
Næsta sumar ætlar Ai'nahúsættin
að hittast í Hringveri og mikið
verður hans Geira saknað. Hann
hringdi í Hauk, manninn minn, 4.
desember til að vita hvort þeir
ættu ekki að byrja að æfa fyrir
ættarmótið strax eftir áramót.
Þetta sýnir hvað Geiri var drífandi
og hvetjandi.
Elsku Geiri minn, ég veit að hún
mamma þín hefur tekið vel á móti
þér ásamt systkinunum og afa og
ömmu en við Haukur kveðjum þig
með söknuði í hjarta og þakklæti í
huga og biðjum guð að styrkja syni
þína og fjölskyldu í sorg þeirra.
Geiri minn, við rifjum svo dans-
inn upp þegar við hittumst síðar.
Jónína Kristjánsdóttir.
Við kynntumst Asgeiri fyrir um
20 árum síðan þegar hann starfaði
hjá Utgerðarfélagi Akureyinnga hf.
en undirritaðir störfuðu sem frysti-
hússtjórar á Dalvík og í Hrísey. Ófá
símtöl voru um ýmiskonar saman-
burð og rökræður um hvað betur
mætti fara. Það var alltaf gott að
leita til Asgeirs og var hann fróður
um hina ýmsu rekstrarþætti. Eftir
að undirritaðir fluttust suður og
tóku við nýjum störfum, rofnaði
sambandið en þó voru alltaf öðru
hverju höfð skoðanaskipti.
Leiðir lágu aftur saman þegar
Asgeir var ráðinn framkvæmda-
stjóri Kaldbaks hf. á Grenivík.
Sölumál voru þá færð yfir til Is-
lenskra sjávarafurða hf. sem undir-
ritaðir starfa hjá. Samskipti_ urðu
mikil og náin samvinna við Asgeir
varð í alla staði _mjög góð. I fram-
haldi af því að Islenskar sjávaraf-
urðir hf. keypti stóran hlut í Fisk-
miðlun Norðurlands hf. var ákveðið
að ráða nýjan framkvæmdastjóra.
Asgeir varð fyrir valinu og starfaði
sem framkvæmdastjóri til dauða-
dags. Þar sem undirritaðir voru
fulltrúar IS í stjórn Fiskmiðlunar-
innar voru samskiptin oft mikil.
Við eigum margar góðar minn-
ingar af fjörugum samræðum um
lífsins gang á leið okkar á stjórnar-
fundi en Asgeir sótti okkur yfirleitt
út á flugvöll. Eins eru margar
minningar af góðum samverustund-
um í veiðiferðum eða á skemmtun-
um með starfsfólki Fiskmiðlunar-
innar. Okkur er sérstaklega í minni
ánægjulegt 10 ára afmæli Fiskmiðl-
unarinnar. Þar var Ásgeir hrókur
alls fagnaðar og söng þar með
hljómsveitinni eins og honum ein-
um var lagið.
Það er erfitt að skilja hvers
vegna maður á besta aldri er hrif-
inn á braut en fyrir því eru eflaust
skýringar sem Guð almáttugur
einn getur svarað. Við þökkum As-
geiri innilega samfylgdina en eftir
situr minning um góðan félaga með
létta lund. Við vottum sonum As-
geirs og öðrum ættingjum dýpstu
samúð og biðjum Guð að styrkja
þau í þeirra miklu sorg og missi.
Guð blessi minningu Asgeirs
Arngrímssonar.
Sæmundur Guðmundsson,
Aðalsteinn Gottskálksson.
Kveðjá frá Júdósambandi
Islands.
Þennan morgun, eins og oft áður,
áttum við samtal um júdóíþróttina
og það sem framundan var í starfi
stjórnarinnar. Eitt af því sem varð
að afgreiða var júdómaður ársins.
Við skeggræddum málið og ég
hafði orð á því að oft væri ákvörðun
sem þessi sambland af tilfinningu
og heildarárangri ársins, sérstak-
lega þegar mjótt væri á munum
milli íþróttamanna og erfitt væri að
gera upp á milli þeirra. Asgeir
svaraði þá að lokum, rólegur að
vanda: „Já Júlíus, ég stend með
mínum manni.“ Mér líkaði þetta
svar, þó að ég væri ekki endilega
sammála honum, því það var sett
fram með þeim hætti sem Asgeiri
fór svo vel, af hógværð en þó með
festu. Samtalinu lauk með því að
við ætluðum að ræða við félaga
okkar og tala saman aftur um
kvöldið. Af því samtali varð aldrei.
