Morgunblaðið - 18.12.1998, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1998 55
Hæstiréttur
Islands
HÆSTIRÉTTUR
Islands á mikinn heiður
skilinn fyrir að taka af
skarið, og stiga fyrsta
skrefið í þá átt að
stöðva óréttlætið sem
kvótakerfið í sjávarút-
vegi hefur skapað, og
er að leiða þjóðfélagið á
vonarvöl. Næstu dagar,
vikur og mánuðir munu
leiða í ljós hvort ís-
lenska þóðin á nægi-
lega dómgreind, þrek,
þor og ábyrgðartilfinn-
ingu, til að standa sam-
an um nógu einfaldar
og vitrænar leikreglur
til þess að vinna eftir
við nýtingu hinnar sameiginlegu
auðlindar, fískimiðanna á Iand-
grunni íslands. Vinna þarf að þess-
um nýju leikreglum með hag þjóð-
arheildar að leiðarljósi. Margar
ágætar greinar hafa birst undan-
farna daga varðandi hinn mikla og
góða dóm Hæstaréttar, en engin
þeirra hefur innihaldið neina góða
hugmynd um framtíðina. Á meðan
hamast hin óréttlátu öfl ræningj-
anna við að halda ránsfeng skjól-
stæðinga sinna. Sæludagar sjóræn-
ingjanna eru brátt taldir. Nú þarf
að hjálpa þeim að draga í land
rányi-kjuveiðarfæri sín, við hlið
þeirra verður þjóðin að standa sam-
an í bróðemi, því ella verðui- dýr-
keyptur skellur yfír samfélagið, því
ábyrgðin er almennings í landinu,
skaðvaldurinn er stikkfrí, það er
venjan.
Blekkingar duga
ekki lengur
Nú sjá menn fram á veginn, og
geta því markað sín spor sjálfir, það
er ekki rétt sem forsætisráðherra
segir, en það er að landsbyggðin
hrynji ef dómur Hæstaréttar verið
látinn virka eins og sumt fólk held-
ur að Hæstiréttur hafi meint.
Kvótaumsóknir hafa borist en hjá
flestum er þetta bara í gríni, því all-
ir heilvita menn sjá að það gengur
ekki upp að biðja um tugi og hund-
ruð tonna í aflaheimildum. Forsæt-
isráðherra er skynsamur maður, of
skynsamur til að gefa í skyn að al-
menningur sé skyni skroppinn,
flestir skilja dómarana sem hafa nú
kastað boltanum yfir til löggjafans,
til að freista þess að gefa honum
færi á að sjá villur síns vegar, á
undangengnum árum. Ég vona því
að forsætisráðherra og hans liðs-
menn hætti við þann leikaraskap
sem þeir hafa nú þegar sett fram
fyrir almenning. Þolinmæðin er bú-
in.
Úrlausn
Hér að framan nefndi ég að eng-
inn hafí komið með neina tillögu
varðandi nýtingu auðlindarinnar.
Til eru reyndar fagmenn skipstjór-
ar og aðrir sem vit hafa á rekstri
sjávarútvegs, það mætti gjarna
kalla einhverja af þeim til og biðja
þá um aðstoð. Með hlutdrægri póli-
tík verður þetta vandamál aldrei
leyst. Ég hef áður lagt
fram tillögu varðandi
smábátana sem fékk
hljómgrunn meirihluta
á Landssambandi smá-
bátaeigenda haustið
1995, tillaga þessi
byggist á aflahámarki
og frelsi að vissu marki
því í henni eru engir
banndagar. Aflatopps-
tillagan hljóðar nánar
tiltekið svona. Tíu tonn
þorskur á stærðartonn
viðkomandi báts, aðrar
fisktegundir sem á
krókana koma verði ut-
an toppsins. (Hér er
aðeins verið að ræða
um báta sem veiða á handfæri og
línu.) Fiskur undir 40 cm verði
einnig utan toppsins, en söluverð-
mæti hans greiðist að hálfu til veið-
andans og að hálfu til hafrannsókn-
arverkefna og velferðarmála. Með
því að greiða smáfískinn að hálfu er
allt frákast úr sögunni, nema á lif-
andi físki.