Næstu fréttir voru hörmulegar, As-
geir hafði lent í umferðarslysi og
látist, þennan sama dag, aðeins 44
ára að aldri.
Asgeir Amgrímsson var einstak-
lega viðfelldinn maður. Kynni okk-
ar voru stutt en þau voru afar góð.
Þegar ég, óvænt, tók við for-
mennsku í Júdósambandi Islands
fyrir tæpum þremur árum var As-
geir einnig kjörinn í stjórnina í
fyrsta sinn. Hann hafði þá um ára-
bil verið formaður júdódeildar KA
á Akureyri. Ég fann það strax að
þarna var hæfur maður á ferðinni,
maður sem lagði málin fyrir án
þess að vera með „kryddur" um
menn eða málefni sem stundum vill
verða innan íþróttahreyfingarinn-
ar. Hann hafði þá víðsýni í málum
sambandsins og íþróttarinnar, að
ég sem formaður gat treyst því að
fagleg sjónarmið réðu ferðinni í
ákvörðunum, jafnvel þó svo að hann
væri formaður einnai- stærstu
júdódeildar sambandsins. Ég man
þennan eiginleika Asgeirs mjög og
leitaði til hans, sérstaklega í við-
kvæmari málum. Asgeir reyndist
bæði mér og júdósambandinu eink-
ar vel með störfum sínum og það er
mikill sjónai'sviptir og skaði þegar
við í stjórn JSI sjáum nú á eftir As-
geiri yfir móðuna miklu, langt um
aldm- fram.
Fjölskyldu hans, ástvinum og þá
sérstaklega sonum hans, sem allir
hafa æft og keppt í júdóíþróttinni,
eru sendar innilegar samúðarkveðj-
ur. Harmur þeiri'a og söknuður er
mikill en þess beðið að sá sem öllu
ræður styrki þau í þeirra mikiu
sorg. Asgeirs Arngi'ímssonar er nú
sárt saknað en minningin mun lifa.
Júlíus Hafstein.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
SIGURÐUR FINNBOGASON,
Sunnuholti 6,
ísafirði,
sem lést á heimili sínu laugardaginn 12. des-
ember, verður jarðsunginn frá (safjarðarkirkju
laugardaginn 19. desember kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Isafjarðarkirkju eða Styrktar-
félag fatlaðra á Vestfjörðum.
Signý B. Rósantsdóttir,
Ólafur R. Sigurðsson, Gísla Björg Einarsdóttir,
Sigrún Sigurðardóttir,
Sigþór Sigurðsson,
Hafrún Huld Ólafsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
GUÐRÚN (Stella) GUNNARSDÓTTIR,
Austurströnd 10,
Seltjarnarnesi,
sem lést á heimili sínu föstudaginn 11. des-
ember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
mánudaginn 21. desember kl. 13.30.
Margeir Sigurðsson,
Sigurður Ingi Margeirsson, Dóra Hafsteinsdóttir,
Magnús Margeirsson, Jenný Ólafsdóttir,
Brynja Margeirsdóttir, Guðjón Davíð Jónsson,
Ása Kristín Margeirsdóttir, Örn Stefán Jónsson
og barnabörn.
.Jr
l
+
Frænka mín,
VIGFÚSÍNA MARGRÉT BJARNADÓTTIR
frá Garðbæ,
síðast til heimilis
á Sólvöllum,
verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugar-
daginn 19. desember kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á
Sólvelli, heimili aldraðra á Eyrarbakka.
Fyrir hönd ættingja,
Aðalheiður Sigfúsdóttir.
+ Eiríkur Jónsson
fæddist 18. nóv-
ember 1924 á
Hrafnabjörgum í
Hjaltastaðaþinghá,
N-Múlasýslu. Hann
lést 1. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Jón Eiríksson og
Elínborg Þorsteins-
dóttir. Þau eru bæði
látin. Eiríkur var
annar í röð fimm
bræðra. Hann
kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Sigrúnu
Jónsdóttur, 18. nóvember 1949,
en hún er fædd 1. júlí 1927. For-
eldrar hennar voru Jón Sig-
urðsson og kona hans Kristín
Arngrímsdóttir. Börn Eiríks og
Sigrúnar eru: 1) Oddný Rósa, f.
23.5. 1949, búsett í Noregi. 2)
Jón, f. 29.6. 1952, málarameist-
ari í Reykjavík. 3) Gunnar Við-
ar, f. 13.5. 1953, húsasiníða-
Því er lokið, loks í kvöld.