Bátar upp að 12 tonnum verði
teknir inn í krókakerfið, en þótt
bátur sé yfir 6 tonn þá verði toppur-
inn aldrei hærri en 60 tonn þorskur.
Þetta aflahámark á bát eftir stærð,
verði til reynslu þar til jafnvægi
næst og aflatoppskerfið hefur sann-
að ágæti sitt, þá er hægt að útfæra
þetta form á allan flota landsmanna.
Þeir sem nú eru með aflareynslu-
topp sem er hærri en 60 tonn fái að
halda því aflreynslumagni meðan
þefr veiða það sjálfir. Öll sala og
leiga aflaheimilda verði aflögð. Tíu
prósent af uppvigtuðu aflaverðmæti
renni beint frá fiskmarkaði í ríkis-
sjóð, borgi allur flotinn tíu prósent
af uppvigtuðu aflaverðmæti skilar
það sex til sjö milljörðum í ríkissjóð
árlega. Svo sem áður segir gerir
aflatoppskerfið alla banndaga
óþarfa og því ríkir frelsi að vissu
marki.
Smáfiskur og frákast
Það er staðreynd að í hafið fara
milljarðar í frákasti og nú eru smá-
bátar einnig orðnir þátttakendur í
frákasti vegna hins alræmda kvóta-
kerfis sem þeir eru þátttakendur í.
Þetta er mun alvarlegra mál heldur
en almenningur gerir sér grein fyr-
ir. Núverandi fiskveiðikerfi er aló-
nýtt nema fyrsti kafli í lögum um
stjórn fiskveiða, nr. 38/1990. Ég
hvet alla landsmenn til þess að lesa
þann kafla og eyða ekki tíma í að
lesa meira. Svo þarf þjóðin að
standa saman um að semja leikregl-
ur samkvæmt honum.
Tökum eitt
útgerðarfyrirtæki út
Þetta fyrfrtæki hefur rúm 33 þús-
und þorskígildistonn árlega. Til að
ná þessu aflamagni þarf að veiða
sem svarar um 100 þúsund tonnum,
því frákastið er svo mikið í tog-
skipaflotanum. Þetta fyrirtæki
borgar álíka mikil gjöld til samfé-
lagsins eins og meðalíbúð í Reykja-
vík. Þetta fyrirtæki hefur keypt upp
Garðar
Björgvinsson
30% afsl. mnn.-mið. kl. 9-13
Litun og plokkun .... . kr. 1.690
Fótsnyrting m/lakki .. . kr. 2.690
samtuls . kr. 9.360
30% ofsl kr. 6.552
SNYRTIG NUDDSTOFA
llönnu Kristínar Didriksen
Laugavegi 40, sími 561 8677
HSM pappírstætarar
Leiðandi merki - Margar stærðir
Þýzk gæði - Örugg framleiðsla
HSM' 05
HSM125
HSM386
HSM 390
12.388 m/vsk.
33.707 m/vsk.
52.544 m/vsk.
Kr 89.563 m/vsk.
Kr. 123.685 m/vsk.
Q)J. RSTVRLDSSON HF.
Sklpholti 33.105 RBvkiO''lk slml 533 3535
sjávarútvegsfyrirtæki erlendis og
fjármagnað kaupin með fiski úr ís-
lenskri lögsögu, en skilar engum
arði til íslensku þjóðarinnar.
Athugið, þetta fyrirtæki hefur
eitt og sér álíka mikið heildarmagn
og allur smábátaflotinn til samans.