Lokið stef á skáldsins vör.
Lífsins bók með lokuð spjöld.
Lokið hinstu næturfór.
(M.Á)
Fæstum er gefínn sá andlegi
styrkur að geta barist við banvæna
sjúkdóma áratugum saman og nán-
ast aldrei færa í tal þjáningar sínar
meistari á Akur-
eyri. Afkomendur
þeirra eru nú orðn-
ir ellefu.
Eiríkur lærði
húsasmíði og hlaut
meistararéttindi í
þeirri iðngrein árið
1953, síðan stundaði
hann nám í mynd-
og handmennta-
deild Kennaraskóla
íslands í einn vetur,
en sótti síðar fram-
haldsnámskeið í
þeirri grein. Eirík-
ur vann um nokk-
urra ára skeið sem smiður hér á
Akureyri, en 1962 var hann
ráðinn smíðakennari við Odd-
eyrarskóla á Akureyri og
gegndi því starfi til 1985, en þá
lét hann af störfum sökum van-
heilsu.
Útför Eiríks fór fram frá
Akureyrarkirkju 8. október síð-
astliðinn.
og vandamál. í nær tvo áratugi sá-
um við, sem þekktum Eirík, hvern-
ig sjúkdómurinn vann á honum
hægt og miskunnarlaus, an hann
mætti hverjum degi og nýjum erf-
iðleikum með endurnýjuðu þreki og
viljastyrk, jafnvel með brosi á vör.
Hann var hetja sem varðveitti innri
gleði, gestrisni og hlýtt handtak til
hinstu daga.
Eiríkur var vandvirkur og góður
smiður og áhugasamur kennari.
Mest af ævistarfí hans fór í að leið-
beina litlum höndum við gerð
skemmtilegra og fallegra hluta,
sem margir fóru í jólapakka til nán-
ustu ættingja. Glaðværð og vin-
semd var honum eðlislæg, en þó gat
hann einnig verið fastur á skoðun
og komið henni á framfæri án reiði
og sárinda. A kennarastofunni átti
hann marga vini og rétti þeim oft
litla, vandaða trémuni, sem hann
hafði fórnað frítíma sínum í að
gera. A smíðastofunni vann hann
marga helgina við að lagfæra muni
þeirra barna, sem minna gátu, eða
þá að hann var að smíða ný sýnis-
horn. Hann tók mikinn þátt í stúku-
starfi, sem fram fór í skólanum, en
var einnig mjög virkur félagi í
stúkunni Brynju. Eiríkur var ákaf-
lega hjálpsamur og var af mörgum
kallaður til verka, sem skiluðu litlu
í vasann. Það varð honum aldrei að
umræðuefni. Við Eiríkur störfuðum
saman mest af hans starfsævi og
hann var heimilisvinur, sem tengd-
ist fjölskyldunni traustum böndum
allt til hinsta dags. Fársjúkur
spurði hann frétta af öllum og
gladdist þegar vel gekk. Meðan
þrekið entist hélt hann venju sinni
þó að á sjúkrahúsi væri, að fylgja
gestum að útidyrum og kveðja með
virktum. Gi'unnur að góðu heimili
má oftar en ekki rekja til húsmóð-
urinnar. Sigrún, kona hans, reynd-
ist honum einstaklega fórnfús og
traust. Heima studdi hún hann með
ráðum og dáð, en þegar sjúkrahús-
vistin kom til sat hún hjá honum
flesta daga, studdi hann um gang-
ana og flutti honum fréttir. Um
helgar ók hún honum heim og bjó
gestum þeirra hjóna veisluborð.
A kveðjustund er margs að minn-
ast og margt að þakka. Það er öll-
um gæfa að fá tækifæri til þess að
starfa með traustu og fórnfúsu
fólki. Sagt er að aldurinn verði
þeim aðeins mælikvarði liðins tíma,
sem varðveita innri gleði til efri
ára. Þessa innri gleði varðveitti Ei-
ríkur ótrúlega lengi og gat því tekið
þátt í spaugi líðandi stundar. I mín-
um huga var hann óbuguð hetja til
hinsta dags. Sigrúnu, börnum,
barnabörnum og öðrum ættingjum
og vinum sendi ég og fjölskylda
mín innilegar samúðarkveðjur.
Indriði Úlfsson.
Skilafrestur
minningargreina
EIGI minningargi'ein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnpdags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu gi’eina, enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
EIRIKUR
JÓNSSON