Auk þess er frákastið frá því meiri
en helmingi meira heldur en smá-
bátaflotinn veiðir árlega. Er það
ekki hverjum manni ljóst hve mörg
hundruð sinnum hagkvæmara er að
taka fiskinn með einfaldara móti en
hagfærðingamir ráðleggja. Hafið
þið hugleitt þá staðreynd að átta
nýir smábátar (krókabátar) kosta
64 milljónir, þeir skaffa álíka
mörgu fólki atvinnu og frystitogar-
ar sem kosta einn og hálfan millj-
arð. Olíubrennsla smábáta er 50
lítrar af olíu á móti veiddu tonni af
afla. Aftur á móti brennir togarinn
heilu tonni af olíu á móti veiddu
tonni af afla. Til að nálgast Kyoto-
sáttmálann þarf að leggja 75 togur-
Með hlutdrægri pólitík,
segir Garðar Björg-
vinsson, verður þetta
vandamál aldrei leyst.
um nú þegar. Til að ná upp leyfileg-
um ársafla þurfa að koma til 500
smábátar upp að 12 tonnum, og 100
bátar frá 12 tonnum upp í 200 tonn.
Til að vernda fiskstofnana þarf að
stöðva dragnótaveiðar, til að
stækka fiskveiðistofnana þarf að
minnka loðnu og rækjuveiðar. Til
að fjölfalda tekjur sjávarafla, en
það væri hægt á fáeinum árum,
þarf að gera þetta. Að taka 80% af
öllum leyfilegum bolfiskafla í kyrr-
stæð veiðarfæri, með smærri skip-
um, það er margfalt ódýrara og
skapar meiri vinnu. Að fullvinna
allt sjávarfang innanlands, svo sem
verða má. Með því að afleggja að
mestu togveiðar, má heildaraflinn
fara upp í 400 þúsund tonn strax,
því miðað við frákast eru raunveru-
lega drepin 500 þúsund tonn af þol-
fiski á Islandsmiðum. Ég vil að lok-
um benda á það, að það verður ekki
þráskallast lengur gegn því að
minnka togveiðar og rányrkju, því
er ekki verið að hamla gegn tog-
veiðum í Bandaríkjunum og víðar?
Eftir rannsókn á Reykjaneshrygg
og á landgrunni íslands mun koma
í ljós, að það sem hefur verið sagt
að undanfömu um skemmdir vegna
þungra trolla sem dregin era af
5.000 hestöflum, þá mun verða uppi
fótur og fit.
Höfundur er útgerðarmaður og
bátasmiður.
Fyrir sólarlandafara
Stutterma bolir og peysur
Glugginn
Laugavegi 60, sími 551 2854
$
- Land og saga
Loksins er komið út
vandað yfirlitsrit um
þessa náttúruperlu
Reykjavíkur. Náttúru
og sögu dalsins eru gerð
ítarleg skil. Um 200
gamlar og nýjar Ijós-
myndir, teikningar og kort.
Ómissandi fyrir alla
ná ttúruunnendur
Með framtíóina að vopni
- Hreyfing iðnnema, nám og lífskjör í 100 ár
eftir Helga Guðmundsson trésmið
og rithöfund. Fjallað er um iðnað
og iðnmenntun á fyrri tímum,
fyrstu iðnnemafélögin og
baráttu iðnnema fyrir
réttindum sinum. Um 300
Ijósmyndir og teikningar
bregða enn skýrara Ijósi á
þennan mikilvæga þátt í
menningarsögu þjóðarinnar.
Jólabók iðnaðarmannsins
Skagfirzkur annáll
1847-1947
eftir Kristmund Bjarnason á
Sjávarborg. Fjallað er um það sem
fréttnæmast þótti hverju sinni á
þessu tímabili. Glæsilegt tveggja
binda verk með yfir 400 myndum af
einstaklingum, byggingum,
framkvæmdum og mannamótum.
Bók fyrir alla Skagfirðinga
\ 1
4km
I
%%
mannkynssogu
eftir Jón R. Hjálmarsson fyrrum
fræðslustjóra. Handhægt uppflettirit
fyrir nemendur og aðra þá sem þurfa
að nálgast sögulegar upplýsingar á
skjótan og einfaldan hátt.
Mál og mynd
Úrvalsbækur um þjóðlíf og sögu
HAFÐU ÞAÐ FRÁ ÍSLENSKT-FRANSKT
BON APPETIT!
Jiatfðu þuó umlítió oilltl
Fjallaqrasapaté
í dós 220 g. kr. 258
Parísarlifrarkæfa
í dós 220 g. kr. 172